Morgunblaðið - 30.09.2021, Page 46

Morgunblaðið - 30.09.2021, Page 46
Einn þessara staða er Brauð- kaup í Kópavogi – nánar tiltekið í Kársnesinu – þar sem hefur myndast einstök stemning með- al íbúa sem líta á staðinn sem sitt samkomuhús ef svo má að orði komast – enda Kópa- vogsbúar þekktir fyrir heitar tilfinningar til heimahaganna. Að baki Brauðkaupum eru sex vinir úr Kársnesinu sem ákváðu að opna saman veit- ingastað. Eins og nafnið gefur til kynna er staðurinn með handverksbrauð og -bakkelsi, þó að aðaláherslan sé á grillið. Þar er boðið upp á steik- arhamborgara úr grófhökk- uðum ribeye-steikum, nauta- lund og chucksteik með ríkri fituprósentu. Borgararnir eru eldgrillaðir á gamla mátann og njóta gríðarlegra vinsælda. Einnig þykja kjúklingavæng- irnir í sérflokki og sérstaklega þeir kóresku, en þeir eru í heimalagaðri teriyaki-bbq-sósu með wasabihnetum. Bæði er hægt að borða á staðnum sem og taka matinn með heim og alltaf er passað upp á að hafa rjúkandi á könn- unni og hádegistilboð á virkum dögum. Um helgina hefst svo Októ- berfest og þar verður öllu tjald- að til. Búast má við mikilli stemningu enda staðurinn þekktur fyrir hátíðahöld á tylli- dögum. Hátíðahöldin hefjast á föstudaginn kl. 17 og verður boðið upp á risatjald, Götubitinn mætir með sína bestu bíla og boðið verður upp á tónlistar- atriði svo fátt eitt sé nefnt. Bjórinn verður frá brugghús- unum Viking og Malbikk og boðið verður upp á sérleg Októ- berfest-tilboð. Aðalstjörnurnar á matseðl- inum verða þó pretzel- borgarinn, 120 g steikarborgari úr nautalund; ribeye-steik með reyktri svínasíðu, pikkluðum dillgúrkum, rauðlauk, salati, dijonsinnepi og majónesi; og eldgrillað bratwurst með súrkáli og sinnepi. Ekkert kostar inn og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Það fer að bresta á með október og eru öldurhús og hverfisbúllur landsins í startholunum með Októberfest af bestu gerð þar sem bjórinn verður kneyfaður með dýrindisgóðgæti. Októberhátíðin hefst um helgina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alvöruhamborgari Þessi girnilegi steikarborgari verður seint topp- aður enda búinn til úr nautalund og rib-eye. Brauðið er svo alvöru- pretzel eins og vera ber þegar þýsk stemning er í hávegum höfð. Bratwurst-draumur Þessi ógnarfagra pylsa verður seint toppuð og passar einstaklega vel með ísköldum bjór á Októberfesti Brauðkaups. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.