Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Side 49
Kaffihús
Hinsegin daga
Kaffihús Hinsegin daga í ár er
staðsett í Húsi máls og menningar,
Laugavegi 18b. Þar mun fara fram fjöldi
fræðsluviðburða og skemmtana frá
þriðjudegi til föstudags.
Þar verða pallborðsumræður um samtal
kynslóða og hommaspjall, hinsegin
karlastund, kósí ungmennatónleikar,
dragsýningin „Dragmenning“ og
huggulegur hinsegin jazz.
Lítið inn, fáið ykkur kaffi eða drykk og
njótið stemmingarinnar.
Kaffihús Hinsegin daga í Húsi máls og
menningar er opið frá 11 til miðnættis
á föstudögum og laugardögum, og 11
til 23 alla aðra daga.
Athugið að Kaupfélag Hinsegin daga
er að Aðalstræti 2 en þar má finna
miðasölu, fjölbreytta fána og allan
okkar regnbogavarning.
The Reykjavik Pride coffee shop 2021
is located at Mál og Menning culture
house on Laugavegur 18b where you
can see a variety of educational and
entertaining events throughout the
Pride week.
Stop by, grab a cup or a glass and
enjoy the cozy atmosphere.
Mál og Menning culture house is
open from 11 a.m. to midnight on
Fridays and Saturdays, and 11 a.m.
to 11 p.m. on other days.
Note that the Pride Store and Service
Center is located at Aðalstræti 2,
ground floor, by Ingólfstorg square.
Reykjavik Pride coffee shop