Morgunblaðið - 02.09.2021, Qupperneq 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
Algeng einkenni B-12 skorts:
• Nálardofi í hand- og fótleggjum
• Erfiðleikar með gang
• Skapsveiflur
• Minnisleysi
Munnúði tryggir hraða og góða upptöku
þar sem vítamínið frásogast auðveldlega í
gegnum slímhúðina í munninum og beint út í
blóðrásina. Upptaka á B12 gegnum slímhúð í
munni er örugg, þægileg og áhrifarík leið til a
tryggja líkamanum nægjanlegt magn af B12
vítamíni og til að verja okkur gegn skorti.
Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
B12 - MUNNÚÐI SEM VIRKAR
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Blásið verður til mikillar bók-
menntaveislu miðvikudaginn 8. sept-
ember þegar Alþjóðlega bókmennta-
hátíðin í Reykjavík hefst. Hún
stendur fram á
laugardag 11.
september.
Hátíðin hefur
verið haldin að
jafnaði annað
hvert ár frá árinu
1985 og er því
haldin í fimm-
tánda sinn. Von
er á fjölda höf-
unda, auk útgef-
enda og blaða-
fólks, sem koma víðs vegar að til
þess að taka þátt, hitta lesendur,
fylgjast með nýjum vendingum í
bókaheiminum og kynnast íslensk-
um höfundum.
„Það sem einkennir hátíðina í ár
er að við fáum höfunda frá svo mörg-
um mismunandi löndum,“ segir
Stella Soffía Jóhannesdóttir, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar. „Við
eigum von á fjölda erlendra gesta og
við erum vel sett í ár að því leyti að
margar bóka þessara höfunda eru til
í íslenskum þýðingum. Svo verða
aðrir höfundar sem eru kannski
minna þekktir hér á landi og hafa
ekki verið þýddir á íslensku en við
teljum engu að síður eiga erindi við
lesendur á Íslandi.“
Alla leið frá Damaskus
Einn af þessum erlendu gestum er
sýrlenski höfundurinn Khaled
Khalifa. Verk hans Dauðinn er barn-
ingur hefur komið út í íslenskri þýð-
ingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.
Khalifa er búsettur í Damaskus.
„Það er eitthvað svo sérstakt að fá
hann hingað til lands, í öryggið, en
hann kýs sjálfur að yfirgefa ekki
heimaland sitt. Hann mun þurfa að
leggja á sig langt ferðalag til að kom-
ast hingað.“
Annar höfundur sem á verk sem
hefur komið út hjá Angústúru er
blaðamaðurinn Barbara Demick.
„Hún skrifar þessar ótrúlega áhuga-
verðu bækur um málefni líðandi
stundar, frábær penni og á mjög
flottan starfsferil sem blaðamaður
að baki. Hún einblínir á lokuð sam-
félög, Norður-Kóreu fyrst og svo var
að koma út bók um Tíbet og ítök
Kínverja þar. Það verður algjörlega
brilljant að heyra hana fjalla um
þessi verk,“ segir Stella.
„Svo er Saša Stanišic annar höf-
undur sem er mjög merkilegur.
Hann er upprunalega frá Bosníu en
flúði Bosníustríðið sem unglingur og
flutti til Þýskalands. Þýska, tungu-
málið sem hann skrifar á, er ekki
hans móðurmál.“ Hann hlaut þýsku
bókmenntaverðlaunin árið 2019 fyrir
bók sína Herkunft sem kom út í
íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þor-
steinsdóttur undir heitinu Uppruni.
Stella nefnir einnig höfund verks-
ins Álabókin: Sagan um heimsins
furðulegasta fisk, hinn sænska Pat-
rik Svensson. „Það er svo ótrúlega
fallegt hvernig höfundurinn blandar
saman minningum og vísindum.
Þetta er fyrst og fremst bók um sorg
auk þess sem þetta er óheyrilega
áhugaverð bók um lífshlaup ála.“
Tyrkneski rithöfundurinn Elif
Shafak mun einnig koma fram á
hátíðinni. Bók hennar 10 mínútur og
38 sekúndur í þessari undarlegu ver-
öld kom nýverið út í íslenskri þýð-
ingu Nönnu Þórsdóttur.
Þá koma til landsins Nina Wähä,
höfundur Ættarfylgjunnar, Leila
Slimani, höfundur Í landi annarra,
og Helene Flood, höfundur Þerapist-
ans. Aðrir gestir verða Vigdis
Hjorth, Joachim B. Schmidt, Kristof
Magnusson og Nadja Spiegelman.
Nýtt í íslenskum bókmenntum
Íslenskir höfundar eru að sjálf-
sögðu líka í stóru hlutverki á hátíð-
inni. „Það er líka hlutverk hátíðar-
innar að setja íslenska höfunda í
samhengi við erlenda höfunda og
það sem er að gerast úti í heimi.
Sumir þeirra hafa verið að í áratugi,
eins og Þórarinn Eldjárn. Það er
alltaf gaman að hlusta á hann,“ segir
Stella. Auk þess koma ýmsir af yngri
höfundum landsins fram.
Nokkrir gestir hátíðarinnar vinna
á mörkum ólíkra landa og ólíkra
tungumála og Stella nefnir sem
dæmi Mao Alheimsdóttur. „Hún er
pólsk en skrifar á íslensku. Það er
eitthvað alveg nýtt sem er að gerast í
íslenskum bókmenntum og mér þyk-
ir það mjög spennandi.“
Aðrir íslenskir gestir verða María
Elísabet Bragadóttir, Sigrún Páls-
dóttir, Alexander Dan, Halla Þór-
laug Óskarsdóttir, Margrét Lóa
Jónsdóttir, Bergþóra Snæbjörns-
dóttir, Ingólfur Eiríksson, Gerður
Kristný, Sverrir Norland og Egill
Bjarnason.
Eliza Reid verður einnig með á
hátíðinni en hún hefur, auk þess sem
hún sinnir hlutverki sínu sem for-
setafrú, skrifað bókina Secrets of the
Sprakkar: Iceland’s Extraordinary
Women and How They Are Chang-
ing the World sem væntanleg er til
útgáfu á íslensku seinna í haust í
þýðingu Magneu Matthíasdóttur.
„Við reynum að raða saman ólík-
um höfundum, bæði íslenskum og
erlendum, í prógrömm sem hverfast
um eitthvert ákveðið þema. Höfund-
arnir munu að sjálfsögðu líka lesa
upp úr verkum sínum á sínu eigin
tungumáli og við vörpum upp þýð-
ingum. Við fáum að heyra fjölbreytt
tungumál, alls konar bókmenntir og
alls konar þemu. Ég er mjög ánægð
að sjá hvað það ætla margir gestir að
koma. Þetta verður alveg æðislega
gaman. Ég finn líka fyrir því hvað
fólk er orðið þyrst í svona hátíð.“
Stella vekur einnig athygli á dag-
skrá í Norræna húsinu sem tengist
Múmínálfunum. Það verður vinnu-
stofa sem hverfist um lestur og er
ætluð börnum og fjölskyldum þeirra.
Dagskrá Bókmenntahátíðar fer
fram í Norræna húsinu á daginn og í
Iðnó á kvöldin. Aðgangur er nú sem
áður ókeypis auk þess sem hægt
verður að fylgjast með í streymi.
Bókmenntaverðlaun Halldórs Lax-
ness verða síðan veitt í annað sinn í
Veröld 11. september kl. 16.
Íslensk-norski
djasskvartettinn
Astra heldur út-
gáfutónleika
vegna plötunnar
In orbit á Jazz-
hátíð Reykjavík-
ur í kvöld kl.
21.15 í Flóa í
Hörpu. Platan
kom út hjá AMP-
útgáfunni í Nor-
egi snemma á þessu ári. Hljómsveit-
ina skipa Sigurður Flosason á saxó-
fón og Andrés Þór Gunnlaugsson á
gítar og Norðmennirnir Andreas
Dreier á kontrabassa og Anders
Thoren á trommur. Í stað þess
síðarnefnda leikur Frederik Vill-
mow á trommur á þessum tón-
leikum. Hljómsveitin flytur tónlist
eftir þá Andrés og Sigurð á tónleik-
unum í kvöld og er tónlistin sögð
innblásin af himingeimnum og óra-
víddum hans.
Astra heldur
útgáfutónleika
Andrés Þór
Gunnlaugsson
Í lofti, á láði og
legi nefnist sýn-
ing Þorgerðar
Jörundsdóttur
sem opnuð verð-
ur í Borgar-
bókasafninu í
Spönginni í dag
kl. 17. Þorgerð-
ur sýnir blek-,
tússteikningar
og blýantsverk sem sýna líf-
fræðilegan fjölbreytileika og
tengsl mannsins við náttúruna, að
því er fram kemur í tilkynningu og
er viðfangsefni sýningarinnar sagt
lífræðilegur fjölbreytileiki og
tengsl mannsins við náttúru og
umhverfi. „Á þessum þverstæðu-
kenndu tímum sem við lifum ríkir
annarsvegar sú hugmynd að mað-
urinn hafi náð fullu valdi yfir nátt-
úrunni en á sama tíma stefnir allt í
óafturkræfar breytingar og eyð-
ingu lífríkisins,“ segir í tilkynn-
ingu. Verkin séu unnin í miklum
smáatriðum og undir stækkunar-
gleri og að auki séu ljósmyndir af
náttúru og hálfmennskri furðu-
veru á ferðalagi. Búningur ver-
unnar er til sýnis og mun gestum
gefast kostur á að máta hann og
taka af sér mynd.
Í lofti, á láði og legi
Verk eftir Þorgerði
Danski kvikmyndaleikstjórinn Bille
August leikstýrir nýrri kvikmynd
fyrir Netflix sem byggir á smásög-
unni Ehrengard eftir Karen Blixen
og Margrét Danadrottning hannar
leikmyndina. Þessu var greint frá á
Facebook-síðu danska konungshúss-
ins fyrr í vikunni. „Ég hef reynt að
túlka ævintýralegan sagnaheim
Blixen með klippimyndum og bún-
ingum. Ég hlakka til að sjá söguna
um Ehrengard lifna við í kvikmynd-
inni,“ er þar haft eftir Margréti
Danadrottningu. Ehrengard var
meðal síðustu smásagna Blixen og
kom út á prenti ári eftir andlát henn-
ar 1962. Sagan fjallar um unga
manninn Cazotte sem í ævintýrarík-
inu Babenhausen er ráðin af her-
togaynju til að hjálpa til við að
tryggja ríkinu erfingja að krúnunni.
„Það að Ehrengard verði vakin til
lífs sem Netflix-kvikmynd er stór-
kostlegt tækifæri. Ég hlakka mjög
mikið til að leikstýra þessari
heillandi sögu um tilfinningar og
girnd til handa alþjóðlegum áhorf-
endum,“ er haft eftir Bille August í
fréttatilkynningu frá Netflix.
Um samstarf sitt við Danadrottn-
ingu segir August að hún hafi skap-
að ævintýralegar klippimyndir sem
munu setja áberandi mark sitt á allt
útlit myndarinnar. „Ég er ótrúlega
glöð yfir því að fá að taka þátt í
þessu verkefni. Sögur Karenar
Blixen hafa alltaf heillað mig – með
fagurfræði sinni, hugarflugi og
heimum sem framkallað hafa mynd-
ir í huga mér,“ segir Danadrottning.
Samkvæmt frétt Politiken er ekki
enn búið að velja leikarana í aðal-
hlutverkin, en áætlað er að frum-
sýna myndina 2023. Handritið skrif-
ið Anders August, sonur leik-
stjórans. SF Studios framleiðir
myndina sem unnin er í samvinnu
við Jacob Jørgensen og JJ Film.
August leikstýrir
smásögu Blixen
- Margrét Danadrottning hannar leik-
mynd fyrir væntanlega Netflix-mynd
Ljósmynd/Jacob Jørgensen, JJ Film
Samstarf Bille August og Margrét
Danadrottning vinna saman.
Fjölbreyttar bókmenntir
frá ýmsum löndum
- Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík hefst næstkomandi miðvikudag
Stella Soffía
Jóhannesdóttir
Khaled Khalifa
Elif Shafak
Barbara Demick Patrik Svensson Sasa Stanisic
Mao AlheimsdóttirLeila Slimani Þórarinn Eldjárn