Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Blaðsíða 67

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Blaðsíða 67
sími 551-2344 tapas.is Spánn er handan við hornið SJÁUMST Á TAPASBARNUM gleðilega hátíð! Krónprinsessa Dana, hin ástralska Mary, er verndari Copenhagen 2021 og um leið fyrsti fulltrúi konungsfjölskyldu sem gegnir slíku hlutverki á svo stórum LGBTQ+ viðburði. World Pride 2023 verður haldið í Sidney í Ástralíu, borginni þar sem Mary kynntist Friðriki krónprinsi árið 2000, þegar Ástralir héldu Ólympíuleikana. EuroGames 2021 verður í Kaupmannahöfn 18.-20. ágúst. Þar keppir hinsegin fólk í 22 íþróttagreinum. Keppt verður bæði í Kaupmannahöfn og Malmö. Búist er við að um 4.000 manns taki þátt. Dagana áður en EuroGames 2021 eru haldnir verður sérstök ráðstefna fyrir fólk sem stýrir íþróttafélögum í Evrópu eða starfar fyrir þau, t.d. við þjálfun. Ráðstefnunni er ætlað að styðja sérstaklega við starfsemi hinsegin íþróttafélaga, en jafnframt stuðla að aukinni þekkingu á hinsegin málefnum innan íþrótta almennt. Ásta Kristín Benediktsdóttir, doktor í bókmenntafræði og fyrrum göngustjóri Gleðigöngunnar, flytur fyrirlesturinn Copenhagen: The Gay Capital of Iceland? í menningarhúsi Íslands, Færeyja og Grænlands á Norðurbryggju (Nordatlantens Brygge) fimmtudaginn 19. ágúst. Ásta Kristín hefur unnið að rannsóknum á hinsegin bókmenntum og sögu. Í fyrirlestrinum beinir hún sjónum sérstaklega að öllum þeim sem flúðu fordóma, réttindaleysi og fásinnið á Íslandi á síðustu öld, en mörg þeirra settust að í Kaupmannahöfn. Íslenska kvikmyndin Hjartasteinn verður sýnd í menningarhúsi Íslands, Grænlands og Færeyja á Norðurbryggju miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20. Myndin gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi og fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Ukulellurnar spila við ýmis tækifæri á Copenhagen 2021. Fyrir utan að spila fyrir krónprinsessu og ýmsa gesti í tveimur móttökum á vegum borgarinnar og InterPride spila þær undir berum himni á Fluid Festival á Gammel Strand, fallegu torgi við síki í miðri Kaupmannahöfn. Þar verður níu daga hátíð fyrir konur og kynsegin einstaklinga þar sem verður spjallað og rökrætt, talað um pólitík og baráttu og flutt ljóð, en þegar líður á daginn stígur tónlistarfólk á svið. Ukulellur troða upp síðdegis á laugardeginum. Þessi hátíð er hugsuð fyrir konur, kvár og öll þau sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar, hún leitast við að fagna fjölbreytileikanum hvað kynvitund varðar og skorar á hólm hinn hefðbundna skilning samfélagsins á kyntjáningu. Með áherslu á breytileika kyntjáningar, kynvitundar og kynhneigðar býður Fluid Festival upp á inclusive rými fyrir þau sem skilgreina kyn sitt kvenkyn, kynsegin eða binda sig ekki við neitt kyn. Stjórn Hinsegin daga mun funda með kollegum sínum á Norðurlöndunum og treysta samstarfið, en Hinsegin dagar studdu Kaupmannahöfn og Malmö í umsókn sinni um að halda World Pride. Hinsegin dagar leggja áherslu á að fylgjast vel með stöðu mála hjá öðrum þjóðum og ætla að viðhalda góðu sambandi við okkar nánustu. Saman erum við sterkari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.