Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2021, Side 66
STÆRSTA
HÁTÍÐIN Í
KÖBEN OG
MALMÖ
World Pride er haldið á tveggja ára fresti og í ágúst er komið
að Kaupmannahöfn og Malmö, sem sameinast sem gestgjafar.
InterPride, alþjóðleg samtök hinsegin hátíða, hefur skipulagt
World Pride frá árinu 2000 og fyrri hátíðir hafa verið í New
York, Madrid, Toronto, London, Jerúsalem og Róm. World Pride
í New York var langstærsti viðburðurinn til þessa og þar var
þess minnst að 50 ár voru liðin frá Stonewall-uppreisninni.
Engar líkur eru á að Kaupmannahöfn og Malmö nái slíkri
hátíðarstærð, í heimi sem enn er plagaður af heimsfaraldri, en
World Pride mun samt sem áður tryggja miklu fleiri viðburði í
borgunum tveimur en annars hefðu verið.
World Pride hátíðarhöldin fara fram undir heitinu Copenhagen
2021, þótt haldin séu í tveimur borgum í tveimur löndum. Það
verða tónleikar, drag, Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn breytist
í World Pride torg með veitingum og tónlist, 6 gleðigöngur
hlykkjast um Kaupmannahöfn laugardaginn 21. ágúst, hinum
megin við sundið býður Malmö upp á World Pride House
með fyrirlestrum, kappræðum og skemmtun og svona mætti
lengi telja. Allar nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á
copenhagen2021.com
Það er óhætt að mæla með ferðalagi til Dana og Svía 12.-22.
ágúst og fagna fjölbreytninni!
Íslendingar koma víða við sögu á Copenhagen 2021:
Ragnhildur Sverrisdóttir, hún, 60 ára
Forseti Íslands, verndari Samtakanna ‘78, ávarpar
sérstakan fund yfir 150 kjörinna fulltrúa frá tæplega
60 löndum í öllum heimshornum í Kristjánsborgarhöll
föstudaginn 20. ágúst. Danska þingið býður til
fundarins og hefur kallað til t.d. þingmenn þjóðþinga,
Evrópuþingsins og ýmissa mannréttindasamtaka. Í hópi
þeirra sem sækja þingið eru margir hinsegin þingmenn,
þar á meðal Hanna Katrín Friðriksson frá Íslandi, en
allir þingmennirnir eiga það sameiginlegt að hafa sýnt
hinsegin málefnum áhuga og stuðning.
ÖRVIÐTAL
Nafn, fornafn, aldur?
Arna Arinbjarnardóttir, hún, 34
ára.
Hver er þín fyrsta hinsegin
minning?
1995 hitti ég lesbíur í fyrsta sinn
á Spáni. Við vorum að heimsækja
vinkonu mömmu sem bjó með
kærustunni sinni og ég man hvað
mér fannst þetta meika mikið
sens.
Hver er þín helsta hinsegin
fyrirmynd?
Hinsegin krakkar á aldrinum
12/13/14 ára eða jafnvel yngri sem
eru að uppgötva hinseginleikann
sinn og tala um það sín á milli og
við foreldra sína.
Hvað gleymdist að segja þér
þegar þú varst ungmenni?
Að það væri ekkert að því að vera
lesbía og það væri fullkomlega
eðlilegt að vita að man sé lesbía
13 ára.