Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
Olíudreifing | Hólmaslóð 8-10 | 101 Reykjavík | sími 550-9900 | odr@odr.is | www.oliudreifing.is
Olíudreifing óskar eftir að ráða í starf á þjónustudeild
í Reykjavík. Starfsvettvangur er vinna í kringum birgðastöðvar
sem eru í eigu Olíudreifingar.
Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um starfið.
Fjölbreytt verkefni við uppsetningu og viðhald á tækjabúnaði og ýmis konar
sérfræðistörf.
Nánari upplýsingar veitir Gauti Kristjánsson, gauti@odr.is
Laus störf hjá
Sótt er um
störfin á vef
Olíudreifingar
www.odr.is
Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti. Olíudreifing rekur
einnig bifreiða-, járnsmíða-, dælu- og rafmagnsverkstæði. Starfsmenn félagsins eru um 140
talsins á starfsstöðvum víðsvegar um landið. Starfað er samkvæmt gæðavottuðum vinnuferlum.
Nánari upplýsingar um Olíudreifingu ehf. má nálgast á www.oliudreifing.is. .
Olíudreifingu
Rafvirki
Viðkomandi þarf að vera með reynslu í stýringum, iðnstýringum og almennri
raflagnavinnu. Sveinspróf í rafvirkjun er skilyrði, meistararéttindi mikill kostur
en ekki nauðsynlegt. Einnig er góð tölvu- og tækjakunnátta æskileg fyrir
viðkomandi.
Í þessum störfum er kostur að hafa réttindi á D-krana, 18 tonnmetrar eða
minni og J-lyftara með 10 tonna lyftigetu eða minni.
Framkvæmdastjóri
Samtök Fyrirtækja á Veitingamarkaði (SVEIT) óska
eftir að ráða öflugan einstakling í starf framkvæmda-
stjóra til að leiða starf samtakanna.
Helstu verkefni:
• Forsvari veitingageirans út á við.
• Leiðir og ber ábyrgð á daglegum rekstri
samtakanna.
• Vinna að kjarasamningsmálum fyrir hönd
samtakanna.
• Ýmis tilfallandi verkefni á sviði almannatengsla og
kynningarmála.
• Utanumhald og öflun félagsmanna.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi.
• Framúrskarandi samskiptahæfni.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði
í starfi.
Um SVEIT:
Samtök Fyrirtækja í Veitingamarkaði voru formlega
stofnuð í júní sl. eftir nærri tveggja ára undirbúning.
Tilgangur samtakanna er:
• Að standa vörð um hagsmuni greinarinnar.
• Að vera sameiginlegur málsvari gagnvart stjórn-
völdum og almenningi.
• Að stuðla að fagmennsku í veitingageiranum.
• Að taka þátt í kjaramálum og kjósa um kjara-
samninga fyrir greinina.
Að baki samtökunum standa rúmlega 100 fyrirtæki á
veitingamarkaði með nokkur þúsund starfsmenn.
Nánari upplýsingar um starfið veita:
- Hrefna Sverrisdóttir - formaður SVEIT
(hrefna@sveitsamtok.is)
- Emil Helgi Lárusson - varaformaður SVEIT
(emilhelgi@sveitsamtok.is)
Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2021.
Umsóknir skulu sendar á umsokn@sveitsamtok.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
THG arkitektar óska eftir að ráða tæknimenntað starfsfólk til fjölbreyttra starfa við hönnun,
umsjón og stjórnun framkvæmda á húsbyggingasviði.
Óskað er eftir starfsfólki í eftirfarandi störf:
• Hönnun deililausna
• Verkefnastjórn byggingaframkvæmda
• Eftirlit með byggingaframkvæmdum
• Gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana
• Verklýsingar og útboðsgögn
• Rýni séruppdrátta
• Ýmis önnur ráðgjöf til viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
• Byggingaverkfræði, byggingatæknifræði eða byggingafræðimenntun
• Iðnmenntun er kostur
• Starfsreynsla á ofangreindum sviðum er kostur en ekki skilyrði
Æskilegt er að umsækjendur séu hugmyndaríkir, hafi frumkvæði og metnað til að takast á við
krefjandi verkefni, einir eða í samvinnu við aðra, jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum
samskiptum. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á öllum helstu forritum sem notuð eru við
verkefnastjórn og hönnun.
Hjá THG starfa nú 29 starfsmenn, arkitektar, hönnuðir, bygginga- og tæknifræðingar við
skipulagsgerð, hönnun bygginga og innréttinga, verkefnastjórn, áætlanagerð og fjölbreytta
ráðgjafavinnu fyrir einstaklinga, fasteignafélög, sjálfseignarstofnanir og opinbera aðila.
Umsóknum fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Öllum fyrirspurnum verður svarað.
Vinsamlegast sendið umsóknir til ella@thg.is fyrir 8.október 2021.
www.thg.is
TÆKNIMENNTAÐ STARFSFÓLK
Í HÖNNUN OG VERKEFNASTJÓRN
Brennur þú fyrir tæknivæðingu og betri lausnum við
hönnun, byggingu og rekstur mannvirkja? Langar þig
að taka þátt í að færa hönnunar- og byggingarferlið á
Íslandi upp á næsta stig með stafrænum lausnum?
Optimum eru sérfræðingar í BIM og stafrænum ferlum
í mannvirkjagerð. Nú er spennandi tími að fara í hönd
hjá fyrirtækinu og við erum að leita að metnaðarfullum
og hæfum einstaklingi með reynslu af BIM-stjórnun
og verkefnastjórnun í starf BIM-sérfræðings.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Aðstoða viðskiptavini við stefnumótun og innleiðin-
gu á stafrænum ferlum
• BIM-stjórnun og samræming í hönnun
• Verkefnastýring, áætlunargerð (5D – verkáætlanir og
kostnaðaráætlanir)
• Finna nýjar leiðir til að bæta ferla með nýjustu tækni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Verkfræði, arkitektúr, tæknifræði eða sambærileg
menntun sem nýtist í starfi
• Minnst 5 ára reynsla af BIM-samræmingu og
verkefnastjórnun við hönnun mannvirkja eða fyrir
hönd verktaka
• Skipulögð vinnubrögð og metnaður í starfi
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Færni í mannlegum samskiptum
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Góð færni í norsku er kostur en ekki nauðsynleg
Umsókn, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi,
sendist á johann@optimum.is
Frekari upplýsingar um fyrirtækið á optimum.is.
BIM-sérfræðingur
Verkefnastjórnun