Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 47
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021
Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji
Stjörnunnar, er með slitið liðband
en hún var borin af velli í leik
Stjörnunnar og Þórs/KA í Pepsi
Max-deildinni í fótbolta á dögunum.
Kristján Guðmundsson þjálfari
Stjörnunnar tjáði netmiðlinum Fót-
bolta.net í gær að liðbandið sé slit-
ið.
Liðbandið er í ökklanum en Katr-
ín var tækluð af Örnu Sif Ásgríms-
dóttur, fyrirliða Þórs/KA. Hún
slapp hins vegar við beinbrot eða
beinmar að sögn Kristjáns. Ekki er
ljóst hve lengi Katrín verður frá.
Katrín með slit-
ið liðband
Morgunblaðið/Eggert
Meiðsli Katrín Ásbjörnsdóttir verð-
ur frá keppni í einhvern tíma.
Víkingur og Valur, tvö efstu lið
Pepsi Max-deildar karla í fótbolta,
verða án mikilvægra leikmanna er
liðin mætast á sunnudaginn kemur.
Víkingur leikur án Júlíusar
Magnússonar og Karls Friðleifs
Gunnarssonar þar sem þeir hafa
fengið fjórar áminningar hvor í
deildinni í sumar. Rasmus Christi-
ansen og Birkir Heimisson leika
ekki með Val í leiknum þar sem
þeir hafa fengið sjö gul spjöld hvor
á leiktíðinni. Dusan Brkovic verður
ekki með KA gegn Breiðabliki er
liðin í þriðja og fjórða sæti mætast.
Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar
Leikbann Rasmus Christiansen
verður ekki með Val gegn Víkingi.
Fjórir missa af
toppslagnum
Mallorca í tvær vikur og það gekk
gríðarlega vel. Núna er ég að
minnka álagið, æfingamagnið. Það
er bara vonandi að undirbúning-
urinn haldi áfram að ganga jafn vel
og hann hefur gert,“ sagði Patrekur
Andrés í samtali við Morgunblaðið.
Kórónuveirufaraldurinn hefur
engu breytt í undirbúningi hans þar
sem Patrekur Andrés ákvað frekar
að líta á björtu hliðarnar í stað þess
að sýta það þegar hann gat ekki æft
á hefðbundinn hátt. „Nei, veiran hef-
ur ekkert breytt neinu þannig. Mað-
ur finnur sér bara aðrar æfingar til
að gera og það hefur bara styrkt
mann frekar ef eitthvað er. Svo hef
ég fengið hvíld líka, sem hefur hjálp-
að. Maður bara vinnur með það sem
maður hefur og það er held ég það
sem hefur skilað sér í því að ég er
kominn inn á mótið,“ sagði hann.
Leyfir sér að dreyma
Spurður um hver markmið hans á
Ólympíumótinu væru sagði Patrek-
ur Andrés: „Þetta er gríðarlega
sterkur hópur sem ég er að keppa á
móti í 400 metra hlaupinu núna. Þeir
hlaupa gríðarlega hratt strákarnir í
mínum flokki. Það væri gaman að
komast í undanúrslit, það er svona
fyrsta markmið. Svo þarf bara að sjá
hvert það leiðir okkur. Miði er alltaf
möguleiki, það getur allt gerst á
svona móti, maður veit aldrei hvert
það leiðir mann.“
Hann telur möguleika sína því
góða. „Við erum fjórir í hverjum
riðli og ef ég næ mínu besta hlaupi
hef ég fulla trú á því að komast í
undanúrslit. Þar eru átta strákar.
Svo setur maður sér bara næsta
markmið eftir það. Það er bara að
vona það besta í rauninni.“ Komist
Patrekur Andrés í undanúrslit mun
hann setja sér ný markmið í kjölfar-
ið.
„Þá koma ný markmið og þá getur
maður alveg horft á úrslitin. Maður
leyfir sér að dreyma en það þarf
bara að koma í ljós. Að hlaupa undir
55 sekúndum væri draumurinn,
svona ef ég ætti að setja eitthvað
fram,“ sagði hann að lokum í samtali
við Morgunblaðið, en besti tími Pat-
reks Andrésar í 400 metra hlaupi er
56,85 sekúndur, sem er Íslandsmet í
hans flokki.
„Maður er varla
að trúa þessu“
Morgunblaðið/Unnur Karen
Snöggur Patrekur Andrés keppir í 400 metra hlaupi í Tókýó.
- Spretthlauparinn Patrekur Andrés Ax-
elsson er á leið á sitt fyrsta Ólympíumót
TÓKÝÓ 2021
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
„Maður er varla að trúa þessu.“
Patrekur Andrés Axelsson,
spretthlaupari úr FH, tekur þátt á
sínu fyrsta Ólympíumóti fatlaðra
þegar hann keppir í 400 metra
spretthlaupi í T11-flokki blindra á
mótinu í Tókýó. Hvernig leggst það í
Patrek Andrés að vera að fara á sitt
fyrsta Ólympíumót?
„Gríðarlega vel bara. Ég er fullur
tilhlökkunar. Þetta er búið að vera
svolítið skrítið fyrst, maður er varla
að trúa þessu en ég er bara mjög
spenntur fyrir mótinu og það er von-
andi að undirbúningur haldi áfram
að ganga vel. Síðustu sex til átta vik-
ur hafa gengið mjög vel.
Ég meiddist fyrir Evrópumótið
sem var í byrjun júní en er búinn að
ná mér góðum af þeim og undirbún-
ingurinn núna hefur gengið mjög
vel. Við vorum í æfingabúðum á
HM 2023
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Ég er mjög stoltur af bæði liðinu
og öllum í kringum hópinn,“ sagði
Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði
íslenska karlalandsliðsins í körfu-
knattleik, í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Ísland tryggði sér sæti í und-
ankeppni HM 2023 í vikunni eftir að
hafa hafnað í öðru sæti C-riðils for-
keppninnar, en leikið var í Podgorica
í Svartfjallalandi í vikunni.
Íslenska liðið endaði með 6 stig í
riðlinum en liðið tapaði tvívegis fyrir
Svartfjallalandi og vann tvo mik-
ilvæga sigra gegn Danmörku sem
tryggðu að lokum sætið í und-
ankeppninni.
„Ég er mjög sáttur með það
hvernig við nálguðumst þetta verk-
efni og við gerðum það sem við ætl-
uðum okkur að gera.
Auðvitað var annað tapið gegn
Svartfjallalandi svekkjandi en við
grétum það ekki lengi. Við mættum
inn í klefa strax eftir leik og þá fór-
um við strax að einbeita okkur að
öðrum leiknum gegn Danmörku.
Við litum alltaf á leikina tvo við
Danmörku sem þá mikilvægustu
þótt það hefði auðvitað verið gaman
að vinna Svartfjallaland líka.
Mér fannst við hins vegar spila
þetta mjög skynsamlega því það
stóð alltaf til að reyna að vera sem
ferskastir gegn Dönunum,“ sagði
Hörður Axel.
Gríðarlega mikilvægir leikir
Leiðin á HM 2023, sem fram fer í
Indónesíu, Japan og Filippseyjum,
er flókin en íslenska liðið er á réttri
leið.
„Þetta er mjög sérstakt fyr-
irkomulag hjá FIBA en við erum
komnir í undankeppnina og það
skiptir öllu máli. Það er satt best að
segja erfitt að átta sig á þessu fyr-
irkomulagi og í raun mætir maður
bara og spilar leikina. Þetta er al-
gjör grautur en maður einbeitir sér
bara að því að reyna ná í sem best
úrslit þar sem allir leikir skipta máli
varðandi styrkleikaflokka og annað.
Að sama skapi er ég mjög bjart-
sýnn fyrir framhaldið og þegar allir
eru með erum við á pari við liðið árið
2015 sem var besta landslið sem við
höfum átt. Það eiga margir leikmenn
enn þá eftir að toppa sem eru góðar
fréttir fyrir okkur. Við eigum að
setja stefnuna á Eurobasket 2025
því það myndi gera mikið fyrir ís-
lenskan körfubolta að komast þar
inn,“ sagði Hörður í samtali við
Morgunblaðið.
32 lið verða í pottinum þegar
dregið verður í riðla fyrir und-
ankeppni HM 2023 í lok ágústsmán-
aðar og verður dregið í átta fjögurra
liða riðla. Til stendur að leikið verði
heima og að heiman, í þremur lands-
leikjagluggum; lok nóvember 2021,
lok febrúar 2022 og lok júní 2022.
Þrjú lið fara áfram úr hverjum
riðli og þá taka við hálfgerðir milli-
riðlar þar sem stigin úr fyrri riðl-
unum fylgja liðunum líkt og tíðkast á
stórmótum í handbolta. Alls verða
milliriðlarnir fjórir, skipaðir sex lið-
um, og verður leikið í ágúst 2022,
nóvember 2022 og febrúar 2023.
Þrjú efstu sætin í milliriðlinum
gefa svo sæti á HM 2023 sem fram
fer í Indónesíu, Japan og á Filipps-
eyjum. Það er gríðarlega mikilvægt
fyrir íslenska liðið að komast áfram í
milliriðla því sæti þar gefur íslenska
liðinu einnig sæti í undankeppni
Eurobasket 2025.
Ef það tekst hins vegar ekki þarf
liðið að fara í álíka forkeppni fyrir
Eurobasket og það gerði fyrir HM
2023 og því ljóst að það er mikið
undir í næstu keppnisleikjum lands-
liðsins.
Erfitt að átta sig á fyrirkomulaginu
Ljósmynd/FIBA
Sókn Hörður Axel og Sylvester Berg eigast við í leik Íslands og Danmerkur.
- Karlalandsliðið í körfuknattleik er skrefi nær HM 2023 eftir góða ferð til Svartfjallalands
Ég tók mjög áhugavert viðtal
við Kristján Guðmundsson,
þjálfara Stjörnunnar í úrvals-
deild kvenna í knattspyrnu, eft-
ir 0:2-tap liðsins gegn Þrótti úr
Reykjavík á þriðjudaginn. Þar
benti þjálfarinn á þá staðreynd
að of margir góðir leikmenn
hefðu yfirgefið deildina eftir
síðasta sumar og gæðin væru
því ekki þau sömu og áður.
Það er ef til vill nóg að horfa
til Íslandsmeistara Breiðabliks
með ummæli Kristjáns til hlið-
sjónar enda misstu Blikar fjóra
algjöra lykilmenn á miðju síð-
asta tímabili og eftir tímabilið.
Liðið, sem fékk aðeins á sig
þrjú mörk allt síðasta sumar og
skoraði 66 mörk, endaði með
42 stig eftir fimmtán leiki. Á
sama tíma í ár er liðið með 31
stig, 49 mörk skoruð og 22
fengin á sig. Það má þó ekki
gleyma því að Þorsteinn Hall-
dórsson lét af störfum til þess
að taka við íslenska kvenna-
landsliðinu og munar eflaust
mest um brotthvarf hans.
Annað lið sem lék mjög vel
á síðustu leiktíð var Fylkir sem
hafnaði í þriðja sæti deild-
arinnar. Fylkir lauk keppni með
21 stig og markatöluna 22:29
eftir fimmtán spilaða leiki. Lið-
ið missti tvo bestu leikmenn
sína eftir tímabilið og situr í
dag í fallsæti með 12 stig eftir
fimmtán leiki, og markatöluna
13:30.
Ef horft er til liðanna tíu í
deildinni í ár er held ég alveg
óhætt að segja sem svo að er-
lendir leikmenn séu í mjög
stórum hlutverkum í alla vega
sex til sjö liðum. Það eru því
örfá lið sem geta státað af því
að vera ekki með erlendan leik-
mann í lykilhlutverki.
Það er auðvitað undir félög-
unum komið að ákveða í hvaða
átt þau vilja fara og þróast. Er
markmiðið að búa til góða
knattspyrnukonur eða ná í úr-
slit? Það er klárlega markmiðið
hjá flestum að gera hvort
tveggja en það virðist ganga
erfiðlega hjá mörgum.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Svíþjóð
Bikarkeppnin:
Vinslov - Kristianstad ......................... 28:27
- Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk
fyrir Kristianstad.
Guif - Rimbo ......................................... 42:25
- Aron Dagur Pálsson skoraði 1 mark fyr-
ir Guif og Daníel Freyr Ágústsson varði
mark liðsins.
Västerås Irsta - Skövde ...................... 31:32
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 7
mörk fyrir Skövde.
Heid - Lugi............................................ 28:40
- Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék ekki með
Lugi vegna meiðsla.
E(;R&:=/D
Forkeppni HM
Svartfjallaland – Danmörk.................. 79:67
Lokastaðan:
Svartfjallaland 3 3 0 244:217 8
Ísland 4 2 2 329:308 6
Danmörk 3 0 3 211:259 4
>73G,&:=/D
Knattspyrna
1. deild karla, Lengjudeildin:
Grindavík: Grindavík – Þróttur R............ 18
Vivaldivöllur: Grótta – Kórdrengir..... 19.15
Framvöllur: Fram – Selfoss ................ 19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Meistaravellir: KR – Víkingur R. ............ 18
Kópavogur: Augnablik – Afturelding...... 18
Kaplakrikavöllur: FH – HK ..................... 18
Í KVÖLD!