Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 64

Morgunblaðið - 30.09.2021, Side 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Það er mjög mikil eftirvænting í loft- inu. Maður finnur að fólk er orðið bíó- þyrst sem er náttúrulega frábært,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórn- andi Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðarinnar í Reykjavík, RIFF. Há- tíðin hefst í dag, 30. september, og stendur yfir til sunnudagsins 10. október. Hátíðin í fyrra var að mörgu leyti óvenjuleg vegna faraldursins og því gleðilegt að hún verði með nokkuð hefðbundnu sniði í ár. Það eru þó vissar nýjungar frá hátíðinni í fyrra sem verða áfram. Hrönn nefnir sér- staklega það sem kallað er „RIFF heima“, sýningar á myndum hátíð- arinnar á netinu. „Okkar hlutverk er að miðla kvikmyndamenningu en margir eiga ekki heimangengt. Fólk er í fangelsum, úti á sjó eða býr ein- hvers staðar úti á landi. Við viljum að það fólk fái að njóta þessara mynda líka.“ Retró stemning Hrönn nefnir einnig að bílabíóið svokallaða verði aftur á dagskrá í ár, á bílaplani Samskipa á Holtavegi. „Þetta er pínu „retró“ stemning. Svo verður bíll, innréttaður sem bíó, á ferðinni með erlenda gesti hátíðar- innar og fleiri. Hann mun einnig stoppa fyrir utan skóla og dvalar- heimili. „Það er líka liður í því að þeir sem komast kannski ekki í Bíó Para- dís akkúrat þessa daga geti samt skellt sér á einhverjar sýningar. Við erum að reyna að færa hátíðina til fólksins. Okkur þykir það svo spenn- andi. Það er alltaf gaman að gera eitt- hvað nýtt.“ Það er ekki að sjá á dagskránni í ár að kófið hafi haft neikvæð áhrif á reksturinn. „Þetta var erfitt ár því auðvitað minnkaði miðasalan töluvert en að sama skapi eyddum við minni peningum í flug og gistingu. Þannig þetta reddaðist eins og maður segir,“ segir Hrönn. Komin á kortið „Við erum metnaðargjörn. RIFF er komin á hið alþjóðlega kvikmynda- hátíðarkort sem virt hátíð. Ég er búin að vera að þessu lengi og er líka að vinna með frábæru fólki.“ Dagskrár- stjóri hátíðarinnar er Frédéric Boy- er. „Hann rak vídeóleigu í París, var uppgötvaður þar og sendur beint á kvikmyndahátíðina í Cannes þar sem hann stýrði risastórum flokki í mörg ár.“ Nú stýrir hann einnig hinni virtu Tribeca-hátíð í New York. „Við viljum gera hlutina vel og hjálpa til við að gera Reykjavík að alþjóðlegri kvikmyndahátíðaborg og okkur finnst þetta mjög mikilvægt hlutverk að sýna þessar óháðu kvik- myndir, ekki síst evrópskar sem við Íslendingar getum speglað okkur í. Ég er ekki að gera lítið úr Holly- wood-myndum, þær eru frábærar, en það er svo miklu meira til. Þetta er haf af æðislegum myndum, bæði leiknum og heimildarmyndum. Mér finnst mjög mikilvægt að miðla þessu. Maður getur lært svo mikið af því að horfa á kvikmyndir. Þetta er svo sterkur miðill sem getur skemmt manni í leiðinni,“ segir Hrönn. Hollenskar myndir verða í brenni- depli. „Við höfum verið að kynna ein- stök lönd á hverri hátíð. Það eru ekki margir sem vita af því en Hollend- ingar standa framarlega og eru að eyða heilmiklum peningum í kvik- myndagerð. Þeir eru virkilega að gera spennandi hluti. Þetta er spenn- andi kvikmyndaland og það er gaman að kynnast landinu í öðru ljósi. Marg- ir fara til Amsterdam eða Rotterdam en fæstir hafa séð hollenskar myndir. Mér finnst það vera okkar hlutverk að kynna nýja framsækna hluti.“ Gríðarlega flott fyrirmynd Erlendir heiðursgestir hátíðar- innar í ár eru ekki af verri endanum. Fyrst ber að nefna tónlistarkonuna Debbie Harry, aðalsöngkonu hljóm- sveitarinnar Blondie, sem Hrönn seg- ir að sé spennt fyrir Íslandi, vilji sjá eldgosið og fara í Bláa lónið. Tónleikamyndin Blondie: Að lifa í Havana verður sýnd í tengslum við tónlistarmyndadagskrá hátíðarinnar. Bergur Ebbi og Andrea Jónsdóttir munu stýra spjalli við Harry eftir að myndin verður sýnd 2. september. „Þetta er gríðarlega flott fyrirmynd fyrir margar konur og hefur mikið talað um sína lífsreynslu, um eitur- lyfjaneyslu og ofbeldi og hefur látið sig ýmis góð málefni varða.“ Hátíðinni lýkur 10. október með sýningu myndarinnar Margrét fyrsta, þar sem danska stórleikkonan Trine Dyrholm túlkar fyrsta kven- kyns þjóðhöfðingja Norðurlanda. Dyrholm er einmitt annar heiðurs- gestur. Leikstjórinn Charlotte Siel- ing og framleiðendur myndarinnar munu einnig vera viðstaddir sýningu á henni í Bíó Paradís og Hrönn segir að það verði stór stund. „Dyrholm verður formaður dómnefndar í keppnisflokknum Vitranir, sem er hjartað í hátíðinni. Það er flokkur með átta myndum sem eru tileink- aðar ungum kvikmyndaleikstjórum í fremstu röð.“ Vandaðar og flottar myndir Norski leikstjórinn Joachim Trier og franski leikstjórinn Mia Hansen- Løve hljóta heiðursverðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listræna sýn. „Þetta er ungt fólk en þeirra myndir eru vandaðar og flottar og þetta eru mjög eftirsóttir kvikmyndaleikstjór- ar þannig það er mikill heiður að þau hafi bæði þekkst boðið. Þetta eru úr- valsleikstjórar með svolítið nýja sýn á miðilinn.“ Hrönn þykir mikilvægt að hátíðir sem þessi leggi sitt af mörkum til að stuðla að betra samfélagi. „Þegar verið er að eyða opinberum fjár- munum í að reka svona listahátíð, okkar stuðningur kemur frá ríki og borg, þá finnst mér mikilvægt að hún bæti einhvern veginn samfélagið eða þroski umræðuna með þessum sterka miðli sem kvikmyndirnar eru.“ Það sé mikilvægt að efna til um- ræðu í kringum sýningarnar. „Í heimildarmyndaflokki erum við til dæmis með myndina Gabi sem fjallar um barn sem langar að skipta um kyn. Við fylgjumst með barninu þroskast og taka sínar ákvarðanir. Við ætlum að vera í samstarfi við þá sem eru að vinna að þessum málum hér á landi og vera með málþing eftir sýninguna, á sunnudaginn kemur,“ segir Hrönn. „Við höfum mikinn áhuga á um- hverfismálum, stjórnmálum og jafn- réttismálum. Við reynum að stuðla að því að fjölmiðlar fjalli um myndirnar og setji þær í samhengi við það sem er að gerast á Íslandi. Við viljum líka hjálpa fólki að læra að lesa miðilinn. Þetta er svo sterkur miðill sem er oft vanmetinn. Þetta er afþreying, og verður að vera það, en svo er ekki verra að það sé eitthvað sem maður getur tekið með sér út í sitt daglega líf,“ segir Hrönn og bætir við að það að fara á svona kvikmyndahátíð sé eins og að fara í ferðalag um heiminn. Myndirnar komi frá yfir 50 löndum. Hátíðin sé því afar fjölmenningaleg og þar megi heyra alls kyns tungumál sem fólk hafi ef til vill aldrei heyrt. „Þetta verður veisla.“ Framsæknar og ögrandi Að lokum er Hrönn spurð hvort hún geti nefnt einhvern dagskrárlið sem gestir ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara og segir þá: „Mér finnst alltaf mjög spennandi að kynna þess- ar átta myndir sem eru í flokknum Vitranir. Þetta eru framsæknar og ögrandi myndir. Ég mæli sérstaklega með þeim. En annars er erfitt að velja eitthvað eitt. Ég bendi samt á The Last Film Show, Casablanca Beats, The Most Beautiful Boy in the World, Blind Ambition, Scars of Ali Boulala, Verstu manneskju í heimi, Vildman, Benadette og Harm.“ Í þessu samhengi nefnir hún þó líka minningardagskrá um tvo vini hátíðarinnar sem féllu frá á þessu ári, leikstjórann Árna Óla Ásgeirsson og fyrrum dagskrárstjórann Dimitri Eipides. „Það er mikill heiður að fá að sýna nýjustu myndina hans Árna Óla Ásgeirssonar, Wolku. Hann var mik- ill vinur okkar og við sýnum allar myndirnar hans.“ Sérstök dagskrá verður tileinkuð Eipides þar sem sýndar verðar nokkrar af hans eftirlætismyndum. „Eipides kom eiginlega hátíðinni á þann stall sem hún er í dag,“ segir Hrönn. Á dagskránni verður meðal annars myndin Dogtoot frá 2009, sem sló í gegn í Cannes og fjallar um fjöl- skylduföður sem lokar börn sín inni á heimilinu. Þau Hrönn voru saman á frumsýningu myndarinnar í Cannes. „Það er ótrúlega flott mynd. Ef ég ætti að nefna einhverja algjöra uppá- haldsmynd þá myndi ég segja Dog- tooth. Hún er alveg frábær.“ Drottning Danska leikkonan Trine Dyrholm í hlutverki Margrétar fyrstu í samnefndri mynd. Heiðursgestur Hin heimsfræga söngkona Blondie, Debbie Harry, kemur á RIFF. Sterkur miðill sem oft er vanmetinn - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst í dag - Vilja kynna nýja og framsækna hluti Morgunblaðið/Unnur Karen Metnaðargjörn Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF, kynnti fjöl- breytta dagskrá hátíðarinnar á blaðamannafundi í síðustu viku. Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Allt að 3 mánaða skammtur í glasi. Dagsskammtur inniheldur 1000 mg af glúkósamíni og 200 mg af kondrótíni ásamt engifer, túrmerik, C-vítamíni og rósaldin. C -vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks. Í þínu liði fyrir þína liðheilsu! Glucosamine & Chondroitin Complex „Ég lenti í bílslysi og fann til í öllum líkamanum, það komu dagar sem voru rosalega erfiðir þangað til ég kynntist Glucosamine og Chondroitin frá Natures aid, ég er töluvert betri og ég gæti ekki mælt meira með þessu liðbætiefni.“ Petra Breiðfjörð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.