Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.10.2021, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 Þórunn Sveinbjörns- dóttir, fyrrverandi varaformaður Efl- ingar-stéttarfélags, skrifaði í Morgunblaðið 24. september sl. grein undir fyrirsögninni „Fæðingarorlof sterkt jafnréttismál“. Þórunn segir í grein sinni: „Ár- ið 2000 er svo merkisár í þessari sögu og má þar þakka Framsókn og Páli Péturs- syni (félagsmálaráðherra) sér- staklega fyrir það merka og mik- ilvæga skref sem þá var stigið með því að feður fengu fæðingarorlof og konur lengra orlof.“ Hér er Þórunn að vísa til laga um fæðingarorlof sem tóku gildi 1. janúar 2001. Af þessu tilefni vil ég leyfa mér að minna á að nærri tveimur árum áður en þessi lög tóku gildi hafði VR sam- þykkt á aðalfundi að greiða fæðingar- orlof þar sem báðir foreldrar nutu sama réttar og lögin síðar kváðu á um. VR var eina í ASÍ sem greiddi slíkt fæðingarorlof og höfðu um 800 félagsmenn VR notið þess áður en framangreind lög tóku gildi. Eftirbreytnivert framtak VR Hér var um mikilvægt jafnrétt- ismál að ræða, sem VR vann jafnan ötullega að. Minna má á að 2001 hlaut VR viðurkenningu jafnréttisráðs fyr- ir störf félagsins að jafnréttismálum. Elín Líndal, formaður jafnréttisráðs, sagði í ræðu við afhendingu viður- kenningarinnar, sem sómamaðurinn Páll Pétursson ráð- herra bauð til í Ráð- herrabústaðnum, að það hefði verið einróma ákvörðun ráðsins að veita VR viðurkenn- inguna fyrir „sérstakt og eftirbreytnivert framtak í jafnrétt- ismálum“, eins og Elín orðaði það. „Jafnrétti“ er stórt orð og hefur mikla þýð- ingu. Allir ættu að geta verið sammála um að jafnrétti er yfir- skrift þess sem launþegahreyfingin var stofnuð til: Að vinna að grunn- stoðum bræðra- og systralags. Það hefur ekki reynst auðvelt. Ég tel þessa viðurkenningu jafnréttisráðs vera einn mesta heiður sem stéttar- félagi hefur hlotnast. Ég er mög ánægður og þakklátur að í formannstíð minni hjá VR hlaut félagið framangreinda viðurkenningu fyrir „eftirbreytnivert framtak í jafn- réttismálum“. VR fyrst, síðan sett lög Eftir Magnús L. Sveinsson Magnús L. Sveinsson » VR var eina félagið innan ASÍ sem greiddi slíkt fæðingar- orlof og höfðu um 800 félagsmenn VR notið þess áður en framan- greind lög tóku gildi. Höfundur er fyrrverandi formaður VR. magnusl@simnet.is Það er einstakt að við skulum leyfa okkur að halda og hampa verkefni sem Jafnvæg- isvog FKA til að varða veginn á jafnréttis- göngu Íslands. Ákvörðunin um jafn- rétti hefur verið tekin. Einmitt núna erum við í útfærsluæfingum af fullum krafti, á mismunandi vegu og með alls kyns árangri. Það er ein- stakt, frábært og eftirtektarvert. Það sem hjálpar til þegar verið er að ganga gegn hefðum, venjum og ráðandi gildum fyrri tíma er ekki ein- ungis hin sameiginlega ákvörðun sem við höfum öll tekið heldur einnig styrkur stuðningur ólíkra hags- munahópa. Fræðasamfélagið styður okkur öll með því að leggja til rann- sóknir á jafnréttismálum og birtir niðurstöður jöfnum höndum. Hið opinbera setur lög og reglur til að varða leiðina og gerir gott betur með því að stilla eigin innri rekstur af og lögbinda jafnan rétt í nefndum, ráð- um og stöðuveitingum. Þar sem okk- ur gengur hvar hægast í jafnvægis- æfingunum er í einkageiranum, hvort sem um er að ræða í framkvæmda- stjórnum, stjórnum eða hvað þá skráðum Kauphallarfélögum. 14-2 bliknar þar við hlið – staðan er nefni- lega 19-1 þar. En við höfum Jafnvæg- isvog FKA til að minna okkur á, styrkja og hvetja. Ekki má gleyma að alþjóðavæðing nútímans setur Ísland sem skástræti í Alþjóðaþorpinu, staðsetning sem við komumst ekki undan. Nýir mæli- kvarðar um rekstur fyrirtækja kveða meðal annars á um sjálfbærni og samfélagsábyrgð og þar skora jafn- rétti og fjölbreytni hátt. Lykilbreytur sem einblína á að fá fleiri ólíkar radd- ir að borðinu hagkerfinu öllu til hags- bóta, samfélaginu til giftu og gæfu. Það er eitt stærsta hagsmunamál samtímans að útrýma lýðbreytum sem aldri, kyni og uppruna í atvinnu- lífinu til að undirbúa frjóan svörð fyrir grósku komandi tíma. Ísland er best í heimi í jafnrétti. Það er til Íslands litið og eftir því tek- ið í Alheimsþorpinu. Skástrætið þykir kröftugt, hlaðið smáu og knáu fólki sem hikar ekki við að framkvæma með gleði, þolinmæði og þrautseigju. Sýnum okkur sjálfum og þorpinu hvernig framúrskarandi flottar æfingar í jafnrétti líta út. Gangi okk- ur vel og góða skemmtun. Eftir Sigríði Hrund Pétursdóttur og Unni Elvu Arnardóttur Sigríður Hrund Pétursdóttir » Skástrætið þykir kröftugt, hlaðið smáu og knáu fólki sem hikar ekki við að fram- kvæma með gleði, þolin- mæði og þrautseigju. Sigríður Hrund er formaður FKA. Unnur Elva er varaformaður FKA. Til hamingju Ísland Unnur Elva Arnardóttir Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningar- ferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda grein- ar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.