Morgunblaðið - 02.09.2021, Qupperneq 39
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
Haustdagar nálgast
og með þeim alþing-
iskosningar. Kjós-
endur velta því fyrir
sér hverjum þeir ætla
að treysta fyrir at-
kvæði sínu í von um
betra Ísland.
Það skiptir máli að
veita þeim atkvæði
okkar sem hafa ákveð-
inn vilja, þekkingu og
pólitíska getu til að geta einhent sér
í verkið.
Hvað brennur á þér?
Við höfum árum og áratugum
saman hlustað á fögur fyrirheit sem
sjaldan rætast og rétt eins og allir
flokkar hafa ráð og „lausnir“ allra
vandamála á reiðum höndum þá geta
þeir líka – eftir kosningar – útskýrt
nákvæmlega af hverju ekki er hægt
að standa við kosningaloforðin:
Slæmur viðskilnaður síðustu stjórn-
valda, alþjóðlegar skuldbindingar
hindra, atvinnugreinar sem eru okk-
ar aðaltekjulind þarfnast stuðnings
ríkisins, erlendar kreppur, o.s.frv.
– Eða háfleygu fyrirheitin eru ein-
faldlega þöguð í hel. Hvað varð t.d.
um „opið stjórnarfar“, „réttlát lífs-
kjör fyrir aldraða og öryrkja“ og að
„lækka rekstrarkostnað ríkisins“?
Segjum svona vinnubrögðum lok-
ið – ekki í boði lengur.
Alþingi heim í stofu.
Í sjónvarpi Alþingis sjáum við
stundum og heyrum hvernig sumir
þingmenn þekkja ekki nógu vel til
mála en eru tilbúnir að
segja já eða nei eftir
fyrirmælum flokksfor-
ustunnar. Þetta var t.d.
hróplega áberandi í af-
greiðslu þingsins á
þriðja orkupakkanum
sem lesendur muna
flestir eftir. Þar gekk
utanríkisráðherra
fremstur með óbeinum
hræðsluáróðri í því að
ná fram stuðningi þing-
manna og almennings
við samþykkt pakkans.
Orkupakki þrjú, eins og flestir vita,
er ekkert annað en aðferð Evrópu-
sambandsins við að sölsa undir sig
Ísland og auðlindir þess – í mörgum
smáum skrefum fyrst þeir náðu ekki
að gleypa okkur í einum bita fyrir
u.þ.b. tíu árum. Þarna glötuðust yf-
irráð okkar yfir rafnagninu – sjálf-
um lífgjafanum.
Í umræðum um daginn vakti einn
þingmaður sérstaka athygli mína –
jákvætt. Rætt var á þinginu um
fíkniefnamál; árangur, hvað væri
refsivert og tilslakanir sem sumir
vilja sjá, s.s. að ekki verði refsivert
að ganga með og eiga fíkniefni í
ákveðnum skammtastærðum til eig-
in nota. Talað hefur verið um að
neytendur geti fengið aðstoð við inn-
töku fíkniefnanna í þjónustubifreið
þar sem hreinlætis er gætt.
Það er ekkert nýtt að stjórn-
málamenn „leysi“ vandamál með
pólitískri eftirgjöf – og peningunum
okkar. Fróðlegt var að fylgjast með
umræðum; ýmsir lýstu velvilja í mál-
inu en virtust lítið hafa kynnt sér
það eða velt framkvæmd og afleið-
ingum fyrir sér.
Þá talaði Karl Gauti Hjaltason,
Miðflokksþingmaður, af ábyrgð og
þekkingu svo af bar. Hann útskýrði
hvaða erfiðleikar yrðu við þessa
framkvæmd m.a. við eftirlit lögregl-
unnar. Hvernig á hún t.d. að sjá
hverjir eru með fíkniefni á sér, hve
stóran skammt – og hvort viðkom-
andi ætlar að neyta þess sjálfur eða
er í raun að leita að einhverjum sak-
leysingja til að selja? Nýju lögin
munu einfaldlega styðja við aukna
dreifingu eitursins.
Að þetta séu viðbrögð stjórnvalda
eftir fréttir undanfarinna ára af auk-
inni neyslu, vaxandi ofbeldi og fjölg-
un geðtruflana og sjálfsmorða er
beinlínis grátlegt. Svona umhyggju-
skort má ekki við una – við eigum
betra skilið.
Því sting ég niður penna: Þetta
brennur á mér.
Karl Gauti Hjaltason
Karl Gauti er um sextugt. Hann
er lögfræðingur að mennt og hefur
meirihluta ævinnar starfað með lög-
um, löggæslu og stjórnun á því sviði.
Hann hóf ungur störf sem fulltrúi
sýslumanns og bæjarstjóra á lands-
byggðinni, m.a. á Selfossi. Karl
starfaði sem lögreglustjóri í Reykja-
vík svo og rannsóknarlögreglustjóri
ríkisins í einstökum málum. Þá hef-
ur hann fjallað um fíkniefnavandann
í ræðu og riti. Einnig var hann sýslu-
maður í Vestmannaeyjum á annan
áratug og síðan skólastjóri Lög-
regluskóla ríkisins. Alþingismaður
Suðurkjördæmis varð Karl Gauti ár-
ið 2017 en fer nú fram í Suðvest-
urkjördæmi. Ég er þess fullviss að
Karl Gauti Hjaltason stendur öðrum
framar að þekkingu og getu á sviði
löggæslu og stjórnunar eftir áratuga
farsælt starf og reynslu sína á þessu
sviði. Löggæsla er hans svið, hans
vettvangur.
Ég leyfi mér að hvetja alla sem
vilja vinna gegn fíkniefnum og of-
beldi sem fylgir og fer stöðugt vax-
andi á landinu okkar að styðja Karl
Gauta Hjaltason, Miðflokki, til
áframhaldandi þingsetu. Honum
treysti ég best til starfa dóms-
málaráðherra í nýjum stjórnarmeiri-
hluta.
Fíkniefnalaust Ísland 2000
Margir muna eflaust eftir kosn-
ingaslagorði fyrir síðustu aldamót:
Þetta fyrirheit reyndist jafn
ábyrgðarlaust og mörg önnur sem
send eru út í hita komandi kosninga.
Um það vitna tölur, dauðsföll, of-
beldi og hjartasár margra, margra
fjölskyldna. Þetta þarf ekki að vera
svona en til verksins þarf trausta
leiðtoga með þekkingu, reynslu og
pólitískan vilja.
Ég endurtek og ítreka meðmæli
mín um Karl Gauta Hjaltason, Mið-
flokki, til forystu gegn fíkniefnum og
vaxandi glæpaöldu.
Beitum atkvæði okkar skynsamlega
Eftir Baldur
Ágústsson » Fíkniefnabölið festir
sig í sessi og krefst
sífellt meiri fórna. Það
er mál að láta hart
mæta hörðu.
Baldur Ágústsson
Höfundur er fv. forstjóri, flugumferð-
arstjóri og forsetaframbjóðandi 2004.
baldur@landsmenn.is
Skuldasöfnun vinstri meirihlutans í
borgarstjórn hefur verið allt of
mikil. Útivistarsvæðum hefur fækk-
að. Elliðaárdalurinn hefur vart feng-
ið að vera í friði. Meirihluti í borg-
arstjórn hefur gengið gegn
hagsmunum borgarbúa á flestum
sviðum. Eftir ár gefst okkur borg-
arbúum tækifæri til að láta vinstra
liðið sigla sinn sjó.
Kórónuveiran hefur nú lagt rúmar
4 milljónir að velli. Við Íslendingar
höfum farið betur út úr veirunni en
ýmsir aðrir. Þar kemur til að þjóðin
hefur staðið saman í þessu fararldri
og þar til bærir aðilar á sviði sótt-
varna hafa sinnt sínu hlutverki vel.
Öll él birtir upp um síðir. Verum
samt þakklát fyrir að búa á þessari
eyju úti í Atlantshafi.
Sigurður Guðjón Haraldsson.
Velvakandi
Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Borgarmálin
og veiran
Morgunblaðið/Hari
Elliðaárdalur Útivistarsvæðum hef-
ur fækkað á höfuðborgarsvæðinu.
Valin undirföt, náttföt,
náttkjólar, sloppar, sundföt og
strandfatnaður á 50% afslætti
og hluti af úrvalinu einnig
aðgengilegt í vefverslun
www.selena.is
ÚTSALAN
hefst í dag!
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
50%
afsláttur
af allri
útsöluvöru