Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
Snarpur skjálfti skók suðvesturhorn
landsins upp úr klukkan 11 fyrir há-
degi í gær. Upptök hans voru
skammt suðvestur af fjallinu Keili á
Reykjanesskaga.
Jarðskjálftinn mældist 3,5 að
stærð samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni. Hans varð vart víða á
suðvesturhorninu, eða allt frá Sand-
gerði til Reykjavíkur. Annar, 3,0 að
stærð, mældist um klukkan 15 og svo
um hálfsex í gærkvöldi mældist einn
2,9 að stærð.
Skjálftavirkni hefur tekið sig upp
að nýju í kvikuganginum sem liggur
suðvestur af Keili og var undanfari
jarðeldanna sem upp komu í Geld-
ingadölum.
„Skjálftavirkni hefur verið
óvenjulega lítil meðan á gosinu hefur
staðið, svo að þetta er kannski end-
urhvarf til fyrra lífs á Reykjanes-
skaga,“ sagði Páll Einarsson jarðeðl-
isfræðingur í samtali við mbl.is á
þriðjudag.
„Það eru einhverjar spennubreyt-
ingar í gangi, en það er erfitt að
segja nákvæmlega til um hvað það
er.“
Þegar gosið liggur niðri eins og
það gerir núna, er þá ekki mögulegt
að kvikan byrji að brjóta sér leið upp
annars staðar?
„Það er vissulega einn af mögu-
leikunum, að það sé breyting á gos-
opinu, sem sé breyting á gosinu
sjálfu. En það er sennilega líklegra
að þetta tákni einhvers konar lægð í
gosinu eða jafnvel endi á gosi. Þann-
ig að það eru ýmsar sviðsmyndir
uppi og of snemmt að segja til um
hver þeirra er í gangi.“ sh@mbl.is
Jörð skelfur enn á ný
- Skjálfti af
stærðinni 3,5 reið
yfir í gærmorgun
Lo
ft
m
yn
d
ir
eh
f.
Ný skjálftahrina á Reykjanesskaga
Keflavík
Njarðvík Vogar
Grindavík
Keilir
Kleifarvatn
Krýsuvík
Fagradals-
fjall
3,5
Skjálfti af stærðinni 3,5
mældist 0,8 km suðvestur
af Keili kl. 11:05 í gær.Annar
skjálfti varð klukkan 15:00,
sem var 3,0 að stærð.
Karl Gauti Hjalta-
son, frambjóðandi
Miðflokksins í
Suðvest-
urkjördæmi, hefur
gert þá kröfu við
yfirkjörstjórn
Norðvest-
urkjördæmis að
niðurstöður fyrstu
talningar úr kjör-
dæminu verði
látnar standa sem lokatölur í kjör-
dæminu. Endurtalning á sunnudeg-
inum breytti úthlutun jöfnunarsæta
töluvert en framkvæmd hennar hefur
verið harðlega gagnrýnd.
Karl greindi frá því í gær að hann
hefði kært niðurstöður alþingiskosn-
inganna til lögreglu en hann datt út af
þingi eftir endurtalningu sunnudags-
ins.
Í bréfi sem Karl sendi yfirkjör-
stjórn í Norðvesturkjördæmi, og
mbl.is fjallaði um í gær, dregur hann
lögmæti endurtalningarinnar sjálfrar í
efa. Í bréfinu, sem var einnig sent á
landskjörstjórn, segir Karl töluverðan
mun hafa verið á upprunalegri taln-
ingu og þeirri sem fór fram á sunnu-
deginum, sem Karl segir vekja fjöl-
margar spurningar.
baldurb@mbl.is
Fyrsta
talningin
standi
- Telur endurtaln-
ingu í NV ólögmæta
Karl Gauti
Hjaltason
ljósi kosningaúrslitanna, en hitt er
óljósara, nákvæmlega hvernig það
eigi að gerast, með fleiri eða feitari
bitum.
Fleiri kostir koma til greina
Í samtölum sem Morgunblaðið
átti við stjórnarþingmenn í gær er
athyglisvert að í öllum flokkum
fannst fólk, sem taldi aðra stjórnar-
myndunarkosti koma til greina, þótt
ekki hefði verið látið á þá reyna enn.
Þannig var nefnt að í þingflokki
sjálfstæðismanna væru sumir lang-
þreyttir á samstarfinu við Vinstri
græn og vildu frekar ræða við Flokk
fólksins. Eins má finna vinstra
grænt fólk, sem kysi annað stjórn-
armynstur. Fyrst verður þó látið
reyna á endurnýjað samstarf.
Meðal stjórnarþingmanna er þó
ekki aðeins rætt um aðra hlutföll í
ríkisstjórninni eða mögulegan mál-
efnasamning. Þar er einnig rætt um
að breyta verði ýmsu vinnulagi til
þess að fyrirbyggja ýmsan vanda,
sem upp kom á liðnu kjörtímabili.
Þar benda menn fyrst og fremst á
að ekki gangi að ríkisstjórn sé að af-
greiða frá sér mál, sem eru í bullandi
ágreiningi milli þingflokkanna eða
jafnvel innan þeirra, og vona hið
besta.
Hlutverk stjórnarandstöðu.
Þá er einnig um það talað í öllum
stjórnarflokkum, að tilraunin með að
fela stjórnarandstöðu nefndafor-
mennsku hafi mistekist. Bent er á að
stöku nefndarformaður hafi ekki
verið yfir það hafinn að notfæra sér
stöðuna í pólitískum æfingum, en að-
allega er þó rætt um að það sam-
ræmist illa lýðræðislegu hlutverki
stjórnarandstöðunnar að vera falið
að annast afgreiðslu þingmála, sem
flest eru stjórnarmál.
Það kann þó að vera snúnara en
virðast kann, því þetta fyrirkomulag
sneri í raun ekki síður að umbun-
arkerfi þingmanna. Skrifstofa Al-
þingis er áfram um að stjórnarand-
staðan komi að þeim störfum, svo
stjórnarmeirihlutinn búi ekki við
betri kjör. Stjórnarþingmenn, sem
blaðið ræddi við, viðurkenna það
sjónarmið, en segja að kjaramál
þingsins megi ekki ganga framar
stjórnskipan og pólitískri ábyrgð;
þau þurfi að leysa með öðrum hætti.
Þingflokkar hugsa stjórnarmyndun
- Hlutföll og verkaskipting við ríkisstjórnarborðið rædd - Aðrir stjórnarmeirihlutar kæmu til álita
SVIÐSLJÓS
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Viðræður formanna stjórnarflokk-
anna um endurnýjað stjórnarsam-
starf féllu niður í gær, vegna erinda
forsætisráðherra norður á Húsavík.
Þingmenn og trúnaðarmenn stjórn-
arflokkanna felldu hins vegar ekki
talið sín á milli um kosti í stjórnar-
samstarfi á meðan.
Flestir viðurkenna að koma þurfi
til móts við óskir framsóknarmanna í
Brot úr borgarísjaka var strandað inni á Sigurðarstaðavík á Melrakka-
sléttu í gærmorgun. Stór borgarísjaki lónaði þá 2-3 sjómílur norður af
Blikalónsey, sem er landfastur tangi. Brot brotnuðu úr borgarísjakanum í
brælunni í fyrradag og voru sum þeirra allt að 3-4 metra há, að sögn Krist-
jönu Bergsdóttur á Sigurðarstöðum. Tilkynnt var um allstóran jaka á
Sléttugrunni á laugardag og rak hann til suðsuðausturs. Þá sást til annars
jaka í norðnorðvestri frá sama stað. Á sunnudag sá skip borgarísjaka norð-
ur af Skaga og annar var á Hornbankasvæðinu. gudni@mbl.is
Ljósmynd/Kristjana Bergsdóttir
Borgarísjakinn brotnaði mikið í brælunni
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
A
595 1000
Alicante
At
h.
t 4. október, aðra leið
Flugsæti til
32.950
Flug aðra leið frá
Flugsæti
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.