Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 55
MEISTARADEILDIN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Króatíumeistarar Osijek og Breiða- blik skildu jöfn, 1:1, í Osijek í Króatíu í fyrri leik liðanna í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu kvenna í gær. Blikar léku vel stærstan hluta leiksins og hefðu hæg- lega getað skorað fleiri mörk. Í fyrri hálfleik réðu Blikar lögum og lofum og komust verðskuldað yfir á 24. mínútu með marki Selmu Sólar Magnúsdóttur. Aðeins sjö mínútum síðar, þvert gegn gangi leiksins, jöfn- uðu þær króatísku hins vegar metin með sínu eina skoti í hálfleiknum. Mörkin voru keimlík; stungusend- ingar í gegnum varnirnar sem end- uðu með snyrtilegum innanfót- arafgreiðslum í fjærhornið. Í síðari hálfleiknum komu heima- konur í Osijek sér betur inn í leikinn um skeið og fengu nokkur prýðisfæri. Þau fengu Blikar þó sömuleiðis og voru með undirtökin í hálfleiknum ef undan er skilinn stundarfjórðungs kafli þar sem Osijek sýndi að það er ýmislegt spunnið í liðið. Af leik gærdagsins að dæma er Breiðablik sterkara liðið af þessum tveimur en það er þó aldrei á vísan að róa í knattspyrnu og þar sem staðan er jöfn fyrir síðari leikinn á Kópa- vogsvelli eftir slétta viku getur ein- vígið farið á hvorn veginn sem er. Þrátt fyrir að gæðin séu meiri Blika- megin eru nokkrir færir sókn- arþenkjandi leikmenn í röðum Osij- ek, auk þess sem liðið er vel skipulagt varnarlega. Stíga upp í fjarveru Áslaugar Því þurfa Blikar að gæta þess að sofna ekki á verðinum en sýni Blikar sitt rétta andlit, sem þær gerðu á löngum stundum í gær, ættu þær þó að hafa sigur í næstu viku. Liðið saknar vitanlega vængmannsins Ás- laugar Mundu Gunnlaugsdóttur, sem er haldin til náms við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum og verður því ekki meira með liðinu á tímabilinu. Þá var miðjumaðurinn Chloé Vande Velde einnig fjarverandi í gær. Miðju- maðurinn Selma Sól lék því á hægri vængnum og Hildur Antonsdóttir, sem lagði upp markið, byrjaði á miðj- unni og stóðu þær sig báðar afar vel. Mikið hefur mætt á Öglu Maríu Al- bertsdóttur á tímabilinu og færist aukin ábyrgð á herðar hennar með fjarveru Áslaugar Mundu, en þær hafa borið sóknarleik Blika á herðum sér á löngum stundum í sumar. Ekki er þó annað að sjá en að Agla María taki aukinni ábyrgð fegins hendi enda var hún afar skæð í gær er hún olli varnarmönnum Osijek vandræðum í sífellu. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að krækja í dýrmætan útisigur er vega- nestið gott fyrir síðari leikinn. Með sigri þar kæmist Breiðablik í nýja riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem myndi þýða að leikir við mörg af sterkustu liðum Evrópu biðu liðsins undir lok þessa árs, auk þess sem gíf- urlegir fjármunir yrðu um leið tryggðir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mark Selma Sól Magnúsdóttir og Hildur Antonsdóttir fagna í sumar en þær voru báðar í byrjunarliði Blika í Króatíu og Selma skoraði mark Blika. Einum sigri frá riðlakeppninni - Blikar gerðu jafntefli í Króatíu - Allt undir á Kópavogsvelli í næstu viku HM 2022 Bjarni Heglason bjarnih@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu verður án margra lykilmanna þegar liðið mætir Rúmeníu í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardals- velli í kvöld. Ísland er í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með 3 stig, líkt og Rúmenar sem eru í fjórða sætinu, en liðin mættust í undan- úrslitum umspils um laust sæti á EM 2021 á Laugardalsvelli í október á síð- asta ári þar sem íslenska liðið vann 2:1-sigur. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum en hann er ekki í leikmannahóp Íslands að þessu sinni eftir að hann var hand- tekinn á Bretlandseyjum í júlí, grun- aður um brot gegn ólögráða ein- staklingi. „Þeir hafa breytt aðeins um leikstíl frá því við mættum þeim síðast,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska liðsins, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í gær. „Þeir voru með aðra leikáætlun þá en eins og allar knattspyrnuþjóðir eru þeir með sín sérkenni. Við vitum í hverju þeir eru góðir og hvernig við viljum sækja á þá. Þeir eru teknískir og góðir með boltann. Þeirra lið er ekki ósvipað og þegar við mættum þeim í síðustu keppni en margir þeirra leikmanna eru að komast á besta aldur knattspyrnumanna. Rúmenar hafa staðið sig vel í að byggja upp sitt lið,“ sagði Arnar. Rúmenar sitja sem stendur í 45. sæti styrkleikalista FIFA en íslenska liðið er í 53. sæti. Rúmenar voru í 34. sæti listans þegar liðin mættust í október á síðasta ári og hafa því fallið um níu sæti síðan. Á sama tíma hefur Ísland fallið um tólf sæti, úr því 41. í það 53. Fjórir tapleikir í röð Þá hefur gengi Rúmena í síðustu leikjum verið dapurt en liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð. Eftir 3:2- sigurinn gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í Búkarest í mars tapaði liðið 0:1 fyrir Þýskalandi í undankeppninni í Búkarest. Í sama landsleikjaglugga töpuðu Rúmenar svo 2:3 gegn Armeníu í Jerevan. Þá lék liðið tvo vináttulandsleiki í lok maí og byrjun júní. Rúmenar biðu ósigur í þeim báðum, 1:2 urðu úrslitin gegn Georgíu í Ploiesti og þá tapaði liðið 0:1 gegn Englandi í London. Nokkrir lykilmenn Rúmena eru fjarverandi í verkefninu gegn Íslandi en sóknarmaðurinn George Puscas tekur út leikbann. Hann á að baki 23 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað átta mörk en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2018. Puscas, sem er 25 ára gamall, hefur verið lykilmaður í sóknarleik Rúmena en hann á að baki 18 mörk í 25 leikjum fyrir U21-árs landslið Rúmeníu. Þá er ólíklegt að sóknarmaðurinn Florin Tanase geti tekið þátt í leiknum vegna meiðsla á ökkla. Líkt og hjá Rúmenum eru lykil- menn fjarverandi í íslenska liðinu en þar ber hæst þá Gylfa Þór, fyrirlið- ann Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson en Kolbeini var meinað að taka þátt í verkefninu af stjórn KSÍ og var Viðar Örn Kjartansson kallaður inn í hóp- inn í hans stað. „Ég get lofað ykkur því að við mun- um hefja leik með ellefu leikmenn inni á vellinum. Maður stillir upp sínu sterkasta liði úr þeim hópi leikmanna sem manni stendur til boða. Í þessu geta einnig falist tækifæri og fjarvera lykilmanna opnar dyrnar fyrir yngri leikmenn liðsins til þess að sýna sig og sanna. Við erum með jafnmarga fram- herja í hópnum og í síðustu viku, Við- ar [Örn Kjartansson] og Andra [Lu- cas Guðjohnsen]. Albert Guðmundsson getur einnig leyst allar stöður fremst á vellinum og það eru fleiri leikmenn í hópnum sem geta það líka,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Ellefu sem hefja leik gegn Rúmeníu - Rúmenar hafa fallið um níu sæti á styrkleikalista FIFA frá því í október 2020 Morgunblaðið/Unnur Karen Æfing Viðar Örn Kjartansson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Guðni Fjóluson, Birkir Bjarnason og Guðlaugur Victor Pálsson í Laugardal. ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 Lygilegt er að fylgjast með þeim afrekum sem unnin eru á Paralympics. Í starfi mínu sem íþróttamaður er langmesta upp- lifunin til þessa að hafa fylgst með Paralympics í návígi árið 2016. Að verða vitni að sigri mannsandans. Þau sem aldrei hafa fylgst með leikunum geta tæplega ímyndað sér hversu miklum árangi íþróttafólkið nær. Í greinum eins og sundi og frjálsum er hægt að taka mið af tímum, hæð og lengd. Þar er auðvelt að leggja mat á árangurinn. Bandaríkjamaðurinn Sam Grewe sigraði í hástökki í flokki T63 í Tókýó. Hann var aflimaður og notar gervifót en stekkur á heilbrigða fætinum. Grewe vipp- aði sér yfir 1,88 metra. Þegar ég velti þessari hæð fyr- ir mér kemur upp í hugann þegar margir kollegar mínir fóru ham- förum vegna marks sem Cris- tiano Ronaldo skoraði fyrir Ju- ventus árið 2019. Markið var huggulegt. Stökkkraftur, jafn- vægi, tímasetning og skalla- tækni hjá Ronaldo. Eðlilegt er að hrifnæmum hafi þótt tilþrifin flott sem minntu nokkuð á fyrsta markið á HM 1990, sem Kamer- úninn Omam-Biyik skoraði. En það var ekkert „ótrúlegt“ við þennan stökkkraft hjá Ronaldo, fullfrískum manninum, eins og fjölmiðlamenn erlendis og reynd- ar einnig hér heima fullyrtu. Fjöldinn allur af 35 ára gömlum leikmönnum í körfubolta, hand- bolta og blaki gætu hoppað með þessum hætti. Er þá ekki minnst á fólk í frjálsum. Ef til vill er þetta eitt dæmið um hvernig íþróttastjörnum er hampað. Kannski um of. Ætli Sam Grewe muni eignast eigin nærbuxnalínu eins og Ronaldo? BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn í raðir AGF í Árósum en félagið tilkynnti þetta í gærmorgun. Sóknarmað- urinn kemur til félagsins frá Midt- jylland þar sem hann hefur leikið frá árinu 2016. Mikael, sem er 23 ára gamall, þekkir vel til hjá AGF en hann er uppalinn hjá félaginu. Hann verður annar Íslendingurinn í herbúðum félagsins en Jón Dagur Þorsteinsson leikur einnig með AGF sem er með 3 stig í ellefta og næstneðsta sæti dönsku úrvals- deildarinnar eftir sjö leiki. Annar Íslending- urinn til AGF Morgunblaðið/Eggert Danmörk Mikael er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt AGF. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili fer á teig á Evrópumótaröð- inni í dag og keppir þá aftur í Sví- þjóð eins og í síðustu viku. Guðrún keppir næstu daga á Åhus Ostra- vellinum á Kristianstad golfsvæð- inu en þetta verður þrettánda mót- ið hjá henni á Evrópumótaröðinni á árinu. Guðrún fór í gegnum nið- urskurð keppenda og hafnaði í 38. sæti á Didrikson Skaftö-mótinu í Svíþjóð sem lauk á sunnudag. Hún er í 84. sæti á stigalista LET- Evrópumótaraðarinnar þegar átta mót eru eftir á keppnistímabilinu. Guðrún Brá hefur leik í Svíþjóð Ljósmynd/GSÍ 84 Guðrún Brá hefur staðið sig mjög vel í Evrópumótaröðinni í ár. Filippa Angeldahl átti stórleik fyrir Häcken þegar liðið heimsótti Våle- renga í fyrri leik liðanna í 2. um- ferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í Ósló í gær. Leiknum lauk með 3:1-sigri Häcken en Ang- eldahl skoraði tvívegis í leiknum ásamt því að leggja upp þriðja mark Häcken. Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður hjá Häcken á 68. mínútu. Þá lék Ingibjörg Sig- urðardóttir allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Vålerenga og Am- anda Andradóttir kom inn á sem varamaður á 76. mínútu. Liðin mætast á nýjan leik í Sví- þjóð hinn 8. september en liðið sem vinnur einvígið tryggir sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þá kom Svava Rós Guðmunds- dóttir inn á sem varamaður hjá Bordeux á 65. mínútu þegar liðið tapaði 2:3 gegn Wolfsburg í Þýska- landi. Wolfsburg komst í 3:1 í leikn- um en Mickaella Cardia minnkaði muninn fyrir Bordeaux á 70. mín- útu. Liðin mætast á nýjan leik í Frakklandi 8. september. Þá vann Lyon 2:1-sigur gegn Levante á Spáni þar sem Melvine Malard og Perle Morroni skoruðu mörk Lyon en Sara Björk Gunn- arsdóttir lék ekki með Lyon þar sem hún er barnshafandi. Síðari leikur liðanna fer fram í Frakklandi 8. september. Misjafnt gengi Íslend- ingaliðanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.