Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Side 54

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Side 54
hátt vegna þess að ég bý hér. En á þeim tíma, þá var ég ennþá í miklum tengslum og þá sagði hann [vitnar í grein]: „Ég hef staðið frammi fyrir hugmyndafræðilegum árásum frá vestri og heima fyrir.“ Þannig að þau nota líka oft þetta „vestrið er eitthvað slæmt“... Fyrir nokkrum árum sagði Jarosław Kaczyński að danska þingið leyfi þér að vera barnaníðingur, í grundvallaratriðum, og sagði að það yrði eins í Póllandi. Og danska sendiráðið sagði: „Hey, það er ekki leyft, um hvað ertu að tala?“ Og hann sagði: „Vestrið er vont. Það er gott ef að við erum að flytja eitthvað út til þeirra eða þegar að ESB gefur okkur pening, en við viljum ekki hugmyndafræði þeirra.“ Þau segja einnig að við verðum að vernda börnin okkar vegna þess að þetta samkynhneigða fólk mun kenna þeim að fróa sér eða... Þetta er eins og eitthvað frá miðöldum. Ég hef regnbogafánann minn í glugganum hérna en ég efa að ég myndi gera það í Póllandi. Það er gott að fólk sé að setja þá í gluggann en það er möguleiki á því að það verði kastað í þig steinum vegna þess að stjórnmálafólk leyfir hómófóbíu í Póllandi. Þú minnist þó nokkuð á trúarbrögð. Telur þú að þau spili stóran þátt í ástandinu í Póllandi? Þau spila mjög stóran þátt. Fyrir það fyrsta, þá þurfum við að byrja fyrir 30 og eitthvað árum síðan, þegar kommúnismi var ennþá í Póllandi. Við vorum háð Sovétríkjunum. Fólki líkaði það augljóslega ekki og vildi vera frjálst ríki með sinn eigin forseta, forsætisráðherra og hvaðeina. Á þeim tíma í pólsku kaþólsku kirkjunni kom fólk saman og trúði á stofnunina. Margir prestar og biskupar eru viðriðnir stjórnmálin. Í messum eru þeir að segja það sem þeir hugsa. Einn biskup, ég held í Kraká, sagði: „Fyrir mörgum árum síðan vorum við sýkt rauðum sjúkdómi (sem þýðir kommúnismi), en núna erum við sýkt af regnboga-plágu.“ Hann er að segja þetta um manneskju sem hann kannski þekkir. Og auðvitað eru þeir að segja að það sé synd eða að við séum gölluð eða okkur skorti eitthvað. Ég hætti að fara í kirkju eftir að ég gekk til skrifta og sagðist vera að deita mann. Presturinn sagði, auðvitað „það er stærsta syndin bla bla bla,“ en hann mælti með að ég færi og „læknaði“ það einhvern veginn. Og ég sagði „það er ekki mitt vandamál.“ Ég ræddi þetta ekki frekar við hann því ég vissi að það væri ekki fyrir mig, að standa í þessu, en það var trigger. Þannig að ég sagði við hann: „Þessi kirkja var að missa eitt sóknarbarn.“ Hvað telur þú að Pólland geti gert til að bæta ástandið? Ég held að þau þurfi að skipta um stóran hluta stjórnmálafólksins. Það væri frábært ef að ungt fólk væri virkara í stjórnmálum. Síðustu 20 ár hefur það meira og minna verið sama fólkið. Ég meina, það hefur breyst smá en það eru meira og minna sömu andlitin. Gamlir, hvítir, gagnkynhneigðir menn. Ég er kominn með nóg af því. Ég vil fleiri konur, fleira litað fólk (jafnvel þó að þar búi ekki margt litað fólk). Samfélagið er mjög einsleitt, allt nýtt fyrir þeim er skrítið og þau vita ekki hvernig þau eigi að eiga við það. Ég held að stjórnmálafólkið þurfi að breytast, en ég tel að skaðinn sé skeður fyrir LGBTQ+ samfélagið. Það mun taka mörg ár að bæta stöðuna, tiil að laga það sem hefur gerst. Við þurfum nýjan forseta, nýjan forsætisráðherra og í raun bara nýja ríkisstjórn. Næstu kosningar eru eftir þrjú ár þannig að það er nægur tími. En í hreinskilni þá efa ég það stórlega að stjórnarandstaðan vinni næstu kosningar. Ég er vonlítill, alveg gríðarlega vonlítill. Fólk kýs ekki vinstri stjórn vegna þess að fólk álítur vinstri stefnu vera það sama og kommúnisma. Hvernig eru hlutirnir á Íslandi? Mér finnst það að vera samkynhneigður hér vera allt í lagi, það er auðvelt. Þegar ég fór fyrst í gleðigönguna fyrir fjórum árum þá var ég agndofa yfir því hversu margir voru viðstaddir og allt svo vinalegt og indælt. Gangan hér á Íslandi er ekki bara um samkynhneigða, mér finnst hún vera fjölskylduhátíð. Ég hugsa ekki á hverjum degi búandi hér „einhver gæti hreytt fúkyrði í mig á götunni“ eða „ég get ekki haldið í höndina á kærastanum mínum.“ Eða þegar ég er að hitta einhvern: „Halda þau að við séum par?“ Ég hef ekki þessar áhyggjur hér. Í Póllandi erum við vinir, við erum bræður, ekki par. Ég hugsa ekki út í það hér. Hefur þú orðið fyrir miklum fordómum frá Íslendingum hér? Hvað með frá Pólverjum? Þegar ég vann fyrst með Íslendingum myndaði ég góð sambönd við þá. Ég hélt mig við Íslendingana þó að það væru aðrir Pólverjar að vinna á sama stað. Mín hugsun var sú að „ég yfirgaf Pólland ekki til þess að vera með Pólverjum. Ég vil bara vera hér. Því fleiri ný tengsl, því betra.“ Þetta fólk var mjög opið og jafnvel eldra fólk, það var ekkert mál. Þetta er bara ekki umræðuefni, þannig er það bara. Ég fann ekki fyrir fordómum frá Pólverjum en ég hef tekið eftir því að sumir Pólverjar sem koma til Íslands eru með hómófóbíu vegna þess að þau ólust upp við það. Það að búa hér breytir stundum viðhorfum þeirra vegna þess að þau sjá að þetta er ekki endalok heimsins og Ísland er ekki að hrynja. Það er góð lexía fyrir fólk. En ég er ekki umkringdur hómófóbum. Ég er ekki að segja að hómófóbía sé ekki hér því auðvitað er hún það, en ég er að hugsa meira um transfóbíu á Íslandi. Það er að batna og þetta er ekki versti staðurinn til að vera trans, en ég tel að transfólk þurfi á meiri stuðningi frá samfélaginu að halda. Samfélagið okkar og ríkisstjórnin þarf að gera það eins einfalt og mögulegt er. Til dæmis í Póllandi, ef þú vilt löglega breyta um kyn þá þarftu að fara í mál við foreldra þína fyrir að „gefa þér“ vitlaust kyn. Þú þarft að fara fyrir dómstóla og þú þarft að berjast gegn foreldrum þínum. Þú gætir átt í góðu sambandi við foreldra þína og þeir samþykkt þig, en þú þarft samt að fara í mál við þá. Er eitthvað annað sem þú vilt bæta við? Það voru sjö tilraunir gerðar til að kjósa um staðfesta samvist og auðvitað fór engin þeirra í gegn. Sú fyrsta var árið 2013. Á þeim tíma var versti flokkurinn ekki við stjórn. Það voru fleiri frjálslyndir, en samt, við erum svo mikið til hægri og þessir frjálslyndu voru mjög íhaldssamir þannig að þau gátu ekki sammælst um það. Og við erum ekki einu sinni að tala um hjónabönd. Einnig, í júlí 2020 kærði ríkisstjórn Póllands Ikea fyrir að reka starfsmann fyrir alvarleg hómófóbísk ummæli sem hann lét falla á innra neti fyrirtækisins. Dómsmálaráðherra sagði beinlínis að það væri réttur hans að vera hómófóbískur. Þetta mál var svo heitt fyrir stjórnmálafólk í Póllandi og dómsmálaráðuneytið stóð með starfsmanninum. Það er sama hvaða regnbogamálefni um ræðir, þau stýra því. 54

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.