Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Qupperneq 8

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Qupperneq 8
Hinsegin orðaforði Hver er ég? Til þess að geta svarað þessari spurningu þurfum við tungumál. Nánar tiltekið þurfum við orð - litla flokkunarstimpla - til þess að geta talað um heiminn eins og hann blasir við okkur, reynslu okkar, upplifanir og tilfinningar. Til að svara spurningunni um það hver við erum nýtum við þess vegna mörg svokallaðar skilgreiningar, orð sem lýsa hinsegin upplifun okkar. Skilgreiningum sem tilheyra hinseginleikanum hefur fjölgað á undanförnum árum, enda höfum við hinsegin fólk líklega aldrei haft meira frelsi til þess að uppgötva og kanna eigin tilfinningar. Til þess að mismuna þarf þó einnig að nota tungumálið og til þess að móðga og særa þarf sannarlega að nota orðaforða. Í tungumálinu og notkun þess má finna allt í senn: valdeflingu, valdbeitingu, sýnileika og ósýnileika. Barátta minnihlutahópa er því mjög gjarnan samofin baráttunni við orð og baráttu fyrir orðum. Hinsegin barátta er þar sannarlega engin undantekning, enda hefur umræða um hinsegin orðaforða staðið yfir í áratugi á Íslandi og gerir enn. Skilgreiningarvaldið Baráttan fyrir orðunum snýst í grunninn um að færa skilgreiningarvaldið til þeirra sem orðin vísa til, enda ekki óeðlilegt að líta svo á að þau eigi orðin umfram aðra. Það á að vera undir fólki sjálfu komið hvort orð ná flugi, hvort þau brotlenda eða hvort þau eru einfaldlega skotin niður. Val tiltekins samfélags á orðum fer þó sjaldnast fram á formlegum fundi, heldur verða til hefðir hægt og rólega. Gömlum orðum, særandi orðum eða lélegum tillögum er hafnað og ný orð eru tekin upp. Það er t.d. trans fólk sjálft sem hefur ákveðið að þau vilji ekki vera kölluð kynskiptingar heldur trans fólk, hommar og lesbíur höfnuðu tillögum gagnkynhneigðra um að vera kölluð hómar, lespur og kynhvarfar. Orðið sem notað var við stofnun Samtakanna ‘78, hómósexúalfólk, hvarf líka á endanum og kynvillingur hefur misst bitið og er sjaldan notað á niðrandi hátt lengur. Á sama máta hefur pankynhneigt fólk hafnað tillögum á borð við alkynhneigð og tvíkynhneigt fólk kallar sig bæjara aðallega í gríni. Intersex fólk hefur haldið í alþjóðlega hugtakið á meðan eikynhneigt fólk hefur meira að segja íslenskað styttinguna ace (af e. asexual) og myndað nafnorðið ás. Það var líka hinsegin fólk sjálft sem ákvað að endurheimta gamla skammaryrðið hinsegin. ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur? Sigur Helga (Sigrún), hann, hán, (hún), 18 ára. Hver er þín helsta hinsegin fyrirmynd? Mínar helstu hinsegin fyrirmyndir eru Páll Óskar, Gógó Starr, Ingileif og María, Demi Lovato, vinir mínir, fólkið í kringum mig og listinn heldur áfram og áfram. Allt þetta fólk hefur sýnt mér að það er í lagi að vera maður sjálfur og maður eigi ekki að fela það og einnig að allir eru frábærir á sinn hátt. Hvernig viltu taka þátt í hinsegin samfélaginu? Hvernig ég vil taka þátt í hinsegin samfélagi er með því að passa að allir fái sömu réttindi og líði sem best, vinna meira sjálfboðastarf og jafnvel verða jafningjafræðari. Mér finnst svo ótrúlega mikilvægt að vera sem mest virkur/virkt/virk í samfélaginu því þannig fer mest af stað. Hvað gleymdist að segja þér þegar þú varst ungmenni? Það sem gleymdist að segja mér þegar ég var ungmenni er að það er í lagi að taka sinn tíma að finna sjálfan sig, að ekki allir vita hverjir þeir eru á ungum aldri og allt getur breyst. Þótt mér var sagt að allir eru öðruvísi þá var mér ekki mikið kennt að finna mig og hver ég er. Ungmenni í dag eru miklu fljótari að finna þau sjálf heldur en mín kynslóð. Texti: Þorbjörg Þorvaldsdóttir, hún, 31 árs 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.