Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Side 57

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Side 57
fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! karlmaður? Meira að segja lúbarðir hommar reyndu ekki að leita aðstoðar lögreglunnar. Og blessuð þögnin sem ríkti í besta falli, þegar síminn hætti að hringja því enginn óskaði eftir kröftum mínum lengur – eins og ég hafði þó verið efnileg og eftirsótt. Eða þegar ég tróð mér inn á mannréttindaráðstefnu og þjóðþekktir einstaklingar hlógu að því bulli að draga ætti það sem gerðist bak við lokaðar svefnherbergisdyr inn í mannréttindaumræðu? Eða þegar algjörlega ósympatískir pólitíkusar sáu ekkert athugavert við að við værum hvergi viðurkennd í samfélaginu, hvorki til verndar né réttar lífsförunautar? Og fylgdi mögulega talsverð veðrun á erfiðustu stundunum eins og þegar lögfræðingurinn minn og barnavernd ráðlögðu mér að fara ekki í forræðisdeilu því væntanlega myndi ég tapa málinu sem myndi gera mig réttlitla gagnvart umgengni og grafa undan því að ég gæti starfað við fagið mitt, þau einu réttindi sem tókst ekki að taka af mér? Og öllum sáru stundunum þegar alnæmið réðist að strákunum okkar og kirkjan var svo sem til í að jarða þá – eini stuðningurinn sem þeir fengu á stuttri ævi frá þeirri stofnun? Og þau sem þoldu ekki sjálfsmedikeringu í alkóhóli og öðrum efnum? Að ógleymdum þeim sem buguðust og tóku eigið líf. „Hefurðu heyrt um weathering…?“ spurði mín góða kona og ég hugsaði að á sínum tíma hefði enginn leyft sér að hugsa um áföllin og álagið. Dagskipunin var „glad to be gay“ því að það var eina leiðin sem var í boði. Án þess að mögla hörkuðum við öll af okkur og óðum í þessu jökulfljóti fordóma og réttleysis, án þess að njóta verndar hins opinbera eða virðingar samfélagsins. Bara að bretta upp ermar og skálmar og vaða þar sem hvergi sást til lands. Afbera straumiðuna og jakana sem fylgdu vorleysingunum, þrauka kuldann og sársaukann, grípa til sundtakanna í ísköldu vatninu, festast í sandbleytu og skríða upp á grýtta eyri í miðri ánni á blóðrisa hnjánum og safna kjarki til að halda áfram. Suma dagaði uppi á leiðinni, aðrir misstu fótana og enn aðrir hurfu í þokuna og náðu aldrei landi á bakkanum hinum megin. Hvað skyldi þetta ferðalag hafa kostað okkur? Hversu mikið kvarnaðist af mér og öllum sem svömluðu á undan mér, með mér og á eftir mér? Hversu veðurbitin, sandblásin, vatnssorfin, jarðvegseydd, frostsprungin og kalin erum við ef grannt er skoðað? Jú, ætli við séum ekki mörg hver ansi veðruð? Ég renni yfir greinina áður en ég sendi á blessaðan ritstjórann og hrekk við. Fæ bakþanka og hreinlega móral. Hvaða drama er þetta eiginlega í mér? Tóm sjálfsvorkunn yfir einhverju sem löngu er liðið? Hvað stoðar að brýna þessa fortíðarrödd um frostbylji og jökulfljót fyrri tíma – núna loksins þegar hinsegin samfélagið er komið á algjörlega nýjan og betri stað? Á ég ekki bara að henda þessu? En ég kann ennþá að harka af mér og veit að rétt eins og Soffía frænka kann ég bara einn söng og það verður bara að hafa það hvort hann er viðeigandi eða ekki. 57

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.