Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 60
Hafnarfjörður Brynjar Berg Bryde
fæddist 14. janúar 2021 kl. 9.25. Hann
vó 3.666 g og var 53 cm langur. For-
eldrar hans eru Vala Rún Magnús-
dóttir og Björn Berg Bryde.
Nýr borgari
60 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
Vindur
Úlpa fyrir börn
Kr. 18.990.-
50 ÁRA Þórunn Erla Stefánsdóttir er Pat-
reksfirðingur en býr í Hafnarfirði. Hún er
grunnskólakennari að mennt, kenndi í 18 ár og
hefur verið deildarstjóri stoðþjónustu í Lækjar-
skóla í tvö ár.
Áhugamál Þórunnar eru útivist með fjöl-
skyldunni, prjónaskapur og ferðalög á framandi
slóðir.
FJÖLSKYLDA Jóhann Samsonarson, f. 1969,
leiðtogi í álverinu í Straumsvík. Börn þeirra eru
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, f. 1995, og Samson
Jóhannsson, f. 1997. Kærasta Samsonar er Íris
Þórdís Jónsdóttir, og dóttir hennar er Stella
Rós. Foreldrar Þórunnar Erlu eru Stefán
Skarphéðinsson, f. 1945, fyrrverandi sýslumað-
ur á Patreksfirði og í Borgarnesi, og Ingibjörg
Ingimarsdóttir, f. 1949, fyrrverandi launa-
fulltrúi hjá Borgarbyggð. Þau eru búsett í
Borgarnesi.
Þórunn Erla Stefánsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Hnökrar af ýmsu tagi gætu gert vart
við sig í vinnunni. Brynjaðu þig gegn utan-
aðkomandi áhrifum og taktu málin í þínar
hendur.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þeir sem segja: enga eftirsjá, rugla þig
í ríminu. Ef þig endilega langar að láta taka
eftir þér þá er dagurinn í dag kjörinn til
þess.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Oft var þörf en nú er nauðsyn á að
þú beinir athyglinni að því að rækta sjálfa/n
þig andlega og líkamlega. Ekki breyta um
stefnu í ákveðnu máli.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú hefur látið aðra ganga fyrir og nú
er kominn tími til þess að þú sinnir sjálfum/
sjálfri þér. Hvað forðastu? Horfstu í augun
við það og óttinn hverfur.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú getur nýtt sannfæringarkraft þinn
til að styrkja stöðu þína. Gerðu þér glaðan
dag og bjóddu vini þínum út að borða.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Haltu ró þinni á hverju sem gengur
og líttu bara á björtu hliðar tilverunnar.
Bestu hugmyndirnar koma oft alveg að
óvörum.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú ert að velta fyrir þér leiðum til að
bæta heilsu þína. Leitaðu ekki langt yfir
skammt. Góður göngutúr er ágætisbyrjun.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er oft gaman að kynnast
nýju fólki, sérstaklega þegar það getur
kynnt manni nýjar hugmyndir og framandi
lönd. Láttu athugasemdir annarra sem vind
um eyrun þjóta.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Fáirðu ekki viðurkenningu verka
þinna áttu það til að fara í baklás. Brostu
framan í heiminn og þú sérð að þér eru allir
vegir færir.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Tilfinningar þínar til vinar gætu
breyst á næstu vikum. Reyndu að ná betri
tökum á skapi þínu, þannig að það hlaupi
ekki með þig í gönur.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Gættu þess að hafa báða fæt-
urna á jörðunni þegar þú metur eigin
frammistöðu. Ekki flýta þér svona alla daga,
hægðu á þér.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú gætir uppgötvað alveg nýja tekju-
möguleika í dag. Vertu tilbúinn að aðstoða
vin þurfi hann á stuðningi þínum að halda.
tíma í senn og ákvað ég því árið
2015 að hefja störf aftur á gömlu
deildinni minn á gjörgæslunni í
Fossvogi.“ Þar starfaði Árni Már
vann þá á hinum ýmsu gjörgæslu-
deildum um allan Noreg, mest þó í
Ósló. Það var talsvert álag á fjöl-
skyldulífinu að vera í burtu í langan
Á
rni Már Haraldsson er
fæddur 30. september
í Reykjavík og bjó þar
með foreldrum sínum
til 5 ára aldurs. Síðan
flutti fjölskyldan til Víkur í Mýrdal.
„Í Vík var gott að alast upp. Mik-
ið frelsi og skemmtilegt að leika sér
í þorpinu og í náttúrunni í kringum
það. Einnig átti ég ömmu og afa á
Skeiðunum, á Birnustöðum II, og
var oft lengi í heimsókn í sveitinni
þar sem afar gott var að vera. Ég
bjó í Vík þangað til ég flutti til Þor-
lákshafnar til að fara í Fjölbrauta-
skóla Suðurlands. Þar bjó ég hjá
móðursystur minni meðan ég
stundaði nám og vann svo í Humar-
vinnslunni í bænum á sumrin.
Þarna eignaðist ég marga góða vini
sem enn eru mínir bestu vinir.“
Árni Már stundaði grunnskóla-
nám í Vík og framhaldsskóla á Sel-
fossi í Fjölbrautaskólanum þar.
Hann útskrifaðist af félagsfræði-
braut 2001. Að loknum framhalds-
skóla fluttist Árni Már til Reykja-
víkur og fór að vinna sem starfs-
maður á geðdeild 12 á Kleppi. Þar
fékk hann áhuga á hjúkrunarfræði
og ákvað að reyna við klásus í því
fagi ári seinna. Hann komst inn í
námið eftir haustönn í klásus og út-
skrifaðist sem hjúkrunarfræðingur
2006.
„Í náminu var stefnan alltaf tek-
in á að verða geðhjúkrunarfræð-
ingur en á þriðja ári í náminu fór
ég í verknám á gjörgæsludeild og
heillaðist algerlega af þeirri deild.
Ég hóf störf á gjörgæslunni í Foss-
vogi sem nemi árið 2005 og vann
þar eftir útskrift 2006 og alveg
þangað til 2008. Árið 2008 flutti ég
til Kaupmannahafnar með kærust-
unni minn sem er í dag konan mín.
Við vorum þar í fimm ár og bjugg-
um á Norðurbrú.“
Árni Már hóf störf á gjörgæslu-
deild á spítalanum Bispebjerg í
Kaupmannahöfn og kláraði fram-
haldsmenntun í gjörgæsluhjúkrun.
„Eftir útskrift úr HÍ hef ég alltaf
unnið á gjörgæsludeildum. Eftir að
við fluttum heim aftur hélt ég samt
áfram að vinna erlendis í tvö ár og
þó aðeins í nokkra mánuði því fljót-
lega var hann beðinn um að taka að
sér deildarstjórastöðu á gjörgæsl-
unni á Hringbraut, tímabundið í
eitt ár. Eftir að ár var liðið var
staðan auglýst og sótti hann um
stöðuna og fékk.
„Það voru heilmikil viðbrigði að
verða allt í einu stjórnandi á nokk-
uð stórri deild með um 80 starfs-
menn. Ég starfa þar enn sem deild-
arstjóri og mér þykir mjög vænt
um vinnustaðinn minn og fólkið
sem vinnur með mér. Að vera
deildarstjóri á gjörgæsludeild á Co-
vid-tímum hefur verið mikil reynsla
og oft á tíðum mjög krefjandi.“
Í frítímanum reynir Árni Már að
eyða sem mestum tíma með fjöl-
skyldu sinni. „Við búum í rólegu og
góðu bæjarfélagi og kunnum afar
vel við okkur í Þorlákshöfn. Ég set
fjölskylduna mína í fyrsta sæti í frí-
tíma mínum og ef Covid hefur
kennt mér eitthvað þá er það það
að nýta frítímann minn vel og leika
við börnin mín og hafa gaman. Ég
Árni Már Haraldsson, deildarstjóri gjörgæslu á Landspítalanum við Hringbraut – 40 ára
Fjölskyldan Árni Már, Hrafnhildur og börn stödd í fjörunni í Þorlákshöfn.
Fjölskyldan í fyrsta sæti
Á gjörgæslunni Hjúkrunarfræðing-
arnir Árni Már og Ólafur G. Skúlason. Feðgarnir Árni Már og Halli.
Til hamingju með daginn