Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Side 13
n
t
Texti: Ásgeir Helgi
Magnússon, hann, 39 ára
Sköpunargleðin og litadýrðin verða í
fyrirrúmi á Hinsegin dögum og þá sér
í lagi hjá þeim átta ungmennum sem
skipa götuleikhús Hinsegin daga.
Götuleikhús hafa verið gríðarlega vinsæl
á hverju sumri og kryddað menningarlíf
miðborgarinnar með áhugaverðum
listviðburðum sem nýta sköpunarkraft
ungmenna til að halda götum
borgarinnar litríkum og lifandi. Með
hinsegin götuleikhúsi er áhersla lögð á
að varpa ljósi á upplifanir ungs hinsegin
fólks og að koma þeirra málefnum og
skoðunum á framfæri, á sama tíma og
skemmtun og fögnuður fjölbreytileikans
er í fyrirrúmi.
Útkoman er ákveðinn samfélagsspegill
sem veitir innsýn í fjölbreytta tilveru
hinsegin fólks og hinsegin ungmenna
sem eru aktíft að taka skref út á við og
tilbúin að deila sínu einstaka litrófi í
stærra og opnara samfélagi.
Verkefnið Hinsegin götuleikhús gengur
út á þátttöku og frumkvæði ungmenna
í listsköpun og að virkja þau til þátttöku
í mótun hinsegin menningar á Íslandi.
Verkefnið stuðlar að því að hinsegin
ungmenni fái vettvang til þess að
koma sínum skoðunum, málefnum og
hugðarefnum á framfæri. Þeirra rödd er
mikilvæg og þarf að heyrast.
Ungmennin átta eru á aldrinum 15 til
18 ára og hafa fjölbreyttan bakgrunn
og reynslu í listum. Í aðdraganda
hátíðarinnar hafa þau unnið undir
handleiðslu fjöllistakonunnar Kimi Tayler.
Við ræddum aðeins við Kimi og spurðum
hana út í verkefnið.
Hver er listamanneskjan Kimi Tayler?
Í listinni þá get ég bara ekki haldið mig á
einu sviði! Ég nýt þess að blanda saman
ólíkum miðlum í sköpun og sjá hver
útkoman verður. Ég byrjaði í myndlist,
fór þaðan yfir í sviðslistir og svo áfram í
uppistand. Að mínu mati er alveg fráleitt
að reyna skilgreina sig of þröngt í listinni.
Oftar en ekki finnst mér best að rýna í
kjarnann á þeim hugmyndum sem ég er
að vinna með og sjá þar hvaða lausnir
eru best til þess fallnar að vinna verkið
áfram - hvort sem það eru teikningar,
skúlptúrar úr pappamassa, uppsetning
á þögulu-diskóteki, teppavirki eða að
nota þær aðferðir sem ég hef tileinkað
mér í uppistandinu. Fyrir mig sem
listamanneskju snýst þetta um að finna
leiðir til þess að skapa frásagnir og miðla
gleði, jafnvel þegar viðfangsefnið er
erfitt umfjöllunar. Það gerast líka svo
töfrandi hlutir þegar listin er tekin út úr
sýningarsölum og leikhúsrýmum, þú nærð
allt annarri tengingu við áhorfendur í
götuleikhúsi og gjörningum en þú gerir í
hefðbundnum rýmum.
Hvað heillar þig við að vinna með
ungmennum?
Ég held að hver einasta kynslóð
ungmenna hafi sitt „vibe“ sem fer svolítið
eftir menningu hvers tíma. Mér finnst
stórkostlegt hvað þessi kynslóð hér er
skýr, skelegg og sjálfsörugg. Þegar ég
var á þeirra aldri var ég varla komin út.
Þau eru óhrædd við að láta í sér heyra
og í gjörningum á götum borgarinnar
eiga þau eftir að ná til ótal hópa í
samfélaginu. Ég veit að þetta mun verða
frábært lærdómsferli fyrir okkur öll sem að
verkefninu koma. Ég er nú þegar stolt af
þeim og við erum varla byrjuð.
Hverju eigum við von á frá Hinsegin
götuleikhúsinu?
Búist við hinu óvænta! Þegar þú vinnur
með ungu listafólki sem hefur svona
mikla sköpunargáfu og kraft þá veistu
að eitthvað spennandi mun gerast. Ég er
bara hér til að koma hugmyndum þeirra
í góðan farveg og sjá til þess að þær verði
að veruleika. Með allt þetta pláss sem
þeim býðst og alla þessa fjölbreytni af
sköpunargáfum sem eru að fara í þetta
verkefni held ég að eitthvað geggjað,
tilraunakennt og mikilvægt sé að fara
gerast; og ég elska að ég hef ennþá ekki
hugmynd um hvað það verður!
Af hverju er þetta mikilvægt verkefni?
Það að raddir hinsegin ungmenna fái að
hljóma er svo mikilvægt. Þetta verkefni
skapar ekki aðeins tækifæri til að koma
listafólkinu saman, heldur einnig til að
leyfa því að tengjast og fá áheyrn utan
LGBTQIA+ samfélagsins. Eftir 18 mánuði
af samkomutakmörkunum er mikilvægara
en nokkru sinni fyrr að skapa áhrifamikil
verk sem höfða til og tengjast fólki í
raunheiminum.
Fylgið götuleikhúsinu á
Instagram @reykjavikpride &
www.hinsegindagar.is/gotuleikhus.
segin
uleikhús
13