Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 2

Morgunblaðið - 14.10.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra 595 1000 ys tá n fy rir va ra . Val di Fassa að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . á Ítalíu í janúar eða febrúar Verð frá kr. 137.450 ÚRVALSKÍÐAFERÐA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Friðrik krónprins Danmerkur heimsótti í gær ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands danska varðskipið HDMS Triton, sem liggur nú við höfn í Reykjavík. Tóku Niels Pind skipherra Triton og Georg Kr. Lárusson á móti þeim, en Triton sinnir eftirliti á norðurslóðum, meðal annars í samstarfi við Landhelgisgæslu Íslands. Skipverjar á Triton stilltu sér upp fyrir liðskönnun með al- væpni fyrir krónprinsinn og forsetann, áður en þeir fengu leiðsögn um skipið og störf áhafnarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Prinsinn kannaði lið sitt um borð í varðskipinu Triton Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Við höfum alltaf sagt að kjarabætur koma í fleiri formum en í launa- umslagið. Hins vegar er það nátt- úrlega ekki hlutverk seðlabanka- stjóra að leggja línurnar fyrir kjaraviðræður. Það er nokkuð sem við gerum á okkar lýðræðislega vett- vangi,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ þegar borin eru undir hana um- mæli Ásgeirs Jónssonar seðlabanka- stjóra í viðtali við ViðskiptaMoggann í gær. Þar varaði hann við að ráðist yrði í ósjálfbærar launahækkanir og hvatti til þess að ráðist yrði frekar í stór- fellda uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir þessi ummæli seðlabankastjóra afskap- lega skynsamleg, „og ég lít á þetta sem viðvörunarorð til aðila vinnu- markaðarins í aðdraganda nýrra kjarasamninga. Það er ljóst að við höfum farið í gegnum miklar launa- hækkanir á undanförnum árum og mikið lengra verður ekki komist að sinni. Það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að beina sjónum að öðr- um þáttum sem bæta lífskjör lands- manna. Seðlabankastjóri hittir nagl- ann á höfuðið þegar hann segir að húsnæðismarkaðurinn sé fyrst og fremst sá markaður sem við eigum að beina sjónum okkar að. Ég get tekið undir þau varnaðarorð hans,“ segir Halldór. Spurður hvort húsnæðismálin verði stóra viðfangsefnið við endur- nýjun kjarasamninga á næsta ári svarar Halldór: „Ef við horfum á sögu kjarasamninga og samskipta aðila vinnumarkaðarins, þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem sú staða er uppi og ljóst að við höfum í fortíðinni borið gæfu til þess að leiða fram lausnir sem hafa gagnast á þessum markaði og ég tel að það séu að skap- ast góðar aðstæður til þess á nýjan leik,“ segir Halldór. „Auðvitað erum við fullmeðvituð um hvað húsnæðismálin skipta fólk miklu máli,“ segir Drífa. „Það er al- veg ljóst að eitt af stóru úrlausnar- efnunum sem bíða er að koma bönd- um á húsnæðismarkaðinn og hugsa hann sem nauðsyn þess að fólk geti búið einhvers staðar en hleypa ekki fjármálaöflunum lausum á húsnæð- ismarkaðinum.“ Þarf að fela í sér kjarabætur Hún segir að það hafi legið ljóst fyrir í nokkur ár að ráðast þyrfti í stórfellda íbúðauppbyggingu. „Við höfum lagt áherslu á að það sé gert með félagslegum og óhagnaðardrifn- um hætti þannig að það felist raun- verulega kjarabætur í því að fá að- gang að góðu húsnæði,“ segir Drífa. Þetta sé alltaf eitt af stóru málunum sem verkalýðshreyfingin er að fást við og eigi samtal um við stjórnvöld á öllum tímum, óháð því hvort viðræð- ur standi yfir eða ekki um endur- nýjun kjarasamninga. »10 og 32 Húsnæðismál stórt úrlausnarefni - Seðlabankastjóri hittir naglann á höfuðið, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins - Eitt af stóru úrlausnarefnunum sem bíða er að koma böndum á húsnæðismarkaðinn, segir forseti ASÍ Drífa Snædal Halldór Benjamín Þorbergsson Andrés Magnússon andres@mbl.is Gott hljóð er sagt vera í formönnum ríkisstjórnarflokkanna og að viðræð- ur þeirra gangi vel. Þetta segja stjórnarþingmenn, sem Morgunblað- ið ræddi við, en formennirnir verjast sem fyrr allra frétta og svara spurn- ingum um viðræðurnar afar almennt. Stjórnarþingmenn segja ekkert benda til þess að viðræðurnar sigli í strand þótt þær taki tíma. Einn þeirra minnti á að þessi kafli við- ræðnanna hefði tekið um þrjár vikur síðast, en þá hafi verið mun meiri tímapressa. Formennirnir hafi sagst ætla að gefa sér góðan tíma að þessu sinni og því sé ekki óvarlegt að gera ráð fyrir því að menn ræði saman út mánuðinn. Mikill tími hefur farið í að finna lausnir á óuppgerðum málum frá fyrra kjörtímabili, en þar mun hafa þokast nægilega mikið áfram til þess að farið er að ræða frekari stefnumót- un fyrir nýhafið kjörtímabil. Þar eru efnahagsmálin efst á blaði, en þar blasa margar áskoranir við og áherslur flokkanna mismunandi. „Þetta gengur ágætlega, þau þekkjast vel og það eru engar stífar kröfur uppi,“ segir einn þeirra. Það er þó ekki svo að öll ágrein- ingsefni frá síðasta kjörtímabili hafi enn verið jöfnuð, en þar eru orkumál og landvernd helst nefnd. Þingmaður Vinstri-grænna segir þó að vel hafi miðað og trúir því að lausnir finnist á því sem út af stendur. Þeir stjórnarþingmenn, sem blaðið ræddi við, vildu fæstir segja mikið um hvernig gengi með áherslumál eigin flokka, en höfðu hins vegar eitt og annað að segja um hina flokkana. Samkvæmt því eru sjálfstæðismenn of hægrisinnaðir, Vinstri-græn of náttúruverndarsinnuð og framsókn- armenn of frekir til fjörsins, vilji fjölga ráðuneytum sínum og færa of marga málaflokka til þeirra. Formennirnir eru enn einir að við- ræðum um endurnýjað ríkisstjórnar- samstarf, en þó var eftir því tekið að þeir hafa haft aðstoðarmenn innan seilingar, sem þeir hafa ekki verið fram til þessa. Léttara yfir formönnum - Viðræður um endurnýjað stjórnarsamstarf sagðar ganga vel - Efnahagsmálin fyrirferðarmikil - Lausnir í orkumálum til Viðræður Formenn semja bak við luktar dyr Ráðherrabústaðarins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.