Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 8

Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Föst. 10—17 Laugardaga 11—15 HAUSTTILBOÐ 20% afsláttur af öllum innréttingum út október Það tíðkast fyrir kosningar að ýmis frjáls félagasamtök sendi stjórnmálaflokkunum spurningar um afstöðu þeirra til aðskiljanlegra mála og fá svo svör um stefnuna í kattarækt, veganisma og geim- ferðaáætlunum, svo fátt eitt sé nefnt. - - - Á vef Skógrækt- ar ríkisins má sjá að fyrir nýliðn- ar kosningar lagði hún þrjár spurn- ingar um skógrækt fyrir stjórnmála- flokkana, sem þeir svöruðu flestir af samviskusemi og án verulegs ágrein- ings. - - - En er virkilega við hæfi að rík- isstofnanir bregði sér í líki þrýstihópa og leggi slíkar spurn- ingar fyrir framboðin, sem greini- lega eru ætlaðar til þess að ota tota og þrýsta á um auknar fjárveitingar úr vösum skattborgara? - - - Svar Sósíalistaflokksins við spurn- ingu um áherslur í skógrækt hvað varðaði birki og kjarr var þó mjög athyglisvert, en fram kom að flokkurinn er and-rasískur í þessum efnum: „Sósíalistaflokkur Íslands lít- ur ekki svo á, að meta eigi verðleika trjátegunda eftir uppruna – ekki frekar en verðleikar fólks skuli metnir eftir því frá hvaða landi það er upprunnið. Hann telur engin rök hníga að því að telja beri eina trjá- tegund mikilvægari einungis vegna þess að hún tilheyri „gömlu ætt- unum í landinu“ og hafi ekki nýlega flust til landsins. Flokkurinn aðhyll- ist fjölbreytni og jöfnuð.“ - - - Sem minnir á það, nú þegar aðeins eru um átta mánuðir eftir til borgarstjórnarkosninga: Hvað er að frétta af pálmatrjánum í Vogunum? Rasisminn í Hallormsstað STAKSTEINAR Anna María Gunnarsdóttir, varafor- maður Kennarasambands Íslands, hefur tilkynnt að hún sækist eftir formennsku í sambandinu, en kosið verður um nýjan formann á þingi KÍ í byrjun nóvember. Áður hafði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, fram- haldsskólakennari sem jafnframt er í forsvari jafnréttisnefndar KÍ, til- kynnt framboð sitt. Í tilkynningu segist Anna María vilja fylgja eftir ýmsum umbótamál- um sem unnið hafi verið að síðustu ár. Fjármagna þurfi menntastefnu stjórnvalda sem miði meðal annars að fjölgun kennara. Bæta verði kjör í stéttinni og uppræta kynbundna misskiptingu þar. Þá þurfi að þróa starfsemi KÍ og efla þjónustu þess. Miklar breytingar til batnaðar hafa átt sér í starfsumhverfi kennara á síðustu árum og á mikilvægt sé að halda áfram á þeirri braut. „Frá því ég hóf störf sem kennari hef ég haft áhuga og metnað fyrir bæði menntun í landinu og kjaramál- um stéttarinnar. Það verður leiðar- stef mitt ef kennarar treysta mér til forystu. Grundvöllur kraftmikillar kjarabaráttu er sterk sjálfsmynd stéttarinnar og rík fagvitund,“ sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir í yfir- lýsingu þegar hún kynnti framboð sitt nýlega Frestur til að tilkynna framboð til formennsku í KÍ rennur út 4. októ- ber næstkomandi. sbs@mbl.is Tvær vilja formannsembættið í KÍ - Bæta kjör stéttar - Styrkja fagvit- und - Framboðsfrestur til 4. október Anna María Gunnarsdóttir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir „Framlínufólkið á skilið miklu meira en þakklætið eitt og sér og við köll- um eftir því að það fái álagsgreiðslur í samræmi við það sem þau hafa lagt á sig til að koma samfélaginu okkar út úr þessum heimsfaraldri,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir í setningar- ávarpi formanns á þingi BSRB í gær um þá stóru hópa opinberra starfs- manna sem hafa verið í framlínunni í heimsfaraldri kórónuveirunnar. „Við getum ekki ætlast til þess að þau standi vaktina endalaust án þess að fá eitthvað á móti,“ sagði hún og minnti á að í rúmlega eitt og hálft ár hefði álagið á þennan hóp verið gríð- arlegt. Sonja var endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á þinginu í gær. Einnig var Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, kjör- inn í embætti 1. varaformanns BSRB og Arna Jakobína Björns- dóttir, formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu, var endurkjörin í embætti 2. varaformanns BSRB. Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra ávarpaði þingið og fjallaði m.a. um nauðsynlegar aðgerðir og aðlögun vegna loftslagsbreytinga og grundvallaráhrifa sem þær hafa í för með sér. Sagði Katrín að rík hefð fyrir samtali og samráði milli stjórn- valda og aðila vinnumarkaðarins myndi gagnast vel til að tryggja að umskiptin í átt að kolefnishlutleysi yrðu árangursrík og réttlát. „Því hef ég gert að tillögu minni að þjóðhags- ráð taki málefnið til sérstakrar skoð- unar og umfjöllunar á vettvangi sín- um,“ sagði Katrín. Á þinginu voru sex fulltrúar kjörnir í stjórn BSRB og eru nú fimm konur og fjórir karlar í stjórn BSRB. omfr@mbl.is Framlínufólkið fái álagsgreiðslur - Sonja Ýr Þorbergs- dóttir endurkjörin formaður BSRB Ljósmynd/BSRB Rafrænt þing Sonja Ýr Þorbergs- dóttir formaður BSRB flutti ávarp. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.