Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Page 20

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Page 20
BASSI MARAJ ER MEÐ LAG HINSEGIN DAGA Með tilkomu raunveruleikasjónvarpsins hefur fjölbreytni mannlífsins fengið æ meiri sýnileika á öldum ljósvakans. Þessu verður að fagna því að sýnileiki skiptir máli, og þá sérstaklega fyrir hinsegin fólk. Íslenskt sjónvarp er þar engin undantekning en þættirnir Æði, sem sýndir voru nýlega á Stöð 2, færðu þyrstri þjóð nýja stjörnu. Bassi Maraj er stjörnuregn á næturhimni, glimmersprengja á stærsta vagni hinseginleikans, óskilgetið afkvæmi Páls Óskars og Lady Gaga, frelsistákn nýrrar kynslóðar og astmapúst hverrar þreyttrar sálar. Það var því eiginlega mikilvægt að fá einmitt Bassa til að semja lag Hinsegin daga í ár. Fyrir þau sem eldri eru og kannski ekki jafn innvígð í tungutak yngri kynslóðarinnar má benda á orðskýringalista neðst í greininni. Hvaðan ertu? Ég er alinn upp í Voginum og bjó ógeðslega lengi þar. Svo flutti ég í Mosó, og svo flutti ég í miðbæinn og bý núna þar með kanínunni minni henni Oreoniku Tanyu Maraj, en ég er samt að spá í að fá mér aðra af því mér finnst eins og hún þurfi systur. Hvernig var að alast upp í Grafarvogi? Það var alveg ratchet, ég var alveg ghetto T e x ti: S ím o n O . S ím o n a rso n , h a n n , 4 7 á ra 20

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.