Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 41

Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Elsku fallega Bára Kemp, meist- ari minn, vinkona og frábær kennari er nú öll. Mikið var erf- itt að heyra af alvarlegum veik- indum þínum hinum megin á hnettinum og síðar fráfalli þínu. Manni fannst þetta ekki sann- gjarnt þar sem þú varst svo ný- lega hætt að vinna og ætlaðir að njóta í botn með Herði þínum og litlu fjölskyldunni þinni sem þú elskaðir og naust að vera með. Mikið hafðir þú gaman af barna- Bára Kemp ✝ Bára Kemp fæddist 27. nóvember 1949. Hún lést 1. ágúst 2021. Útförin fór fram 18. ágúst 2021. börnum þínum sem þú sagðir okkur sitt- hvað frá í Danmerk- urferðinni góðu sumarið 2018 í heimsókn til Jonnu. Það sem við erum þakklátar hárpæj- urnar fyrir þessa frábæru ferð, allan hláturinn, sam- veruna sögurnar og fíflaganginn. Vorum hæstánægðar með tilkynningu um að flugi okkar væri seinkað um einn dag og gátum við því not- ið lengur að vera saman. Vorum alls ekki tilbúnar að fara heim. Að læra háriðn hjá þér var í einu orði sagt stórkostlegt. Frá- bær kennari sem þú varst og kenndir með þínu nefi eins og maður segir, þú gast leiðbeint en svo varð maður að finna þegar ljósið kviknaði innra með manni og verkefnið var komið í fullan skilning og virkni. Sköpun, hug- ur, líkami og hjarta varð að tengja saman. Manni skildist vel að hver hefði sitt handbragð og allir væru einstakir. Að komast í hendurnar á þér og fá að vera í kringum þig verð ég ávallt þakklát fyrir, við smull- um strax saman þó þér hafi þótt erfitt að kenna þrjóska sporð- drekanum þínum á stundum. Vinátta og kunningsskapur okk- ar var ómetanlegur. Þú kenndir okkur svo margt annað en háriðn, vináttu, að koma fram við við- skiptavini af virðingu og nær- gætni, hreinskipt samskipti, ósérhlífni og svo mætti lengi telja. Andinn á Hári og Snyrtingu, gleðin, dugnaðurinn og sam- heldnin sem náðist á þessum ár- um var mögnuð og ekki á allra færi að skapa slíka stemningu. Við vorum öll í sama liði og hver dagur ævintýri líkastur. Allt var látið flakka og fagmennskan í fyrirrúmi. Frumkvöðull í faginu með Intercoiffure, sýningar og keppnir. Maður var hvattur til að vera með í öllu og látinn stíga út fyrir þægindarammann, sem og maður gerði. Ekki stóð á fífla- ganginum hjá þér og sykurmola- atriðinu þegar starfsfólkið kom saman, magavöðvarnir voru vel þjálfaðir eftir hlátur kvöldsins. Elsku Bára, ég kveð þig með virðingu, kærleika og þakklæti, þín verður sárt saknað af mörg- um en ég veit að þú ert með vara- litinn við höndina og „lookkar“ eins alltaf og smitar alla af gleði þinni og hlátri í sumarlandinu. Elsku Hörður, Ingi Makan, Heiða og börn, innilegar samúð- arkveðjur til ykkar, megi minn- ingin um hjartahlýja, skemmti- lega og litríka konu ylja ykkur um ókomin ár. Þín Hafdís Hafsteinsdóttir. Einn af merk- ustu íbúum þessa héraðs er látinn og finnst mér erfitt að viðurkenna slíkt. Hann hefur verið hluti af samfélaginu í lang- an tíma og sívakandi með ýmsan fróðleik og sitt ótrúlega minni um liðna atburði og sögur sem og vísur, sem margt hverfur nú með honum þó að sumt hafi náðst að festa á blað. Sigurður H. Eiríksson ✝ Sigurður Helgi Eiríksson fæddist 5. nóv- ember 1930. Hann lést 10. ágúst 2021. Útför Sigurðar fór fram 18. ágúst 2021. Hann var létt- lyndur maður og grínsamur og hjálpsemi hans var viðbrugðið sem ég og aðrir nutum í ríkum mæli. Hann var einstakur við- gerðarmaður og leysti þar margar gátur sem alltaf koma upp, með ró- legheitum og íhygli. Hann benti þá oft á, að þetta sem við var að fást væri nú bara gert af mönnum og nú skyldi setjast niður og hugsa til að fá lausn en ekki æða í eitthvað og það brást því ekki að sú besta fannst. Þó að hann væri í vélavið- gerðum mestalla ævi þá var honum fleira til lista lagt. Þegar gera þurfti aðgerðir á spítalan- um sá hann um svæfingar þar í mörg ár og tókst það með af- brigðum vel. Ég efast um að nokkurn tíma hafi þekkst að vélaviðgerðar- maður sé tekinn með í lækn- isaðgerðir, sem eru svo ólík störf, en það sýnir best hans einstöku hæfileika og það traust sem hann hafði, en til undirbún- ings hafði hann farið á nám- skeið. Þegar ég var í stjórn Tónlist- arskólans hér ásamt Ingibjörgu konu hans og skólinn fékk Sól- land til afnota, þá voru þau önn- um kafin í að lagfæra hús og lóð, nær allt í sjálfboðavinnu í frí- tíma. Þetta var hugsjónastarf sem sjaldgæft er að sjáist í dag. Nú snýst allt um að fá laun og frí fyrir. Bletturinn er enn eitt afrekið. Þau hjón fengu úthlutaðan rýrð- arblett suður með veginum, sem Siggi sagðist eiga innan gæsa- lappa. Þar var byrjað smátt með skrúðgarð og skógrækt, sem fá- ir tóku eftir í byrjun en er nú orðinn stór lystigarður og mikið augnayndi og verður er fram líða stundir höfuðprýði staðar- ins og ómetanlegur íbúum. Verðmæti þessa Edengarðs eða vinnuframlag verður ekki útreiknað, en hann hófst úr engu í allt: Frá nokkrum trjá- plöntum settum niður í grjótás og enginn taldi að gætu þar þrifist, í himinhá tré með gras- flötum á milli. Þetta er algert ævintýri. Kæri Siggi minn, við þökkum þér fyrir góð kynni og vináttu alla tíð og vottum konu og af- komendum alla samúð okkar. Því miður töldum við okkur ekki fært að fylgja þér í lokin vegna þessa smithættuástands sem er nú, en fylgjumst með streymi frá útförinni. Hlíf og Agnar í Hrísakoti. Hvar sem stofninn sterki stefnir rétt að merki vex af hverju verki von og trú á fold. Ég get ekki annað en hugsað til þessara ljóðlína úr ljóðinu Flóinn eftir Freystein Gunnarsson. Enn einn stofninn er felldur úr bænda- liði okkar Flóamanna, en að það skuli vera nágranni minn, hann Einar Helgi á Urriðafossi, á mað- ur bágt með að trúa og sætta sig við. Milli Urriðafoss og Egilsstaða- kots hefur alltaf verið góður vin- skapur. Halli og mamma voru jafnaldrar og pabbi 7 árum eldri. Mikil og góð samskipti voru á milli bæjanna, komið í kaffispjall og tekið í spil. Þessum vinskap héld- uð þið Lilja við eftir að þið tókuð við búskap á Fossi eftir fráfall for- eldra þinna. Svo mættir þú með sól að morgni, hress og kátur að vanda, til foreldra minna 1986: Góðan daginn, Mundi minn, ég ætla að kynna þig fyrir kærust- unni minni, við vorum að trúlofast. Upp frá því urðu mamma og Lilja vinkonur þótt að 47 ár væri ald- ursmunurinn. Þið voruð nýtekin við búskap á Fossi og ég get ímyndað mér að ekki hafi alltaf staðið vel á, enda nóg að gera með fullt hús af börnum, en þegar Einar Helgi Haraldsson ✝ Einar Helgi Haraldsson fæddist 7. apríl 1962. Hann lést 4. ágúst 2021. Útför Einars Helga var gerð 18. ágúst 2021. mamma hringi: góð- an dag, Lilja mín, eigum við ekki að fara í flatkökur eða kleinur í dag? Þá þýddi ekki annað en biðja þig um að sjá um börnin því Lauf- ey í Kotinu ætlaði að steikja kleinur. Þær voru steiktar og kaffibolli drukkinn á eftir og kleinunum skipt jafnt á milli. Allt af lífi iðar, yfir fuglinn kliðar, foss í fjarska niðar fiskar ganga úr sjó. Þessar línur lýsa vel hvernig lífið gekk á Urriðafossi eftir að þið byrjuðu búskapinn. Allt var byggt upp, ræktuð tún og keyptar vélar. Alltaf sami dugnaðurinn, en nóg- ur tími til að tala við gesti. Það voru 7 ár á milli okkar, nafni, betri nágranna er varla hægt að óska sér. Við vissum vel hvar lyfjaskáp- urinn í fjósinu var hvor hjá öðrum og gátum náð okkur í kalk í doða- kú hvort sem var að nóttu eða degi. Svo ef þyrfti meiri aðstoð var maður varla búinn að leggja frá sér símann þegar þú varst kominn hress og úrræðagóður, tilbúinn að ljá hjálparhönd og allt- af hafðir þú tíma. Ég vil þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum t.d. á söngæfingum, við undirbúning þorrablótanna og á spilakvöldunum. Í spilum var erf- itt að svína á þér því þú áttir oftast slaginn og hlóst hátt. Yndislegar minningar, kæri nafni, þín verður sárt saknað. Elsku Lilja, börn og fjölskyldur og systkini Einars Helga, við fjöl- skylda mín í Egilsstaðakoti vott- um ykkur, okkar dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur í þessum sviplega missi. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Einar Hermundsson. Það er gott að rifja upp kynni okkar á lífsins leið. Einar var fæddur á Urriðafossi og þar hefur hann vaxið úr grasi í skjóli sinna frábæru foreldra, Unnar og Har- aldar, og systkina sinna. Einar var hamingjumaður með sína góðu konu, Lilju, sér við hlið og fimm börn. Öll unnu þau að sama markmiði, að rækta jörðina og nýta auðlindirnar. Kristján, mað- urinn minn, var svo lánsamur að vera í sveit hjá Unni og Haraldi í níu sumur, frá 7 ára aldri, sem mótuðu hann fyrir lífstíð. Það var einstakt að koma að Urriðafossi og finna þá djúpu vináttu, gest- risni, sjá hamingjuna blómstra, vinnusemi, útsjónarsemi og gleðina við að vinna og rækta jörð- ina. Íslenski bóndinn í hnotskurn. Einari var margt til lista lagt, gleymi ég ekki þegar hann hélt upp á afmæli Lilju á glæsilegan hátt í hennar heimabyggð, Eyra- bakka, án þess að hún vissi hvað til stóð. Ekkert var til sparað, þar flutti Einar Lilju drápu sem hann samdi og söng til hennar, geri aðr- ir betur. Einar var einstaklega duglegur að styðja börnin sín í áhugamálum þeirra. Hann var framsýnn og búinn að stíga mik- ilvæg skref við búskapinn svo að næsta kynslóð gæti tekið við. Við hjónin vottum Lilju, börnum og fjölskyldum þeirra, systkinum Einars og reyndar sveitungum öllum, innilega samúð. Guð blessi minningu Einars, þess góða og mæta mans. Margrét og Kristján. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Innilegar þakkir færum við fyrir sýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru systur, mágkonu og frænku, ELÍNAR HJÁLMSDÓTTUR, sem lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 20. júlí. Guðbjörg Hjálmsdóttir Guðrún María Hjálmsdóttir Ólafína Hjálmsdóttir Guðmundur H. Sigmundsson systkinabörn og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, STEFÁNS MÁS INGÓLFSSONAR kennara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 3N á Hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einstaka alúð og góða umönnun. Maríanna Elísa Franzdóttir Helga María Stefánsdóttir Edda Stefanía Levy Stefán Már Levy Helguson Ástvaldur Þór Levy Helguson Ástkær faðir minn, stjúpi, tengdafaðir og afi, ÁRNI ÓLASON, Austurbrún 2, Reykjavík, lést sunnudaginn 15. ágúst. Útför hans fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. ágúst klukkan 15. Valgerður Árnadóttir Karl Fannar Sævarsson Þórunn Brandsdóttir Benjamín Árni Ásgrímur Guðmundsson Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. " 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2 þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber (1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5 ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.