Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 #9?4+ C :CB=23). 15= <8--+ 2E3 0?+32DA<+0-+ !9-93?=F %D;6*31)<0+< G 'A< "E--23). G (B23). G !>00+< &13=?)7 *;5+< !4042/5, " 650-53*2)./ '& " 7+/1# $%$%(%( <)3/- Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bændum á Hæli í Húnavatnshreppi tókst með aðstoð björgunarsveit- armanna að bjarga öllu því fé sem þar fennti í kaf í hríðarskotinu sem gekk yfir norðanvert landið í fyrra- dag. Á heimatúnum voru hundruð fjár og um 80-100 kindur fóru ofan í skurði og stöfluðust þar hver ofan á aðra. Einnig var nokkuð um að lömb hrektust að girðingum og væru þar föst. „Veðrið var stjörnuvitlaust, en öllu fé hér á bæ tókst að bjarga,“ segir Jón Kristófer Sigmarsson, bóndi á Hæli, í samtali við Morgunblaðið. Strax í bítið á þriðjudagsmorgun hafi verið komin snjókoma og stormur, sem hafi hert eftir því sem leið á dag- inn. Hríðarveður þetta hafi staðið þar til síðdegis og þá hafi verið komið 20-30 cm lag af snjó yfir tún. „Ef lömb fara ofan í skurði stendur yfirleitt eitt upp úr. Því var fljótlegt að lesa sig í gegnum þetta og finna féð. Núna teljum við okkur hér á Hæli vera búin að leita af okkur allan grun og heimta allt okkar fé. Dóttir mín, sem býr á Akureyri, kom reynd- ar hingað til að taka þátt í leit og björgun og fann tvo eða þrjá hausa sem ég vissi ekki um. Núna er allt féð komið á öruggan stað og bíður þess að farið verði með það í sláturhús, sem verður vonandi einhvern næstu daga,“ segir Jón. Hann bætir við að óveðrið nú hafi kannski ekki verið óvænt. Kona sín, Bergrún Ingólfs- dóttir, hafi í síðustu viku veitt mikl- um músagangi athygli en margra trú er að við slíkar aðstæður að hausti sé harður vetur í nánd. Þau á Hæli hafi verið sammála um eftir þetta að allra veðra væri von, eins og kom á dag- inn. Hjálparstörf í Vatnsdal Mannskapur úr björgunarsveit- inni Blöndu á Blönduósi, alls 10 manns, fór í gær til aðstoðar bænd- um í Vatnsdal, sem leituðu að fé sínu. „Við erum við hjálparstörf á tveimur bæjum í dalnum, en á þeim jörðum sem efst standa er talsverður snjór eftir þetta hríðarskot,“ sagði Þorgils Magnússon björgunarsveitarmaður. Músagangur boðaði hríðarveður - Fé fennti nyrðra - Staflaðist í skurðum - Björgunarsveitir á fullu Ljósmynd/Bergrún Ingólfsdóttir Sauðfé Hafa þurfti hraðar hendur þegar óveðrinu slotaði við að tína upp lömb og fullorðið fé úr sköflunum. Á Hæli var hverjum haus bjargað, en fjár er enn leitað til dæmis á þeim bæjum í Vatnsdalnum sem hæst standa í landinu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Tveir hreindýrskálfar sem fundust móður- lausir og illa til reika í vor hafa undanfarnar vikur glatt börn og ferðamenn á Austurlandi. Kálfunum var komið í góðar hendur og fengu þeir gott atlæti á gistiheimilinu Vínlandi sem er rétt við Fellabæ. „Kálfarnir voru litlir og virkilega illa haldnir þegar þeir fundust á Fljótsdalsheiði í vor,“ segir Björn Magnússon, fyrrverandi bóndi. „Það var hringt í mig því fólk veit að ég hef verið mikið upp í Lapplandi við smölun á hreindýrum þar og ég tók við þeim. Þeir komust strax undir hendur tveggja dýra- lækna á Egilsstöðum og í samráði við Múla- þing komum við þeim fyrir á Vínlandi og þar eru þau enn. Dýrin eru enn á pela og þau eru mjög gæf og blíð,“ segir Björn. Ferðamenn áhugasamir Björn og tengdasonur hans hafa sótt um heimild hjá Umhverfisstofnun til vörslu hreindýranna og hafa óskað eftir aðkomu Múlaþings að málinu. Björn segir að MAST og umhverfisráðuneytið hafi verið upplýst um vörslu kálfanna þegar í upphafi. Hreindýrskálfarnir hafa fengið nöfnin Garpur og Mosi og hafa margir sýnt þeim áhuga. Björn segir að fjöldi ferðamanna, bæði íslenskir og erlendir, sem frétt hafi af dýrunum, hafi skoðað þau. „Svo hafa komið krakkar úr alla vega tveimur bekkjum í Fellaskóla og þau hafa tvisvar komið úr leik- skólanum í Fellabæ. Krökkunum finnst auð- vitað einstakt að það sé hægt að kalla á kálf- ana og þeir komi. Og auðvitað að geta fengið að gefa þeim pela,“ segir hann og kveðst vona að fleiri geti kynnst kálfunum og gælt við þá. Sjálfur kveðst Björn nota hvert tækifæri til að líta eftir kálfunum. „Alltaf þegar ég hef tíma sleppi ég þeim úr gerðinu, fer með þá í langan göngutúr og beiti þeim. Svo komum við aftur heim og þeir fá pela og rúgbrauð. Þá eru allir sáttir og glaðir.“ Garpur og Mosi fá pela og rúgbrauð - Hreindýrskálfar í fóstri við Fellabæ Alúð Börnin sýna kálfunum mikinn áhuga. Peli Kálfarnir hafa braggast vel í sumar. Ljósmyndir/Fannar Magnússon Fóstur Kálfarnir voru veikburða í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.