Morgunblaðið - 02.09.2021, Side 34
Jákvæð áhrif samskiptaráðgjafa
íþrótta- og æskulýðsstarfs
S
tuttu eftir að ég tók til starfa sem
mennta- og menningarmálaráð-
herra blossaði #églíka-byltingin
upp, betur þekkt sem #metoo. Kyn-
ferðisleg áreitni og ofbeldi er sam-
félagsmein, og hugrakkir hópar einstaklinga
stigu fram, sögðu sögur sínar og vöktu okkur
öll til umhugsunar. Konur í íþróttahreyfing-
unni létu einnig hávært í sér heyra, og ég boð-
aði fulltrúa þeirra strax á fund til að ræða
mögulegar aðgerðir til úrbóta.
Í kjölfarið skipaði ég starfshóp sem vann
bæði hratt og örugglega til að tryggja að raun-
verulegur árangur næðist. Öryggi iðkenda og
annarra þátttakenda var sett í öndvegi við alla
vinnu hópsins sem taldi mikilvægt að tillög-
urnar næðu einnig til æskulýðsstarfs utan
skóla. Hópurinn skilaði afar greinargóðu yfirliti
og gagnlegum tillögum sem við unnum áfram, og út frá
þeim tillögum lagði ég síðan fram ný lög um samskiptaráð-
gjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
Markmiðið var að bjóða upp á öruggt umhverfi þar sem
börn, unglingar og fullorðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru
leyti, geta stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér
aðstoðar eða réttar síns vegna kynferðislegrar áreitni og
ofbeldis sem þar koma upp án ótta við afleiðingarnar.
Samskiptaráðgjafinn tók til starfa í fyrra og þar er öll-
um ábendingum um einelti, áreitni og ofbeldi tekið alvar-
lega og þær kannaðar, öll mál eru unnin eftir ákveðnu
verklagi með trúnað og skilning að leiðarljósi.
Auk þess getur samskiptaráðgjafi veitt fé-
lögum og samtökum leiðbeiningar varðandi
slík mál og gerir tillögur til úrbóta þegar við á.
Á fyrsta starfsárinu fékk samskiptaráðgjafinn
24 mál á sitt borð, þar af átta tengd kynferð-
islegri áreitni eða ofbeldi. Mikilvægi ráðgjaf-
ans er því byrjað að sanna sig.
Íþróttahreyfingin er mikilvægt afl í íslensku
samfélagi. Þar fer fram öflugt starf á hverjum
degi, sem styrkir og mótar einstaklinga á öll-
um aldri. Forvarnargildi íþrótta- og æskulýðs-
starfs er ótvírætt. Því er brýnt að til staðar séu
skýrir ferlar, virk upplýsingagjöf og hlutleysi í
málum af þessum toga, sem oft eru viðkvæm
og flókin. Þessi lög voru tímamótaskref, sem
sendu skýr skilaboð um að áreitni og ofbeldi sé
ekki liðið í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Það hef-
ur jafnframt glatt mig í þessu ferli hve vel forysta ÍSÍ og
UMFÍ hefur unnið með okkur, og það eru allir á sömu
blaðsíðunni; að uppræta þessa meinsemd og bæta um-
hverfi íþrótta- og æskulýðsstarfs á Íslandi.
Enn í dag er ég gríðarlega þakklát þeim þolendum sem
stigið hafa fram. Þeirra hugrekki hefur skilað varanlegum
breytingum sem ég er sannfærð um að muni styrkja
íþrótta- og æskulýðsstarf um land allt.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra og
þingmaður Framsóknarflokksins.
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kostir sem
kjósendur
standa
frammi fyrir hafa
sjaldan verið fleiri
en nú, einkum þeg-
ar horft er til fjölda
flokka sem mælast í könnunum
með menn á þingi. Í þeim könn-
unum sem MMR hefur gert fyr-
ir Morgunblaðið og mbl.is má
sjá að líkur standa til þess að
flokkarnir verði níu á næsta
þingi, sem er einum meira en
eiga þingmenn nú og þótti þó
ýmsum nóg um. Viðbótin væri
sérstakur flokkur sósíalista,
svo ótrúlega sem það hljómar
rúmum þremur áratugum eftir
fall Berlínarmúrsins, og ekki
yrði sú viðbót til að auðvelda
stjórnarmyndun eða treysta
stöðugleika í stjórnmálunum.
Yrði niðurstaðan eins og síð-
ustu kannanir benda til fengju
fjórir flokkar á vinstri vængn-
um, Samfylkingin, Vinstri
hreyfingin – grænt framboð,
Píratar og Sósíalistaflokkurinn
samtals 25 þingmenn. Næðu
þessir flokkar saman við Flokk
fólksins og Viðreisn, sem er
ekki fráleitt að hugsa sér miðað
við að Viðreisn unir sér vel í
vinstri meirihlutanum í
Reykjavíkurborg, þá væru
þingmennirnir komnir upp í 34.
Þetta dygði því fyrir meirihluta
þingmanna með Sjálfstæð-
isflokk, Framsóknarflokk og
Miðflokk í stjórnarandstöðu, en
meirihlutinn væri
afar tæpur, einkum
þegar horft er til
þess að um væri að
ræða sex flokka
stjórn.
Þetta stjórn-
armynstur kann að hljóma fjar-
stæðukennt, en þegar horft er
til stjórnarmynstursins í
Reykjavík má sjá að svo er alls
ekki. Fyrir fram hafa flestir
kjósendur Viðreisnar í borginni
eflaust talið útilokað að sá
flokkur gerði sér að góðu að
verða björgunarbátur sokkins
samstarfs Samfylkingar, VG og
Pírata. Viðreisn afsannaði það,
gekk inn í samstarfið og hefur
starfað þar sem hver annar
vinstri flokkur svo ekki má á
milli sjá hver þessara fjögurra
flokka gengur lengst í þeim
efnum.
Afar líklegt má telja að flest-
ir ef ekki allir þessir sex flokk-
ar telji stjórnarsamstarf þeirra
það heppilegasta eftir kosn-
ingar. Með því geta þeir sam-
einast um gæluverkefni hvers
og eins, sama hversu vitlaus
þau eru og sama hversu dýr þau
yrðu skattgreiðendum.
Þessu hafa borgarbúar feng-
ið að kynnast með misheppn-
aðri fjögurra flokka vinstri
stjórn, þar sem allt hefur
brugðist sem brugðist getur, og
gott betur. Dettur einhverjum í
hug að sex flokka bræðingi á
landsvísu gengi betur?
Kannanir benda til
að veruleg hætta sé
á pólitísku stórslysi
eftir kosningar}
Sex flokka
vinstri stjórn?
Í síðustu viku
voru þrjátíu ár
liðin frá því Úkra-
ína lýsti yfir sjálf-
stæði sínu frá
Sovétríkjunum, en sú yfirlýsing
reyndist einn af síðustu nögl-
unum í líkkistu þeirra. Síðan
hefur gengið á ýmsu í sam-
skiptum Úkraínu við umheim-
inn, ekki síst Rússland, en síð-
ustu sjö árin hefur ríkt
„vopnaður friður“ á milli
ríkjanna, sem hin síðustu ár hef-
ur verið haldið uppi af Minsk-
vopnahléinu svonefnda.
Það er ef til vill ekki tilviljun
að á síðustu tveimur vikum hef-
ur aftur á ný blossað upp í sam-
skiptum stjórnvalda í Kænu-
garði og rússneskumælandi
aðskilnaðarsinna í Donetsk og
Luhansk-héruðunum, sem hafa
reynt að skilja sig frá Úkraínu
síðan Krímdeilan hófst 2014.
Mannfall hefur orðið að und-
anförnu og kemur að minnsta
kosti tvennt til. Hin merku tíma-
mót sitja eflaust illa í mörgum
Rússum, en einnig hitt, að
ímynd Bandaríkjanna hefur
laskast með hinu vanhugsaða
brotthvarfi þeirra frá Afganist-
an. Forseti Úkraínu, hélt ein-
mitt í gær í op-
inbera heimsókn til
Bandaríkjanna og
ræddi þar við Joe
Biden Bandaríkja-
forseta, en stuðningur úr þeirri
átt skiptir æ minna máli.
Eftir brotthvarfið frá Afgan-
istan ríkir mikil óvissa um það
hvað Biden ætlar sér í utanrík-
ismálum almennt. Það er til
dæmis ekki uppörvandi frá sjón-
arhóli Kænugarðs, að eftir
digurbarkalegar yfirlýsingar
ákvað Biden að skera Þjóðverja
úr snörunni varðandi Nord-
Stream 2-jarðgasleiðsluna, en
hún mun gera Rússum kleift að
flytja jarðgas framhjá Úkraínu
og þar með að setja enn frekari
þumalskrúfur á landið. Sá ótti er
því skiljanlegur, að Bandaríkja-
menn muni í kjölfarið ákveða að
kúpla sig út úr Krímskagadeil-
unni, sér í lagi þar sem Biden-
stjórnin hefur ákveðið að Kín-
verjar séu hættulegri ógn við
Bandaríkin en Rússar.
Úkraínumenn geta því búið
sig undir að samhliða minnkandi
stuðningi Bandaríkjanna aukist
þrýstingur enn frá aðskiln-
aðarsinnum og vonir um raun-
verulegan frið verði fjarlægari.
Úkraínudeilan
magnast á ný}Döpur teikn á lofti
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
G
reint var frá því í gær að
HBO Max, ein stærsta
streymisveita heims, verði
aðgengileg Íslendingum
nú í haust. Þar með eykst enn fram-
boð á sjónvarpsefni og var nú vart á
valkvíða margra að bæta.
Freyr Gígja Gunnarsson,
fréttamaður á RÚV og sérfræðingur
um afþreyingarmenningu, segir að
efni HBO eigi eft-
ir að vekja áhuga
margra. Hann
nefnir sem dæmi
að HBO hafi sýnt
endurfundaþátt
Friends fyrir
skemmstu og hafi
boðað framhald
af hinum vinsælu
þáttum Beðmál í
borginni. Þá verði
forleikur Krúnu-
leikanna á dagskrá þar á bæ innan
tíðar. Ýmsir konfektmolar leynast í
gömlum rekkum HBO, svo sem
Sopranos, West Wing og The Wire.
„Fólk er ekki lengur að horfa á
sjónvarp, það er bara að horfa á
streymisveitur. Það á ekki bara við
um stóru erlendu veiturnar heldur
líka þær íslensku; Stöð 2+ og Sjón-
varp Símans Premium,“ segir Freyr
sem kveðst sjálfur hafa nýlega sagt
upp erlendum veitum og fengið sér
áskrift að Stöð 2+. Það gerði hann
til að horfa á ákveðna þætti sem þar
eru í boði en svo er hægur vandi að
snúa dæminu við að hans sögn.
Breyttur veruleiki blasir
við fólki við viðtækin
Óhætt er að segja að veruleik-
inn sem blasir við fólki fyrir framan
viðtækin sé annar í dag en fyrir
nokkrum árum. Ef það hefur áhuga
á að fylgjast með nýjustu þáttunum
og myndunum virðist nauðsynlegt
að kaupa áskrift að nokkrum veitum
í senn.
Fimm stórar veitur munu
standa Íslendingum til boða þegar
HBO Max bætist í hópinn. Fyrir
voru á fleti Netflix, Amazon Prime,
Viaplay og Disney+ auk þeirra ís-
lensku.
„Viaplay er að sækja í sig veðr-
ið, ekki síst í íþróttunum,“ segir
Freyr en fjallað var um breytt
landslag fótboltaáhugafólks á þess-
um vettvangi fyrir skemmstu. „Svo
er það Disney+ sem virðist vera
skylda fyrir foreldra að vera með,
ekki síst þegar sú veita er farin að
láta undan þrýstingi að vera með ís-
lenskt efni. Amazon er að mínu viti
bara svona allt í lagi veita en svo er
það kóngurinn, Netflix, sem allir
þekkja.“
Veitur seilast sífellt lengra
Freyr segir áhugavert hvernig
þróunin hafi verið í efnisframboði
hjá veitunum. „Þær seilast sífellt
lengra. Fyrst fóru þær að framleiða
eigið efni en nú eru þær farnar að
frumsýna bíómyndir. Síðasta Mar-
vel-myndin, Black Widow, kom
snemma inn á Disney+ en það þurfti
reyndar premium-pakka til að geta
horft á hana. Áhorf á veiturnar rauk
upp í heimsfaraldrinum, kannski
ekki eins mikið hér á landi og annars
staðar þar sem fólk var bókstaflega
lokað inni. En stórfyrirtækin greina
breytta hegðun, fólk vill nú hafa efn-
ið innan handar.“
Þessi þróun er ekki bara af hinu
góða að mati Freys. „Framboðið er
of mikið. Það er alltaf að aukast og
ekki er allt jafn gott. Manni finnst
bera á því að eitthvert drasl sé upp-
hafið.“
Enn bætist á hlað-
borð streymisveitna
Efnisveitur
sjónvarps
Freyr Gígja
Gunnarsson
Stóru erlendu streymisveit-
urnar reyna gjarnan að höfða
sérstaklega til nýrra markaðs-
svæða þegar þær hasla sér þar
völl. Freyr Gígja Gunnarsson
segir að víða sé stóru streymis-
veitunum sett skilyrði um efnis-
tök. „Þær vilja bjóða upp á lókal
efni og tengjast hverjum stað,“
segir Freyr.
„Netflix hefur lagt ofurkapp á
að vera með íslenskt efni, Katla
og Brot eru fyrsti vísirinn að
því,“ segir hann og vísar til
þátta Baltasars Kormáks sem
aðeins voru sýndir á Netflix og
Brota, eða The Valhalla Mur-
ders, sem bæði voru sýndir á
RÚV og á Netflix.
Freyr bætir við að sú þróun
gæti verið jákvæð fyrir sjón-
varps- og kvikmyndaframleiðslu
hér á landi. „Það kemur kannski
aukið fjármagn hingað til
lands,“ segir hann.
Meira efni
á íslensku
AUKIN FRAMLEIÐSLA