Morgunblaðið - 02.09.2021, Page 22
sem mestu í þessari viku og vonast
til að ljúka uppskerustörfum fyrir
aðra helgi. Þeir félagar gætu farið
hraðar í uppskerustörfin en þurrk-
unin ræður för. Venjulega hefur
Hermann ekkert farið að huga að
hálminum fyrr en langt er liðið á
haust en núna getur hann rúllað
fáum dögum eftir þreskingu. Hálm-
urinn er vel þurr og sunnan blást-
urinn lýkur verkinu á stuttum tíma.
„Það er mjög gaman að eiga við
þetta þegar veðrið leikur svona við
okkur,“ segir Ari B. Hilmarsson,
kornbóndi sem rekur þurrkstöð á
Þverá í Eyjafjarðarsveit. Hann
kveðst vera kominn vel á veg með
þreskingu á eigin ökrum og upp-
skeran líti vel út. Sýnist honum að
magnið geti verið um 5 tonn á hekt-
ara, það sem af er.
Hann setur kornið í stórsekki og
uppskeran hjá honum var 3,5 tonn
eftir hektara á síðasta ári og telur
að uppskeran síðustu fimm ár rétt
hangi í þremur tonnum. Uppskeran
í ár er með því mesta sem hér hefur
sést. Hermann er þó feiminn við að
ræða um Íslandsmet, segir erfitt að
fá upplýsingar um það. Hann leyfir
sér þó að segja að afburðagóð fyll-
ing í korninu geri rúmþyngdina í
uppskerunni nú líklega að Íslands-
meti. Nú eru 730 kg í rúmmetra af
korni af hans ökrum en í góðum ár-
um fari það ekki yfir 600 kíló.
Hermann þurrkar kornið á
Hjalteyri í félagi við Jón Elvar
Hjörleifsson á Hrafnagili og leggur
það inn í Bústólpa. „Þeir segjast
ekki fá svona gott korn, ekki einu
sinni frá útlöndum,“ segir Her-
mann Ingi.
Hermann er að keppast við að ná
fyllingin er svo góð að sekkir sem
venjulega vega 750 kíló vega nú 950
kg. Munar þar 200 kílóum. Eyfirsk-
ir bændur nota mest sexraðabygg
og fá því iðulega meiri uppskeru í
góðum árum en sunnlenskir bænd-
ur sem nota tvíraðabygg en kornið
er þó viðkvæmara fyrir veðrum.
Kornrækt hefur heldur verið að
aukast í Eyjafirði og eru bændur
almennt farnir að huga að þresk-
ingu. Ari á von á því að eftir svona
ár fjölgi þeim enn frekar og aðrir
bæti við sig.
Bíða eftir þurrki
Bessi Freyr Vésteinsson, korn-
bóndi í Hofsstaðaseli í Skagafirði,
hefur sömu sögu að segja og Ey-
firðingar. Segir að kornið líti ein-
staklega vel út, uppskeran verði
mikil að gæðum og magni. Hann er
byrjaður að huga að þreskingu
enda haustið að nálgast. „Ég verð
þó ekki rólegur strax. Haustveður
geta höggvið skörð í uppskeruna,“
segir Bessi.
Björgvin Þór Harðarson, svína-
bóndi í Laxárdal, sem er með mikla
kornakra í Gunnarsholti, segir að
kornið sé ekki tilbúið ennþá enda
vilji hann hafa það vel þroskað.
Ekki er heldur hægt að hefja
uppskerustörf á Suðurlandi vegna
rigninga. Björgvin telur líklegt að
hann geti hafið þreskingu eftir 20.
september.
„Uppskeruhorfur hafa stór-
batnað, miðað við það sem var í vor.
Kornið er orðið nokkuð þétt og gott
og í raun og veru hefur það náð sér
á strik en þó ekki að öllu leyti. Ég
er bjartsýnn á að fá ríflega meðal-
uppskeru,“ segir Björgvin Þór.
Lakara en í fyrra
Ragnar Lárusson, bóndi í Stóra-
Dal í Vestur-Eyjafjallasveit, segir
að kornið líti ágætlega út þar um
slóðir. Sjálfur ræktar hann korn á
10 hekturum lands. Segir að kornið
sé ekki alveg tilbúið en það styttist
í það. „Það er seinna á ferðinni en í
fyrra og nær ekki sama þroska og
þá. Mjög góð skilyrði voru til rækt-
unar síðasta sumar, alveg frá sán-
ingu og fram eftir öllu sumri enda
var metuppskera,“ segir Ragnar.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Kornþresking Tvær þreskivélar að störfum á akri Jóns Elvars Hjörleifssonar, bónda á Hrafnagili. Neðst sést til gamla húsmæðraskólans og grunnskólans á Laugalandi.
Uppskera er lyginni líkust
- Lítur út fyrir að kornuppskera í Eyjafirði og víðar norðanlands verði tvöfalt meiri en í meðalári
- Mikil fylling gerir rúmþyngd kornsins að Íslandsmeti - Uppskera á Suðurlandi lakari en í fyrra
22 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
Laxárdalsbændur hafa verið að prófa ýmsa ræktun á ökrunum í Gunn-
arsholti, til viðbótar aðalræktuninni sem er bygg og hveiti sem notað er í
fóður fyrir svínin. Björgvin Þór Harðarson sáði kúmeni í sumar og segir
að árangurinn komi í ljós á næsta ári. Hann telur fullreynt með bónda-
baunir, segir of kalt fyrir þá ræktun. Hann sáði fyrir sinnepi í fyrra í sam-
vinnu við býflugnabændur í Fljótshlíð en það náði ekki að þroskast. Þau
ætla að reyna aftur með betra yrki. Búið er að sá vetrarhveiti fyrir næsta
ár og það lítur vel út. Sömuleiðis ræktun á nepju.
Þá er hann að reyna fyrir sér með ræktun á hampi, eins og margir fleiri
en áhugi á þeirri ræktun hefur farið vaxandi. Vonast hann til að geta not-
að hampinn til að verjast ágangi álfta á kornakrana. Hampurinn er kom-
inn í einn og hálfan metra og lítur þokkalega út. Þegar þornar verða
blómin klippt af og notuð í te, olíur og ýmsar afurðir. Hægt er að nota
stönglana í iðnaðarvörur.
„Ræktunin virðist ganga en það vantar að skoða til enda útfærsluna á
vinnslu stönglanna. Erlendis eru akrarnir slegnir og uppskerunni rúllað.
Svo taka aðrir við og vinna úr þessu. Slíkt kerfi er ekki til hér. Þetta er
verkefni fyrir einhverja áhugasama,“ segir Björgvin.
Vinnsla hampstönglanna er
verkefni fyrir áhugasama
TILRAUNIR MEÐ RÆKTUN ÝMISSA JURTA
Kornbóndi Hermann Ingi Gunnarsson kannar gæði kornsins.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Uppskeran er með ólíkindum. Við
byrjuðum að þreskja mánuði fyrr
en á síðasta ári. Þroski kornsins og
uppskera er lyginni líkast,“ segir
Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi
á Klauf í Eyjafjarðarsveit, um
kornuppskeruna. Hann getur þess
að uppskeran af þeim 8-9 hekt-
urum sem hann var búinn að
þreskja þegar rætt var við hann sé
meiri en af öllum 25 hekturunum á
síðasta ári og kornið miklu betra.
Hitinn í júlí og ágúst er vitaskuld
skýringin á góðri kornuppskeru á
Norður- og Austurlandi. Korn-
bændur eru almennt að hefja korn-
slátt. Hins vegar bíða bændur á
Suður- og Vesturlandi eftir betra
veðri og meiri þroska. Bændur þar
eru bjartsýnir á þokkalega upp-
skeru en varasamt er að ræða um
tölur í því efni fyrr en kornið er
komið í hlöðu.
Plantan nýtti sólskinið
„Það leit ekki vel út með kornið í
vor og fram í júní. Við sáðum
snemma og þar sem mikill raki var
í jörðu spíraði fræið fljótt þótt kalt
væri. Það var stillt veður og sól og
logn. Kornið var komið upp um
miðjan júní. Svo gerðist allt á einni
eða tveimur vikum um mánaða-
mótin júní og júlí og kornið var allt
skriðið fyrstu vikuna í júlí,“ segir
Hermann og getur þess að það ger-
ist venjulega ekki fyrr en um miðj-
an júlí. Kornið nýtti vel norðlensku
sólina í sumar og Hermann segir
að það hafi náð fullum þroska
snemma í ágúst.
Uppskeran er eftir því. Meðal-
talið af því sem búið er að þreskja
hjá Hermanni er 6,5 tonn á hektara
og af einum akrinum komu 8 tonn.
Til samanburðar má geta þess að