Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Síða 67

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Síða 67
sími 551-2344 tapas.is Spánn er handan við hornið SJÁUMST Á TAPASBARNUM gleðilega hátíð! Krónprinsessa Dana, hin ástralska Mary, er verndari Copenhagen 2021 og um leið fyrsti fulltrúi konungsfjölskyldu sem gegnir slíku hlutverki á svo stórum LGBTQ+ viðburði. World Pride 2023 verður haldið í Sidney í Ástralíu, borginni þar sem Mary kynntist Friðriki krónprinsi árið 2000, þegar Ástralir héldu Ólympíuleikana. EuroGames 2021 verður í Kaupmannahöfn 18.-20. ágúst. Þar keppir hinsegin fólk í 22 íþróttagreinum. Keppt verður bæði í Kaupmannahöfn og Malmö. Búist er við að um 4.000 manns taki þátt. Dagana áður en EuroGames 2021 eru haldnir verður sérstök ráðstefna fyrir fólk sem stýrir íþróttafélögum í Evrópu eða starfar fyrir þau, t.d. við þjálfun. Ráðstefnunni er ætlað að styðja sérstaklega við starfsemi hinsegin íþróttafélaga, en jafnframt stuðla að aukinni þekkingu á hinsegin málefnum innan íþrótta almennt. Ásta Kristín Benediktsdóttir, doktor í bókmenntafræði og fyrrum göngustjóri Gleðigöngunnar, flytur fyrirlesturinn Copenhagen: The Gay Capital of Iceland? í menningarhúsi Íslands, Færeyja og Grænlands á Norðurbryggju (Nordatlantens Brygge) fimmtudaginn 19. ágúst. Ásta Kristín hefur unnið að rannsóknum á hinsegin bókmenntum og sögu. Í fyrirlestrinum beinir hún sjónum sérstaklega að öllum þeim sem flúðu fordóma, réttindaleysi og fásinnið á Íslandi á síðustu öld, en mörg þeirra settust að í Kaupmannahöfn. Íslenska kvikmyndin Hjartasteinn verður sýnd í menningarhúsi Íslands, Grænlands og Færeyja á Norðurbryggju miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20. Myndin gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi og fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Ukulellurnar spila við ýmis tækifæri á Copenhagen 2021. Fyrir utan að spila fyrir krónprinsessu og ýmsa gesti í tveimur móttökum á vegum borgarinnar og InterPride spila þær undir berum himni á Fluid Festival á Gammel Strand, fallegu torgi við síki í miðri Kaupmannahöfn. Þar verður níu daga hátíð fyrir konur og kynsegin einstaklinga þar sem verður spjallað og rökrætt, talað um pólitík og baráttu og flutt ljóð, en þegar líður á daginn stígur tónlistarfólk á svið. Ukulellur troða upp síðdegis á laugardeginum. Þessi hátíð er hugsuð fyrir konur, kvár og öll þau sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar, hún leitast við að fagna fjölbreytileikanum hvað kynvitund varðar og skorar á hólm hinn hefðbundna skilning samfélagsins á kyntjáningu. Með áherslu á breytileika kyntjáningar, kynvitundar og kynhneigðar býður Fluid Festival upp á inclusive rými fyrir þau sem skilgreina kyn sitt kvenkyn, kynsegin eða binda sig ekki við neitt kyn. Stjórn Hinsegin daga mun funda með kollegum sínum á Norðurlöndunum og treysta samstarfið, en Hinsegin dagar studdu Kaupmannahöfn og Malmö í umsókn sinni um að halda World Pride. Hinsegin dagar leggja áherslu á að fylgjast vel með stöðu mála hjá öðrum þjóðum og ætla að viðhalda góðu sambandi við okkar nánustu. Saman erum við sterkari.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.