Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Page 3

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Page 3
Það hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með samfélaginu taka við sér á nýjan leik eftir vetrarkófið en vendingar undanfarinna vikna sýna okkur að tími samkomutakmarkana, óvissu og yfirvofandi smithættu er ekki með öllu liðinn. Undanfarið ár höfum við sjálfsagt öll fundið fyrir einhvers konar einangrun og saknað samverustunda og hversdagslegra hluta eins og að spjalla við fólk á förnum vegi eða hlusta á kliðinn inni á fjölsetnu kaffihúsi. Hjá mörgum rifjuðust upp erfiðar minningar um þann tíma þegar við börðumst við annars konar veiru. Blessunarlega er mannfallið hvergi nær í líkingu við það sem þá var. Þessi tími kófsins hefur einnig minnt okkur á hvað samfélagið okkar og samverustundir skipta miklu máli, að fá að vera innan um fólk sem maður samsamar sér með og finna fyrir því að maður tilheyri stærri heild. Þema hátíðarinnar í ár er Hinsegin á öllum aldri. Aldursbreidd þeirra sem lifa sínu lífi, í stolti og út úr skápnum, hefur aldrei verið meiri. Með sýnileika, samtali og fræðslu um hinsegin málefni í samfélaginu höfum við skapað betri aðstæður fyrir börn og ungmenni til þess að koma fyrr út úr skápnum. Þau hafa frelsi til þess að átta sig á því hver þau eru og takast á við tilfinningar sínar í samtali við vini og fjölskyldu, sem er ómetanlegt. En við þurfum líka að huga að því að þau sem eru komin á efri ár ævi sinnar fái að eyða ævikvöldinu í gleði og stolti, geti tekið virkan þátt í félagslífi hinsegin fólks og hrökklist ekki aftur inn í skápinn vegna bágborinna aðstæðna og skilningsleysis á stofnunum og dvalarheimilum. Það er okkar að búa svo um hlutina að við öll getum verið við sjálf, frá æsku til elli. Fyrir hönd stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík vil ég bjóða ykkur hjartanlega velkomin á hátíðina. Að vanda er margt í boði á hátíðinni í ár, fræðsla, menning og skemmtun, auk þess sem vonir standa til að Gleðigangan hlykkist á ný í gegnum miðborgina. Í ljósi aðstæðna viljum við vekja athygli á dagskrársíðunni okkar, hinsegindagar.is/dagskra, þar sem hægt er að fylgjast með hvað er í gangi hverju sinni. Sjáumst hýr og kát á Hinsegin dögum. Ásgeir Helgi Magnússon formaður Hinsegin daga, hann, 39 ára Velkomin öll á Hinsegin daga í Reykjavík Welcome to Reykjavik Pride 2021 It has been a pleasure watching our community come to life again, after a long time of gathering restrictions, uncertainty and risk of infection. In the last few days there has been an increase in covid cases in Iceland which shows us that we are not in the clear just yet. Surely many of us have felt isolated and missed the company of others and mundane things like talking to people you run into or listening to the clatter and chatter inside a full café. For many of us, the situation brought back unpleasant memories when a different kind of virus shook our community. Fortunately, the casualties are not as high now as they were back then. These strange times have also reminded us of the importance of our community, of spending time together, being around like-minded people, and the sense of belonging to a larger group. This year’s theme of Reykjavik Pride is Queer at all ages. The age diversity among those living their lives out and proud has never been greater. With visibility and education about LGBTQ+ in the community, we have made it easier for children and young people to come out earlier. They have the freedom to explore their identity and deal with their feelings in an open conversation with their friends and family, and that is invaluable. But we also have to make sure that those getting older can spend their senior years in pride and joy, that they can participate in queer social life and that they are not forced back into the closet due to a lack of understanding or poor conditions in our nursing homes and health institutions. It’s our responsibility to make sure we can all live out our lives being our true selves, from youth to old age. On behalf of the board of Reykjavik Pride, I want to welcome you all to the celebration! As usual, the programme includes a variety of cultural, educational and fun events and entertainment, and we sincerely hope that the Pride Parade will make its way through the streets of downtown Reykjavik. In the light of recent events we urge you to check out the Pride programme on our website, hinsegindagar.is/en/programme, for easy access to information about all events.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.