Morgunblaðið - 02.09.2021, Side 55

Morgunblaðið - 02.09.2021, Side 55
MEISTARADEILDIN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Króatíumeistarar Osijek og Breiða- blik skildu jöfn, 1:1, í Osijek í Króatíu í fyrri leik liðanna í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu kvenna í gær. Blikar léku vel stærstan hluta leiksins og hefðu hæg- lega getað skorað fleiri mörk. Í fyrri hálfleik réðu Blikar lögum og lofum og komust verðskuldað yfir á 24. mínútu með marki Selmu Sólar Magnúsdóttur. Aðeins sjö mínútum síðar, þvert gegn gangi leiksins, jöfn- uðu þær króatísku hins vegar metin með sínu eina skoti í hálfleiknum. Mörkin voru keimlík; stungusend- ingar í gegnum varnirnar sem end- uðu með snyrtilegum innanfót- arafgreiðslum í fjærhornið. Í síðari hálfleiknum komu heima- konur í Osijek sér betur inn í leikinn um skeið og fengu nokkur prýðisfæri. Þau fengu Blikar þó sömuleiðis og voru með undirtökin í hálfleiknum ef undan er skilinn stundarfjórðungs kafli þar sem Osijek sýndi að það er ýmislegt spunnið í liðið. Af leik gærdagsins að dæma er Breiðablik sterkara liðið af þessum tveimur en það er þó aldrei á vísan að róa í knattspyrnu og þar sem staðan er jöfn fyrir síðari leikinn á Kópa- vogsvelli eftir slétta viku getur ein- vígið farið á hvorn veginn sem er. Þrátt fyrir að gæðin séu meiri Blika- megin eru nokkrir færir sókn- arþenkjandi leikmenn í röðum Osij- ek, auk þess sem liðið er vel skipulagt varnarlega. Stíga upp í fjarveru Áslaugar Því þurfa Blikar að gæta þess að sofna ekki á verðinum en sýni Blikar sitt rétta andlit, sem þær gerðu á löngum stundum í gær, ættu þær þó að hafa sigur í næstu viku. Liðið saknar vitanlega vængmannsins Ás- laugar Mundu Gunnlaugsdóttur, sem er haldin til náms við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum og verður því ekki meira með liðinu á tímabilinu. Þá var miðjumaðurinn Chloé Vande Velde einnig fjarverandi í gær. Miðju- maðurinn Selma Sól lék því á hægri vængnum og Hildur Antonsdóttir, sem lagði upp markið, byrjaði á miðj- unni og stóðu þær sig báðar afar vel. Mikið hefur mætt á Öglu Maríu Al- bertsdóttur á tímabilinu og færist aukin ábyrgð á herðar hennar með fjarveru Áslaugar Mundu, en þær hafa borið sóknarleik Blika á herðum sér á löngum stundum í sumar. Ekki er þó annað að sjá en að Agla María taki aukinni ábyrgð fegins hendi enda var hún afar skæð í gær er hún olli varnarmönnum Osijek vandræðum í sífellu. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að krækja í dýrmætan útisigur er vega- nestið gott fyrir síðari leikinn. Með sigri þar kæmist Breiðablik í nýja riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem myndi þýða að leikir við mörg af sterkustu liðum Evrópu biðu liðsins undir lok þessa árs, auk þess sem gíf- urlegir fjármunir yrðu um leið tryggðir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mark Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir fagna í sumar en þær voru báðar í byrjunarliði Blika í Króatíu og Selma skoraði mark Blika. Einum sigri frá riðlakeppninni - Blikar gerðu jafntefli í Króatíu - Allt undir á Kópavogsvelli í næstu viku HM 2022 Bjarni Heglason bjarnih@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu verður án margra lykilmanna þegar liðið mætir Rúmeníu í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardals- velli í kvöld. Ísland er í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með 3 stig, líkt og Rúmenar sem eru í fjórða sætinu, en liðin mættust í undan- úrslitum umspils um laust sæti á EM 2021 á Laugardalsvelli í október á síð- asta ári þar sem íslenska liðið vann 2:1-sigur. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum en hann er ekki í leikmannahóp Íslands að þessu sinni eftir að hann var hand- tekinn á Bretlandseyjum í júlí, grun- aður um brot gegn ólögráða ein- staklingi. „Þeir hafa breytt aðeins um leikstíl frá því við mættum þeim síðast,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í gær. „Þeir voru með aðra leikáætlun þá en eins og allar knattspyrnuþjóðir eru þeir með sín sérkenni. Við vitum í hverju þeir eru góðir og hvernig við viljum sækja á þá. Þeir eru teknískir og góðir með boltann. Þeirra lið er ekki ósvipað og þegar við mættum þeim í síðustu keppni en margir þeirra leikmanna eru að komast á besta aldur knattspyrnumanna. Rúmenar hafa staðið sig vel í að byggja upp sitt lið,“ sagði Arnar. Rúmenar sitja sem stendur í 45. sæti styrkleikalista FIFA en íslenska liðið er í 53. sæti. Rúmenar voru í 34. sæti listans þegar liðin mættust í október á síðasta ári og hafa því fallið um níu sæti síðan. Á sama tíma hefur Ísland fallið um tólf sæti, úr því 41. í það 53. Fjórir tapleikir í röð Þá hefur gengi Rúmena í síðustu leikjum verið dapurt en liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð. Eftir 3:2- sigurinn gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í Búkarest í mars tapaði liðið 0:1 fyrir Þýskalandi í undankeppninni í Búkarest. Í sama landsleikjaglugga töpuðu Rúmenar svo 2:3 gegn Armeníu í Jerevan. Þá lék liðið tvo vináttulandsleiki í lok maí og byrjun júní. Rúmenar biðu ósigur í þeim báðum, 1:2 urðu úrslitin gegn Georgíu í Ploiesti og þá tapaði liðið 0:1 gegn Englandi í London. Nokkrir lykilmenn Rúmena eru fjarverandi í verkefninu gegn Íslandi en sóknarmaðurinn George Puscas tekur út leikbann. Hann á að baki 23 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað átta mörk en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2018. Puscas, sem er 25 ára gamall, hefur verið lykilmaður í sóknarleik Rúmena en hann á að baki 18 mörk í 25 leikjum fyrir U21-árs landslið Rúmeníu. Þá er ólíklegt að sóknarmaðurinn Florin Tanase geti tekið þátt í leiknum vegna meiðsla á ökkla. Líkt og hjá Rúmenum eru lykil- menn fjarverandi í íslenska liðinu en þar ber hæst þá Gylfa Þór, fyrirlið- ann Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson en Kolbeini var meinað að taka þátt í verkefninu af stjórn KSÍ og var Viðar Örn Kjartansson kallaður inn í hóp- inn í hans stað. „Ég get lofað ykkur því að við mun- um hefja leik með ellefu leikmenn inni á vellinum. Maður stillir upp sínu sterkasta liði úr þeim hópi leikmanna sem manni stendur til boða. Í þessu geta einnig falist tækifæri og fjarvera lykilmanna opnar dyrnar fyrir yngri leikmenn liðsins til þess að sýna sig og sanna. Við erum með jafnmarga fram- herja í hópnum og í síðustu viku, Við- ar [Örn Kjartansson] og Andra [Lu- cas Guðjohnsen]. Albert Guðmundsson getur einnig leyst allar stöður fremst á vellinum og það eru fleiri leikmenn í hópnum sem geta það líka,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Ellefu sem hefja leik gegn Rúmeníu - Rúmenar hafa fallið um níu sæti á styrkleikalista FIFA frá því í október 2020 Morgunblaðið/Unnur Karen Æfing Viðar Örn Kjartansson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Guðni Fjóluson, Birkir Bjarnason og Guðlaugur Victor Pálsson í Laugardal. ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 Lygilegt er að fylgjast með þeim afrekum sem unnin eru á Paralympics. Í starfi mínu sem íþróttamaður er langmesta upp- lifunin til þessa að hafa fylgst með Paralympics í návígi árið 2016. Að verða vitni að sigri mannsandans. Þau sem aldrei hafa fylgst með leikunum geta tæplega ímyndað sér hversu miklum árangi íþróttafólkið nær. Í greinum eins og sundi og frjálsum er hægt að taka mið af tímum, hæð og lengd. Þar er auðvelt að leggja mat á árangurinn. Bandaríkjamaðurinn Sam Grewe sigraði í hástökki í flokki T63 í Tókýó. Hann var aflimaður og notar gervifót en stekkur á heilbrigða fætinum. Grewe vipp- aði sér yfir 1,88 metra. Þegar ég velti þessari hæð fyr- ir mér kemur upp í hugann þegar margir kollegar mínir fóru ham- förum vegna marks sem Cris- tiano Ronaldo skoraði fyrir Ju- ventus árið 2019. Markið var huggulegt. Stökkkraftur, jafn- vægi, tímasetning og skalla- tækni hjá Ronaldo. Eðlilegt er að hrifnæmum hafi þótt tilþrifin flott sem minntu nokkuð á fyrsta markið á HM 1990, sem Kamer- úninn Omam-Biyik skoraði. En það var ekkert „ótrúlegt“ við þennan stökkkraft hjá Ronaldo, fullfrískum manninum, eins og fjölmiðlamenn erlendis og reynd- ar einnig hér heima fullyrtu. Fjöldinn allur af 35 ára gömlum leikmönnum í körfubolta, hand- bolta og blaki gætu hoppað með þessum hætti. Er þá ekki minnst á fólk í frjálsum. Ef til vill er þetta eitt dæmið um hvernig íþróttastjörnum er hampað. Kannski um of. Ætli Sam Grewe muni eignast eigin nærbuxnalínu eins og Ronaldo? BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn í raðir AGF í Árósum en félagið tilkynnti þetta í gærmorgun. Sóknarmað- urinn kemur til félagsins frá Midt- jylland þar sem hann hefur leikið frá árinu 2016. Mikael, sem er 23 ára gamall, þekkir vel til hjá AGF en hann er uppalinn hjá félaginu. Hann verður annar Íslendingurinn í herbúðum félagsins en Jón Dagur Þorsteinsson leikur einnig með AGF sem er með 3 stig í ellefta og næstneðsta sæti dönsku úrvals- deildarinnar eftir sjö leiki. Annar Íslending- urinn til AGF Morgunblaðið/Eggert Danmörk Mikael er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt AGF. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili fer á teig á Evrópumótaröð- inni í dag og keppir þá aftur í Sví- þjóð eins og í síðustu viku. Guðrún keppir næstu daga á Åhus Ostra- vellinum á Kristianstad golfsvæð- inu en þetta verður þrettánda mót- ið hjá henni á Evrópumótaröðinni á árinu. Guðrún fór í gegnum nið- urskurð keppenda og hafnaði í 38. sæti á Didrikson Skaftö-mótinu í Svíþjóð sem lauk á sunnudag. Hún er í 84. sæti á stigalista LET- Evrópumótaraðarinnar þegar átta mót eru eftir á keppnistímabilinu. Guðrún Brá hefur leik í Svíþjóð Ljósmynd/GSÍ 84 Guðrún Brá hefur staðið sig mjög vel í Evrópumótaröðinni í ár. Filippa Angeldahl átti stórleik fyrir Häcken þegar liðið heimsótti Våle- renga í fyrri leik liðanna í 2. um- ferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í Ósló í gær. Leiknum lauk með 3:1-sigri Häcken en Ang- eldahl skoraði tvívegis í leiknum ásamt því að leggja upp þriðja mark Häcken. Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður hjá Häcken á 68. mínútu. Þá lék Ingibjörg Sig- urðardóttir allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Vålerenga og Am- anda Andradóttir kom inn á sem varamaður á 76. mínútu. Liðin mætast á nýjan leik í Sví- þjóð hinn 8. september en liðið sem vinnur einvígið tryggir sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þá kom Svava Rós Guðmunds- dóttir inn á sem varamaður hjá Bordeux á 65. mínútu þegar liðið tapaði 2:3 gegn Wolfsburg í Þýska- landi. Wolfsburg komst í 3:1 í leikn- um en Mickaella Cardia minnkaði muninn fyrir Bordeaux á 70. mín- útu. Liðin mætast á nýjan leik í Frakklandi 8. september. Þá vann Lyon 2:1-sigur gegn Levante á Spáni þar sem Melvine Malard og Perle Morroni skoruðu mörk Lyon en Sara Björk Gunn- arsdóttir lék ekki með Lyon þar sem hún er barnshafandi. Síðari leikur liðanna fer fram í Frakklandi 8. september. Misjafnt gengi Íslend- ingaliðanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.