Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 ✝ Sigurður Magnússon fæddist í Vest- mannaeyjum 19. apríl 1965. Hann lést í vinnuslysi á Eyrarbakka 24. ágúst 2021. Sigurður var sonur hjónanna Magnúsar Stefáns Sigurðssonar, f. 14. sept. 1938, dáinn 23. júní 1996 og Guðrúnar Þ. Campbell, f. 17. maí 1943, seinni maður Guðrúnar er Richard Campbell og eru þau búsett í Flo- rida. Systir Sigurðar er María Magnúsdóttir, f. 15. des. 1959, eiginmaður hennar er Viðar Erl- ingsson. Eftirlifandi eiginkona Sig- urðar er Björk Reynisdóttir, f. 31. mars 1968. Sigurður og Björk trúlofuðu sig árið 1983 og giftu sig 23. apríl 1997, foreldrar Bjarkar voru hjónin Guðlaug Bjarney Elías- dóttir og Reynir Geirsson. Börn Sigurðar og Bjarkar eru: 1) Magnús Stefán, f. 10. nóv- ember 1990, eiginkona Elísabet Jónsdóttir, börn þeirra Kári Freyr, fæddur 2018 og Katrín Sara, f. 2021. 2) Elías Arnþór, f. 28. nóv- ember 1994, unnusta Theodóra Jóna Guðnadóttir. 3) Aníta Guðrún, f. 19. mars 2000, unnusti Bergsveinn V. Ásmundsson. 4) Dagbjört Sara, f. 1. september 2006. Sigurður bjó með foreldrum og systur í Eyjum þegar gosið mikla varð árið 1973 og flutti fjöl- skyldan þá til Keflavíkur. Sig- urður var snemma heillaður af björgunarstörfum og áttu þær björgunarsveitir sem hann starf- aði með hverju sinni hug hans allan. Fjölskyldan flutti á Selfoss árið 2004 og hóf Siggi þá að starfa með Björgunarfélagi Ár- borgar og einnig börn hans þeg- ar þau höfðu aldur til. Sigurður vann fjölbreytt störf, en mest tengt stórum vinnuvélum og tækjum. Einnig keyrði hann ferðabíl fatlaðra um tíma hér í bæ og farþegarútur um allt land. Útför Sigurðar verður gerð frá Selfosskirkju 2. september kl. 15. Streymt verður frá útför: https://selfosskirkja.is/ Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Fjöldatakmarkanir í kirkju eru 200 manns og verða kirkju- gestir að skila inn miða með nafni, kennit. og símanúmeri. Elsku afi Siggi minn. Þvílíkt dekur að fá að komast til þín, tókst alltaf á móti mér tilbú- inn í prakkaraskap og dund með verkfærin í skúrnum eða jafnvel inni á stofugólfi. Hjá afa Sigga skipti engu máli hvað klukkan var eða hvaða dagur var, það var alltaf tilefni fyrir snakk eða ís og þá að lágmarki tvo. Hjá afa Sigga lifði ég alltaf eins og kóngur, hann var alltaf svo góður við mig. Ég mun sakna þín og elska þig að eilífu. Þinn afastrákur, Kári Freyr. Kæri mágur. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Að setjast niður og skrifa minn- ingargrein um þig er eitthvað sem ég bjóst aldrei við að gera. En slysin gera ekki boð á undan sér og nú ert þú fallinn frá, allt of snemma. Þú hefur verið hluti af lífi mínu síðan 1983 þegar þú kynntist litlu systir og heillaðir hana upp úr skónum. Þegar þið fjölskyldan fluttuð á Selfoss árið 2004 var stutt á milli okkar og ófá- ar stundirnar sem þú leist við í skúrnum hjá mér, bara í spjall og kaffi. Þú varst svo duglegur að segja fréttir og gleðitíðindi af börnum þínum, nú síðast fyrir nokkrum vikum sagðir þú mér að nú ættu Elías og Theodora Jóna von á barni í nóvember og var gleði þín mikil. Það hefur verið ljúft að fylgjast með börnum ykk- ar Bjarkar fullorðnast, þeim geng- ur svo vel og tengdabörnin þín og barnabörnin eru yndislegt fólk, missir þeirra er mikill og ekki síst litlu systur minnar sem hefur ver- ið með þér meirihluta ævi sinnar. Ég lofa þér því að ég mun fylgjast vel með þeim og hjálpa eins og ég get. Ótal atvik rifjast upp frá fyrri árum þegar stór-fjölskyldan í Álftamýri fór í útilegur, þá var glatt á hjalla. Þú varst einhver mesti útilegumaður sem ég þekki, byrjaðir í tjaldi og færðir þig svo upp á skaftið eftir því sem þróunin varð og nú síðast voruð þið komin með hjólhýsi á Flúðum og ég veit að þar leið þér vel í kyrrðinni með fólkinu þínu. Takk vinur minn fyr- ir öll árin okkar saman. Við Ásdís, okkar börn og fjölskyldan öll sendum innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar elsku fjölskylda Sigga, harmur ykkar er mikill og sorgin er sár, Guð blessi minningu góðs drengs sem við verðum nú að kveðja. Við verðum til staðar. Þinn Bjarni Ómar. Hey, ertu ekki Vestmannaey- ingur? Þannig hljómaðir þú á Esso/N1 þar sem ég vann og þú varst tíður gestur í kaffi þar! Þannig byrjaði okkar vinskapur árið 2005. Og það var ekki bara einhver vinátta heldur kærleikur, traust og gagnkvæm virðing líka. Að setjast við tölvu 16 árum seinna og skrifa minningargrein um þig, Siggi, er einfaldega óraun- verulegt og eitthvað svo óréttlátt að ég á bara í vanda með hvernig ég á að skrifa um þig, aðeins 56 ára gamlan. En hugurinn reikar til baka og það sem kemur upp í hugann er hversu mikill gæða- drengur þú varst. Og við áttum al- veg óteljandi stundir yfir spjalli um lífið og tilveruna, bjuggum báðir í Hagahverfinu á Selfossi og hittumst fyrir utan heimili okkar beggja og málin voru rædd, þér var mikið umhugað um hvernig mér gengi í lífinu, bæði hvað varð- ar edrúmennsku mína og að vinna úr mínum áföllum frá unglingsár- um mínum. Svo fyrir þremur ár- um er ég missti vinnuna og átti erfitt eftir það, sýndir þú hvaða mannkosti þú hafðir, þú varst duglegur hjálpa mér að tala um það atvik þannig að mér gengi betur að horfa fram á við í lífinu. Fjölskyldumaður varstu fram í fingurgóma og það var aðdáunar- vert að sjá hvað þú og Björk voruð samtaka í öllu varðandi börnin, húsið og garðinn og þegar ég sá ykkur saman í göngutúr eða hjó- latúr leyndi sér sko ekki hvað þið voruð hamingjusöm og glöð sam- an. Missir eiginkonu, barna og barnabarna er langmestur og þau sitja eftir ein og syrgja yndislegan mann sem fór allt of snemma, mann sem var traustur, duglegur og með mikla hæfileika. Elsku Björk og börn, megi góður guð gefa ykkur styrk í sorginni . Siggi, takk fyrir að vera vinur minn, takk fyrir standa með mér í öllu, ég mun svo sannarlega geyma okkar stundir í mínu hjarta. Sjáumst síðar, þinn vinur Sigurbjörn Snævar Kjartansson (Sibbi). Sigurður Magnússon✝ Leifur Eiríks- son fæddist á Siglufirði 23. nóv- ember 1939. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð 28. ágúst 2021. Foreldrar hans voru Eiríkur Guð- mundsson, verk- stjóri og trésmiður, f. 28. júní 1908, d. 9. maí 1980 og Herdís Ólöf Jónsdóttir hús- freyja, f. 11. ágúst 1912, d. 1. september 1996. Systkini Leifs: Sigurlína, f. 30. ágúst 1932, d. 28. ágúst 2016. Friðrik, f. 5. október 1934, d. 15. nóvember 2017. Jón, f. 30. apríl 1937, d. 15. febrúar 2005. Gylfi, f. 11. maí 1945. Jóhanna, f. 9. sept- ember 1946. Bergur, f. 22. jan- úar 1949, d. 16. maí 2004. Guðný, f. 9. maí 1951. Ása, f. 1. júní 1954, d. 24. febrúar 2019. Kristín, f. 4. júlí 1955. Leifur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Öldu Jónsdóttur, 9. september 1967 á Ísafirði, f. 11. janúar 1942. For- eldrar hennar voru Jón Jóhann- esson, f. 7. nóvember 1900, d. 2. júlí 1973 og Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 1. júlí 1906, d. 24. jan- úar 1974. Börn Leifs og Öldu eru: Eiríkur, f. 29. maí 1966, maki Laufey Vilmundardóttir. Börn Eiríks eru: Leifur, f. 11. desember 1989, maki Erla Björnsdóttir, barn þeirra Eiríkur Björn, f. 29. októ- ber 2010. Eva Rut, f. 13. febrúar 1992, maki Emil Freyr Guðmundsson, börn þeirra Ævar Nói, f. 18. sept- ember 2018 og Brynjar Áki, f. 27. september 2020. Börn Eiríks og Laufeyjar: Brynjar, f. 10. júlí 2004, d. 10. júlí 2004, Birta, f. 20. febrúar 2007. Börn Lauf- eyjar eru Sævar og Andri. Jón, f. 6. apríl 1971, maki Gígja Gylfadóttir, f. 28. júlí 1965. Börn Jóns eru Dagný Alda, f. 19. ágúst 2001 og Jón Bjartur, f. 11. júlí 2010. Börn Gígju eru Styrmir og Sölvi. Gunnhildur, f. 3. október 1974, börn Aron Ingi, f. 5. apríl 2001 og Daníel Orri, f. 2. apríl 2005. Linda, f. 15. apríl 1978, börn Davíð Már, f. 6. október 2006 og Logi Freyr, f. 29. september 2009. Leifur ólst upp á Siglufirði. Hann sinnti ýmsum störfum til sjós og í landi. Hann lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík í kjötiðn og vann alla sína starfstíð við þá iðn, lengst hjá Sláturfélagi Suðurlands. Leifur verður jarðsunginn frá Lindakirkju í dag, 2. sept- ember 2021, og hefst athöfnin kl. 13. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú vina höfði halla, við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín við sendum kveðju upp til þín. (H J) Megi minning um einstakan eiginmann lifa. Þín Alda. Okkur systur langar að minn- ast pabba með nokkrum orðum. Það er svo skrítið hvernig hug- urinn hefur farið á flug eftir að þú kvaddir, ótal ljúfar og skemmti- legar minningar sprottið fram. Þú varst mjög stoltur af því að vera Siglfirðingur og þegar við ólumst upp var farið að minnsta kosti einu sinni á hverju sumri þangað. Þú hafðir áhuga á dýrum og náttúrunni og við munum vel eftir öllum ferðalögunum innan- lands þegar fræddir þú okkur um landið. Okkur er það alltaf minn- isstætt þegar við keyrðum Skagafjörðinn, þá vorum við allt- af spurðar um eyjarnar, Drang- ey, Málmey og Þórðarhöfða. Eins þegar við keyrðum Kjalarnesið sagðir þú okkur alltaf frá súr- heysturnunum þremur sem þú byggðir. Við segjum sonum okk- ar líka frá þessu í hvert skipti sem við keyrum þarna fram hjá. Þú varst mikill skákmaður, tefldir mikið og kenndir bæði börnum og barnabörnum mann- ganginn. Þú varst mikill barnakarl og hafðir unun af barnabörnunum. Þú áttir alltaf Prins Póló til þess að lauma að okkur. Þegar krakk- arnir voru minni var oft ansi fjöl- mennt í heimsókn, þá áttir þú það til að segja þegar við vorum að fara komið endilega fljótt aftur, það er svo notalegt þegar þið far- ið. Þrátt fyrir að minnið hafi verið farið að bresta þá mátti samt allt- af sjá glitta í þig. Eins og þegar þú hermdir eftir fólki, því þú varst ágætiseftirherma eða þeg- ar þú sagðir við mömmu það er alltaf sama forvitnin í henni. Við vitum að þú ert hjá okkur og heldur áfram að leiða okkur í gegnum lífið. Við viljum þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þínar dætur Gunnhildur og Linda. Elsku pabbi, Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís H. Jónsdóttir) Við kveðjum pabba með sökn- uði og biðjum góðan Guð um að vernda þig. Þín verður sárt sakn- að, minning þín lifir. Eiríkur, Jón, Gunnhildur og Linda. Endar nú dagur, nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir um og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku afi, við þökkum fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þín verður sárt saknað. Þín barnabörn, Aron Ingi, Daníel Orri, Davíð Már, Logi Freyr, Dagný Alda, Jón Bjartur, Birta, Leifur og Eva Rut. Leifur Eiríksson Okkar ástkæri SIGURÐUR EGGERTSSON, fyrrum hljóðmeistari Þjóðleikhússins, Hvassaleiti 58, sem lést 29. ágúst, verður jarðsunginn föstudaginn 3. september frá Grensáskirkju klukkan 15. Elín Sigurvinsdóttir Jónína Sigurðardóttir Rafn Ingólfsson Sigrún Sigurðardóttir Helgi Daníelsson Sigurður Sigurðsson Elín Ólafsdóttir Sigurvin Sigurðsson Kristrún Daníelsdóttir barnabörn, langafabörn og langalangafabörn Elskulega móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA G. SVEINSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 22. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 6. september klukkan 11. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Eir fyrir góða umönnun. Margrét Gunnarsdóttir Baldvin Reynisson Lára Ingibjörg Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR AÐALSTEINSSONAR. Steinunn Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Guðmundsson Ásta S. Aðalsteinsdóttir Birgir Örn Guðmundsson Gunnlaug Guðmundsdóttir Guðm. Gylfi Guðmundsson Helga Aspelund barnabörn og barnabarnabörn Konan mín, AÐALHEIÐUR SVANSDÓTTIR, Vesturhólum 23, sem andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, laugardaginn 21. ágúst, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 3. september klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Hilmar Hlíðberg Gunnarsson Hlíf Bjarnadóttir og börn Viktor Bjarnason Ástkær faðir og fósturfaðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SVEINN GUNNLAUGSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 17. ágúst. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 6. september klukkan 13. Jenný Sveinsdóttir Þorvaldur Böðvarsson Sigríður Sigtryggsdóttir Pétur Pétursson Agnes Sigtryggsdóttir Siamack Atiabi barnabörn, barnabarnabörn og systur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.