Morgunblaðið - 19.08.2021, Síða 38

Morgunblaðið - 19.08.2021, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Ég man fyrst eftir Sigurjóni, frænda mínum, í Glaumbæ á Bíldudal. Þetta var upp úr 1950 og Sigurjón þá líklega við nám við Menntaskólann á Akureyri en í heimsókn hjá foreldrum sínum. Foreldrar hans höfðu þá hætt búskap á Bakka í Bakka- dal í Ketildölum og flust til Bíldudals. Ólína, amma mín, og Vigdís, móðir Sigurjóns, voru systur en Vígdís ól upp föður minn ásamt manni sínum Einari Gíslasyni, föður Sigurjóns. Sá sem þetta ritar er nefndur í höfuðið á þeim sæmdarhjónum og voru þau fyrir mér afi minn og amma. Ég var ásamt móður minni í heimsókn og þær Vigdís voru að þvo þvott og rulla tauið. Í klaufaskap mínum tókst mér að koma þumalputta í rullmaskín- una svo af tók nögl. Mikið var gert til að stöðva grát piltsins og einn sem tók þátt í því var Sigurjón. Hann fór þá með ýmis ljóð og vísur mér til huggunar og man ég sérstak- lega „pabbavísur“ Jóhannesar út Kötlum. Á þessum árum var Sigurjón við nám eða var til sjós frá Bíldudal. Ég sá hann því lítið en þó við og við. Góð vinátta var með þeim fósturbræðrum þó ekki væru þeir mikið samvist- um. Þeir skrifuðust á og voru í símasambandi tíðum eftir að Sigurjón hélt til náms í Háskóla Íslands. Gaman var að hlusta á símtöl þeirra sem að mestu snerust um lífið í Ketildölum. Hygg ég að Sigurjón hafi þá þegar verið farinn að hugsa um rit sitt „Undir hamrastáli“, ævi- minningar sínar, sem er að mínu Sigurjón Einarsson ✝ Sr. Sigurjón Einarsson, fyrrverandi sókn- arprestur og pró- fastur, fæddist 28. ágúst 1928. Hann lést 23. júlí 2021. Útför Sigurjóns fór fram 17. ágúst 2021. viti fróðleg lesning öllum þeim sem vilja sérstaklega kynna sér breyt- ingar í atvinnusögu Vestfjarða og víðar á landinu rétt fyrir stríð og eftir. Sýnist mér á gögnum sem ég hef frá föður mínum að Sigurjón hafi sent honum nokkra kafla ritsins til yfirlestrar. Sigurjón líktist í föðurætt sína hvað varðaði ytra útlit. Meðalmaður á hæð og bar sig vel. Hann var mjög sögufróður og sagði vel frá og gaman var að heyra hann segja frá uppvexti sínum í Ketildölum og frá mönnum og málefnum sveitar- innar. Sigurjón lauk námi í guðfræði við Háskóla Íslands og var þar af leiðandi mikið á höfuðborg- arsvæðinu á þeim tíma. Maki hans varð mektarkonan Jóna Þorsteinsdóttir og eignuðust þau börnin Æsu og Ketil. Ekki löngu eftir vígslu varð Sigurjón prestur á Kirkjubæj- arklaustri og fluttu þau hjónin þangað og dvöldu þar megnið af starfsævinni og tóku mikinn þátt í starfi sveitarinnar. Hann sinnti sínum prests- störfum og fræðistörfum með sóma og Jóna tók einnig mikinn þátt í safnaðarstarfi á staðnum. Við lát Vigdísar og Einars og síðar föður míns urðu samskipt- in við Sigurjón minni, en hann hélt þó símasambandi við móður mína áfram. Eiginkona mín kynntist Æsu, dóttur Sigurjóns, í námi Æsu við Menntaskólann við Hamra- hlíð og fór vel á með þeim enda Æsa góður nemandi. Með söknuði og eftirsjá kveð ég nú Sigurjón. Æsu og Katli og fjölskyldum sendi ég mínar samúðarkveðjur. Vignir Einar Thoroddsen. Sigurjón var ásamt Baldri Vilhelmssyni einn þeirra rót- tæku stúdenta að norðan sem tóku haustið 1953 á móti ný- græðlingi að sunnan í Háskól- anum. Og maður var brátt drif- inn í Félag róttækra og síðan í leshring hjá Brynjólfi í stjórn- málafræðum. Ekki mundi af veita. Það undraði nokkuð þann sem haldinn var eðlislægri efa- hyggju að þessir róttæklingar skyldu líka vera prestlingar. En eftir því sem ár liðu varð ljósara að hjá mörgum þurfti þetta ekki að vera þversögn. Og Sigurjón var heldur aldrei stokkfreðinn í þessum efnum. Við Sigurjón áttum samleið á ýmsum sviðum og ævinlega var notalegt að koma að Klaustri til þeirra Jónu. Minnisstætt er þegar við nokkur saman leidd- um þangað prestlinginn Sigurð Örn Steingrímsson til að flytja æfingaprédikun í Prestbakka- kirkju og gistum hjá þeim hjón- um. Í annað sinn urðum við samferða Sigurbirni Einarssyni biskupi út í Oddbjarnarsker á Breiðafirði. Þar þjónaði Sigur- jón með vissum hætti fyrir alt- ari hjá sínum gamla biskupi. Svo skemmtilega vildi til að þessir guðsmenn áttu það sam- eiginlegt að hafa báðir verið uppnefndir í Morgunblaðinu með áratugar millibili, Sigur- björn sem „hinn smurði Mosk- vuagent“ en Sigurjón sem „rúbluprestur“. Sú nafngift loddi furðu lengi við Sigurjón bæði í gamni og alvöru án þess menn vissu tilefnið og er ástæða til að rifja upp að ævilokum hans þetta gamla pólitíska slúð- ur sem er lýsandi dæmi þess hvað sumt fólk getur reynst ófyrirleitið. Sigurjón var með Guðmundi Magnússyni og Jóni Böðvars- syni fararstjóri á heimsmót æskunnar í Moskvu sumarið 1957 og var gjaldkeri hópsins sem taldi á annað hundrað manns. Fyrir bragðið öðlaðist hann þessa nafnbót í Morgun- blaðinu. Svo var mál með vexti að Guðrún Á. Símonar óperu- söngvari hafði verið á söng- ferðalagi í Rússlandi nokkru áð- ur við góðan orðstír og fengið vel greitt fyrir – í rúblum, en fékk ekkert yfirfært í vestræn- an gjaldeyri. Upphæðin var geymd hjá íslenska sendiráðinu í Moskvu. Fóstri Guðrúnar, kunnur sjálfstæðismaður, fór þess á leit við fararstjórnina að hún keypti þessar rúblur Guð- rúnar og seldi þær íslenskum mótsgestum. Á þessum árum var gjaldeyrir til íslenskra ferðamanna afar naumt skammtaður svo þessari beiðni var vel tekið og rúblurnar seld- ar á skrifstofu fararstjóra enda ekkert ólöglegt við það. Sigur- jón varð hinsvegar árum saman vegna þessa fyrir miklum get- sökum um gjaldeyrisbrask í Morgunblaðinu. Honum fannst samt þessar ásakanir of fáfengi- legar til að vera svaraverðar og hirti ekki um að leiðrétta þær. Hann útskýrir þetta þó í end- urminningum sínum, Undir hamrastáli sem komu út þegar hann var að nálgast áttrætt. Ég sá Sigurjón seinast á Hrafnistu fyrir nokkrum mán- uðum og það urðu kærar kveðj- ur. Árni Björnsson. Sigurjón Einarsson er mér minnisstæður maður. Hann var prófastur í Skaftafellssýslum og sóknarprestur á Klaustri þá er ég var prestur á Höfn. Yndis- legri mann er vart hægt að hugsa sér. Hann fór vel með prófastsvald sitt. Allt spratt áreynslulaust fram og allt gekk vel. Eitt sinn leituðu mektar- menn úr mínu brauði til pró- fasts út af undirrituðum, ég hafði eitthvað verið að belgja mig út, en Sigurjón neitaði al- farið að skipta sér af málinu, setja ofan í við prest eða eitt- hvað álíka, og sagði mönnum að svona lagað leystu menn í hér- aði, sem var gert, farsællega. Þetta sögðu menn mér löngu seinna og voru ánægðir með prófast. Þetta lýsir Sigurjóni vel. Hann var mannasættir og hafði góð áhrif. Séra Sigurjón var heimsmað- ur, vel klæddur, vel lesinn. Það var yfir honum einhver óútskýr- anlegur sjarmi. Hann hefði sómt sér vel alls staðar og Skaftfellingar voru svo sannar- lega lukkunnar pamfílar að njóta starfskrafta hans. Þeir voru fyrir vikið fallega skírðir, vel giftir og jarðaðir af mikilli virðingu. Ég naut stundum gestrisni hans og hans ágætu konu Jónu Þorsteinsdóttur sem kvaddi allt- of snemma og þakka hér með fyrir góð og gefandi kynni, gott kaffi og vitrænar samræður, af þeirra hálfu að minnsta kosti. Baldur Kristjánsson. Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Yndislega móðir okkar, dóttir, systir, frænka og vinkona, UNNUR GUÐRÚN RÖGNVALDSDÓTTIR, Laugarvegi 37, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði 10. ágúst. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 21. ágúst klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vilja minnast Unnar Guðrúnar er bent á söfnunarreikning nr. 348-13-000017, kt. 110557-5669 sem rennur alfarið til barna hennar. Hilmir Darri Kristinsson Auður Anna Kristinsdóttir Auður Björk Erlendsdóttir Rögnvaldur G. Gottskálksson Aðalheiður L. Rögnvaldsd. Guðjón Hall Sigurbjörnsson Lárey Lind Guðjónsdóttir Magnea Mist Guðjónsdóttir Kristinn Kristjánsson Arnór Gauti Kristinsson Ástkær móðursystir okkar og frænka, MARÍA GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Hörðalandi 24, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 13. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. ágúst klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina og verður því boðið til athafnar. Útförinni verður streymt á vefsíðunni mbl.is/andlat. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins. Sigurður Rúnar Ívarsson Þóra Eyjólfsdóttir Bjarnheiður Jóna Ívarsdóttir Guðjón Guðmundsson María Björk Ívarsdóttir Hákon Hákonarson Svandís Guðrún Ívarsdóttir Jakob Þórarinsson Bjarni Hrafn Ívarsson Elsa Björk Knútsdóttir og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JENS JÓNSSON húsgagnabólstrari, Funalind 7, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 27. ágúst klukkan 13. Valdís Kristmundsdóttir Jón Kristinn Jensson Sigurborg M. Guðmundsdóttir Sigríður Jensdóttir Axel Alfreðsson Lára Jensdóttir Einar Stefánsson afa- og langafabörn Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og barnabarn, GÍSLI REGINN PÉTURSSON, lést á heimili sínu laugardaginn 7. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 23. ágúst klukkan 13. Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir Hannes Lárusson Pétur Sigurðsson Matthildur Edda Pétursdóttir Björk Gísladóttir Ingirafn Steinarsson Ragnar Stefánsson Ingibjörg Hjartardóttir Elsku hjartans sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, JÓN ÓLAFSSON, Nonni, Fannafold 178, Reykjavík, áður til heimilis Ljárskógum 22, sem lést á bráðamóttöku Landspítalans 10. ágúst, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 27. ágúst klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni inni á www.seljakirkja.is. Guðlaug Adolphsdóttir Ólafur Jónsson Erla Ólafsdóttir Björgvin Óskar Steingrímsson Ingibjörg Ólafsdóttir Ólafur Örn Bragason Margrét Rós Ólafur Þór Harpa Dís Tinna Katrín Darri Steinn Elsku afi minn. Það er sárt að kveðja þig. Minn- ingarnar eru þó ótal margar, ljóslifandi og skilja eftir þakk- læti og gleði. Það er erfitt að stikla á stóru enda eyddi ég miklum tíma með ykkur ömmu. Bílferðir út um allar trissur og Gísli Sumarliðason ✝ Gísli Sum- arliðason fædd- ist 15. maí 1939. Hann lést 21. júní 2021. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. aldrei neinn asi, bara njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða á meðan þú kenndir mér nöfnin á bæjum, fjöllum og fleira. Þegar upp er staðið eru það litlu hlut- irnir í lífinu sem skipta mestu máli; klink fyrir bland í poka, dudd á nefið, nýjar radísur og smælki. Þetta ásamt tíma, frelsi og þolinmæði verður alltaf kært í minningunni. Mikið þótti mér vænt um að geta hitt þig í síðasta sinn með stelp- urnar mínar. Það var stutt í grín- ið eins og þér einum var lagið. Takk fyrir allt afi minn. Edda. Þórey vinkona mín lést aðfaranótt 27. júlí. Vinátta okkar hófst haustið 1987 þegar við hófum nám í sérkennslu sem fyrst og fremst var ætlað austfirskum kennurum en við fengum að fljóta með þar sem það var ekki fullsetið. Námið fór fram í staðlotum á Hallorms- stað með verkefnavinnu heima á milli og stóð yfir í tvö ár. Við tókum upp samvinnu við verkefnavinnuna og studdum hvor aðra og þannig óx vinátta okkar og hefur staðið órofin síðan, Eftir að náminu lauk og Þórey var flutt frá Stóru-Tjörnum til Ak- ureyrar ásamt Sverri, manni sín- um, og sonunum þremur, tókum við að hittast oftar. Við Þórey fór- um í nokkur ár reglulegar göngu- ferðir á laugardagsmorgnum, fór- um saman á gönguskíði í Kjarnaskógi og tíndum hrútaber á haustin. Þá má ekki gleyma Skraflspili mánaðarlega á vetrum ásamt Sverri og Palla, manni mín- um, þar sem margar „rimmur“ voru teknar um hvað teljast skyldu Þórey Ketilsdóttir ✝ Þórey Ketils- dóttir fæddist á Húsavík 17. janúar 1948. Hún lést 27. júlí 2021. Útför hennar fór fram í kyrrþey. alvöru orð eða „bárð- dælska“. Þess utan var alltaf gott að hitt- ast smástund yfir kaffi eða tebolla og ræða það sem okkur lá á hjarta eða bara að spjalla um allt milli himins og jarðar og þá oft í léttum tón. Þórey var einstök manneskja; mann- vinur, náttúruunn- andi, fróð um land og þjóðlegan arf, söngvin og dansglöð. Hún var hóg- vær gagnvart eigin hæfileikum og naut þess að eiga í samskiptum við ættingja, vini og kunningja og leggja lið, hvort sem það var við að gæta barnabarna, aðstoða Ingvar, bróður sinn, á Halldórsstöðum við búskapinn eða liðsinna öldruðum vinum. Veikindum sínum tók Þórey af æðruleysi og þó að hugurinn næði ekki að fylgjast með öllu sem gerð- ist, brást það ekki að þegar ég hitti hana, eftir að hún flutti á hjúkr- unarheimili, og stakk upp á því að við syngjum saman, að hún lifnaði við og söng með mér. Ég sat með Skólaljóðin til að rifja upp textana en Þórey þurfti ekki á því að halda, hún kunni þá alla utanbókar. Ég kveð Þóreyju hinstu kveðju með þakklæti í huga fyrir einstaka vináttu. Anna Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.