Morgunblaðið - 02.09.2021, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Gelísprautun
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
Náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem
framkvæmdermeð náttúrulegu fjölsykrunum
NeauviaOrganic.Neauvia er hreint kristalsgel
sem inniheldur fjölsykrusýrur semer að finna í öllum
vefjum líkamans.
20%
afsláttur af
GELÍSPRAUTUN
NÝTTU
TÆKIFÆRIÐ
Náttúrulegmótun
og fylling í varir
Svæði:
•Varir
•Nef
•Kjálkalína
•Milli augna
• Enni
Hreinasta fylliefnið ámarkaðnum.
08. - 15. SEPTEMBER
INNIFALIÐ Í VERÐI: FLUG, GISTING OG INNRITAÐUR FARANGUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á UU.IS | INFO@UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP.
SEPTEMBER SÓL Á TENERIFE
FRAMLENGDU SUMARIÐ VERÐ FRÁ
59.900 KR.Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Kamila Dabrowska, 27 ára, Eva Mar-
grét Guðnadóttir, 26 ára, Högna
Kristbjörg Knútsdóttir, 26 ára, og
Alma Guðrún Guðnadóttir, 26 ára,
eru fjórar skvísur og nánar vinkonur
sem deila ákveðnu áhugamáli sem
margir myndu kannski ekki giska á
að væri þeirra tebolli en það er að
spila skottölvuleikinn Call of Duty:
Warzone. Þessa iðju byrjuðu þær í
samkomubanni vegna Covid-
heimsfaraldurs enda er ein leið til að
skemmta sér með fólki án þess að
hitta það – að hittast í eins konar
sýndarveruleika. Úr varð tölvu-
leikjateymið The Babe Patrol.
Vinkonurnar mættu í morgunþátt-
inn Ísland vaknar og ræddu við Krist-
ínu Sif, Einar Bárðar og Yngva Ei-
steins um tölvuleikjalífið.
Hópurinn eru annar af tveimur
kvennahópum sem streyma í beinni á
sjónvarpsstöðinni Game Tíví en allar
eru þær með sér nöfn á Twitch,
streymisveitunni, þar sem tölvu-
leikjaaðdáendur geta fylgst með þeim
spila Call of Duty, eða COD, eins og
hann er jafnan kallaður í tölvuleikja-
heiminum.
Stelpunum fjölgar
Aðspurðar jánka þær því að sífellt
fleiri stelpur séu að bætast í hóp tölvu-
leikjaspilara, sérstaklega þeirra sem
spila skotleiki en þeir hafa lengi vel nán-
ast einungis verið tengdir við karlkynið.
„Þetta er allt annað held ég. Það eru
mun fleiri stelpur núna og mun fleiri
stelpur að koma inn,“ sagði Eva Mar-
grét í viðtalinu en vinkonurnar vilja
hvetja stelpur til að prófa að spila
tölvuleiki af þessu tagi.
Stelpurnar taka allar undir það að
það sé félagsskapurinn sem sé það sem
sé mest heillandi við tölvuleikjaspil-
unina.
„Fyrst og fremst er það bara fé-
lagskapurinn. Það er mjög gaman.
Fólk er í raun bara að hittast og vera
saman. Það er langskemmtilegast,“
sagði Eva Margrét.
„Við tölum saman þegar við erum
inni í leiknum og erum að spjalla um
alls konar. Þannig byrjaði það eig-
inlega svolítið,“ bætti Högna við.
„Við byrjuðum í Covid. Okkur
leiddist heima og gátum ekki hitt
neinn,“ útskýrði Eva og Högna bætti
við að þær hefðu verið alveg öm-
urlega lélegar þegar þær prófuðu að
spila fyrst.
Allar hafa vinkonurnar sérstakt
tölvuleikjanafn, sem flest eru með
ákveðna merkingu. Kamila er Kim-
carrier, en hún er eins konar leiðtogi
í hópnum og besti leikmaðurinn og
ber þannig teymið nokkurn veginn á
herðum sér. Högna er Hoggattack
en hún segir að mikil hugsun hafi
farið í að ákveða nafnið. „Það er
svona blanda af nafninu, hugga og
svo „Attack“.“
Alma er Almazing en hún segir að
ef hún myndi velja nýtt tölvuleikja-
nafn myndi hún velja nafnið Mala-
koffið. Sú eina sem valdi nafnið sitt í
miklum flýti var Eva en hún heitir
einfaldlega Evasniper69. „Það varð
líka svolítið óvart til. Ég var bara í
flýti að búa nafnið til. Svo þurfti ég
að bæta einhverri tölu þarna við: 69.
Mjög góð tala,“ sagði Eva glettnis-
lega.
Hægt er að fylgjast með The Babe
Patrol á instagram undir sama nafni
og á Game Tíví.
Leiddist í faraldr-
inum og byrjuðu
að spila skotleiki
Vinkonurnar Kamila Dabrowska, Eva Margrét,
Högna Kristbjörg og Alma Guðrún mynda tölvu-
leikjateymið The Babe Patrol en þær mættu í Ís-
land vaknar í gær og ræddu um tölvuleiki.
Vinkonur Eva, Högna, Kamila og Alma á góðri stundu í raunheimum.
Flottar The Babe Patrol
eru harðar í horn að taka
á vellinum í skottölvu-
leiknum Call of Duty.
Teikning/Addinabblakusk
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Átján Plús er nýtt hlaðvarp sem fjallar um kynlíf, klám,
sambönd og alls konar fullorðinsmálefni. Við fáum til okkar
gesti úr alls konar áttum. Við erum nokkuð hispurslaus í
þáttunum og opnum sjálfa okkur og viðmælendur okkar
upp á gátt, helst,“ segir Kara sem heldur úti fyrrnefndu
hlaðvarpi með unnusta sínum Viktori. Hlaðvarpið er nú í
topp þremur á helstu hlaðvarpsveitum. Hún hefur þó áhuga
á alls kyns málefnum og deildi með K100 sínum uppáhalds-
hlaðvörpum:
Ástríðukastið „Þetta er svo gott hlaðvarp. Auðveld
hlustun og áhugaverð umfjöllunarefni hjá Gerði og Rakel.“
Pitturinn „Sem nýr Formúlu 1 aðdáandi er Pitturinn með
Kristjáni og Braga möst fyrir mig. Ég er einmitt í Hollandi
núna á leið á F1 keppni um helgina. Áfram Max!“
Snorri Björns „Ef ég ætti að nefna einn viðtalsþátt, þá er
Snorri Björns efstur á blaði. Alltaf áhugaverðir ein-
staklingar sem fá að njóta sín til fulls hjá Snorra.“
Eigin konur „Þarna gerast hlutirnir. Onlyfans-umræðan
kom öllu af stað, bókstaflega.“
Sleep Meditation for Women „Með Katie Krimitsos. Fyrir manneskju
sem á erfitt með svefn þá hefur þetta hjálpað mér rosalega við að róa hug-
ann fyrir svefninn.“
Kara Rut í Átján Plús gefur álit
Áhugaverð hlaðvörp
Opin Kara er með hlaðvarpið Átján Plús.
Kara Rut Hanssen
stjórnandi í geysi-
vinsæla nýja hlað-
varpinu Átján Plús
deilir sínum uppá-
haldshlaðvörpum.