Morgunblaðið - 02.09.2021, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Önnur þeirra er mun sterkari, A týpan, og hentar á erfiðum botni.
Sú er framleidd af pólsku ríkisfyrirtæki sem sérhæfir sig í hergagnavinnslu.
Hún er vinstra megin á mynd. Hún vigtar á landi 66 kg en ryður frá sér 58 lítrum
þannig að í sjó er hún 8 kg. Málin eru: Þvermál 64,5 cm og þykkt 18 cm.
Sú hægra megin, B týpan, er betur fallin til bobbingasmíði. Hann er ódýrari enda ekki
sami styrkleiki. Málin á honum eru: Landþyngd 78 kg, ryður frá sér 55 lítrum þannig
að í sjó vigtar hann 23 kg. Hann er 60 cm í þvermál og þykkt 19,6 cm.
Hægt er að framleiða hvað stærðir, þykktir og þyngdir sem er en slíkt er ekki á lager.
Útgerðarmenn, netagerðamenn
og skipstjórar
Höfum til taks
tvær gerðir
Rock-hoppara
A & B
S. 898-5463
„Þetta er það sem koma skal“
Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni,
en hann hefur verið að nota A týpuna að undanförnu.
Afurðaverð á markaði
31. ágúst 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 495,96
Þorskur, slægður 548,91
Ýsa, óslægð 313,93
Ýsa, slægð 322,92
Ufsi, óslægður 122,20
Ufsi, slægður 217,07
Gullkarfi 205,02
Blálanga, slægð 255,68
Langa, óslægð 221,60
Langa, slægð 262,45
Keila, óslægð 107,88
Keila, slægð 74,42
Steinbítur, óslægður 179,45
Steinbítur, slægður 268,58
Skötuselur, óslægður 304,00
Skötuselur, slægður 727,66
Grálúða, slægð 362,65
Skarkoli, óslægður 319,00
Skarkoli, slægður 387,92
Þykkvalúra, slægð 417,59
Langlúra, óslægð 240,81
Langlúra, slægð 221,46
Sandkoli, slægður 130,00
Gellur 1.144,65
Hámeri, óslægður 19,00
Hlýri, óslægður 274,32
Hlýri, slægður 182,49
Lúða, slægð 489,89
Lýsa, óslægð 177,44
Lýsa, slægð 158,31
Skata, slægð 35,61
Stóra brosma, slægð 68,00
Stórkjafta, slægð 180,23
Tindaskata, óslægð 4,55
Undirmálsýsa, óslægð 203,24
Undirmálsýsa, slægð 147,00
Undirmálsþorskur, óslægður 213,55
Undirmálsþorskur, slægður 230,24
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Sjávarútvegurinn hefur mjög mikla
þýðingu fyrir atvinnulífið á landinu
austanverðu ef marka má tölur Fiski-
stofu yfir landaðan afla á fiskveiðiárinu
2020/2021, sem lauk sl. þriðjudag.
Langmestum afla var landað á Aust-
fjörðum og vegur uppsjávaraflinn
þungt.
Meðal 20 aflamestu löndunarhafna
landsins má nefna Neskaupstað, Eski-
fjörð, Vopnafjörð, Fáskrúðsfjörð,
Þórshöfn og Seyðisfjörð. Samanlagt
lönduðu skip 40% af afla Íslendinga í
þessum höfnum. Þá var tæplega 73%
af öllum uppsjávarafla landað í þessum
höfnum og aðeins rúmum 7% af botn-
fiskafla.
Mesta afla var landað í Neskaup-
stað. Þar var alls landað 155 þúsund
tonnum, þar af voru rúmlega 139 þús-
und tonn af uppsjávarfiski og 16 þús-
und tonn af botnfiski. Næst á eftir
fylgja Vestmannaeyjar þar sem land-
að var 119 þúsund tonnum, þar af 78,5
þúsund tonnum af uppsjávarfiski og
tæplega 39,5 þúsund tonnum af botn-
fiski.
Í 20. sæti er Akureyri en þar var
landað 14.619 tonnum af fiski á fisk-
veiðiárinu. Vekur athygli í tölum Fiski-
stofu að raunar ættu Reykhólar á
Vestfjörðum að fá sæti Akureyringa
þar sem landað var 15.102 tonnum, en
sá afli er nánast allur klóþang og að-
eins af hrossaþara.
Grindavík stærst í þorski
Undirstaða íslensks sjávarútvegs
hefur verið þorskurinn allt frá land-
námi og var mestum þorskafla landað í
Grindavíkurhöfn á fiskveiðiárinu 2020/
2021 eða 27.687 tonnum. Þar á eftir er
Siglufjörður með 24.800 tonn, svo
Reykjavík með 21.805 tonn, Sauðár-
krókur er síðan í fjórða sæta með
17.090 tonn og Vestmananeyjar í
fimmta með 15.138 tonn af þorski.
Meðal þeirra 20 hafna þar sem
mestum afla var landað var landað
minnst af þorski á Þórshöfn eða 1.468
tonnum en næstminnst í Vopnafirði,
14.72 tonnum.
Þá var mest af ýsu landað í Vest-
mannaeyjum og næstmest í Grinda-
vík.
Miklar vonir voru bundnar við
loðnuvertíðina og var mest landað af
loðnu í Vestmannaeyjum. Raðast þrjár
hafnir á Austfjörðum á eftir og koma
svo Hornfirðingar með fimmta mesta
landaða magn af loðnu eða 5.375 tonn.
Mest landað í Neskaupstað
- Um 40% af öllum afla landað á Austfjörðum á fiskveiðiárinu 2020/2021 og 73% af
uppsjávarafla - Mest var landað af þorski í Grindavík og ýsu í Vestmannaeyjum
Landað magn í tonnum eftir höfnum fiskveiðiárið 2020/2021
Röð hafna eftir heildarmagni landaðs afla, tonn
Botnfiskur Uppsjávarfiskur Skel/
krabbadýr
Aðrar
tegundir
20 stærstu
hafnirnar samtalsLöndunarhöfn Þorskur Ýsa Ufsi Aðrar teg. Samtals Síld Loðna Kolmunni Makríll Samtals
1 Neskaupstaður 8.872 1.906 1.484 3.801 16.063 35.681 15.894 50.618 37.107 139.300 417 155.780
2 Vestmannaeyjar 15.138 7.578 7.333 9.400 39.449 12.484 22.130 22.605 21.328 78.547 26 1.226 119.248
3 Eskifjörður 2.275 527 151 360 3.313 12.723 9.258 41.638 20.953 84.572 179 88.064
4 Vopnafjörður 1.472 93 18 223 1.806 13.083 5.599 44.828 14.873 78.383 236 80.425
5 Reykjavík 21.805 4.986 13.178 25.973 65.942 3.426 2.036 4 5.466 21 386 71.815
6 Grindavík 27.687 6.203 5.806 11.130 50.826 476 51.302
7 Hornafjörður 9.094 1.480 1.126 1.064 12.764 13.588 5.375 83 9.367 28.413 54 270 41.501
8 Fáskrúðsfjörður 2.702 582 1.015 944 5.243 4.099 2.877 20.363 5.825 33.164 225 38.632
9 Siglufjörður 24.800 2.860 1.333 2.458 31.451 2.636 542 34.629
10 Þórshöfn 1.468 133 197 226 2.024 19.223 158 10.891 30.272 47 32.343
11 Sauðárkrókur 17.090 3.086 3.332 3.923 27.431 104 417 27.952
12 Seyðisfjörður 3.641 1.080 1.023 461 6.205 14 19.884 15 19.913 11 26.129
13 Ísafjörður 11.000 2.214 2.295 4.037 19.546 769 33 20.348
14 Þorlákshöfn 9.368 2.523 4.208 4.011 20.110 27 132 20.269
15 Grundarfjörður 8.725 2.418 2.036 6.175 19.354 216 237 19.807
16 Rif 14.246 2.308 389 2.451 19.394 55 19.449
17 Bolungarvík 11.730 2.510 1.236 3.286 18.762 182 18.944
18 Dalvík 12.772 1.608 1.005 1.049 16.434 15 180 16.629
19 Hafnarfjörður 6.098 2.254 3.432 3.552 15.336 649 649 326 16.311
20 Akureyri 9.564 994 674 3.362 14.594 25 14.619
Landið allt 274.809 58.601 54.692 98.392 486.494 124.396 70.726 210.605 125.476 531.203 4.321 28.804 1.050.822
Heimild: Fiskistofa
Gat á nótarpoka einnar sjókvíar
Arnarlax við Haganes í Arnarfirði
uppgötvaðist við neðansjávareftirlit
og barst Matvælastofnun tilkynning
þess efnis á mánudag, að því er fram
kemur í tilkynningu á vef stofnunar-
innar.
Um 120 þúsund laxar að meðal-
stærð 0,8 kíló voru í umræddri kví
og er ekki vitað hvort laxar hafa
strokið úr kvínni að svo stöddu. Gat-
ið var á tveggja metra dýpi og um
það bil tveir sinnum tveir metrar að
stærð. Síðasta neðansjávareftirlit
var framkvæmt 31. júlí og var nótar-
pokinn þá heill.
„Eftirlitsmaður Matvælastofnun-
ar hefur skoðað aðstæður og við-
brögð fyrirtækisins og er atvikið til
meðferðar hjá stofnuninni,“ segir í
tilkynningunni. Þá lagði Arnarlax út
net í samráði við Fiskistofu til að
kanna hvort strok hefði átt sér stað.
„Netanna var vitjað síðdegis á
mánudag og þriðjudag. Á mánudag
komu tveir fiskar í netin sem reynd-
ust að öllum líkindum sjóbirtingar
og á þriðjudag veiddist einn lax sem
var rúm 2 kg. Fiskarnir verða sendir
til Hafrannsóknastofnunar til grein-
ingar.“ gso@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Strandnytjar Ekki er vitað til þess
að lax hafi strokið úr sjókvínni.
Gat á sjókví
með 120
þúsund laxa
- Málinu lokið af
hálfu Fiskistofu