Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 4. O K T Ó B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 241. tölublað . 109. árgangur . Bleika slaufan fæst í Nettó Avókadó 2 stk - forþroskuð 249KR/PK ÁÐUR: 498 KR/PK 979KR/KG ÁÐUR: 1.998 KR/KG Bæonne-skinka VERÐ- SPRENGJA! 50% AFSLÁTTUR TILBOÐ GILDA 14.--17. OKTÓBER FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ ÞETTA VAR OF MIKIL ÁSKORUN ORTI LJÓÐ TIL AÐ VINNA ÚR ÁFÖLLUM HELGIN KEMUR ALLTAF AFTUR DAGLEGT LÍF 12 NÝ ÞÁTTARÖÐ 56MÁLAÐI DAUÐANN 62 _ Landamæri Kosta Ríka voru opnuð ferða- mönnum mun fyrr en annars staðar í Mið- Ameríku eftir að þeim hafði verið lokað vegna far- aldursins. Gust- avo Seguro Sancho, ferða- málaráðherra landsins, segir í sam- tali við Morgunblaðið að það hafi gengið vel vegna sterkra innviða um landið allt. Þrátt fyrir að smit kæmu inn í landið var auðvelt að halda smitdreifingu í skefjum og íbúar landsins lögðust á eitt við að sinna persónubundnum sótt- vörnum. Þegar bólusetning varð al- mennari, sérstaklega hjá ferða- mönnum frá Bandaríkjunum, hafi snemma verið hægt að afnema kröfu um PCR-próf við komuna til Kosta Ríka. Ráðherrann segir að það hafi ekki skipt sköpum fyrir þróun faraldursins í landinu. »24 Opnuðu landamæri fyrr og það virkaði Gustavo Segura _ „Þetta er í fullu samræmi við þessa þrá rit- höfundar að koma sjálfum sér á óvart,“ segir Arnaldur Ind- riðason rithöf- undur, sem hefur í aldarfjórðung haft þann vana á að senda frá sér nýja bók hinn 1. nóvember. Hann heldur uppteknum hætti í ár en nú ber svo við að lesendur fá ekki glæpasögu heldur sögulega skáld- sögu. Skáldsagan nefnist Sigur- verkið og gerist hún á sunnan- verðum Vestfjörðum og í Kaupmannahöfn á 18. öld. »16 Arnaldur ekki með glæpasögu í ár Arnaldur Indriðason _ Helgi Tómasson, prófessor í hag- rannsóknum og tölfræði við HÍ, seg- ir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að skýrslur IPCC um loftslags- mál séu tölfræðilega vanþróaðar. Vísar hann þar m.a. til orða Dennis Trewins, fyrrverandi hagstofustjóra Ástralíu, um að tölfræðilegir gallar á útreikningum IPCC væru til þess fallnir að ýkja loftslagsbreytingar framtíðarinnar. »38 Tölfræðilegir gallar ýki loftslagsvána Fimm manns létu lífið og tveir til við- bótar særðust þegar maður vopnað- ur boga og örvum gekk berserks- gang í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi. Hófst árásin í kaup- félagsverslun Co-op í bænum, og fékk lögreglan tilkynningu um málið kl. 18.13 að staðartíma, eða 16.13 að íslenskum tíma. Fór maðurinn um bæinn og réðst að fólki áður en lög- reglan náði að yfirbuga hann kl. 18.47 að staðartíma. Var maðurinn einn að verki. Ekki var vitað um ástæður árás- arinnar í gærkvöldi, en maðurinn mun einnig hafa verið vopnaður hnífi. Sagði Øyvind Aas, lögreglu- stjóri í Buskerud, að ekki væri úti- lokað að um hryðjuverk væri að ræða. Þá væri ekki verið að leita að öðrum í tengslum við málið. Bæjaryfirvöld í Kongsberg virkj- uðu í gær fjöldahjálparstöð fyrir þá sem þyrftu á áfallahjálp að halda. Þá var fjöldi lögreglumanna kallaður til aðstoðar frá Osló. Utanríkisráðuneytið hvatti í gær Íslendinga í Kongsberg og nágrenni til þess að láta fjölskyldu og vini vita að þau séu óhult. Ef þeir eru í vanda staddir er best að hafa samband við borgaraþjónustu ráðuneytisins. FIMM LÁTNIR Í NOREGI - Maður gekk berserksgang í Kongsberg með boga og örvar - Tveir særðir AFP Alvarleg árás Lögreglumaður með leitarhund rannsakar hér einn vettvang árásarinnar í Kongsberg í gærkvöldi, en mikill viðbúnaður var um allan Noreg. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Úrsagnir alþingismanna úr þing- flokkum eru mun algengari en ætla má af umræðum síðustu daga um mál Birgis Þórarinssonar. Frá um 1970 hafa nær fjörutíu þingmenn sagt skilið við flokka sína, þar af voru nítján úrsagnir frá aldamót- um. Morgunblaðið birtir í dag lista yfir alla þingmennina sem um er að ræða. Flokkshollusta var meiri fyrr á tíð en nú og telja fræðimenn það skýra að tiltölulega sjaldgæft var fram til um 1970 að þingmenn yfir- gæfu flokka sína. Pólitísk vista- skipti voru þó ekki óþekkt en þau voru ætíð hluti af stærra pólitísku umróti. Samantektin í dag sýnir að úr- sagnir úr þingflokkum hafa verið algengari meðal þingmanna vinstri- flokka en hægri- og miðflokka. Metið eiga Alþýðubandalagið og arftaki þess, VG. Sex þingmenn sögðu sig úr Alþýðubandalaginu frá 1969 og sex hafa sagt sig úr VG frá stofnun flokksins. Athygli vekur að einn þingmaður, Kristinn H. Gunnarsson, sagði sig þrívegis úr þingflokkum. Þótt margir hneykslist á „flokka- flakki“ þingmanna er ekkert sem skyldar þingmann til að vera í þeim flokki sem hann var í framboði fyr- ir. Í 8. grein stjórnarskrárinnar segir skýrt að þingmenn séu ein- göngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. Nítján úrsagnir á öldinni - Algengara að þingmenn yfirgefi flokka sína á Alþingi en ætla má af þjóð- félagsumræðunni - Nær fjörutíu þingmenn hafa haft vistaskipti frá 1969 MMargir yfirgefið þingflokka »14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.