Morgunblaðið - 02.09.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.09.2021, Qupperneq 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 ÞAÐ ER LANDSBANKI NÝRRA TÍMA Fyrirtækið þitt getur stofnað til viðskipta á örfáum mínútum í Landsbankaappinu. Þannig færðu strax betri yfirsýn yfir fjár- mál fyrirtækisins og reksturinn, hvar sem þú ert. Það tekur örfáar mínútur að koma í viðskipti í appinu LANDSBANKINN. IS Hafsteinn og Karitas Eigendur HAF Studio Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þar sem tveir ólíkir gítarleikarar koma saman þarf að finna milliveg og vinna með hann. Við reynum að gera það í þessu spili okkar. Svo er að hafa þetta skemmtilegt, það er mikilvægt,“ segir Reynir Hauksson sem stuðlað hefur að útbreiðslu flamenkó hér á landi. Hann og Björn Thoroddsen halda saman gítar- tónleika í kvöld, í virðingarskyni við gítarinn, þar sem þeir fara yfir helstu gítarslagara úr rokki, djassi og flamenkó. Reynir og Björn eru ekki beint á sömu línu í tónlistinni. Reynir hefur sérhæft sig í flamenkó og Björn er þekktur fyrir djassgítarleik þótt báðir séu þeir fjölhæfir. „Við eigum kassagítarinn sameiginlegan. Björn leikur mikið á kassagítar og kassa- gítarinn er mínar ær og kýr,“ segir Reynir. Þeir eru komnir með lagalista og þar kennir ýmissa grasa, ekki síst flamenkó, djass og rokk. „Gítarinn er magnað hljóðfæri, heill heimur út af fyrir sig. Við erum að reyna að gera þessum mikla heimi skil á ein- um tónleikum. Það er von á kraft- miklum tónleikum,“ segir Reynir. Kynnir flamenkó á Íslandi Reynir hóf fyrir þremur árum að kynna flamenkótónlist og -dans hér á landi. Í sumar fór hann með hljóm- sveit og dansara og hélt tónleika á átta stöðum á landinu og einnig dansnámskeið í Reykjavík. Hann segir að mæting á tónleikana og námskeiðið hafi verið framar björt- ustu vonum. Fullt hús hafi verið á sumum tónleikunum en færri á öðr- um. Einn karlmaður var í hópi 23 kvenna sem sóttu námskeiðið og segir Reynir ánægjulegt að hann hafi staðið við skráningu sína þótt hann væri einn. Tónleikar gítarleikaranna verða í Máli og menningu á Laugavegi 18 í kvöld, fimmtudag, og verður húsið opnað klukkan 20. Þarf að finna milliveg til að vinna með - Björn Thoroddsen og Reynir Hauksson halda tónleika til heiðurs gítarnum - Koma úr ólíkum geirum og bræða saman dagskrá úr djassi, flamenkó og rokki Morgunblaðið/Eggert Æfing Björn Thoroddsen og Reynir Hauksson stilla saman strengi sína í skúrnum hjá Birni í Hafnarfirði. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Samningar um rekstur hjúkrunar- heimilisins Ísafoldar í Garðabæ hanga nú í lausu lofti eftir að sjó- mannadagsráð og Hrafnista sögðu upp samstarfssamningum sínum og Garðabæjar um rekstur heimilisins. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við nýjan aðila um reksturinn en stefnt er að því að félagið Vigdís- arholt ehf. taki yfir reksturinn um næstu áramót, að því er greint frá í bréfi frá Sjúkratryggingum Íslands sem stílað var á formann sjó- mannadagsráðs, forstjóra Hrafnistu og bæjarstjóra Garðabæjar, 17. ágúst sl. Inntur eftir viðbrögðum segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, breytingar á rekstri hjúkrunarheimilisins vera fagnaðar- efni. „Við erum auðvitað bara ánægð með það að vera ekki lengur með þennan rekstur enda búin að berjast fyrir því í sex eða sjö ár,“ segir hann. „Við reyndum þetta með fyrrverandi heilbrigðisráðherra í mörg ár en það fékkst ekki í gegn og kostaði okkur 700 milljónir.“ Þá segist hann vona að stjórnvöld fari nú að „hysja upp um sig bux- urnar“ þegar kemur að málefnum hjúkrunarheimila í landinu. Semja um rekstur Ísafoldar - Bæjarstjóri segist fagna breytingunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.