Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 61
DÆGRADVÖL 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
„ÉG BÍÐ BARA EFTIR EINHVERJUM
SEM GETUR BJARGAÐ HEIMINUM – EÐA
VILL BORGA MÉR FYRIR MINN STAÐ Í
RÖÐINNI.“
„ÉG ÞARF BARA AÐ ÆFA MIG SVOLÍTIÐ
LENGUR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga tvennt af öllu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞESSI ÚTILOKA ALLT HLJÓÐ.
BESTA. UPPGÖTVUN. Í. HEIMI.
Á ÉG EKKI AÐ KVEIKJA Á
KERTI TIL AÐ GERA ÞETTA
RÓMANTÍSKARA?
EINKALEYFA-
STOFA
stunda einnig fluguveiði þegar færi
gefst og hef óbilandi áhuga á alls
kyns tónlist og spila á gítar og úkú-
lele þegar ég finn tímann í það.“
Fjölskylda
Eiginkona Árna Más er Hrafn-
hildur Hlín Hjartardóttir, f. 8.10.
1984, leikskólakennari. Þau hafa
búið í Þorlákshöfn frá 2014 en þar
áður bjuggu þau um skamman tíma
á bóndabænum Læk í Ölfusi þar
sem tengdafjölskylda hans bjó.
Foreldrar Hrafnhildar eru hjónin
Hrönn Guðmundsdóttir, f. 6.12.
1959, skógfræðingur, og Hjörtur
Bergmann Jónsson, f. 13.10. 1955,
hafnarstjóri.
Börn Árna Más og Hrafnhildar
eru Embla Guðlaug Árnadóttir, f.
4.11. 2012, Kolfinna Lára Árnadótt-
ir, f. 7.11. 2017, og Haraldur Berg-
mann Árnason, f. 12.11. 2020.
Bræður Árna Más eru Birgir
Haraldsson, f. 20.7. 1984, vélvirki,
búsettur í Grafarvogi, og Guð-
mundur Kristinn Haraldsson, f.
13.10. 1992, bílstjóri og rafvirkja-
nemi, búsettur í Þorlákshöfn.
Foreldrar Árna Más eru hjónin
Haraldur Magnús Kristjánsson, f.
30.10. 1957, frá Selfossi, og Guð-
laug Guðmundsdóttir, f. 28.9. 1961,
frá Birnustöðum á Skeiðum. Har-
aldur er sóknarprestur í Víkur-
prestakalli og hefur starfað þar síð-
an 1986 ásamt því að hafa verið
prófastur 1998-2011 í Skafta-
fellsprófastdæmi. Hann er á leið-
inni á eftirlaun. Guðlaug er hjúkr-
unarfræðingur og starfaði lengst af
sem hjúkrunarforstjóri og for-
stöðumaður á dvalar-og hjúkr-
unarheimilinu Hjallatúni í Vík í
Mýrdal frá stofnun þess 1989 til
2016. Hún er nú hjúkrunar-
fræðingur á líknardeild Landspít-
ala í Kópavogi. Haraldur og Guð-
laug bjuggu lengst af í Vík í Mýrdal
en búa núna í Reykjavík þó að enn
séu þau með aðsetur á prestsetrinu
í Vík.
Árni Már
Haraldsson
Valgerður Jónsdóttir
húsfreyja á Birnustöðum
Kristbjörn Hafliðason
bóndi á Birnustöðum
Sigrún Kristbjörnsdóttir
húsfreyja á Birnustöðum
Guðmundur Jónsson
smiður og frístundabóndi á
Birnustöðum II á Skeiðum
Guðlaug Guðmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur á
lPíknardeild Landspítalans í
Kópavogi, búsett í Reykjavík
Guðlaug Eiríksdóttir
húsfreyja í Þverspyrnu
Jón Guðmundur Jónsson
bóndi í Þverspyrnu í Hrunamannahr., Árn.
Þuríður Árnadóttir
húsfreyja á Hurðarbaki
Guðmundur Kristinn Gíslason
bóndi á Hurðarbaki í Flóa
Guðmunda Guðmundsdóttir
kjólameistari á Selfossi
Kristján Sigurður Guðmundsson
vélvirki og rennismiður á Selfossi
Lára Ingibjörg Magnúsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Guðmundur Guðni Kristjánsson
skrifstofumaður á Ísafirði
Úr frændgarði Árna Más Haraldssonar
Haraldur M. Kristjánsson
sóknarprestur í Víkurprestakalli,
búsettur í Reykjavík
Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir
á Boðnarmiði:
Kári gnauðar kólnar tíð
kveður bára í nausti.
Sölna grösin foldar fríð
finn ég keim af hausti.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
svarar:
Haustið kemur, harðnar tíð
herðir golan raust.
Bráðum kemur blíðan blíð
burtu hverfur haust.
Reyr frá Drangsnesi:
Undan brimi bunkast þang
– bálhvasst orðið getur –
Lóðbeint nú um lægða-gang
leiðir haustið vetur.
Hallmundur Kristinsson er á
sömu nótum:
Válynd gerast veður,
vindar tefja för.
Sorti í norðri séður.
Samt ég legg úr vör.
Válynd gerast veður,
vindar hamla för.
Mér er búinn beður.
Best að liggja í kör.
Maðurinn með hattinn:
Veðráttan er varla blíð,
– í vetrarhaminn sest’ann.
Er að skella á illskuhríð
austan, norðan, vestan.
Ingólfur Ómar hefur orð á því, að
Framsókn sé að hjarna við:
Sigurfeng úr býtum bar
brátt mun aukast kraftur.
Nú hefur fylgi Framsóknar
í fjósið ratað aftur.
Hér eru tvær öfugmælavísur:
Fljúgandi ég sauðinn sá,
saltarann hjá tröllum,
hesta sigla hafinu á,
hoppa skip á fjöllum.
Vikurkol er í vaðstein best,
vatn til ljósa brúka,
á grjótinu vex grasið mest,
gildir steinar fjúka.
Þá er limra eftir Ingvar Gíslason:
Hún Matta var húskross og heks
og hafði ekki brúk fyrir sex.
Þótt bóndinn þess bæði
þau nytust í næði
hún neitaði og maulaði kex.
Anton Helgi Jónsson kvað og
kallar „Kalt á toppnum“:
Ég finn vel að höfuðið hækkar
því hitinn á kollinum lækkar.
Á gránandi hnjúk
er gustur og fjúk
og gróðurlaus blettur sem stækkar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Veður gerast nú válynd
Hægðu á þér!
Umferðarskilti af öllum stærðum
og gerðum.
Bannmerki
Viðvörunarmerki
Bílastæðamerki
Einkastæði ATHUGIÐ!
Bílastæði eingöngu ætluð
starfsmönnum og gestum
skólanna frá 07:30 - 17:00
Óviðkomandi bílar verða fjarlægðir
Skilti
BSV S:5514000
Boðmerki
Xprent ehf. | Sundaborg 3 | 104 Reykjavík | 555 65 00 | xprent@xprent.is