Morgunblaðið - 19.08.2021, Síða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri
✝
Sigrún Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 8. des-
ember 1925. Hún
lést 28. júlí 2021.
Faðir hennar var
Jón Kristján Guð-
mundur Kristjáns-
son sjómaður,
fæddur 7. júní
1893, í Bakkabúð,
Staðastaðarsókn á
Snæfellsnesi, hann
fórst með M.s Goðafossi 10. nóv-
ember 1944.
Móðir hennar var Sólveig
Jónsdóttir verkakona, fædd 21.
febrúar 1898 í Langhúsum, Við-
víkursveit í Skagafirði, hún lést
31. maí 1981. Systkini Rúnu
voru Stella, fædd 22. september
1923, látin 16. september 1995,
látinn, Sólveig, f. 1956, Sigríður,
f. 1957, Kristján Rúnar, f. 1958,
Stella, f. 1961, og Ragnar Frank,
f. 1962.
Rúna vann ýmis störf um æv-
ina og þá fyrst og fremst við
handverk sem hún sinnti að
heiman. Hún saumaði lampa-
skerma fyrir verslanir, saumaði
sængurfatnað fyrir Rauða kross
hótelið og hannyrðir af ýmsum
toga fyrir einstaklinga. Mörg
sumur vann hún á sumardval-
arheimilum Rauða krossins og
síðustu starfsárin sín vann hún
hjá ÖBÍ í Múlabæ.
Rúna fótbrotnaði 2005 og
varð ófær eftir það um að búa
sjálfstætt. Í kjölfarið flutti hún á
hjúkrunarheimili Hrafnistu í
Hafnarfirði og bjó þar síðustu
sextán ár ævi sinnar.
Rúna óskaði þess að útför sín
færi fram í kyrrþey frá Hafn-
arfjarðarkirkju og var hún gerð
11. ágúst 2021.
Kristján Hans,
fæddur 27. apríl
1927, látinn 18.
október 2007, og
Ulla, fædd 28. maí
1928, látin 26. jan-
úar 1996.
Sigrún eða Rúna
eins og hún var
kölluð gekk í
Barnaskóla Austur-
bæjar. Hún fékk
lömunarveikina
ung að árum og mótaði það líf
hennar á ýmsan máta.
Rúna bjó með móður sinni
fram að andláti hennar, lengst
af í Reykjavík. Hún flutti til
Hafnarfjaðar í kringum 1990 til
að vera nær bróður sínum og
fjölskyldu hans. Bræðrabörn
hennar eru; Jón Konráð, f. 1954,
Rúna frænka er látin 95 ára að
aldri. Enginn bjóst við því að hún
lifði foreldra sína og öll systkini
sín. Hún var lömuð eftir að hafa
fengið lömunarveikina um tveggja
ára aldur og var ekki spáð langlífi.
En hún varð kerlinga og karla elst
í báðum ættum mínum samkvæmt
Íslendingabók. Síðustu ár Rúnu
flettum við reglulega upp í töl-
fræðinni í Íslendingabók til að
fylgjast með og töldum niður dag-
ana þar til hún náði því að verða
allra elst.
Tilefni var því til að fagna þeg-
ar hún náði 95 ára aldri. Veislan
varð óhefðbundin vegna heimsfar-
aldursins. Haldin var rafræn
veisla og upplifði Rúna undur
tækninnar í óvenjulegri afmælis-
veislu sinni og gapti af undrun
þegar gestir staddir víðs vegar um
landið og erlendis birtust á skján-
um.
Rúna rifjaði oft upp bernsku
sína í Skuggahverfinu í Reykja-
vík. Þar sem hún stelpuskottan
lömuð á fótum skreið á eftir bróð-
ur sínum niður að sjó frá Lind-
argötunni. Við það fékk hún ljót
sár sem gróf í ef þau voru ekki
þrifin og iðulega var notuð græn-
sápa til þess og hafði Rúna trölla-
trú á þeirri sápu.
Afi, pabbi Rúnu, var kyndari á
M.s. Goðafossi. Hann fórst með
Goðafossi í heimsstyrjöldinni síð-
ari 10. nóvember 1944. Það var
mikið áfall fyrir fjölskylduna sem
og atburðurinn fyrir íslensku
þjóðina alla. Rúna rifjaði oft upp
daginn sem þau systkinin væntu
föður síns frá Bandaríkjunum.
Pabbi, Kristján bróðir hennar,
beið komu pabba síns á bryggj-
unni í Reykjavík, biðin varð löng,
og síðar bárust fréttir til Reykja-
víkur um að þýskur kafbátur hefði
skotið Goðafoss niður, rétt undan
strönd landsins. Jón, faðir þeirra,
var einn af 44 sem fórust.
Rúna bjó lengst af með ömmu í
miðbæ Reykjavíkur. Á sunnudög-
um var það fastur liður að pabbi
fór með barnaskarann sinn til
Reykjavíkur til að heimsækja þær
mæðgur og að bjóða Rúnu í
sunnudagsbíltúr. Það var fastur
liður að aka niður Laugaveginn,
kíkja á Austurvöll, á kæjann og
enda á því að kaupa ís áður en
haldið var aftur til Hafnarfjarðar
þar sem mamma beið með nýbak-
að bakkelsi.
Við systkinin sex vorum einu
börnin í fjölskyldunni en þær syst-
ur, Stella og Rúna, eignuðust
hvorug börn. Rúna var afar þakk-
lát fyrir okkur systkinin og prísaði
sig sæla að eiga okkur að. Margoft
ræddi hún um hve fjölskyldunni
hefði vegnað vel. Undir það síð-
asta dásamaði hún hvað við hefð-
um hjálpað henni mikið í gegnum
tíðina og verið henni góð. En
Rúna hjálpaði okkur einnig á ýms-
an máta og ekki hvað síst með að
gæta barna okkar systranna til
skemmri tíma og dáðumst við að
því hvernig hún, eins fötluð og hún
var, gat komið börnunum út í
barnavagn.
Rúna frænka hafði ákveðið sjálf
hvernig hún vildi útför sína og
fært til bókar fyrir þremur árum.
Mér er það afar minnisstætt þeg-
ar ég fór yfir allar spurningarnar
með henni og Sollu systur. Sollu
þótti nóg um og vildi að við hætt-
um þessu, sagði nóg komið að tala
svona ýtarlega um jarðarför og
komst við. Rúna hringdi síðar í
mig og ræddi hve Solla hefði átt
erfitt með þetta og hlógum við að
því. Hún kvaddi södd lífdaga og
hvíldinni fegin.
Samúðarkveðjur,
Sigríður Kristjánsdóttir
Elsku Rúna frænka, þegar við
töluðum um þig þá sögðum við
alltaf Rúna frænka þó að við
þekktum enga aðra Rúnu en þú
varst alltaf Rúna frænka. Mínar
fyrstu minningar eru frá Laug-
arási þar sem þú vannst á sauma-
stofunni og ég var um fjögurra
ára og þú fertug. Ég hékk oft fyr-
ir utan gluggann á saumastof-
unni í von um að þú myndir sjá
aumur á mér og taka mig inn til
þín, sem þú gerðir oft með því að
draga mig inn og þú huggaðir
mig, straukst mér um vangann
og veittir mér umhyggju og ást.
Stundum gafst þú mér súkku-
laðimola með því skilyrði að ég
kjaftaði ekki frá, en ég stóðst
ekki mátið og sagði krökkunum
frá að ég hefði fengið nammi. Þú
þurftir þá að svara fyrir þig að
vera að dekra svona við frænku
þína.
Ég man líka eftir að hafa feng-
ið að sofa inni í herberginu hjá
þér í Laugarási, þá hafðir þú
frétt af því að ég var óróleg í
svefnskálanum mínum og þú
bauðst til að taka mig að þér.
Rifjast upp ótal stundir þar
sem við spiluðum Manna saman
og þú fórst með ýmsar orðagátur
fyrir mig og marga lagatexta sem
við sungum saman. Mér fannst
gott að koma til ykkar ömmu á
Leifsgötuna til að gista þar, ég
tók strætó til ykkar sem var mik-
ið sport. Þið dekruðuð við mig
m.a. með nógu af smjöri á ýsuna
og rjóma á hafragrautinn. Ég fór
í sendiferðir fyrir ykkur í mjólk-
urbúð, fiskbúð og í kjörbúðina á
horninu, allt staðsett á Leifsgöt-
unni.
Þegar ég eignaðist börnin mín
voru bíltúrarnir með þér endur-
teknir eins og þegar ég var lítil
stelpa, þar sem tilgangurinn var að
kaupa ís og keyra um Reykjavík og
rifja upp þínar æskuslóðir.
Þegar þú fluttir á Stigahlíðina og
Hákon var í pössun hjá þér þá klifr-
aði hann upp á eldhúsbekk náði sér
í hníf og sveiflaði honum, sagðist þá
geta stungið alla þjófa sem myndu
ráðast inn til ykkar og verja þig.
Talandi um vísur þá kenndir þú
Hákoni þessa vísu: „Ég heiti Gest-
ur og kem frá Hæli, étið þið skít og
verið þið sælir“. Hann fór með vís-
una fyrir framan bekkinn sinn og
fékk skammir fyrir, en við hlógum
að þessu.
Ég varð tíður gestur hjá þér
ásamt börnum mínum þegar þú
fluttir í Dofrabergið.
Yrsa var einu sinni sem oftar í
heimsókn hjá þér þar sem hún var
komin upp á stól til að ná í styttu
sem þú áttir af rjúpum eftir Guð-
mund frá Miðdal. Þú varst ekki par
hrifin af því og ætlaðir að skamma
hana en hún svaraði með þjósti:
„Pabbi minn skjótti svona og ég
étti svona“ og þá gast þú ekki ann-
að en skellt upp úr.
Þú lagðir mikinn metnað í að
halda fallegt heimili t.d. með sum-
argardínum, sumarblómum,
skreyttir mikið um jólin og þú varst
mjög úrræðagóð í að koma því öllu í
verk. Öll heimilin í fjölskyldunni
eiga falleg handverk eftir þig.
Þú sýndir mikla seiglu, m.a.
gekkstu frá Dofraberginu upp í
Háabergið og lést ekkert stoppa
þig.
Börnin mín hugsa hlýtt til þín,
munu sakna hlýju faðmlaganna,
skæra brossins, hnyttna húmors-
ins, óskertrar athygli og áhugans
sem þú veittir þeim ávallt.
Þú skipaðir stóran sess í lífi okk-
ar, við erum þakklát fyrir allar
samverustundirnar okkar, hvíldu í
friði, elsku Rúna frænka.
Stella, Hákon, Yrsa og
Styrmir.
Sigrún Jónsdóttir
✝
Hlöðver Hall-
grímsson fædd-
ist 2. júlí 1942 í
Keflavík. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sólvangi í Hafn-
arfirði 4. ágúst 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Guðrún
María Bjarnadóttir
húsmóðir, f. 19.6.
1909, d. 16.1. 1973,
og Hallgrímur Ingi-
berg Sigurðsson sjómaður, f. 3.10.
1909, d. 11.11. 1991.
Hlöðver var næstyngstur fimm
systkina. 1) Ingvar, f. 1933, giftur
Guðrúnu Maríu Þorleifsdóttur. 2)
Guðmundur Rúnar, f. 1936, giftur
Gerðu Halldórsdóttur, d. 31.1.
2019. 3) Hrafnhildur, f. 1937, gift
Garðari Jóhannessyni. 5) Jóhann
Sigurður, f. 1944, giftur Grétu
Ingólfsdóttur.
Öll systkinin eru búsett í Kefla-
vík.
Hlöðver giftist eftirlifandi
eiginkonu sinni Guðrúnu Núma-
Díana, f. 1973, og á hún tvö börn,
Aron Haraldsson, f. 2006, og Söru
Haraldsdóttur, f. 2008.
Dætur Hlöðvers frá fyrra
hjónabandi eru tvær. 1) Sóley
Ólöf, f. 1960, gift Heiðari Jóhanns-
syni og eiga þau þrjú börn. a) Dav-
íð Bjarni Heiðarsson, f. 1982, gift-
ur Theu Dammrich og eiga þau
tvö börn, Boie, f. 2019, og Lóu
Malve, f. 2021. b) Arnór Heið-
arsson, f. 1987, giftur Önnu Elísu
Gunnarsdóttur og eiga þau tvö
börn, Ársól, f. 2015, og Breka, f.
2018. c) Bjarkey Heiðarsdóttir, f.
1992, sambýlismaður Helgi Berg
Halldórsson og eiga þau tvö börn,
Fanneyju Hrönn, f. 2017, og Jó-
hann Viðar, f. 2019. 2) Bjarney
Kristín, f. 1963, og á hún þrjú
börn. a) Guðrún Sif Pétursdóttir,
f. 1988, og á hún tvö börn, Ólaf
Loga, f. 2016, og Ingibjörgu Rún,
f. 2018. b) Sigrún Inga Ólafsdóttir,
f. 1991, gift Mortaza Ghanbarzehi
og eiga þau einn son, Amir Frey,
f. 2017. c) Erna Rún Ólafsdóttir, f.
1998, sambýlismaður Sigurður
Stefánsson.
Útförin fer fram í dag, 19.
ágúst 2021, frá Keflavíkurkirkju
kl. 13.
Streymt verður frá útförinni.
virkan hlekk má finna á:
https://mbl.is/andlat
dóttur 16. mars
1967. Foreldrar
hennar voru Marta
María Þorbjarnar-
dóttir, f. 16.3. 1914,
d. 26.11. 2001, og
Númi Þorbergsson,
f. 4.11. 1911, d.
19.12. 1999.
Hlöðver og Guð-
rún eignuðust þrjár
dætur. 1) Ásdís, f.
1965, og á hún tvö
börn, Kára Má Ásdísarson, f.
1991, sambýlismaður Ingvar Á.
Arnþórsson, og Höllu Maríu
Reynisdóttur, f. 1995, og á hún
einn son, Tind Ósman Esrason, f.
2016. 2) Sædís Hlöðversdóttir, f.
1967, gift Eggerti Karvelssyni og
eiga þau þrjú börn; Hlöðver Egg-
ertsson, f. 1989, sambýliskona
Pauline Mattson; Guðrún Björg
Eggertsdóttir, f. 1991, sambýlis-
maður Torfi Bryngeirsson og eiga
þau eina dóttur, Sædísi Ölmu, f.
2021; Sólveig, f. 1996, sambýlis-
maður Johann Óli Rainersson. 3)
Þegar bróðir og vinur deyr þá
kemur það við mann.
Hlölli bróðir var sjómaður
alla tíð og gat gengið í öll störf
um borð. Hann var góður mat-
sveinn svo eitthvað sé nefnt. Við
Hlölli bróðir vorum mikið saman
á sjó og gott var að hafa hann
með sér í áhöfn. Hann var mjög
ljúfur, ekki skaplaus en fór vel
með það. Hlölli bróðir barðist
við veikindi sín alltof lengi.
Ég ætla ekki að hafa þetta
lengra. Ég votta Guðrúnu og
dætrum þeirra samúð mína.
Ég kveð Hlölla bróður með
söknuði.
Minning um góðan mann lif-
ir.
Farðu í friði vinur minn kær
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
Aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hafðu kærar þakkir fyrir allt,
þinn bróðir,
Rúnar.
Hlöðver
Hallgrímsson
Allt er blessað og
friðsælt.
Þú ert farin á vit
feðranna – frjáls úr
þreyttum líkama þínum. Elsku,
kæra fósturmóðir mín – sátt við
þinn Guð og menn.
„Ég er eins tilbúin og mögulegt
er – til Hinstu Ferðar,“ svaraðir
þú okkur ástvinum þínum.
Drottinn er þinn hirðir og á
grænum grundum treysti ég að
hann lofi þér að hvílast – leiðir þig
að vötnum þar sem þú mátt næðis
njóta.
Unnur Jónsdóttir
✝
Unnur Jóns-
dóttir fæddist
27. október 1918.
Hún lést 26. júlí
2021.
Unnur var jarð-
sungin 13. ágúst
2021.
Tómarúm hefur
myndast við fráfall
þitt og brottför –
hjarta mitt grætur
af söknuði, jafnt og
þakklæti. Innan um
stóra sögu tilfinn-
inga, gleðst ég yfir
því að þú ert frjáls úr
ofurþreyttum líkama
og frá takmörkunum
þessa heims. Ég og
afkomendur mínir
eigum fjarsjóð af dýrmætum
minningum um þig og saga þín
verður sögð áfram þeim kynslóð-
um sem á eftir okkur koma.
Hjartans þökk fyrir öll árin sem
við fengum með þér.
Þvílík ástúð á báða bóga og skil-
yrðislaus væntumþykja. Við nöfn-
urnar, frænkurnar, Unnurnar –
svo nánar og næmar á hvor aðra
alla tíð.
„Því hvað er það að deyja annað
en að standa nakin í blænum og
hverfa inní sólskinið.“ Kahlil Gi-
bran/Spámaðurinn. Já, hvað er
það að hætta að draga andann og
frelsa hann frá friðlausum öldum
lífsins svo hann geti óhindrað leit-
að á fund Guðs síns, aðeins sá sem
drekkur af vatni þagnarinnar,
þekkir hinn volduga söng. Og þeg-
ar þú hefur náð ævitindinum, þá
fyrst muntu hefja Fjall-gönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama
þíns, þá muntu dansa í fyrsta sinn.
Þessi dagur, þessi blíða, þessi
stund og andartak. Hér og Nú í
faðmi Eyjafjarðar sem skartar
sínum fegurstu töfrum, sem kalla
fram í sólskin í hjarta og hlýjan
andvara minninga um þá konu,
lærimeistara sem þú Unnur, mín
elskaða Fóstra – varst mér.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Friður Guðs blessi þig.
Þín vinkona og fósturdóttir að
eilífu.
Unnur Huld
Sævarsdóttir Vopna.
Þau voru yngstu
systkinin af Berg-
þórugötunni, Svein-
berg Skapti og Ólöf Jóna, alla tíð
þekkt sem Lóló!
Í glaðværum fjölskylduselskap,
heima hjá Skapta í Holtagerðinu,
man ég hana fyrst. Hann lands-
frægur stemningsmaður og hún
með á nótunum í lífsgleðinni –
„jolly“ á breska móðinn! (Snorri
Ólafsson maður hennar, klæð-
skeri, suðrænn í útliti, var öllu al-
varlegri en sagan segir að hann
hafi átt sínar leikrænu hliðar.)
Lóló hafði líka dvalið á Eng-
landi á sokkabandsárunum og öðl-
Ólöf Jóna
Ólafsdóttir
✝
Ólöf Jóna
Ólafsdóttir,
sem ávallt var köll-
uð Lóló, fæddist 8.
október 1929. Hún
lést 2. ágúst 2021.
Útför Lólóar fór
fram 11. ágúst
2021.
ast eitthvað „breskt“
í fari sínu og var hún
þó fáguð að upplagi.
Þau systkinin
voru náin: „Hún
Lóló systir mín er
komin!“ heyrði ég
Skapta oft segja með
ánægju. Og hver var
það nema Lóló sem
heimsótti bróður
sinn nær daglega á
Sóltún þegar glaðir
dagar voru orðnir næsta fáir.
Í mínum huga var aðal Lólóar
nostursemin við útlitið, óaðfinnan-
legt! Kápan, hanskarnir, slæðan,
og … já, hárið! Hún minnti mig
gjarnan á Nancy Reagan. Þegar
vinur minn einn minntist á „eleg-
ant konuna sem stundum snæddi
á Vitatorgi“ var bara um eina að
ræða! Það má eiginlega segja að
Lóló hafi verið „síðasta vel klædda
konan“ á Íslandi, ef við miðum við
smekk áranna eftir stríð.
Í Ingólfs- og Reykjavíkurapó-
teki ól hún sinn starfsaldur og
mundu eldri Reykvíkingar vel eft-
ir Ólöfu – gallinn er bara sá að þeir
sömu eldri borgarbúar eru löngu
horfnir sem og miðbæjarbragur-
inn sem fylgdi þeim.
Lóló var stolt af því að vera
verslunarkona, eins og hún var
stolt af því að geta „þjónað sam-
félaginu“ með sjálfboðaliðsstarfi
fyrir Rauða krossinn, í anda El-
ísabetar prinsessu í heimsstyrj-
öldinni síðari.
Þegar ég var lítill fannst mér
Lóló vera ein hlýlegasta kona sem
ég vissi um og Steinn vinur minn
mjög heppinn að eiga hana fyrir
frænku. Meira að segja röddin var
mýkri en aðrar raddir!
Hún bauð okkur stundum í
kaffi, síðari árin í blokkinni við
Sólheima, þar sem hún var orðin
ein eftir af upprunalegum íbúum.
Þegar við komum upp úr lyftunni
stóð hún og beið þar eftir okkur
„drengjunum“. Af almennri kurt-
eisi færðum við henni eitthvert
smáræði og fengum í staðinn
„guðlaun“; allt sem frá öðrum
tíma og öðrum stað.
Hennar líkar voru ekki margir
fyrir og verða enn sjaldgæfari
núna.
Kristinn Jón Guðmundsson.