Morgunblaðið - 02.09.2021, Page 64

Morgunblaðið - 02.09.2021, Page 64
HEIM 2,5 SÆTA SÓFI Kaldpressaður svampur í sessum Silikontrefjar í baki. Svartlakkaðir fætur. H86xB120xL200cm. 249.900 kr. Nú 199.920 kr. LISSABON NY HORNTUNGUSÓFI B137xD363xL257cm 319.900 kr. Nú 255.920 kr. LOKE HÆGINDASTÓLL Hvíttuð gegnheil eik, koníakslitað leður. 99.900 kr. Nú 79.920 kr. AMBLE SÓFABORÐ Ø77cm 29.900 kr. Nú 23.920 kr. ORTO TUNGUSÓFI H66xB164xL292cm 279.900 kr. Nú 164.900 kr. 20% af öllum svefnsófum Sparadu- 20% af öllum sófaborðum Sparadu- ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 Virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 Virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is 20% 40% Sófadagar 26. ágúst - 13. sept. 20% 20% 20% MINI LOUNGE Gólflampi H197cm 29.900 kr. Nú 23.920 kr. Boðið verður upp á freyðandi ljóð og léttar veit- ingar, ef sótt- varnareglur leyfa, í Borgarbóksafn- inu í Kringlunni í dag milli kl. 17.30-18.30. Júlía Margrét Ein- arsdóttir sér um ljóðakaffið þar sem þrjú skáld í yngri kantinum flytja ljóð sín. Fram koma Arndís Lóa Magnúsdóttir, sem fékk Nýrækt- arstyrk til að gefa út ljóðabókina Taugaboð á há- spennulínu, Brynja Hjálmsdóttir, sem hefur gefið út ljóðabókina Okfruman og birt ljóð í tímaritum, og Dagur Hjartarson, sem meðal annars hefur gefið út ljóðabækurnar Fjölskyldulíf á jörðinni, Því miður og Heilaskurðaðgerðin. Júlía Margrét Einarsdóttir hefur gefið út skáldsöguna Drottningin á Júpíter og ljóða- bókina Jarðarberjatungl. Freyðandi ljóð í Borgarbókasafninu FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 245. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án margra lykilmanna þegar liðið mætir Rúmeníu í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils und- ankeppninnar með 3 stig, líkt og Rúmenar sem eru í fjórða sætinu, en liðin mættust í undanúrslitum um- spils um laust sæti á EM 2021 á Laugardalsvelli í októ- ber á síðasta ári þar sem íslenska liðið vann 2:1-sigur. Rúmenar sitja sem stendur í 45. sæti styrkleikalista FIFA en íslenska liðið er í 53. sæti. »55 Þurfa að treysta á unga og reynslu- minni leikmenn gegn Rúmeníu ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Annað árið í röð geta nemendur í Framhaldsskólanum á Laugum tek- ið áfanga í íslensku um vesturferðir Íslendinga. „Í fyrra ákvað ég að búa til áfanga með áherslu á vestur- íslensku, menningu og hefðir með stuðningi frá Þjóðræknisfélagi Íslendinga, í stuttu máli var þetta ótrúlega skemmtilegt og nú held ég áfram á sömu braut,“ segir Ragna Heiðbjört Ing- unnardóttir ís- lenskukennari. Málefnið er Rögnu mjög kært, en Kristján Guð- mundsson, eiginmaður hennar og matargerðarmaður í skólanum, á náið skyldfólk vestra. Fyrir nokkr- um árum ferðuðust þau um slóðir vesturfara og heimsóttu meðal ann- ars frændfólk Kristjáns á Gimli í Manitoba í Kanada. „Þegar ég byrj- aði að skipuleggja áfangann í fyrra hugsaði ég með mér hvað ég ætti að gera eftir sex vikur en þegar til kom var af nógu að taka, mun meira efni en við komumst yfir,“ segir Ragna. „Í fyrsta tímanum spurði ég krakkana hvort þeir vissu hvað vesturferðir væru. „Eru það ekki ferðir vestur á firði,“ svaraði einn og þá var mér ljóst að ég yrði að byrja á byrjuninni.“ Fjölbreytt verkefni Miðað var við að vinna nemenda samsvaraði að jafnaði fimm kennslustundum vikulega á önninni, en Ragna segir að nemendur hafi lagt mun meiri vinnu í verkefnin, sem þeir hafi valið sér sjálfir. Meðal annars hafi drengir á íþróttabraut kynnt sér sögu íshokkíliðsins Fálk- anna, sem varð ólympíumeistari 1920, en allir leikmennirnir nema einn voru af íslenskum ættum. „Þannig nálguðust þeir sitt áhuga- svið og svo var um fleiri.“ Í því sam- bandi nefnir hún að einn nemandi hafi komið með gamalt sendibréf og teikningar af skriðli (e. jigger), sem notaður er við fiskveiðar á ísi lögð- um vötnum vestra, sem höfðu borist ættmennum á Íslandi í þeirri von að þau gætu nýtt sér upplýsingarnar. Haft var samband við Juliönnu Ro- berts, framkvæmdastjóra Safns ís- lenskrar menningararfleifðar á Nýja-Íslandi, The New Iceland Heritage Museum, og fræddi hún nemendur um safnið á Gimli og ým- islegt því tengt á netfundi, þar sem nemendur gátu spurt spurninga. „Systkinin Sigurlína „Dilla“ og Óli Narfason, frændfólk Kristjáns, sendu okkur segulbandsspólur, þar sem þau sögðu okkur meðal annars frá íslensku jólahaldi vestra og Dilla hefur reyndar haldið áfram að senda mér efni, sem nýtist á þessari haustönn.“ Í fyrra voru 20 nemendur í áfang- anum en nú eru 27 skráðir í hann. Í næstu viku er áætlað að hópurinn heimsæki Vesturfarasetrið á Hofs- ósi, stefnt er að sérstakri vestur- íslenskri dagskrá í skólanum á degi íslenskrar tungu 16. nóvember nk. og til stendur að setja upp leikrit eftir vesturíslenska skáldið Guttorm J. Guttormsson. „Kórónuveiruf- araldurinn kom í veg fyrir það í fyrra en vonandi tekst það núna.“ Áfanginn hefur skilað miklu og Ragna er alsæl. „„Þetta er merki- legasta saga Íslendinga,“ sagði einn nemandinn í lok annar í fyrra. Þessi saga virðist vera að týnast og við verðum að passa upp á hana.“ Vegna þessarar góðu reynslu hef- ur stjórn Þjóðræknisfélagsins ákveðið að veita fjóra 200.000 kr. styrki til skólaverkefna sem tengj- ast vesturferðum, Vestur-Íslend- ingum og afkomendum þeirra, að sögn Gísla Sigurðssonar stjórn- armanns. Umsóknir með lýsingu á fyrirhuguðum verkefnum og kostn- aðaráætlun þurfa að berast fyrir 27. september nk., en forseti félagsins, Hulda Karen Daníelsdóttir (hulda.karen.danielsdottir@gma- il.com), veitir nánari upplýsingar. „Merkilegasta sagan“ - Áfangi um vesturferðir vinsæll í Framhaldsskólanum á Laugum - Þjóðræknisfélagið styrkir fjögur slík verkefni Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson Tenging Kristbjörg Heiður Kristjánsdóttir, Lísbet Óla Jörgensen Steins- dóttir, Einar Örn Sigurðsson og Stefán Óli Hallgrímsson bökuðu vínartertu. Ragna Heiðbjört Ingunnardóttir Verkefni um Fálkana frá Winnipeg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.