Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Side 9
Sýnileiki og ósýnileiki
Í enskumælandi löndum hafa tilraunir til
að endurheimta orðið queer, sem er að
mörgu leyti sambærilegt orðinu hinsegin,
gengið misvel. Jafnan eru skammstafanir
notaðar, en misjafnt er hvort talað er
um LGBT fólk, LGBTI fólk, LGBTIQ+ fólk,
LGBTIAPQ+ fólk o.s.frv. Allt fer það eftir
því hversu langt hver vill ganga í sýnileika
þeirra hópa sem falla undir hinsegin
regnhlífina, eða í raun hversu mikinn
fórnarkostnað viðkomandi er tilbúinn til
þess að færa og þá hvaða hópa eigi að
gera ósýnilega hverju sinni.
Þegar kemur að sýnileika takast þannig
á tvö sjónarmið í umræðum um hinsegin
orðaforða og þau orð sem er viðeigandi
að nota hverju sinni. Orðanotkun
getur nefnilega bæði aukið sýnileika
og minnkað hann. Sértæk orð um
ákveðna hópa auka sýnileika þeirra, en
regnhlífarhugtak á borð við hinsegin
þurrkar út línurnar milli skilgreininga
á sama tíma og það undirstrikar
sameiginlega þætti í reynslu okkar allra.
Þannig hefur stórsigur hugtaksins
hinsegin vakið blendnar tilfinningar
meðal sumra homma og lesbía, sem
þurftu að berjast fyrir því að fá að nota
skilgreiningarnar sínar á sínum tíma.
Á móti kemur að fólkinu sem tilheyrir
Nafn, fornafn, aldur?
Hugrún Britta, er 23 ára og langflestir
segja hún þegar talað er um/við mig.
Og ég er sátt með í rauninni öll fornöfn
en nota sjálf fornafnið hún.
Hver er þín fyrsta hinsegin minning?
Mín fyrsta hinsegin minning er... vá
það eru svo margar að ég rugla þeim
öllum saman. Örugglega þegar ég var
skotin í vinkonu minni þegar ég var
10 ára. Ég vissi ekkert að þetta væru
hinsegin minningar fyrr en mörgum
árum seinna samt. Ég er pan og fattaði
það þegar ég var í 9. eða 10. bekk en
hafði verið skotin í stelpum áður án
þess að átta mig á því. Það var alltaf
sjálfgefið að ég væri hrifin af strákum
þannig þegar ég var hrifin af stelpum
skildi ég ekki alveg hvað það var og
hvað það þýddi fyrir mér. Mér fannst
drekinn í Shrek geggjað sæt til dæmis
sem átti að vera kvenkyns. En það er
dreki þannig... Hahah.
Hver er þín helsta hinsegin
fyrirmynd?
King Princess er uppáhalds hinsegin
tónlistargúrúið mitt þessa dagana.
Annars er Sólrún Mjöll systir mín
stærsta fyrirmynd mín í tónlist og lífinu
en hún er líka hinsegin þannig ætli
það sé ekki bara hún.
Hvað gleymdist að segja þér þegar
þú varst ungmenni?
Það sem gleymdist að segja mér
þegar ég var lítil er að heimurinn er
ekki búinn til fyrir einstaklinga heldur
stóra hópa af fólki sem geta hagað sér
eins og farið eftir óskrifuðum reglum.
Foreldrar mínir voru hins vegar mjög
duglegir að hvetja mig áfram að vera
ég (hvað sem það er) og synda á
móti straumnum. Það gleymdist bara
að láta mig vita að það getur verið
einmanalegt og mjög ógnvekjandi en
ekki bara spennandi og skemmtilegt
eins og það lítur oft út fyrir að vera.
En mér finnst ég mest heppin að eiga
svona opna og góða foreldra sem
eru alltaf tilbúnir að taka á móti mér
eins og ég er. Það gerir allt minna
einmanalegt og ógnvekjandi.
ÖRVIÐTAL
þeim hópum sem voru yfirleitt ekki nefndir í
tengslum við hinsegin réttindi er ekki lengur
sleppt í opinberri umræðu, heldur fá nú að
vera hluti af menginu.
Orðið hinsegin er að mínu mati sterkt hugtak
sem getur aukið samstöðu meðal ólíkra
hópa og getur líka gengið fyrir fólk sem
hefur ekki þörf á nánari skilgreiningu fyrir
hinseginleika sinn. Við þurfum samt líka að
muna að tilgreina ákveðna hópa þegar það
á við, í nafni sýnileikans og virðingarinnar
fyrir sjálfskilgreiningu fólks. Orðin sem
við hinsegin fólk höfum valið okkur eru
nefnilega falleg og skipta mörg okkar miklu
máli.
Að lokum
Mikilvægast er að við höfum sjálf valdið til
þess að ákveða hvað við viljum láta kalla
okkur og að meirihlutasamfélagið fylgi okkar
fordæmi. Til þess þurfum við áframhaldandi
fræðslu um hinsegin veruleika og ekki síst
að vera óhrædd við að taka okkur pláss í
tungumálinu.
Við megum vera til, við megum skilgreina
okkur ef við viljum og við megum gera kröfu
um að annað fólk virði skilgreiningar okkar.
Það er svo óendanlega dýrmætt að geta sagt
hver við erum.
9