Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 ✝ Páll Jónsson fæddist á Bárugötu 38 í Reykjavik 19. júní 1957. Hann lést 10. júlí 2021 á Alicante á Spáni. Páll var sonur Jóns Bjarman, f. 13.1. 1933, d. 17.3. 2011, og Jóhönnu Katrínar Páls- dóttur, f. 10.2. 1933, d. 24.1. 2017. Árið 1958 flutti fjölskyldan til Lundar, Manitoba, þar sem Jón þjónaði sem prestur í þrjú ár. Við heim- komuna flutti fjölskyldan að sálfræði í San Francisco. Hann fór seinna í sjávarútvegsfræði við háskólann í Tromsö í Noregi og lauk þaðan námi sem sjáv- arútvegsfræðingur. Páll giftist Sigurlaugu Lövdahl 2002. Þau skildu 2006. Sonur Sigurlaugar er Arnar Pétursson. Gegnum ævina stundaði Páll ýmis störf, flest tengd sjávar- útvegi. Hann vann á frystitog- ara við strendur Alaska, þjón- ustaði skip í Hull fyrir Ísberg, seldi fisk í Kína fyrir Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, rak fiskvinnslu í Söröya í Noregi og ferðaðist með erlenda ferða- menn um Ísland. Síðustu ár hef- ur hann búið á Alicante á Spáni. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju í dag, 19. ágúst 2021, klukkan 13. Laufási við Eyja- fjörð þar sem Jón gegndi prestsemb- ætti til 1966. Þar tóku þau að sér systurdóttur Jóns, Önnu Pálu Vign- isdóttir, sem þau seinna ættleiddu. Síðar flutti fjöl- skyldan til Reykja- víkur þar sem Páll gekk í Melaskóla og síðan Menntaskólann við Hamrahlíð. Árið 1977 giftist Páll Ingi- björgu Eyþórsdóttur. Þau skildu 1980. Páll lagði stund á Það varð strax tómlegra í hinu litla samfélagi Íslendinga í Alic- anteborg eftir að Palli féll frá. Við Palli vorum búnir að þekkjast lít- illega í rúm þrjátíu ár, en sam- skiptin voru lengst af afar stopul. Palli dvaldi löngum erlendis vegna náms og vinnu; í Noregi, Englandi, Kína og fleiri löndum. Við rifjuðum upp kunningsskap fyrir um það bil þremur árum þegar ég fór frá París til Alicante. Palli hafði flutt þangað rúmi ári áður og það var gott að eiga hann að í ókunnri borg. Hann var þá strax orðinn hrókur í fagnaði að- komumanna í borginni, aðallega Breta sem áttu og eiga sér sama- stað á litlum veitingastað í gamla miðbæ Alicante. Sá staður fékk heitið Pallabar. Hann átti svo auðvelt með að eignast vini, flug- mælskur á ensku, víðlesinn og greindur á svo marga vísu. Hann leysti krossgátuna í The Times með morgunmatnum. Hann kunni óteljandi vísur og söngva, enda músíkalskur með óbrigðult minni. Bretarnir báru ómælda virðingu fyrir þekkingu hans á verslun og viðskipti með fisk, enda var hann hámenntaður og reynslumikill í sjávarútvegsfræð- um. Eins óáhugaverð og sú stúdía öll kann að vera þeim sem ekki hafa alist upp við fiskerí og vinnslu, þá tókst honum alltaf að skapa um hana spennandi og æs- andi debatt. En Palli var ekki ekki síst vinsæll vegna óskeikull- ar þekkingar sinnar á enskum fótbolta. Hún vakti mesta lukku þegar menn söfnuðust á torgið við Pallabar til að fylgjast með leikj- um. Hann gat þulið upp úrslit og liðsuppstillingar langt aftur á liðna öld og lýst löngu liðnum at- burðum af orðkynngi. Það var gaman að heyra hann ausa úr viskubrunni sínum, með djúpri karlmannlegri en þýðri rödd, svalur eins og norðanáttin, hver setning meitluð, húmor og þekk- ing samofin í frásögn af fótbolta, fiskum og sérkennilegu fólki. Palli hafði verið til sjós og unnið við sjávarútveginn lungann úr ævinni. Hann gat skýrt fyrir manni flókin atriði eins og mútu- mál vegna kvóta í fjarlægum löndum á einfaldan og skýran hátt. En það var músíkin sem tengdi okkur fyrst og fremst sam- an. Palli hafði sungið sinn mjúka bassa í frægum kórum á yngri ár- um, Hamrahlíðarkórnum og Há- skólakórnum, hann spilaði á gítar og kunni heila dobíu af textum og ljóðum. Þegar ég var búinn að finna amatörkór spænskra eldri borgara og búinn að syngja með honum nokkrum sinnum tókst mér að telja Palla á að koma á eina æfingu. Af því varð því miður ekki. Viku síðar var skellt á út- göngubanni á gervöllum Spáni vegna pestarinnar og síðan hefur sá kór ekki sungið. Nú að leiðar- lokum minnist ég Palla með sökn- uði og trega. Ég votta aðstand- endum og ættingjum hans samúð mína og segi eins og gamall þulur: farvel og takk fyrir komuna. Magnús R. Einarsson. Palli Jóns var vinur minn frá því í Sigöldu, árið var 1974. Þetta var Þjóðhátíðarárið. Í vinnubúð- um Landsvirkjunar eignuðumst við marga sameiginlega vini og samferðamenn. Palli var kannski bráðþroska miðað við mig. Kominn strax með bílpróf og augastað á jeppa. Far- inn að fá alvarlegan áhuga á kven- fólki, söng og brennivíni. Hann kenndi mér norðanpiltinum margt um bókmenntir sem hann hafði lesið og tónlist sem hann hafði hlustað á eða lært og var það áberandi amerískt að mestu en ég hafði haft fordóma fyrir þeim heimshluta af pólitískum ástæð- um en Palli var aldrei pólitískur. Hafði heilbrigðan leiða á öllu slíku tali þegar það var á hugsjóna- planinu. Palli var praktískur og það sem hægt var að framkvæma til gagns, helst hér og nú, var það sem skipti máli. Palli var sigldur maður. Fyrir utan England og Skandinavíu bjó hann í Skotlandi, Kaliforníu og Kína og þá ekki allt upptalið. Dýravinur var hann með af- brigðum. Hann gat lifað sig inn í dýraríkið eins og hann væri staddur þar sjálfur. Sérstaklega voru kettir honum hugleiknir. Átti katta- og hundasögur á færi- bandi. Palli eignaðist aldrei eigin börn en hann var afar vingjarn- legur og gott að vera barn eða unglingur og geta leitað til hans. Hann sá alltaf sjarmann við æsk- una. Ég var svo heppinn að geta haldið sambandi við Palla árum saman þótt stundum væru tíma- bilin löng þegar það var lítið að frétta, eins og frá árum hans í Hull, en svo komu tímar þar sem við áttum aftur mikið saman að sælda. Hann bjó meira að segja á heimili okkar talsvert lengi og gekk sambúðin afar vel. Það kom auðvitað í ljós að Palli var mislyndur í sínu eigin sinni en sjaldan svo það bitnaði á öðrum. Palli held ég hafi þannig alltaf átt vini sína áfram þótt ræktin við þá yrði stopul á köflum. Átti síðast símtal við hann á Spáni fyrir hálfu ári og gat ekki fundið annað en honum þætti vænt um það. En svo liðu nokkrir mánuðir og erfiðir í lífi okkar allra og þá þessi harmafrétt af andláti hans fyrirvaralaust. Sjálfsagt var heilsunni að hraka og Palli ósér- hlífinn og kvartaði helst aldrei. Allra síst í lækna. Palli var af kristnu fólki kom- inn og hafði greinilega fengið gott veganesti þaðan. Umhyggja hans fyrir minni máttar og ósérhlífni við hvers konar verk sem hann tók að sér án nokkurrar tilgerðar eða von um persónulegan frama er líklega af þeirri rót komin. Trú- mál voru samt aldrei á vörum hans frekar en stjórnmálin. Hann skeytti lítt um veraldlegan frama og kannski ekki lagt mikið upp úr eilífðarmálunum heldur. Ég bið fyrir Palla vini mínum því mig langar til að hitta hann eins og aðra góða vegferðarmenn í Himnaríki. Maður sér fyrir sér lúðurþeytarana frá New Orleans taka undir með englunum „When the Saints Go Marching In“. Ef við vorum ekki einmitt í þessu jarðlífi saman á leiðinni þangað, þá til hvers? Gísli Ingvarsson. Sumarið ’66 var síðasta sumar afa okkar Palla og ömmu á Skinnastað norður í Öxarfirði. Hanna frænka og Jón komu það sumar í heimsókn á forkunnar- fögrum Moskowitz með nafna minn og Önnu. Ég, heimalning- urinn, vildi sýna Páli nafna mín- um og frænda allar gersemar staðarins; geitakofann, fjósið, bláberjabrekkuna hinum megin við þjóðbrautina norður til Kópa- skers, og auðvitað kjallarann. Kjallarinn á prestssetrinu var mest spennandi. Þar voru ótelj- andi felustaðir, kolabingur fyrir AGA-eldavélina, gömul falleg eldhúsinnréttingin full af fornu og framandi dóti. Þarna voru líka áhöld fyrir búskapinn, rekur, hrífur, naglar og naglbítar. Sagir stórar og smáar. Við nafni minn tókum sagirnar niður og komum þeim í notkun. Fyrir átta og níu ára snáða var það mikið og erfitt verk að saga eldhúsinnrétt- inguna í tvo hluta. Palli Jóns kom með þá einstaklega snjöllu hug- mynd að draga skúffurnar út og saga þannig, mun einfaldara. Þegar neðsta skúffan var að verða klár – já þetta var erfitt verk og tók sinn tíma – kom amma að okkur frændum og var ekki skemmt. Held að þetta sé eina skiptið á ævinni sem hún hækkaði róminn, já prestsfrúin, frú Guðrún Elísabet, var ekki par ánægð með okkur frændur, barnabörnin. En mikið hlógum við Palli mörgum árum seinna að þessu uppátæki okkar, eins vit- laust og það var. Páll Stefánsson. Palla frænda þekkti ég bara af mynd fyrstu ár mín enda bjuggu hann og fjölskyldan í Kanada. Mér er myndin mjög minnis- stæð. Þau sitja saman á mynd- inni Hanna föðursystir, Jón og Palli og Anna. Öll svo falleg og eitthvað svo útlensk. Þegar þau svo fluttu heim fluttust þau í næstu götu við okkur og reyndar þar næstu götu við afa og ömmu. Mér fannst alltaf miklu skemmti- legra að fara í heimsókn til þeirra en að fá þau í heimsókn til okkar. Anna átti fullt af Barbí og Palli átti alls konar framandi og flott dót og bækur frá Ameríku. Svo fannst mér mjög töff að heyra Palla tala ensku. Árin liðu og Palli flaug út í heim. Hann lærði og starfaði víða um heim svo við hittumst ekki oft en maður frétti af honum í gegnum Hönnu frænku, sem var mér svo kær. Það er einhvern veginn þannig að Palli var lengi og langt í burtu. Nú er hann farinn lengst í burtu. Blessuð sé minning Palla frænda. Helga I. Stefánsdóttir. Páll Jónsson Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Þorbergur Þórðarsson Elís Rúnarsson Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR frá Djúpavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Drafnarhússins og Ölduhrauns á Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir góða umönnun. Jóhanna Sigríður Ragnarsdóttir Ester Lára Magnúsdóttir Ragnar Ólafur Magnússon Edna Sólrún Falkvard Birgisd. Jóhann Skagfjörð Magnúss. Vigdís Sigurlínudóttir og barnabörn Ástkær dóttir og systir, ÞÓRA KRISTÍN BÁRÐARDÓTTIR, Norðurbakka 17b, Hafnarfirði, lést laugardaginn 6. mars á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Bálför hefur farið fram. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 26. ágúst klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni á: https://livestream.com/accounts/15827392/events/9805928 Bárður Sigurgeirsson Linda Björg Árnadóttir Sigurgeir Bárðarson Harpa Björnsdóttir Guðmundur Örn Bárðarson María Lind Baldursdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN GUÐNADÓTTIR, Strikinu 4, Garðabæ, lést 21. apríl. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ, föstudaginn 20. ágúst klukkan 13. Athöfninni verður steymt á vefnum www.streyma.is Guðni Tyrfingsson Auður Alfreðsdóttir Sigurður Tyrfingsson Guðlaug F. Stephensen Þórunn J. Tyrfingsdóttir barnabörn og langömmubörn Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku hjartans sonar míns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og mágs, GUÐMUNDAR RINGSTED, Álfaskeiði 70, Hafnarfirði. Anna Elín Ringsted Davíð Guðmundsson Hulddís Guðbrandsdóttir Guðbjörg V. Guðmundsdóttir Theódór Skúli Sigurðsson Magnús Guðmundsson Julia Bakke Anna Elín Guðmundsdóttir Ole Marselius Lillebo barnabörn, systkini og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.