Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.2021, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Sindrastóll Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001) Sindrastóllinn er bólstraður með íslenskri lambagæru. Verð frá: 199.000 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Kosningar um sl. helgi skila 25 nýjum fulltrúum sæti á Alþingi. Krefjandi staða í efnahagsmálum, úrbætur í heilbrigðiskerfinu, aðgerðir í loftslagsmálum, flóttafólk og stjórnarskrá; stórmál sem bíða úrlausnar, segja nýir þingmenn sem Morgunblaðið ræddi við. sbs@mbl.is „Nú eftir kosningar tel ég að Al- þingi Íslendinga sé skipað fjölda vel meinandi og hugsandi kjörinna fulltrúa sem ég er handviss um að styðja raunverulegar úrbætur. Í einu auðugasta landi veraldar reynast allt of margir fastir í ósanngjörnum viðjum fátæktar. Að bæta úr því er algjört forgangs- mál,“ segir Jakob Frímann Magn- ússon, þingmaður Flokks fólksins. „Mikilvægt er að úrbætur á kjörum þeirra lakast settu verði á dagskrá í viðræðum þeirra sem mynda nýja ríkisstjórn. Flokkur fólksins hefur komið þessum mál- um rækilega á dagskrá og fjöl- margir þingmenn úr flestum flokk- um virðast sammála um að stórbæta þurfi stöðuna. Fólkið sem stritað hefur alla sína ævi, lagt grunn að innviðum okkar ríka samfélags, þar með talið 6.400 milljarða króna lífeyrissjóðakerfi, á hreinlega betra skilið, segir Jak- ob sem kveðst hlakka til þeirra verkefna sem nú bíða hans í póli- tík. Hann var varaþingmaður Sam- fylkingar fyrir bráðum 20 árum auk þess að hafa í áratugi verið áberandi á leiksviði íslensks sam- félags. „Þetta er spennandi tækifæri, meðal annars til að bæta velferð- arkerfið en einnig til að treysta stoðir tekjuskapandi atvinnulífs. Fiskeldið kemur æ sterkar inn í landsframleiðsluna – og verð fyrir afurðir bleikfisks er jafnan hærra en þess hvíta. Þar þurfum við að halda áfram. Þá vega hugverk og tengdar greinar æ þyngra í þjóð- arbúskapnum. Eru nú 16% af út- flutningsverðmætum þjóðarinnar en sú prósenta gæti tvöfaldast á næstu árum ef rétt er á haldið. Því er ég sammála þeim sem telja að þar beri að gefa í, meðal annars með því að koma á fót langþráðu ráðuneyti skapandi greina. Tæki- færi til aukinnar verðmætasköp- unar brosa við okkur, bæði í bein- hörðum peningum sem og þeim menningarlegu verðmætum sem seint verða að fullu metin til fjár.“ Margir fastir í ósanngjörnum viðjum fátæktar í auðugu landi „Kosningarnar nú fóru fram á óvenjulegum tíma; við aðstæður sem ætla má að séu upptaktur verðbólgu og vaxtahækkana. Ný ríkisstjórn, hvernig sem hún verður skipuð, þarf að setja fram trúverðuga efnahags- áætlun sem ver stöðu ríkissjóðs og dregur úr vaxtahækkunum og verð- bólgu, sem er mikilvægt fyrir heimili og fyrirtæki. Að ná tökum á efna- hagsmálum verður brýnt verkefni stjórnvalda á næstunni,“ segir Sig- mar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. „Mikil umræða um heilbrigðismál að undanförnu verður svo að skila sér í aðgerðum. Ágreiningur milli Sjálfstæðisflokks og VG um leiðir og rekstrarform er augljós. Ef kostir einkarekstrarins hefðu verið betur nýttir hefði álagið á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum ekki orðið jafn mikið í kórónuveiru- faraldrinum og gerðist. Þarna er tví- mælalaust þörf á stefnubreytingu.“ Nú í vikunni hafa vanhöld og mis- tök við talningu atkvæða í Norðvest- urkjördæmi verið helsta fréttamálið. „Þetta er vandræðalegt mál sem ég tel að sýni okkur svart á hvítu hve uppstokkun á allri kosningalöggjöf og skipan kjördæma landsins er mikilvæg. Fjögur ár eru til stefnu og á þeim tíma ætti að nást einhver lausn sem allir geta sætt sig við.“ Efnahagsmál brýnt verkefni „Mikilvægt er að ný ríkisstjórn klári mál sem út af standa vegna lífskjara- samningsins, til að mynda aðgerðir gegn launaþjófnaði og breytingar á lögum til að styrkja stöðu leigj- enda,“ segir Jóhann Páll Jóhanns- son, þingmaður Samfylkingar. „Hagkerfið er enn viðkvæmt eftir kórónuáfallið og brýnt að snúið verði frá áformunum sem fram komu í fjármálaáætlun stjórnar- flokkanna um stórtækan niðurskurð á næstu árum. Við í Samfylkingu uppskárum ekki eins og við vildum í þessum kosningum, en hægriflokk- arnir sem töluðu um að lækka skatta og minnka báknið töpuðu líka. Sigurvegarar eru Framsókn, sem rak kosningabaráttu um að fjárfesta í fólki, og Flokkur fólksins, sem lagði áherslu á bætt kjör eldra fólks og öryrkja. Því er borðleggjandi að ríkisstjórnin sem nú tekur við bæti strax kjör þeirra sem hafa verið skildir eftir og stöðvi kjaragliðnun milli lífeyrisþega og launafólks. Svo verður að stíga miklu fastar til jarð- ar í loftslagsmálum. VG töluðu fyrir 60% samdrætti í losun gróðurhúsa- lofttegunda fyrir 2030 í sinni stefnu og hljóta að gera kröfu um að mælt sé fyrir um það í stjórnarsáttmála. Þá erum við í Samfylkingu boðin og búin að leggja fram lausnir,“ segir Jóhann Páll enn fremur. Hagkerfið er enn viðkvæmt „Loftslagsmálin þurfa að vera í al- gjörum forgangi á næstunni. Það veldur mér áhyggjum að þeir flokk- ar sem hlutu mest fylgi eru ekki með neina raunhæfa stefnu í þessum málum. Því reynir á okkur sem stefnu höfum að vísa veginn,“ segir Arndís Anna Kristínar- og Gunn- arsdóttir, þingmaður Pírata. „Við viljum líka að stjórnarskrár- málið komist á dagskrá. Auðvitað gengur ekki að þau sem völdin hafa hverju sinni hummi fram af sér í ára- tugi að gera nauðsynlegar breyt- ingar á þessu grundvallarplaggi stjórnskipunar landsins, sem núver- andi vandræðastaða sýnir einmitt svo glöggt að breyta þarf. Vilji al- mennings til úrbóta er skýr. Sjálf hef ég mikinn áhuga á útlendinga- málunum og þar er ýmislegt sem ekki má bíða, svo sem að stöðva end- ursendingar flóttafólks til Grikk- lands og Ungverjalands. Slík með- ferð er ómannúðleg. Annars verður að segjast að nú á miðvikudags- morgni er staðan í pólitíkinni enn mjög óljós. Álitamál um talningu at- kvæða í Norðvesturkjördæmi hafa enn ekki verið leidd til lykta. Upp- kosning er ekki útilokuð og komi til hennar gætu úrslitin komið af stað hringekju. Fólk sem í dag virðist hafa náð kjöri til Alþingis gæti dottið út og nýtt komið inn í þess stað.“ Loftslag og stjórnarskrá „Sé horft til þess hve félags- og heil- brigðismál voru mikið rædd fyrir kosningar hljóta þau að verða ofar- lega á verkefnalista næstu mánaða. Minn flokkur lagði áherslu á þessi mál í kosningabaráttunni og sá stuðningur sem við fengum er ákall um úrbætur,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Fram- sóknarflokks í Suðurkjördæmi. „Biðlista á sjúkrastofnunum þarf að vinna niður og auka þarf fjár- veitingar til að svo megi verða. Úr- bætur í málefnum barna, sem Ás- mundur Einar Daðason félagsmála- ráðherra hefur boðað, þurfa svo að komast til framkvæmda fljótt. Svo verður að taka á atvinnumálunum. Skapa þarf tækifæri og styðja við ýmsa sprota, nú eftir bakslagið sem fylgdi kórónuveirunni. Þegar verst lét var atvinnuleysi á Suðurnesjum orðið um 24% en er nú komið niður í 10%. Staðan hefur breyst hratt til batnaðar á síðustu mánuðum, með- al annars þar sem fólk er að hverfa aftur til fyrri starfa. Annars bara bíðum við átekta og sjáum hver út- koman verður í viðræðum for- manna ríkisstjórnarflokkanna um áframhaldandi samstarf. Bent er á að aðstæður í efnahagsmálum á næstunni kunni að verða krefjandi og þá er mikilvægt að forystan sé traust.“ Taka verður á atvinnumálum „Fyrsta mál nú eftir kosningar er að mynda ríkisstjórn, sem þarf í byrjun að takast á við krefjandi verkefni,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, odd- viti Sjálfstæðisflokks í Suður- kjördæmi. „Tekjufallið í heimsfaraldrinum var mikið og fjárlagagatið er stórt. Borga þarf niður þær skuldir sem safnað var til og ríkisbúskapurinn næstu tvö til þrjú árin verður krefj- andi. Í þessari stöðu höfum við um þrjá möguleika að velja: Að hækka skatta eða fara í mikinn niðurskurð. Ég held að fyrir hvorugu þessa sé hljómgrunnur. En þá komum við að þriðja kostinum, sem er að efla at- vinnulífið og stækka þjóðarkökuna. Efling atvinnulífsins, það er tækni- greina- og hugverkageirans, er með- al tækifæra.“ Eftir kosningabaráttuna segist Guðrún koma til þings vel nestuð af hugmyndum og viðhorfum sem kjós- endur í kjördæminu hafi kynnt sér. Heilbrigðisþjónustu hafi oft borið á góma og þar leggi fólk áherslu á betra aðgengi að heilsugæslunni. Einnig að eyða þurfi biðlistum eftir aðgerðum á sjúkrahúsum og þjón- ustu á hjúkrunarheimilum. „Krafan um úrbætur er skýr og eins og ég sagði fyrir kosningar í Morgunblaðinu er heilbrigðisþjón- ustan átakalína þjóðmálanna í dag.“ Fjárlagagatið er krefjandi 2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.