Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 32
32 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
Greið leið
– til fram
Við ráðum í 100 stöðu
a
r
30. september 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.19
Sterlingspund 174.17
Kanadadalur 101.32
Dönsk króna 20.132
Norsk króna 14.82
Sænsk króna 14.686
Svissn. franki 138.1
Japanskt jen 1.15
SDR 181.41
Evra 149.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.3589
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleika
Seðlabanka Íslands sem birt var í gær
segir að ört hækkandi fasteignaverð
hafi farið saman við aukna skuldsetn-
ingu heimila á síðustu mánuðum. Því
hafi bankinn ákveðið að setja reglur
um hámark greiðslubyrðar um fast-
eignalán í hlutfalli við tekjur neyt-
enda og skal greiðslubyrðarhlutfall
fasteignalána almennt takmarkast
við 35% en 40% fyrir fyrstu kaupend-
ur.
Varanleg ákvörðun
Á kynningarfundi í Seðlabankanum
í gær sagði Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóri að um varanlega ákvörðun
væri að ræða og verið væri að koma
upp sambærilegum vörnum og tíðkast
hjá öðrum þjóðum. Tryggja eigi að
fólk sé ekki að taka of mikla áhættu í
sínum fasteignakaupum til að varna
því að fasteignabóla myndist á mark-
aðnum. Ráðstöfunin skapi jarðsam-
band við tekjur fólks í landinu.
„Við viljum ekki að fasteignaverð
fari úr takti við tekjur í landinu,“
sagði Ásgeir á fundinum.
Í frétt í ViðskiptaMogganum í gær
var sagt frá því að íbúðir í byggingu á
höfuðborgarsvæðinu væru nú 18%
færri en á sama tíma á síðasta ári og
fjöldi íbúða í byggingu hefði ekki ver-
ið minni síðan í mars 2019. Minna
framboð fasteigna hafi áhrif til hækk-
unar verðbólgu.
Talað á sömu nótum
Ingólfur Bender, aðalhagfræðing-
ur Samtaka iðnaðarins, segir að
Seðlabankinn sé að tala á sömu nótum
og Samtökin hafi verið að gera síð-
ustu misseri. Bent sé á að framboð
íbúðarhúsnæðis sé vandamál og að
áframhaldandi ójafnvægi milli fram-
boðs og eftirspurnar á húsnæði þrýsti
verði upp og að það geti skapað
áhættu á markaðnum.
Ingólfur segir að ráðstöfun Seðla-
bankans sé í sjálfu sér fín eins og
hann orðar það. Bankinn sé að leitast
við að tryggja fjármálastöðugleika og
í leiðinni stöðugleika á íbúðamarkaði,
líkt og SI hafi lengi talað fyrir.
Ingólfur segir að eina lausnin á
vandanum sé að auka framboð á lóð-
um. „Þar er flöskuhálsinn, eins og við
höfum lengi bent á. Sveitarfélögin
hafa haldið að sér höndum í þessum
efnum. Það sem Seðlabankinn er að
gera núna hefur áhrif á eftirspurnina
en framboðshliðin er rót vandans,“
segir Ingólfur.
Ingólfur segir að um fyrirbyggj-
andi aðgerðir sé að ræða af hálfu
bankans sem hafi ekki áhrif til
skamms tíma.
„Þarna er verið að setja upp
ákveðnar girðingar til að tryggja að
fólk sé ekki að lenda í vandræðum
með greiðslubyrði litið fram á við.“
Ingólfur segir að ef yfirvöld hefðu
hlustað á ítrekuð varnaðarorð SI í
gegnum tíðina væri þjóðfélagið ekki í
þeirri stöðu sem það er í í dag. „Við
viljum stöðugleika á þennan markað
og að uppbygging sé í samræmi við
þörf. Þannig er það ekki í dag.“
Vaxtahækkanir
Seðlabankinn hefur brugðist við
hækkandi verðbólgu með vaxtahækk-
unum. Ingólfur segir að gallinn við
vaxtahækkanir bankans sé að þar er
verið að hafa áhrif á eftirspurnarhlut-
ann og framboðshlutann á sama tíma.
Vaxtagjöld íbúðalána hækki ásamt
því sem fjármagnskostnaður fram-
kvæmdaraðila hækki. „Vaxtatækið er
ekki fullkomið tæki til að taka á
þessu.“
Heimatilbúinn vandi
Ingólfur segir að lokum að ef fram-
boðsvandinn á íbúðamarkaði yrði
leystur og verðþrýstingur minnkaði,
væri verðbólgan líklega að lækka til-
tölulega hratt. Verðbólgumarkmið SÍ
næðust fyrr og verðbólguvæntingar
yrðu frekar í markmiði bankans. Þar
með yrði minni þörf fyrir vaxtahækk-
anir af hálfu SÍ. „Þá væri að birtast
mun jákvæðari mynd. Þessi vandi
okkar er heimatilbúinn og lausnin er í
höndum stjórnvalda,“ segir Ingólfur
að lokum.
Lítið framboð íbúða vandamál
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Uppbygging Íbúðir í byggingu eru 18% færri en á sama tíma á síðasta ári.
- SÍ setur reglur um hámark greiðslubyrðar - Hætta á fasteignabólu - Framboðshliðin rót vandans
Víkurverk, sem sérhæfir sig í sölu á
ferðavögnum, hagnaðist um 82 millj-
ónir króna á síðasta ári. Hagnaður-
inn margfaldaðist á milli ára en hann
var rúmar 27 milljónir árið á undan.
Tekjur Víkurverks á síðasta ári
námu tæplega 1,7 milljörðum króna
en árið á undan voru þær 1,3 millj-
arðar.
Það sem fer upp kemur niður
Arnar Barðdal, framkvæmda-
stjóri og eigandi fyrirtækisins, segir
að árið í fyrra hafi verið stærsta ár
þess frá upphafi. „En það má ekki
gleyma því að það sem fer upp kem-
ur aftur niður. Mikilvægt er að hafa
byggt upp sterkan grunn í fyrir-
tækinu til að það þoli slíkar sveiflur
og er ljóst að við erum ekkert án
starfsfólks okkar. Víkurverk er sér-
verslun sem krefst mikillar sérþekk-
ingar af okkar fólki og það er mik-
ilvægt að þjónustustigið sé hátt. Við
erum svo heppin að vera með frá-
bæran starfsmannahóp sem er eins
og ein stór fjölskylda. Þau hafa lagt
mikið á sig til að fyrirtækið nái þess-
um árangri, jafnvel unnið langt fram
á kvöld og erum við nú að uppskera
eftir þá vinnu,“ segir Arnar.
Faraldurinn ástæða
Faraldurinn hefur haft sitt að
segja um velgengnina að sögn Arn-
ars en vegna hans ákváðu margir að
ferðast innanlands sumarið 2020.
„Það jók álagið á okkur til muna en
sem betur fer tókst okkur að komast
ágætlega í gegnum þetta. Margir
voru að ferðast með ferðavagna í
fyrsta sinn og þurftu því að læra á
allt sem þeim viðkemur.“
Morgunblaðið/G.Rúnar
Ferðalag Arnar Barðdal fram-
kvæmdastjóri Víkurverks.
Hagnaður Víkur-
verks 82 m.kr.
- Tekjur 1,7 millj-
arðar - Stærsta
ár frá upphafi
Nýjar íbúðir í Sunnu-
smára 2-6, suður af
Smáralind, voru aug-
lýstar sl. föstudag og
var opið hús síðustu
helgi. Þar eru sam-
tals 84 íbúðir í þrem-
ur stigagöngum.
Þórhallur Biering,
löggiltur fast-
eignasali hjá Miklu-
borg, segir búið að
selja 60 íbúðir í hús-
inu síðan opnað var
fyrir tilboð á mánu-
daginn var.
Stefnt sé að því að
afhenda íbúðir í Sunnusmára 6 í mars og svo fylgi Sunnusmári 4 í
kjölfarið í apríl og loks Sunnusmári 2 í maí, ef áætlun heldur.
Þórhallur segir aðspurður að salan vitni um skort á íbúðum, ekki
síst 2 til 3 herbergja íbúðum, en íbúðirnar í Sunnusmára 2-6 kosti frá
40,9 milljónum króna. Kaupendahópurinn sé fjölbreyttur en meðal
annars sé fólk sem keypti fyrstu íbúðirnar í hinu nýja hverfi, Smára-
byggð, að færa sig yfir í stærri íbúðir. Bílastæði í kjallara fylgi flest-
um íbúðanna.
Á norðurhlið Sunnusmára 2 verður atvinnurými á fyrstu tveimur
hæðunum og er þar gert ráð fyrir veitingarekstri.
Allar íbúðirnar, alls 213, í sex fyrstu fjölbýlishúsunum í Smára-
byggð eru seldar og hafa nú selst 60 til viðbótar í Sunnusmára 2-6.
Áformað er að ljúka uppbyggingu íbúða í Smárabyggð árið 2023 en
gert er ráð fyrir 675 íbúðum, auk atvinnuhúsnæðis. baldura@mbl.is
ÍBÚÐIR Í SUNNUSMÁRA 2-6 RJÚKA ÚT
Salan þykir vitna um skortinn
Í byggingu Sunnusmári 2-6 er suður af Smáralind.
Morgunblaðið/Baldur