Morgunblaðið - 14.10.2021, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
2012
2020
HJÁ OKKUR FÁST
VARAHLUTIR
Í AMERÍSKA BÍLA
st’ al o g
Stál og stansar
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Það kemur fyrir að mannleg mistök
verða jafnvel hjá færustu sérfræð-
ingum og hefur norska hafrann-
sóknastofnunin Havforsknings-
instituttet (HI) í tvígang þurft að
leiðrétta ráðgjöf sína fyrir 2022, en
tilkynningar þess efnis voru birtar á
vef stofnunarinnar 4. október.
Leiðrétta þurfti ráðlagðan afla í
norðlægri ýsu í kjölfar þess að upp-
götvaðist villa í hugbúnaði sem HI
styðst við, Stox. Þegar HI gaf út
ráðgjöf sína um miðjan júnímánuð
nam hún 180.003 tonnum en í kjöl-
farið uppgötvaðist villan og hefur
verið birt ný ráðgjöf og er hún
178.532 tonn.
„Eftir að villurnar fundust endur-
reiknuðu vísindamennirnir stofn-
stærðir ýsu og þorsks á Norðurslóð-
um. Breytingar í stofnstærðum
voru lítilvægar. Kvótaráðgjöf fyrir
ýsu hefur verið lækkuð um innan
við 1 prósent og engin breyting
verður á ráðgjöf í þorski,“ segir í til-
kynningu um galla í Stox.
Ekki hér á landi
„Stox er notað við útreikninga í
makríl og norsk-íslenskri síld en
stofnmat í þeim stofnum er unnið á
vegum ICES. Hafrannsóknastofn-
un tekur vissulega þátt í þeirri
vinnu,“ svarar Guðmundur Þórðar-
son, sviðsstjóri botnsjávarsviðs hjá
Hafrannsóknastofnun, er hann er
spurður hvort stofnunin notar sama
hugbúnað til útreikninga og Norð-
mennirnir.
Hann segir ekki stuðst við Stox í
tengslum við íslenska stofna, til að
mynda þorsk, ýsu eða sumargots-
síld. „Hafrannsóknastofnun notar
ekki Stox til að reikna út aldurs-
greindan afla eða vísitölur úr stofn-
mælingum. Stox er hugbúnaður
sem þróaður var af norsku Haf-
rannsóknastofnuninni til að undir-
búa gögn fyrir stofnmat. Við út-
reikning á aldursgreindum afla og
vísitölum eru þó notuð forrit sem
byggja á svipaðri nálgun og Stox-
hugbúnaðurinn byggir á.“
– Getur Hafrannsóknastofnun
útilokað að sambærilegar villur
vegna hugbúnaðar kunni að koma
upp við útreikninga hér á landi?
„Þó að 1.500 tonn sé mikill afli þá
ber að hafa í huga að þessi villa í
hugbúnaðinum jók ráðgjöfina um
minna en 1%. Það er aldrei hægt að
útiloka að villur sem þessar komi
upp. Reynt er að koma í veg fyrir
slíkt með því að fjalla um stofnmat
og ráðgjöf einstakra stofna á innan-
hússfundum þar sem farið er yfir
útreikninga og forsendur ráðgjafar.
Jafnframt fer fram rýni innan Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins (ICES)
á stofnmati mikilvægustu nytja-
stofna eins og þorsks, loðnu, ýsu og
karfa.
Sambærileg villa hefur ekki kom-
ið upp en í stofnmati á keilu árið
2020 kom í ljós villa í útreikningum
á vísitölum sem leiddi að hluta til
þess að ráðgjöf lækkaði umtalsvert
milli 2019 og 2020. Þetta er rakið í
tækniskýrslu stofnunarinnar árið
2020.“
Töldu vitlaust
Í júní gaf HI einnig út ráðgjöf
fyrir staðbundna strandþorskinn
norður fyrir 67° breiddargráðu. Var
upphaflega lagt til að engar veiðar
yrðu stundaðar á næsta ári en fyrr í
þessum mánuði var tilkynnt um að
ráðgjöf stofnunarinnar hafi verið
breytt í 7.865 tonn.
„Villuna [í stofnmatinu] má rekja
til þess að fjöldi kvarna frá strand-
þorski var vitlaust skilgreindur sem
barentshafsþorskur (n. skrei). Það
leit því út fyrir að mun minna væri
af strandþorski í fyrra en var í
raun,“ segir Geir Huse, fram-
kvæmdastjóri rannsókna hjá HI.
Ljósmynd/HI
Leiðangur Norskir vísindamenn þurftu að leiðrétta veiðiráðgjöf sína.
Leiðréttu ráðgjöf tvisvar
- Villa í hugbúnaði olli því að ráðgjöf norsku hafrannsókna-
stofnunarinnar varð vitlaus - Stox lítið notað hér á landi
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Nú stendur yfir söfnun gagna um
stöðu kvenna í sjávarútvegi og er
ætlunin að kortleggja þá stöðu sem
nú ríkir og bera saman við niður-
stöður sambærilegrar könnunar ár-
ið 2017. Könnunin, sem send hefur
verið yfir sex hundruð stjórnendum
í fyrirtækjum er tengjast sjávar-
útvegi, er gerð að frumkvæði Fé-
lags kvenna í sjávarútvegi (KIS) í
samstarfi við Ástu Dís Óladóttur,
dósent hjá Háskóla Íslands, og
Rannsókn-
armiðstöð Há-
skólans á Akur-
eyri.
„Við erum að
kortleggja stöðu
kvenna í sjávar-
útvegi og kanna
hvort störfum
kvenna innan
greinarinnar sé
að fækka eða
fjölga. Hvort þau
hafi færst til og hvort konum sé að
fjölga í stjórnunarstöðum,“ segir
Agnes Guðmundsdóttir formaður
KIS um könnunina. Hún segir verk-
efnið lið í að fylgja eftir sambæri-
legri könnun frá 2017. „Okkur
finnst mikilvægt að það séu til tölu-
leg gögn um konur í sjávarútvegi.
Þá er líka hægt að sjá frekar hvað
þurfi að gera, hvar við þurfum að
sækja á.“
Agnes segir þátttöku ágæta í
könnuninni borið saman við meðal-
þátttöku í könnunum almennt. Hins
vegar hvetur hún fyrirtæki til þátt-
töku þar sem það skapi enn betri
yfirsýn yfir stöðuna innan greinn-
arinnar. „Þetta skiptir miklu máli
fyrir greinina sjálfa,“ segir hún og
bendir á að það sé mikilvægt að at-
huga hvort konur sem sótt hafa sér
menntun á sviði sjávarútvegs skili
sér í greinina. Konum hefur fjölgað
ört m.a. í námi í sjávarútvegsfræði
við Háskólann á Akureyri og eru
dæmi um að konur séu í meirihluta
útskrifaðra árganga.
Spurð hvort fjölgað hafi í félaginu
að undanförnu svarar Agnes því ját-
andi. „Það er alltaf að fjölga konum,
en starfið hefur verið rólegra út af
Covid enda höfum við ekki getað
hitt okkar konur. Starfið hefur
færst meira á netið og þá höfum við
ekki náð eins mikið til kvenna.
Markmiðið með félaginu er að efla
tengslanet kvenna, fræða þær og
hvetja áfram og þá skiptir máli að
geta hitt fólk í eigin persónu.“
Á aðalfundi KIS, sem haldinn var
fyrir skömmu, var ný stjórn félags-
ins kjörin, en hana skipa Agnes,
sem er formaður, auk Heiðu Krist-
ínar Helgadóttur hjá Niceland Sea-
food, Alexöndru Evudóttur hjá
Marel, Kötlu Þorsteinsdóttur hjá
Samherja, Kristrúnar Auðar Við-
arsdóttur hjá Íslandssjóðum, Önnu
Bjarkar Theódórsdóttur hjá Oceans
of data, Mjallar Guðjónsdóttur hjá
Soffaníasi Cecilssyni og Gullu Ara-
dóttur hjá Ice Fish.
Stefnt er að því að kynna niður-
stöður könnunarinnar á opnunar-
málstofu sjávarútvegsráðstefnunnar
sem haldin er í nóvember.
Styrkur Félagið er vettvangur til að efla tengslanet kvenna í sjávarútvegi.
Staða kvenna í sjáv-
arútvegi könnuð
- Leita svara hjá yfir 600 stjórnendum
Agnes
Guðmundsdóttir
Afurðaverð á markaði
13. okt. 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 490,22
Þorskur, slægður 443,17
Ýsa, óslægð 358,25
Ýsa, slægð 346,00
Ufsi, óslægður 192,84
Ufsi, slægður 222,25
Gullkarfi 371,10
Blálanga, slægð 245,36
Langa, óslægð 193,86
Langa, slægð 287,37
Keila, óslægð 60,53
Keila, slægð 109,69
Steinbítur, óslægður 384,52
Steinbítur, slægður 543,17
Skötuselur, slægður 579,58
Grálúða, slægð 392,49
Skarkoli, óslægður 65,00
Skarkoli, slægður 426,57
Þykkvalúra, slægð 551,51
Langlúra, slægð 247,00
Sandkoli, óslægður 150,95
Sandkoli, slægður 155,84
Skrápflúra, óslægð 19,97
Bleikja, flök 3.176,00
Regnbogasilungur, flök 3.176,00
Gellur 1.018,50
Hlýri, óslægður 400,21
Hlýri, slægður 499,19
Lúða, slægð 396,97
Lýsa, óslægð 69,24
Lýsa, slægð 142,90
Stórkjafta, slægð 49,77
Undirmálsýsa, óslægð 182,26
Undirmálsþorskur, óslægður 177,42
Undirmálsþorskur, slægður 177,55