Morgunblaðið - 02.09.2021, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 02.09.2021, Qupperneq 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 ✝ Albert Valdi- marsson bifvéla- virkjameistari fæddist á Eskifirði 31.október 1934. Hann lést á Dval- arheimilinu Grund í Reykjavík 17. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Valdimar Ás- mundsson, vélstjóri á Eskifirði, f. 29.3. 1901, d. 24.5. 1970, og kona hans Eva Péturs- dóttir, f. 22.10. 1908, d. 21.3. 2009. Systkini Alberts eru Að- alsteinn, f. 24.5 1931, d. 14.10. 2012, maki Elínborg Þorsteins- dóttir, d. 6.10. 2020, þau eiga fimm börn; Pétur, f. 22.7. 1932, maki Fjóla Gunnarsdóttir, d. 14.4. 2020, þau eiga sjö börn: Auður, f. 9.2. 1936, maki Guðjón Valur Björnsson, d. 25.5. 2019, þau eiga þrjár dætur: Ástdís, f. 28.6. 1941, maki Guðni Helgason, d. 18.6. 2016, þau eiga þrjú börn; Hildur, f. 3.8. 1944, maki Tove Engebretsen, Hildur á einn son; Sólveig, f. 16.9. 1949, maki Bjarni Pétursson, þau eiga tvo syni. Albert kvæntist 1.9. 1957 hans er Jóna Karen Wedholm Björnsdóttir, þau eiga dótturina Stellu Wedholm og soninn Erik Ása, c) Valdimar, sambýliskona hans er Inga Rán Ármann, d) Guðmundur Þórir, sambýliskona hans er Lára Leifsdóttir og e) Friðrik Sindri. 3) Valdís, f. 23.7. 1960, eigin- maður hennar er Karl Ólafsson, þau eiga einn son, Kristjàn Inga, Karl á þrjú börn. 4) Dóra Þórdís, f. 30.9. 1965, eiginmaður hennar er Jón Páll Vilhelmsson. Þau eiga soninn Daníel, hann á tvö börn, Krist- ófer Dan og Emelíu. Albert gekk í Barnaskóla Eskifjarðar og Iðnskólann á Ak- ureyri og útskrifaðist sem bif- vélavirkjameistari 1963. Hann byrjaði 12 ára til sjós á trillu og stundaði sjómennsku þar til hann var 21 árs. Hann útskrifaðist sem bifvélavirkjameistari 1963, rak eigið bifreiðaverkstæði í áratugi og var með umboð fyrir Renault og BMW. Hann var ráðgjafi hjá SÁÁ í mörg ár, fór síðan aftur til sjós á eigin trillu. Eftir það starf- aði hann í áratugi sem leigubíl- stjóri á Akureyri. Albert verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 2. september 2021 klukkan 13. Streymt verður frá Facebook- síðu Akureyrarkirkju, stytt slóð: https://tinyurl.com/4h3rgmzr Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Svanhildi Þór- isdóttur frá Hólkoti í Reykjadal í Þingeyjarsveit, f. 4.7. 1929, d. 7.7. 2014. Hún er dóttir Þóris Stefánssonar bónda og Ásrúnar Jónsdóttur hús- freyju á Hólkoti í Reykjadal. Börn Alberts og Svanhildar eru: 1) Guðrún, f. 24.4.1956, hún á fjögur börn, a) Ásrúnu Lilju, f. 19.1. 1981, börn hennar eru Katrín Eva og William, b) Magn- ús, f. 18.2. 1987, sambýliskona hans er Edda Hilmarsdóttir, c) Ásgeir, f. 23.7. 1988, sambýlis- kona hans er Michelle Vernon. Börn Ásgeirs eru Erla Ásrún og Breki Þór, d) Sólveig Svanhildur, f. 18.3. 1990, sambýlismaður hennar er Davíð Már Jóhanns- son. 2) Eva Ásrún, f. 22.5. 1959, hún á fimm syni, a) Magnús, f. 8.10. 1977, börn hans eru Júlíana, Eva Guðrún, Matthildur og stjúp- dóttirin Hildur Karitas, b) Al- bert, f. 9.9.1982, sambýliskona Síminn hringdi í hádeginu á sunnudegi. „Sæll pabbi minn, hvað segirðu gott í dag?“ spurði ég, hann svaraði: „Eva mín, ég held að ég eigi ekki langan tíma eftir af þessu lífi.“ „Allt í lagi pabbi minn, ég kem.“ Hann vissi að hann væri á förum. Nokkrum dög- um áður vorum við Erna vinkona að velta fyrir okkur hvað það væri sem hann ætti eftir að gera. „Bíll- inn,“ sagði ég, „það er það eina sem hann á eftir, auðvitað!“ Pabbi hafði látið sækja gamla bílinn sinn í Ystafell, flytja hann í Bílaprýði til að láta gera við hann en það hafði dregist. Ég hringdi í Eirík í Bíla- prýði og sagði honum frá þessu. Daginn eftir fékk ég sent vídeó frá honum sem var til pabba, af bíln- um, sem kom keyrandi: „Jæja Berti minn, þarna kemur Re- naultinn, kominn í gang og bremsur í lagi, við erum bara að bíða eftir númerunum, við geym- um hann hérna á öruggum stað.“ Það lifnaði yfir pabba og hann sendi Eiríki strax kveðju í vídeói, þakkaði fyrir og sagði: „Mikið var ég glaður og það bjargaði degin- um að fá þetta vídeó, þetta var eitthvað það besta sem gat skeð, því ég átti þetta eina verkefni eft- ir, að koma bílnum í gegnum skoð- un.“ Þetta var 13. ágúst. Pabbi minn kláraði það sem hann byrj- aði á og þetta var síðasta verk- efnið. Hann byrjaði ungur að vinna og féll aldrei verk úr hendi, hvort sem það var að gera við bíla, smíða, steypa, leggja rafmagn, pípulagnir, gera upp húsgögn eða spila og syngja. Hann var lausna- miðaður, ef það vantaði varahluti bjó hann þá bara til. Pabbi lét ekkert stoppa sig og kom ekki við hvað öðrum fannst. Hann fylgdist vel með þjóðmálum og hringdi í fjölskylduna á mes- senger fram á síðasta dag. Hann las mikið, hafði dálæti á ljóðum og var með stálminni. Skellti fram vísum í miðju samtali eða setningu sem kallaði fram bros. Pabbi var lífsglaður, hjarta- hlýr, hjálpsamur og vinmargur. Faðmurinn var hlýr, við systur skriðum gjarnan upp í fangið á honum allar í einu. Pabbi og mamma nutu þess að hlusta á tón- list, ferðast og skoða náttúruna. Tjaldútilegurnar voru ótalmargar og maður hélt að Renault væri torfærubíll. Það reyndist pabba erfitt þegar mamma fékk heilabilun og hvarf inn í óminnið. Nú eru þau sam- einuð í Sumarlandinu. Kærar þakkir til allra sem hafa annast hann í öllum hans veikind- um. Sérstakar þakkir til Jóns Þórs Sverrissonar hjartalæknis og Friðriks Yngvasonar lungna- læknis fyrir að vera til staðar fyrir pabba í áratugi, takk fyrir fag- mennskuna, virðinguna og vænt- umþykjuna. Hún var gagnkvæm. Pabbi var eins og góður bíll: heillandi, fallegur, sterkbyggður, kraftmikill, öruggur, sérútbúinn og komst allt. Alveg sama hve oft hann bilaði, jafnvel alvarlega, það var alltaf hægt að gera við hann. Og hann var keyrður þangað til hann varð ónýtur. Það er vel við hæfi að fylgja honum síðasta spöl- inn í dag í grænum Renault 16, A 468, og gista í Hrafnó. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Sakna þín. Elska þig. Stórt knús frá Friðriki Sindra. Og ég segi bara eins og þú: „Síðast þegar ég sá hann var hann horfinn.“ „Au revoir“, Eva Ásrún. Elsku afi minn, ég á ekki orð yf- ir hversu þakklátur ég er fyrir allt sem þú hefur kennt mér og fyrir allar minningarnar með þér. Ekki eru mörg eintök eins og þú, ég elskaði allt brasið með þér og bíla- stússið með öllu sem því fylgdi. Það eru ekki margir afar á níræð- isaldri sem finna bíl á Facebook og senda barnabarnið út af örk- inni til að ganga frá kaupunum. Þá varstu í essinu þínu, hringjandi á Messenger, já tæknin var engin fyrirstaða. Snjallsími, tölva, ipad, þú fannst bara út hvernig ætti að nota þetta og varst óhræddur að ýta á alla takkana. Þvílíkur meist- ari. Það er óhætt að segja að góð- hjartaðri mann er erfitt að finna, eða þrjóskari. Þú munt alltaf eiga stað í mínum hjarta elsku afi. Skil- aðu kveðju til ömmu. Takk fyrir allt. Valdimar. Elsku afi, takk fyrir allar minn- ingarnar, skemmtunina, þrjósk- una, kennsluna, veiðina, vísurnar og öll þín persónueinkenni sem gerðu þig einstakan. Margt og mikið situr eftir í reynslubankan- um eftir okkar kynni. Þar ber helst að nefna frumkvæði þitt, sköpunarhugsjón og framsækni. Ekki má gleyma minninu sem var alveg fram á síðustu stundu lyg- inni líkast. Mikil fyrirmynd varstu, enda gast þú gert við allt milli himins og jarðar. Við fyrsta tækifæri varstu byrjaður að raula vísur líkt og enginn væri morg- undagurinn. Þín er sárt saknað, þó að lang- þráð hvíld sé loks runnin upp. En minningin lifir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þakka þér fyrir allt saman. Guðmundur Þórir Sigurðsson. Elsku afi. Nú hefurðu loksins öðlast lang- þráða hvíld. Amma hefur aldeilis tekið vel á móti þér við komuna í Sumarlandið. Þær eru óteljandi minningarnar sem við bræður eig- um úr Hrafnagilsstræti 12. Hrafnó var okkar griðarstaður, þar var svo gott að vera í faðmi ykkar ömmu. Við munum báðir eftir því að hafa vaknað marga þá sumarmorgna sem við vorum hjá ykkur við hljóðið í sláttuvélinni, þá voruð þið amma löngu farin á fæt- ur, amma byrjuð að slá og snyrta fallega garðinn ykkar og þú í garðhúsinu þínu að brasa við eitt af þínum endalausu verkefnum. Ekki var hjá því komist að þú segðir okkur aðeins til hér og þar á lífsleiðinni. Hvort sem það var garðsláttur, snjómokstur, akstur, viðgerðir, almennar lífskúnstir, nú eða hvernig raða ætti í uppþvotta- vélina, allt skyldi þetta gert rétt. Samverustundirnar eru ótelj- andi, á Akureyri, í Reykjavík og meira að segja í Stokkhólmi. Hringferðin sem við fórum um landið er ógleymanleg, sem og veiðiferðin okkar nið’rá ÚA- bryggju þar sem við veiddum níu stóra ufsa, settum í poka og fórum með heim í Hrafnó, ömmu til „mikillar“ gleði. Ekki má gleyma heimsókn þinni til okkar bræðra þegar við bjuggum báðir í Stokk- hólmi 2015, þar sem þú lést þig hafa það að keyra um og hristast heillengi í hjólastólnum í Gamla Stan í leit að skrúfu eða pinna í eldgamlan prímus sem þú áttir. Ekkert var of mikið vesen í þínum augum. Það væri hægt að skrifa marg- ar síður um þig elsku afi því þú varst hreinlega óborganlegur kar- akter með risastórt hjarta. Við munum sakna ykkar ömmu óskaplega en hlýjum okkur við all- ar minningarnar. Elsku afi, takk fyrir allt. Kysstu ömmu frá okkur. Magnús og Albert. Albert Valdimarsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Elsku mamma, amma og langamma, ANNA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR kennari, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 23. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jón Ragnar Harðarson Aðalheiður Þorsteinsdóttir Svanlaug Elín Harðardóttir Theodór Skúli Þórðarson Jóna Björk Guðmundsdóttir Jóhannes Sigurbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR, Eystra-Geldingaholti, er látin. Eiríkur Jónsson Ólafur Jónsson Árdís Jónsdóttir Sigrún Jónsdóttir Þorsteinn Guðmundsson Sigþrúður Jónsdóttir Axel Árnason Njarðvík Pálína, Jón Karl, Máni Sveinn og Guðbjörg Eiríksdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓMHILDUR EIRÍKSDÓTTIR frá Patreksfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 11. september klukkan 13. Útförinni verður streymt. Reynir Örn Finnbogason Kristín Finnbogadóttir Snæbjörn Gíslason Sigurey Finnbogadóttir Hafdís Finnbogadóttir Steinar Sigurðsson Hafrún Rafnar Finnbogad. Jónas Rafnar Ingimarsson Steinunn Finnbogadóttir Freyr Héðinsson Þorvaldur Finnbogason Þórdís Ögn Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN LÁRUS SÆMUNDSSON frá Teigi í Hvammssveit, Dalasýslu, Gerplustræti 17, Mosfellsbæ, lést á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Brúnavegi, Reykjavík, miðvikudaginn 25. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Einarsdóttir Einar Þórir Kristjánsson Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Sigrún Kristjánsdóttir Pálmi Bjarnason Kristján Rúnar Kristjánsson Anna Sigurðardóttir Gísli Kristjánsson Guðjón Ingi Kristjánsson Brá Guðmundsdóttir barnabörn og langafabörn Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA SOFFÍA FRIÐRIKSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Hraunbúðum, laugardaginn 21. ágúst. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 3. september klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á heimasíðu Landakirkju, www.landakirkja.is. F.h. vandamanna, Friðrik Gíslason Ástkær bróðir okkar og faðir, SÆMUNDUR KNÚTSSON hjúkrunarfræðingur, lést á Landspítalanum 29. ágúst. Jarðarförin verður haldin í kyrrþey að ósk hins látna. Kári Knútsson Steinunn Knúts Önnudóttir Björn Knútsson Sólveig Knútsdóttir Tómas Sæmundsson Sandra Sæmundsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.