Morgunblaðið - 19.08.2021, Page 42

Morgunblaðið - 19.08.2021, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 ✝ Jónas Þórir Þórisson fædd- ist á Akureyri 7. ágúst 1944. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 8. ágúst 2021. Jónas Þórir var sonur hjónanna Jónasar Þóris Björnssonar, f. 4. desember 1909, d. 16. mars 1999, og Huldu Stef- ánsdóttur, f. 11. nóvember 1920, d. 31. janúar 1993. Bræður Jónasar eru: Björn, f. 30. júní 1943, Stefán, f. 21. ágúst 1946, og Sverrir, f. 15. nóvember 1949, d. 27. september 1993. Jónas Þórir giftist þann 19. september 1970 eiginkonu sinni, skiptinemi til Nebraska í Banda- ríkjunum árin 1961-1962. Hann stundaði nám við Biblíu- og kristniboðsskólann Fjellhaug í Ósló árin 1966-1967. Lauk hann kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1971. Æviverk Jónasar var á sviði kristniboðs og hjálparstarfs. Þau hjónin héldu til Eþíópíu og voru þar kristniboðar 1973-1987. Eftir heimkomu gegndi Jónas starfi skrifstofustjóra aðalskrifstofu KFUM og K í nokkur ár. Hjálp- arstarf kirkjunnar réð Jónas til starfa sem framkvæmdastjóra árið 1990 og lét hann þar af störfum árið 2014. Jónas Þórir sat í stjórn Kristniboðssambandsins í mörg ár, þar af tæpan áratug sem for- maður til ársins 2008. Hann fylgdist ávallt vel með og bar mikla umhyggju fyrir starfi Kristniboðsins og Hjálp- arstarfsins. Útförin verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag, 19. ágúst 2021, klukkan 15. Ingibjörgu Ingv- arsdóttur frá Reykjavík, f. 4. ágúst 1948. For- eldrar hennar voru Ingvar Árnason, f. 30. júní 1892, d. 24. september 1960, og Björg Jónsdóttir, f, 4. janúar 1911, d. 22. ágúst 1990. Börn Jónasar og Ingibjargar eru: Hulda Björg, f. 1971, Hanna Rut, f. 1972, Hrönn, f. 1974, Halla, f. 1976, Þóra Björk, f. 1978, og Jón- as Ingi, f. 1988. Barnabörnin eru sautján tals- ins og barnabarnabörnin eru tvö. Jónas Þórir ólst upp á Akur- eyri og lauk þaðan gagnfræða- prófi árið 1961. Fór hann sem Elsku pabbi minn. Að þurfa að kveðja þig er það erfiðasta sem ég hef gert. Ég er svo þakklát fyrir það að þú treystir mér og leyfðir mér að hjálpa þér í veikindum þín- um. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Þakka þér fyrir elsku pabbi minn að hafa alltaf ver- ið til staðar fyrir mig. Ég er svo stolt að vera dóttir þín. Þú ert og verður alltaf hetjan mín. Þetta ljóð segir allt sem mig langar að segja: Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virð- ingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ást- ir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Hvíl þú í friði elsku pabbi minn. Þín dóttir, Þóra Björk. Þegar við í dag kveðjum kæran vin okkar, Jónas Þóri Þórisson, koma upp í hugann ljóðlínur eftir Bjarna Eyjólfsson ritstjóra; Mér finnst líða ljúft um heim, fagurt ljóð með gleðihreim Jesús kom á jörð og skóp þar lofsöngs- ljóð. Margra hjörtu heimi í blessun hlutu af ljóði því Jesús kom á jörð og skóp þar lofsöngs- ljóð. Það má segja að þessar ljóðlínur séu yfirskrift yfir lífsköllun og lífs- starf Jónasar og Ingibjargar. Jón- as og fjölskylda fengu að bera þessi gleðiboð um 15 ára skeið í Eþíópíu. Og margra hjörtu blessun hlutu af ljóði því, þessu ljóði sem á lífsins mátt, ljóðið sem er um frið og sátt. Það föllnum fregn þá ber að vor faðir Drottinn er og vill gera alla menn að lærisveinum sínum. Eftir heimkomu frá Eþíópíu tók Jónas fljótlega við starfi fram- kvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkj- unnar. Hann stýrði því starfi far- sællega í yfir 20 ár ásamt frábæru og samhentu starfsfólki. Sú veg- ferð er enn á góðri siglingu, og nýt- ur starfið trausts og velvildar al- mennings. Jónas Þórisson var maður mildi og miskunnar, bar glöggt skyn- bragð á þarfir þeirra sem minna máttu sín og vildi greiða götu þeirra. Í lífi og starfi naut Jónas stuðn- ings og hjálpar frábærrar eigin- konu, Ingibjargar Ingvarsdóttur, og barna þeirra. Alltaf stóð heimili þeirra opið vinum og vandamönnum þar sem margt var rætt og skrafað um and- leg sem veraldleg málefni. Alltaf var Jónas tilbúinn að hlusta og gefa góð ráð, væri eftir því leitað, enda ráðagóður og heilsteyptur maður, svo að af bar. Við undirritaðir viljum þakka einstaka vináttu og trúmennsku við okkur, hlýju og kærleika. Við þökkum Guði fyrir sæmd- arhjónin Jónas og Ingibjörgu og þökk okkar segist best með eftir- farandi ljóðlínum eftir Sigurbjörn Einarsson biskup; Guð og faðir, þökk sé þér þig, Guðs sonur lofum vér, ásamt heilags anda náð. Eilíf vegsemd sé þér tjáð. Jón Oddgeir Guðmundsson Ágúst Baldursson Bjarni Árnason. Snemma árs 1998 naut ég þeirr- ar gæfu að fylgja Jónasi Þórissyni á slóðir samstarfsaðila Hjálpar- starfs kirkjunnar í Eþíópíu og Ke- níu. Sú ferð er mér ógleymanleg. Þær urðu fleiri ferðirnar og áfangastaðirnir, Simbabve, Úg- anda, Malaví og Indland þar sem vitjað var samstarfsfólks og verk- efna sem velunnarar Hjálpar- starfsins á Íslandi kostuðu með gjöfum sínum og framlögum og heimafólk bar ábyrgð á að fram- kvæma. Þetta voru verkefni sem sneru að fæðuöryggi, heilsuvernd, menntun og lausn barna úr ánauð. Það voru ótal margar heilsugæslu- stöðvarnar, skólarnir og akrarnir sem við heimsóttum og ófáir kamr- ar og brunnar sem við skoðuðum á framandi slóðum. Betri samferða- maður og fararstjóri en Jónas fyr- irfinnst ekki og hollari og ötulli liðsmaður í víngarði kristninnar er vandfundinn. Jónas hafði átt lang- an og einkar farsælan feril í hálfan annan áratug sem kristniboði í Eþíópíu. Ungur hlaut hann mikla eldskírn þar þegar hungursneyðin geisaði og blóðug bylting. Atbeini og áræði kristniboðanna og lagni að meta aðstæður og koma hjálp- argögnum örugglega til skila vakti mikla aðdáun. Þar var Jónas fremstur meðal jafningja. Það var mikill fengur að fá hann til forystu fyrir Hjálparstarf kirkjunnar þeg- ar hann réðst þangað árið 1990. Myndirnar frá þessum ferðum okkar leita sterkt á hugann nú. Hverjum manni mætti sama virð- ingin, ljúfmennskan og glaðlyndið. Ég sé hann fyrir mér þar sem við sitjum saman á hækjum okkar inni í myrkum strákofa á gresjum Eþí- ópíu, karlarnir totta pípur og Jónas spjallar á þeirra tungu, alvarleg mál augljóslega þar sem mönnum er mikið niðri fyrir en líka slegið á létta strengi. Græskulaus kímnin og hláturinn var aldrei langt und- an. Ég skil ekki orð en finn að þarna er maður sem þekkir sitt fólk, talar þess tungu, virðir það og nýtur virðingar. Þeir kölluðu hann Ababa, sem merkir faðir. Þar hafði hann búið og starfað, og þau Ingi- björg Ingvarsdóttir, kona hans, og karlarnir vissu ekki hvort þeir ættu að votta honum samúð eða óska til hamingju þegar þeim fæddist þar þriðja dóttirin! Svo bættust reyndar tvær dætur við og um síðir sonurinn. Stoltur var hann af þeim og börnum sínum og barnabörnunum öllum og styðj- andi var hann og umhyggjusamur um hagi þeirra allra, það duldist ekki. Þau Ingibjörg voru samhent og samstillt í trúnni á Drottin Krist og ástinni á málefnum ríkis hans. Kristniboðsköllunin var þeim báð- um ljós og hjartans mál og alla tíð lagði hann mikið af mörkum í starfi kristniboðsins sem ötull og atorku- mikill forystumaður og trúr þjónn biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju. Í öllu starfi hans var það trúmennskan, fagmennskan og mannúðin sem voru Jónasi leiðar- ljós. Við Kristín kveðjum dýrmæt- an samferðamann í hugheilli þökk fyrir samfylgdina, samtölin, stuðn- inginn, vináttuna, fyrirbænirnar, sem var okkur hjónum ómetanleg blessun. Guð blessi það. Guð blessi minningu Jónasar Þórissonar og þau öll sem hann unni og málefnin sem hann bar fyrir brjósti. Kristín og Karl Sigurbjörnsson. Maður þurfti ekki að vera sam- mála Jónasi Þóri til þess að bera fyrir honum óskoraða virðingu. Hann var einlægur í trú sinni og ósérhlífin hamhleypa í verkum fyr- ir náungann alla sína tíð. Fyrstu sex ár þessarar aldar starfaði ég náið með Jónasi sem stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar þar sem hann var far- sæll og traustur framkvæmda- stjóri í rúma tvo áratugi. Þá sem nú var allt hjálparstarf erlendis byggt á alþjóðlegum verklags- reglum. Áskilið var meðal annars að samstarfsverkefni hefðu fyrir- framákveðið upphaf og endi til þess að markmið um sjálfshjálp næðust. Jónas var ekki alls kostar sáttur við þetta. Hann vildi kynn- ast fólki, miðla því af reynslu sinni og ala upp nýja foringja til þess að takast á við verkefnin. Á Suður-Indlandi var Hjálpar- starfið í löngu sambandi við Social Action-hreyfinguna sem fékkst einkum við að efla réttindi stétt- leysingja og frelsa börn úr þræl- dómi í spunaverksmiðjum. Þegar tsunami-aldan reið yfir 26. desem- ber 2004 eftir skjálftann mikla í Indlandshafi, sem olli dauða 230 þúsund manns í 14 löndum og skildi eftir sig eyðileggingu innviða við strendurnar, brugðust hjálpar- stofnanir við víða um heim. Á næstu vikum hlóðust upp hjálpar- gögn á indverskum flugvöllum sem ómögulegt var að koma til skila og nýttust illa. Strax daginn eftir hörmungarnar var Jónas Þórir á hinn bóginn kominn í samband við föður Martin, kaþólskan prest í Chennai, sem annaðist tengslin við Social Action Movement. Stjórn Hjálparstarfsins ákvað þá að heim- ila að nota allt verkefnafé sem þeg- ar hafði verið sent til Indlands í tsunami-hjálp. Það gerði sam- starfsfólkinu kleift að kaupa á mörkuðum innar í landinu, sem ekki höfðu truflast vegna flóðanna, allt sem þurfti til þess að styðja stéttleysinga við ferskvatnslónin inn af ströndunum í Tamil Nadu sem fyllst höfðu af saltvatni sem einnig sópaði burt kofum þeirra. Svona var Jónas Þórir. Það var stórfróðlegt að fylgjast með störf- um hans á eftirlitsferðum með verkefnum í stríðshrjáðum flótta- mannabyggðum Mósambík og Malaví, á kristniboðsakrinum í Eþíópíu og í afskekktustu héruð- um Indlands meðal frumbyggja og stéttleysingja. Alls staðar um- gekkst hann fólk sem jafningja sína. Hann gat verið fastur fyrir og bent á vanrækslu og vanhöld á verkefnafé og gerði það þannig að tekið var fullt mark á honum. Hann bjó að því að hafa verið 13 ár í Eþíópíu ásamt Ingibjörgu Ingv- arsdóttur konu sinni og börnum við kristniboð, fræðslu- og hjálp- arstarf og fjármálastjórn kirkju. Hann gjörþekkti því allt sem upp getur komið í hjálpar- og fé- lagsstarfi við erfiðar aðstæður. Það fann fólk og virti. Jónas Þórir gekk haltur frá barnæsku og stríddi við malaríu- köst sem herjuðu á hann eftir Afr- íkudvölina. Aldrei lét hann það á sig fá og var allra mesti þjarkur á ferðalögum og meinlætamaður um allan kost að því er okkur sam- ferðafólki hans fannst. Við Akur- eyringarnir náðum ágætlega sam- an og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum vel á lífsleiðinni. Guð blessi minningu hans! Einar Karl Haraldsson. Kveðja frá Kristniboðsfélagi karla Jónas Þórir var virkur félagi í Kristniboðsfélagi karla. Hann var heilsteyptur og heiðarlegur, hafði hlýja og góða nærveru. Ávallt reiðubúinn þegar til hans var leitað um allt er varðaði kristniboðið. Köllun hans var að boða fagnaðar- erindið og það gerði hann, boðaði Guðs orð hreint og ómengað. Hann var góður verkamaður í víngarði Drottins. Félagar í Kristniboðs- félagi karla þakka samfylgdina og allt sem hann gerði fyrir félagið. Ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Jónasar Þóris Þórissonar. Halldór Konráðsson. Leiðir okkar Jónasar lágu fyrst saman á Þórsgötunni þar sem hann var ungur maður, nýfluttur til Reykjavíkur, bjó ofar í götunni og var oft í mat á heimili fjölskyld- unnar. Á Akureyri ólst hann upp í kristilega starfinu og á Hólavatni. Starfsmenn Kristniboðssambands- ins (SÍK) heimsóttu oft Akureyri og héldu samkomur og tóku þátt í fundum og guðsþjónustum. Þátt- taka Jónasar í þessu starfi mótaði hann fyrir lífstíð. Hann var lifandi í trú og starfi og minnist ég sérstak- lega æskulýðsviku sem Jónas stjórnaði á unglingsárum mínum. Trúin á Drottin Jesú var kjöl- festa lífs hans. Hinn krossfesti og upprisni frelsari kallaði hann ung- an að árum til lífs með sér, eftir- fylgdar og þjónustu við fagnaðar- erindið á kristniboðsakrinum. Þau hjónin störfuðu í Eþíópíu að marg- víslegum verkefnum bæði í Konsó og víðar. Starfið var í örum vexti er þau komu og verkefnin á köflum krefjandi vegna hungursneyða og byltingar þar sem marxísk hug- myndafræði var innleidd, tor- tryggni sáð í garð kirkju og kristni- boðs og kristið fólk fangelsað. Þrátt fyrir það hélt starfið áfram að eflast og styrkjast. Síðustu tvö árin störfuðu Jónas og Ingibjörg í Awasa, höfuðstöðvum starfssvæðis kirkjunnar, og sá Jónas um fjár- málastjórn og uppfræðslu í þeim málum. Jónas var margs vísari og með víðtæka reynslu er heim kom árið 1987. Er ég tók við starfi fram- kvæmdastjóra SÍK fyrir 16 árum var hann formaður stjórnar og næstu árin á eftir. Það var gott að hafa hann sem yfirmann, hann var hreinskilinn, hrósaði þegar við átti og benti á það sem betur mátti fara í kærleika og einlægni. Málefnið skipti hann miklu máli en ekki síð- ur starfsfólk og kristniboðsvinir, grasrót og bakhjarl starfsins. Alls staðar var Jónas ráðagóður, gæt- inn en jafnframt áræðinn, vakti yf- ir því starfi sem hann tengdist og bar ábyrgð á. Við sátum nokkur ár saman í kristniboðs- og hjálparstarfsnefnd þjóðkirkjunnar og sömuleiðis fyrir hönd frjálsra félagasamtaka í ráð- gefandi nefnd utanríkisráðuneytis- ins um þróunarsamvinnu en hann var þá framkvæmastjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar. Jónas var óhræddur við að tjá sig og hafði augun á haghöfum starfsins, þeim sem áttu að njóta góðs af. Í gagn- rýni sinni á vissum hlutum á sviði þróunarsamvinnu gat hann gripið til húmorsins með sögum sem sögðu mikið um annan hugsunar- hátt og menningu en ríkir á Vest- urlöndum. Þó svo Jónas hætti í stjórn SÍK kom hann í heimsókn eða spurði um gang mála er við hittumst. Hann var kristniboði og kristni- boðsvinur, virkur félagsmaður í Kristniboðsfélagi karla og sjálf- boðaliði, m.a. á Basarnum, nytja- markaði SÍK eftir að hann lauk störfum. Þegar í ljós kom að við vorum með sömu sjúkdómsgrein- ingu kom hann til að ræða þau mál, spyrja um líðan mína, uppörva og hvetja mig áfram. Umhyggja hans var sönn og kærleiksrík. Ég þakka kynnin af Jónasi, traustum vini og fyrirmynd. Fyrir hönd SÍK þakka ég trygga og langa þjónustu og þátttöku í starf- inu. Framlag hans til kristniboðs, mannúðarmála og þróunarsam- vinnu er ómetanlegt. Drottinn blessi minningu hans og styrki og huggi ástvini alla. Ragnar Gunnarsson. Kveðja frá kirkjunni í Konsó Söfnuðurinn í Jalaqle og þýðing- arteymi Biblíunnar í Konsó sendir heilhugar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu og ættingja Jónasar og kristniboðsvina á Íslandi vegna fráfalls hans. Við þökkum Drottni fyrir þjónustu hans hér í Konsó og þá blessun sem hann var starfinu. Sérstaklega minnumst við síðustu heimsóknar hans fyrir nokkrum árum sem einkenndist af gleði, friði og vináttu. Nú vitum við að hann er kominn heim í himininn og lifir í nærveru frelsara okkar Jesú. Við lifum í von um að hittast öll þar um síðir. Kusse Kushusho, Gesesse Karishawo og Engida Kussia. Kveðja frá Hjálparstarfi kirkjunnar Jónas Þórir Þórisson lést 8. ágúst sl. 77 ára að aldri. Þar er far- inn mikilvirkur maður sem lét til sín taka á sviði hjálparstarfs til margra áratuga. Jónas gegndi starfi fram- kvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkj- unnar frá árinu 1990 til loka árs 2013 en á þeim tuttugu og þremur árum sem hann veitti stofnuninni forstöðu tóku bæði hún og allt um- hverfi hennar miklum breytingum. Þrír starfsmenn voru á skrifstof- unni til að byrja með en verkefnin erlendis voru á Indlandi og í Eþí- ópíu. Jónas hafði þó fljótt frum- kvæði að verkefnum í Mósambík og Keníu ásamt því að veita frekari aðstoð vegna fátæktar hér á Ís- landi. Jónas réð svo félagsráðgjafa til að sinna faglegu starfi innan- lands árið 2003. Þegar hann hætti störfum voru starfsmenn orðnir sjö. Í þróunarsamvinnu lagði Jónas höfuðáherslu á að tryggja fólki að- gengi að hreinu vatni og að fólk fengi fræðslu um mikilvægi hrein- lætis. Öllu starfi vildi hann haga þannig að í því fælist hjálp til sjálfs- hjálpar, að gera fólk ekki háð að- stoð heldur að það tæki virkan þátt í verkefnunum. Þannig næðist ár- angur til framtíðar. Jónasi tókst að vinna traust almennings og það hefur gert Hjálparstarfinu kleift að starfa með og fyrir skjólstæðinga bæði hér heima og á erlendum vett- vangi. Undirritaðir þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Jónasi, hann var alltaf hreinn og beinn, kærleiksrík- ur og bar hag annarra fyrir brjósti. Hann var óhræddur að segja skoð- un sína en gerði það með mýkt og umburðarlyndi og var meistari í að skilja að menn og málefni. Sönn fyrirmynd fyrir okkur hin. Sér- staklega var gaman og lærdóms- ríkt að vera með honum á ferð í verkefnalöndum Hjálparstarfsins, þar var hann í essinu sínu. Alltaf rólegur og yfirvegaður, náði góðu sambandi við fólkið á hverjum stað, hlustaði og gaf síðan ráð og leið- beiningar þegar það átti við. Hann var nákvæmur og fylginn sér en vildi alltaf leysa öll mál með virð- ingu og tillitssemi við alla máls- aðila. Hvert sem farið var, var aug- ljóst að hann var mikils metinn og alltaf stutt í brosið. Trú hans var honum mikils virði, Jónas treysti Guði og hand- leiðslu hans. Nú er hann kominn í faðm Drottins. Um leið og Hjálp- arstarf kirkjunnar þakkar fyrir trúfasta þjónustu Jónasar Þóris Þórissonar sendum við Ingibjörgu eiginkonu hans, börnum, barna- börnum, barnabarnabörnum og öðrum ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar og starfs- fólks Hjálparstarfs kirkjunnar, Gunnar Sigurðsson formaður Bjarni Gíslason fram- kvæmdastjóri. Við Þóra nutum þeirra forrétt- inda að „heimsækja“ Jónas og Ingibjörgu til Eþíópíu í febr.-mars 2016. Í Konsó voru þau á heimavelli, höfðu búið þar um árabil á átt- unda og níunda áratug síðustu aldar, stjórnað neyðaraðstoð í hungursneyð og séð afleiðingar byltingarinnar þegar keisaran- um var steypt af stóli. En þau sáu einnig glöggt hvernig fagn- aðarerindi kristinnar trúar breytti hugsunarhætti og að- stæðum fjölmargra til hins betra. Þessum áratugum síðar nutu þau enn mikillar virðingar og velvildar heimafólks sem leitaði til þeirra með ýmis erindi og fannst greinilega visst öryggi í að vita af „gömlu“ kristniboðun- um á svæðinu. Eins og aðrir ís- lenskir kristniboðar í Eþíópíu höfðu þau erfiðað og nutu nú ávaxtar erfiðisins. Fljótlega eftir umrædda Eþí- ópíuferð okkar Þóru hrakaði heilsu Jónasar svo að hann gat ekki farið fleiri ferðir á sinn gamla starfsvettvang þar syðra. Það var miður. En fólkið í Konsó og nærliggj- andi héruðum nýtur enn góðs af kristniboðsstarfi þeirra hjóna, þau sáðu og enn er uppskerutími. Jónas er nú kominn í hóp þeirra sem heyra frelsarann segja „gott, þú góði og trúi þjónn, …gakk inn í fögnuð herra þíns“ (Matt. 25:21). Ingibjörg á skilið sérstakar þakkir því Jónas var aldrei einn heldur voru þau samferða og samhuga í öllu verki sínu, Guði til dýrðar og ótalmörgum til bless- unar. Ólafur Jóhannsson. Jónas Þórir Þórisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.