Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Blaðsíða 69

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Blaðsíða 69
ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Katrín Oddsdóttir, hún, 43 ára. Hver er þín fyrsta hinsegin minning? Þegar ég var svona 10-11 ára vildi vinkona mín stundum fara í hlutverkaleiki þar sem hún var gaurinn og ég konan hennar. Þetta eru mjög kómískar minningar og ég var hálf týnd alltaf í þessum leik man ég, en hún stjórnaði ferðinni af miklu öryggi. Það fyndna er að þessi kona lifir mjög heterónormatívu lífi í dag (að því ég best veit) en ég hef hins vegar verið að lessast samviskusamlega síðustu áratugi. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Allar þær manneskjur sem gengu á undan og þorðu að koma út og berjast fyrir réttindum okkar hinsegin fólks á meðan fordómarnir voru í hámarki í samfélaginu. Við eigum þessu fólki ótrúlega mikið að þakka og ég vil senda þeim öllum ástarkveðju hér með: „Takk elsku vinir, ég dýrka ykkur öll með tölu!“ Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Kannski gleymdist að segja mér að strákar gætu verið með píku og stelpur með typpi en ég held að við höfum ekki verið komin svo langt sem samfélag þegar ég var lítil. Ég er annars mjög heppin með fjölskyldu. Þurfti til dæmis aldrei að koma út úr skápnum því mamma spurði mig alltaf: „Áttu kærasta... en kærustu?“ Svo einn daginn svaraði ég bara síðari spurningunni játandi og það varð aldrei neitt nema gleði og ást frá mínu fólki með það. Ég er mjög þakklát fyrir þennan stuðning fjölskyldu minnar. Hvernig myndir þú vilja hafa elliheimilið? Ég er þegar komin af stað í mjög mikla skipulagsvinnu um það mál. Ég og vinkona mín ætlum að sölsa undir okkur einhvers konar húsnæði og verða gamlar og glamorous þar saman. Við verðum með bar, leikjaherbergi, karókísal og sundlaug svo eitthvað sé nefnt. Mikil áhersla verður lögð á dagskrárliði eins og „leynigesturinn“, morðgátuleiki, kvöldvökur og improv. Áhugasöm geta sent umsóknir og þeim verður svarað samviskusamlega eftir tvo til þrjá áratugi. GÓÐA SKEMMTUN! HAPPY HOUR 15-18 saetasvinid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.