Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 42

Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 42
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Guðrún segir að núna þegar skólarnir séu að byrja hafi sér fundist hún þurfa að eiga eitthvað gott í frystinum. Hún hafi verið mjög dugleg að gera skinkuhorn fyrir krakkana til taka með en gott sé að eiga pístusnúðana líka. Hún segir það skipta miklu máli hvern- ig snúðarnir séu. Ekki komi til greina að hafa snúðana þurra. Þessir séu hins vegar afar góm- sætir og hún geti mælt heilshugar með þeim. Pítsusnúðar Dugar í 24 stk. 400 ml mjólk 12 g þurrger ( 1pk. / 2-3 tsk.) 1 msk. sykur 100 ml olía 1 tsk. salt 660 g hveiti (Blár Kornax) Hitið mjólkina þangað til hún er ylvolg, í örbylgjuofni eða potti. Setjið í hrærivélina og bætið þurr- gerinu saman við, hrærið létt sam- an. Leyfið því að standa örlítið meðan þið takið hin hráefnin sam- an. Bætið þá restinni af hráefn- unum saman við og hrærið með krók á lágri stillingu í 3-4 mín. Takið deigið sem hefur fest við krókinn af og takið deigið í hend- urnar á ykkur og hnoðið í kúlu. Setið deigið aftur í skálina og rakt viskastykki yfir. Leyfið deiginu að hvíla í minnst klst. Fylling 100 g skinka 200 ml pítsusósa 2-3 msk. pítsukrydd 200 g rifinn mozarella-ostur Takið deigið og setjið á hveit- istráð borð og skiptið því upp í tvo hluta. Takið fyrri hlutann og fletjið út, reynið að fletja það út í fer- hyrning sem er u.þ.b. 60×40 cm (bara gott að hafa sem viðmið). Skerið skinkuna niður í litla bita. Dreifið þá helmingnum af pítsu- sósunni yfir deigið, sáldrið yfir með kryddinu, skinku og osti. Rúllið þá deiginu upp eins þétt og þið getið. Takið beittan hníf og skerið rúlluna í tvennt, þá er gott að gera það sama við partana beggja vegna og síðan hvern bút í þrennt. Þannig ættu þið að fá 12 snúða úr hvorri rúllu, u.þ.b. einn cm á breidd. Leggið snúðana á bökunarpappírsklædda ofnplötu og leyfið þeim að hefast í 15-20 mín. Endurtakið með hinn hlutann af deiginu. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, blástur. Takið eitt egg og hrærið létt saman með gaffli, penslið yfir snúðana og sáldrið svo restinni af ostinum yfir hvern og einn snúð. Bakið snúðana í 5-7 mín. eða þangað til þau eru orðin gull- inbrún. Skinkuhorn Guðrún Ýr segir að sér finnist best að baka hornin, leyfa þeim að kólna lítillega og setja þau beint í frystinn ef ekki á að borða þau strax. Það er eitthvað svo gott að eiga skinkuhorn í frystinum og taka út og setja í nokkrar mínútur í ofninn áður en þau eru borin fram. Deig dugar í 32 stk. 400 ml mjólk 12 g þurrger (1 pk ./ 2-3 tsk.) 1 msk. sykur 100 ml olía 1 tsk. salt 660 g hveiti (Blár Kornax) Hitið mjólkina þangað til hún er ylvolg, í örbylgjuofni eða potti. Setjið í hrærivélina og bætið þurr- gerinu saman við, hrærið létt sam- an. Leyfið því að standa örlítið meðan þið takið hin hráefnin sam- an. Bætið þá restinni af hráefn- unum saman við og hrærið með krók á lágri stillingu í 3-4 mín. Takið deigið sem hefur fest við krókinn af og takið deigið í hend- urnar á ykkur og hnoðið í kúlu. Setið deigið aftur í skálina og rakt viskastykki yfir. Leyfið deiginu að hvíla í minnst klst. Fylling 200 g skinka 250 g (1 pk.) smurostur með svepp- um Skerið skinkuna niður í ferninga og blandið saman við smurostinn. Takið deigið og setjið á hveit- istráð borð og skiptið því upp í fjóra hluta. Takið fyrsta hlutann og fletjið út, reynið að fletja það út í hring eftir bestu getu. Gott er að fletja það vel út eða um 5 mm á þykkt u.þ.b. Skerið síðan deigið eins og pítsu í átta einingar. Setjið u.þ.b. eina teskeið af fyll- ingu á hvern þríhyrning og setjið á breiðari endann. Gott að setja smá rifinn ost til að gera extra djúsí. Til að rúlla þeim upp, tosið að- eins í hornin sitthvorumegin við fyllinguna, lokið fyllinguna inni með deiginu og rúllið upp. Tosið í mjóa endann til að fá brotið í þeim til að enda undir horninu. Leggið hornin á bökunarpappír og látið mjóa endann snúa niður og hafið gott bil á milli þeirra. Passið að fyllingin sé lokuð inni í deiginu svo hún renni ekki út um allt þeg- ar þau fara inn í ofn. Leyfið þeim að hefast í 20-30 mín. Endurtakið með hina þrjá hluta af deiginu. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, blástur. Takið eitt egg og hrærið létt saman með gaffli, penslið yfir hornin til að fá fallega áferð á þau. Bakið hornin í 10 mín. eða þang- að til þau eru orðin gullinbrún. Hið fullkomna skólanesti Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir Það vandast oft málið þegar kemur að því að velja heppilegt skólanesti. Misjafnt er eftir skólum hvað má koma með en ef þörf er á góðum bita klikka heimabökuð skinkuhorn og pítsusnúðar seint. Það er Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlur & Smjör sem á heiðurinn af þessum uppskriftum. Alltaf nýbakað Með því að frysta hornin þegar þau eru nýbökuð er alltaf hægt að hita þau upp. Sérlega girnilegir Guðrún Ýr segir að það skipti öllu máli að snúðarnir séu ekki þurrir og ólystugir. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 24.995.- / St. 36-42 Vnr.: GAB7165024 19.995.- / St. 36-42 Vnr.: GAB7660557 - Ný sending! 19.995.- / St. 36-42 Vnr.: GAB7660357 19.995.- / St. 36-41 Vnr.: GAB7280431 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.