Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Síða 5
Gleðin hefur verið aðalsmerki
Hinsegin daga alveg frá því að
þeir voru fyrst haldnir árið 1999.
Hátíðin fyllir borgina af lífi og lit
og óneitanlega er hápunkturinn
sjálf Gleðigangan – þegar um
þriðjungur allra landsmanna
safnast saman í miðborginni til
að fagna fjölbreytileikanum í allri
sinni dýrð. Og nú höfum við enn
meiri ástæðu til að koma saman og
gleðjast, því við þurfum að bæta
upp fyrir hátíðina í fyrra sem var
haldin á lágstemmdum nótum undir
ströngu samkomubanni vegna
heimsfaraldursins.
En þó gleðin sé alltaf í fyrirrúmi,
þá er réttindabarátta hinsegin
fólks sterkur undirtónn þessara
daga. Hinsegin dagar hafa gegnt
stóru hlutverki í réttinda- og
hagsmunabaráttu í landinu.
Sú öfluga barátta hefur skilað
einstökum árangri eins og staða
hinsegin fólks hér á landi sýnir, og
hefur verið öðrum hópum mikilvæg
fyrirmynd. Enn er þó verk að vinna
að berjast gegn fordómum og fyrir
fullum réttindum allra. Baráttan
heldur þannig alltaf áfram með nýrri
kynslóð.
Það er einmitt barátta kynslóðanna
sem ber hæst á Hinsegin dögum
í ár. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er
"Hinsegin á öllum aldri" þar
sem áherslan er lögð á samtal
kynslóðanna – hvernig það er
að eldast hinsegin, börn og
Kveðja borgarstjóra
hinseginleika, hinsegin fjölskyldur
og allt þar á milli. Það nær einmitt
utan um kjarnann í Hinsegin
dögum á Íslandi – þeir eru fyrst
og fremst fjölskylduhátíð ekki
síður en borgarhátíð, þar sem
kynslóðirnar koma saman í öllum
sínum fjölbreytileika og mætast án
fordóma.
Fyrir hönd Reykjavíkurborgar
vil ég þakka ykkur fyrir óbilandi
baráttuanda og farsæla
réttindabaráttu, sem hefur skilað
okkur betra samfélagi fyrir alla.
Gleðilega Hinsegin daga 2021 og
góða skemmtun.
For more than twenty years now,
Reykjavik Pride has filled our city
with life, colour and joy for a whole
week in August. The climax is the
Pride Parade – an amazing Saturday
event that traditionally brings some
one third of the population together
within the city centre. This time
around, we have even more reason
to come together and party in order
to make up for last year’s low-key
festivities – toned down due to the
restrictions on gatherings during the
Covid-19 pandemic.
Together with the playfulness that
has always characterized Reykjavik
Pride, the festival maintains a strong
undertone for the struggle that the
LGBTQIA+ community carries out
every day, around the world. This
powerful struggle over the years has
yielded some unique results here in
Iceland, and has been at the same
time an important example for other
groups. However, the fight against
discrimination and inequality is
never over and carries on with each
new generation.
The dialogue between generations
is this year’s theme for the Reykjavik
Pride, encouraging an open debate
on how to grow up and grow older
within the LGBTQIA+ community.
In Iceland, the Reykjavik Pride is no
less a family affair rather than a city
festival, where the generations come
together to reject prejudice and
discrimination – and to celebrate
diversity in all its glory.
On behalf of the City of Reykjavik,
I want to congratulate you on your
relentless spirit in the fight for a
better world – and you can take
pride in every step along the way!
More than anything, let’s have
fun and enjoy this extraordinary
Reykjavik Pride of 2021!
Dagur B. Eggertsson
Mayor of Reykjavik
5