Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 46
Einn þessara staða er Brauð- kaup í Kópavogi – nánar tiltekið í Kársnesinu – þar sem hefur myndast einstök stemning með- al íbúa sem líta á staðinn sem sitt samkomuhús ef svo má að orði komast – enda Kópa- vogsbúar þekktir fyrir heitar tilfinningar til heimahaganna. Að baki Brauðkaupum eru sex vinir úr Kársnesinu sem ákváðu að opna saman veit- ingastað. Eins og nafnið gefur til kynna er staðurinn með handverksbrauð og -bakkelsi, þó að aðaláherslan sé á grillið. Þar er boðið upp á steik- arhamborgara úr grófhökk- uðum ribeye-steikum, nauta- lund og chucksteik með ríkri fituprósentu. Borgararnir eru eldgrillaðir á gamla mátann og njóta gríðarlegra vinsælda. Einnig þykja kjúklingavæng- irnir í sérflokki og sérstaklega þeir kóresku, en þeir eru í heimalagaðri teriyaki-bbq-sósu með wasabihnetum. Bæði er hægt að borða á staðnum sem og taka matinn með heim og alltaf er passað upp á að hafa rjúkandi á könn- unni og hádegistilboð á virkum dögum. Um helgina hefst svo Októ- berfest og þar verður öllu tjald- að til. Búast má við mikilli stemningu enda staðurinn þekktur fyrir hátíðahöld á tylli- dögum. Hátíðahöldin hefjast á föstudaginn kl. 17 og verður boðið upp á risatjald, Götubitinn mætir með sína bestu bíla og boðið verður upp á tónlistar- atriði svo fátt eitt sé nefnt. Bjórinn verður frá brugghús- unum Viking og Malbikk og boðið verður upp á sérleg Októ- berfest-tilboð. Aðalstjörnurnar á matseðl- inum verða þó pretzel- borgarinn, 120 g steikarborgari úr nautalund; ribeye-steik með reyktri svínasíðu, pikkluðum dillgúrkum, rauðlauk, salati, dijonsinnepi og majónesi; og eldgrillað bratwurst með súrkáli og sinnepi. Ekkert kostar inn og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Það fer að bresta á með október og eru öldurhús og hverfisbúllur landsins í startholunum með Októberfest af bestu gerð þar sem bjórinn verður kneyfaður með dýrindisgóðgæti. Októberhátíðin hefst um helgina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alvöruhamborgari Þessi girnilegi steikarborgari verður seint topp- aður enda búinn til úr nautalund og rib-eye. Brauðið er svo alvöru- pretzel eins og vera ber þegar þýsk stemning er í hávegum höfð. Bratwurst-draumur Þessi ógnarfagra pylsa verður seint toppuð og passar einstaklega vel með ísköldum bjór á Októberfesti Brauðkaups. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.