Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Qupperneq 23

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Qupperneq 23
Þáttahorn Unnsteins Unnsteinn Jóhannsson (hann, 38 ára) sló eftirminnilega í gegn í fyrra með „Hlaðvarpshorni Unnsteins“ og er hann nú snúinn aftur. Eins og glöggir lesendur muna vann Unnsteinn í hönnunarversluninni Epal og nýtti því tímann heima til að sjæna með tuskum og spreybrúsum á meðan hann hlustaði á þátt eftir þátt af krassandi hinsegin hlaðvörpum. En nú er öldin önnur og sökum Covid var Unnsteinn meira eða minna iðjulaus heima allt síðasta ár. En það var sannarlega ekki til einskis því hér deilir hann með lesendum sjónvarpsþáttameðmælum sínum. Schitt’s Creek Annaðhvort elskar þú þessa þætti eða þolir þá ekki. Ég reyndar á erfitt með að skilja hvernig er hægt annað en að vilja vera partur af Rose fjölskyldunni, en þættirnir fjalla um líf þeirra eftir að þau missa allt sitt ríkidæmi og flytja í smábæinn Schitt’s Creek. Ef ég ætti að reyna að lýsa þáttunum í fáum orðum myndi ég segja að hér væri þroskasaga forréttindafólks sem á allt og má allt. Lag Tinu Turner, Simply the Best, er sett í nýtt samhengi í þáttunum í líklega einni af hómórómantískari senum sem ég man eftir. Ekkert lag hefur verið spilað jafn oft á Spotifyinu mínu. Kannski fyrir utan Dvel ég í draumahöll (af hverju er ekki til barnaaðgangur á Spotify!?) þessa þætti og persónur þáttanna. Þarna er einhver dýpt sem náði mér við fyrsta þátt og eru Pose þegar orðnir þættir sem ég get horft á aftur og aftur og aftur. Everything’s Gonna Be Okay Þessir þættir koma úr smiðju hins Pose Ef þú hefur ekki séð Pose, þá ertu með þeim heppnari að eiga það eftir, enda erum við hugsanlega að tala um bestu hinsegin sjónvarpsþætti síðari tíma. Pose fjallar um hinsegin fólk í New York á síðari hluta níunda áratugarins og byrjun hins tíunda. Í þáttunum er fjallað um einstaklinga sem lifa og hrærast innan ballroom senunnar, en sú sena hefur haft mikil áhrif á hinsegin samfélagið um allan heim. Það er einhver algjör galdur við Legendary En talandi um ballroom culture. Legendary er með flottari raunveruleikaþáttum sem ég hef horft á. Við erum að tala um persónulegar sögur af jaðarsettu hinsegin fólki! Við erum að tala um glamúr! Við erum að tala um búninga! Við erum að tala um kynþokka! Og það sem mestu máli skiptir; dansatriðin! Ég er nokkuð viss að þótt þú sért ekki sérlegur aðdáandi raunveruleikasjónvarps gætu þessir þættir náð þér. Með tilkomu þátta eins og Pose og Legendary hefur ballroom orðið mainstream og mikil vitundarvakning um sögu og áhrif senunnar átt sér stað. Því miður hefur viðhorfið verið allt annað en jákvætt og fordómalaust. Það er því mikilvægt að bera virðingu fyrir og jafnvel kynna sér sögu ballroom senunnar. ástralska Josh Thomas sem er einnig höfundur Please Like Me. Þættirnir fjalla um Nicholas (Josh Thomas) og systur hans en þau eru ein á báti eftir að faðir þeirra deyr skyndilega. Þau þurfa að takast á við áfallið sem fylgir fráfalli föður þeirra sem og einhverfu, kynhneigð, kynlíf, samþykki og ástina á þeirra eigin forsendum. Líkt og í Please Like Me er húmorinn og söguþráðurinn oft nokkuð vandræðalegur en samt svo heillandi. Genera+ion Nýlega heyrði ég af þessum þáttum, sem ég ákvað að finna strax og byrja að horfa á. Hinsegin unglingadrama sem minnir mig örlítið á SKAM (það munu þó fáir, ef einhverjir, þættir toppa SKAM). Ekkert Disney-væb í þessu heldur er allt látið flakka um málefni sem snerta ungt fólk í dag. Þar á meðal samfélagsmiðlar, woke menningin og hið klassíska ástarlíf og allar þær flækjur sem fylgja unglingsárunum og ástinni. Generation eru þættir sem ég hefði viljað geta horft á þegar ég var unglingur. Nú er ég rétt að byrja á þáttunum og á því eftir að sjá hvernig spilast úr þeim og hvernig ég mun tengjast persónum þáttanna en ég ætla að minnsta kosti að klára seríuna. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.