Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Staða ríkissjóðs er sterk, þrátt fyrir mikla skuldasöfnun síðasta eina og hálfa árið. Þetta er mat þingmann- anna Bergþórs Ólasonar og Bjark- eyjar Olsen Gunnarsdóttur. Krist- rún Frostadóttir sem leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suð- ur er á sama máli en þau eru gestir í Dagmálum í dag þar sem kastljósinu er beint að efnahags- og ríkisfjár- málum landsins. Þá gætir einnig samhljóms í mál- flutningi þeirra um mikilvægi þess að íslenska hagkerfið vaxi upp úr kreppunni sem hitti landið fyrir fyrra með þeim afleiðingum að verg landsframleiðsla dróst saman um 6,5%, sé mið tekið af bráðabirgðaú- treikningum Hagstofunnar. Hins vegar eru áherslur flokkanna ólíkar þegar kemur að því að marka braut- ina til vaxtar. Skilur þar ekki síst á milli þegar litið er til afstöðunnar til skattkerfisins og hvort breytingar skuli gerðar til hækkunar skatta eða lækkunar. Ekki aðeins til tekjuöflunar Bjarkey ítrekar að VG líti svo á að skattkerfið sé ekki aðeins verkfæri til að afla ríkissjóði fjármagns held- ur einnig til þess að jafna kjör fólks í landinu. Bendir hún í því sambandi á að rétt væri að þrepaskipta fjár- magnstekjuskatti sem nú er 22%. Spurð út í hver efri mörk skattsins gætu þá orðið segir hún að það sé út- færsluatriði. „Fyrir mér gæti það al- veg verið 25% og meira að segja al- veg hærra,“ en hún telur mikilvægt að tekjur hins opinbera af fjár- magnstekjuskatti renni einnig að einhverjum hluta til sveitarfélag- anna. Kristrún segir að henni hug- nist ekki hækkun fjármagns- tekjuskatts vegna þess að hann dragi úr hvata til að sækja ávöxtun á fjármagn. Öðru máli gegni um eignaskatta. Hugmyndir Samfylkingarinnar um stóreignaskatt bar þannig á góma en tillögur flokksins um eigna- skatt á hreina eign fólks yfir 200 milljónum voru gerðar opinberar í lok ágústmánaðar. Segir Kristrún að samfélög Vesturlanda séu í auknum mæli að horfa til eignaskatta. Þeir séu að mörgu leyti réttlátari en tekjuskattar og feli ekki í sér eigna- upptöku eins og stundum sé haldið fram. Stóreignaskattur breytir fjárfestingarákvörðunum „Þetta snýst ekkert um eignaupp- töku heldur hófleg prósenta á eignir snýst í raun um að klípa af ávöxtun eigna. Segjum sem svo að þú sitjir á 500 milljónum króna. Ef þú færð 1 til 1,5 prósent ofan á þig, hvað gerir það. Jú það þýðir að þú þarft í stað þess að sækja 3-4% ávöxtun þá reyn- ir þú að sækja 5-7% ávöxtun og hvað þýðir það í stað þess að vera bara í ríkisbréfum, löngum skuldabréfum þá fjárfestir þú í einhverju nýsköp- unarfyrirtæki,“ segir Kristrún. Kortleggja þarf eignir í landinu Bjarkey Olsen tók undir þetta sjónarmið og er fylgjandi stór- eignaskatti sem gæti numið 1-2% af hreinni eign fólks. Var samhljómur í máli þeirra um að þessar leiðir þurfi að skoða en að eignastaða fólks hér á landi sé ekki nægilega vel kortlögð af hálfu hins opinbera og það geri mat á því hversu miklu skattar af þessu tagi geti skilað, nokkuð flók- ið.Bergþór var á öndverðum meiði við þær í skattamálefnunum og telur nú þegar of miklar álögur á fyr- irtækjum og einstaklingum. Benti hann á að vísasta leiðin til þess að koma hagkerfinu í samt lag væri að leysa úr læðingi krafta með því að gefa fólki færi á að halda meiru eftir af sjálfsaflafé sínu. Skapar hvata til ráðdeildar Í tengslum við þær hugmyndir barst talið að hugmyndum Mið- flokksins um að helmingi af afgangi ríkissjóðs verði skilað til þjóð- arinnar. Benti Bergþór á að með því skapaðist hvati fyrir forsvarsmenn ríkisstofnana til að fara vel með al- mannafé. Spurður hvort það leiddi ekki einfaldlega til þess að þeir myndu tryggja að aldrei yrði af- gangur af starfseminni sagði Berg- þór að aðhald frá almenningi kæmi í veg fyrir það. „Þarna verðum við með her borgaranna í að gagnrýna okkur stjórnmálamennina fyrir að eyða fjármununum í vitleysu,“ sagði Bergþór. Hugmyndir Miðflokksins hugnast hvorki Bjarkeyju né Krist- rúnu og voru þær sammála um að nær væri að laga skattheimtuna að þörfum ríkissjóðs á hverjum tíma. Þannig væri mikill afgangur af af- komu ríkissjóðs til marks um annað tveggja, vanfjárfestingu eða of- sköttun. Er fjárfesting í opinberum rekstri og þjónustu einnig mikið til umræðu í þættinum sem aðgengileg- ur er áskrifendum á mbl.is. Lausnarorðið er vöxtur úr kreppu - Frambjóðendur til Alþingis sammála um að vöxtur út úr kreppu sé lausn á vanda hagkerfisins - Samfylking leggur áherslu á eignaskatt - VG vill auk þess þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt Dagmál Í umræðu um efnahagsmál er komið víða við. Bergþór Ólason frá Miðflokki, Kristrún Frostadóttir frá Samfylkingu og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir frá VG. Ágreiningur er milli frambjóðendanna um hvaða leiðir skuli farnar í skattheimtu. Miðflokkur telur nógu langt gengið, ólíkt Samfylkingu og VG. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Lýðræði – ekkert kjaftæði er yfir- skrift áherslna pírata fyrir komandi alþingiskosningar. Oddvitar pírata í öllum kjördæmum kynntu áhersl- urnar í beinni vefútsendingu á þriðjudaginn. Samþykkt kosningastefna pírata er í 24 köflum en oddvitarnir kynntu áherslurnar í sex hlutum. Þar er sjávarútvegur sérstaklega tekinn fyrir og áhersla lögð á rót- tækar breytingar í atvinnugrein- inni. Meðal breytinga sem píratar boða eru uppboð á aflaheimildum og frjálsar handfæraveiðar, að öll- um afla verði landað í gegnum inn- lendan markað og að verðlagsstofa skiptaverðs verði lögð niður. Sömu- leiðis boða Píratar að refsivert verði að láta sjómenn taka þátt í kaupum eða leigu útgerða á afla- heimildum. Neyðarástand í loftslagsmálum Ný stjórnarskrá sem byggist á tillögum stjórnlagaráðs er á sínum stað sem áhersluatriði pírata. Enn fremur lýstu píratar því yfir að stjórnarskráin yrði skilyrði, eða forsenda fyrir að flokkurinn tæki þátt í myndun ríkisstjórnar. Nokk- ur áhersla var á umhverfis- og loftslagsmál í áherslunum. Flokk- urinn ætlar að lýsa yfir neyðar- ástandi í loftslagsmálum og stefna að kolefnishlutleysi árið 2035 og auka samdrátt í losun. Þá boða píratar að mengandi stórfyrirtæki muni bera ábyrgðina á loftslagsmálum. Píratar boða rót- tækar breytingar - Gera nýja stjórnarskrá að skilyrði Morgunblaðið/Eggert Kosningar Halldóra Mogensen, þingflokksformaður pírata. 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.