Morgunblaðið - 14.10.2021, Síða 45

Morgunblaðið - 14.10.2021, Síða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 2021 ✝ Agnar Þor- steinsson fædd- ist að Fagrabæ í Grýtubakkahreppi 18. mars 1935. Hann lést á Skóg- arbrekku á Húsa- vík 3. október 2021. Foreldrar hans voru Þorsteinn Sig- urbjörnsson, f. 30. apríl 1905, d. 15. mars 1994 og Sigríður Guðna- dóttir, f. 26. sept. 1904, d. 19. okt. 2001. Systkini Agnars voru Björg, f. 27. jan. 1934, d. 1. febr. 1934, Ásta Björg Þorsteinsdóttir, f. 5. des. 1937, d. 9. júlí 2006, Guð- björn Þorsteinsson, f. 29. ágúst Pétur Rósberg og b) Elvar Logi. Agnar gekk í Barnaskólann á Akureyri, fermdist í Akureyr- arkirkju og lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Síðar lá svo leiðin í Iðnskólann á Akureyri þar sem Aggi lærði skipasmíði og starf- aði hann við það um tíma, í skipasmíðastöð KEA. Sem ung- ur maður reri hann til sjós og fór svo á einstaka vertíðir fyrir sunnan. Leiðir lágu svo austur í Öxará þar sem hann gerðist bóndi ásamt eiginkonu sinni. Til viðbótar því að vera með mjólk- urkýrnar á Öxará fór Aggi að kenna smíðar í Stórutjarna- skóla – og þar kenndi hann í nokkur ár á áttunda og níunda áratugnum. Aggi kom víða við í smíðavinnu í nágrenni sínu og handverk hans sést víða í ná- grenninu. Útför Agnars fer fram frá Þorgeirskirkju á Ljósavatni 14. október 2021 og hefst athöfnin kl. 14. 1943, d. 11. mars 2013. Hinn 31.12. 1963 kvæntist hann eft- irlifandi eiginkonu sinni, Elínu Ingu Þórisdóttur, f. 19.7. 1941. Synir þeirra eru: 1) Þröstur, f. 3. apríl 1962, eig- inkona hans er Jón- ína Sigurbergs- dóttir. Börn þeirra eru: a) Agnar Berg, b) Inga Lóa, sam- býlismaður hennar er Kjartan Sigurðsson og börn þeirra eru Sara Lóa og Alex Berg. 2) Þórir Kristinn, f. 8. sept. 1965, sam- býliskona hans er Dagný Pét- ursdóttir og synir þeirra eru: a) Elsku afi, takk fyrir allt, við erum svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa. Þegar við sitjum og rifjum upp tímann sem við fengum með þér þá koma upp alls konar skemmtilegar minn- ingar, en allar hafa þær sama samnefnara og það er hvað okk- ur leið alltaf vel í kringum þig. Við erum að kveðja dásamleg- an mann. Afi var ákveðinn, en einstaklega ljúfur, brosmildur og gaf sér alltaf tíma fyrir alla þá sem til hans komu. Með axla- bönd, Olís-derhúfu, bláan ópal í vasanum og margar spurningar að vopni, leyfði hann engum sem til hans kom að fara án þess vera búinn að finna tengingu við að- ilann, og ef hún fannst ekki búa hana til. Það eru margar ógleymanleg- ar stundir sem við áttum saman í sveitinni, eins og að fara saman í braggann í hvert skipti að hæð- armæla okkur, til að ganga úr skugga um hvort við værum ekki örugglega að vaxa og dafna. Þú sýndir okkur mikinn áhuga og vildir alltaf vita hvað var í gangi hjá okkur. Vinum okkar þótti alltaf gaman að koma, þú sýndir öllum áhuga og varst einstaklega góður í því að hafa jákvæð áhrif á fólk. Þú varst einstaklega mikill dýra- vinur og myndirnar í höfðinu eru svo skýrar af þér labbandi með t.b. Bangsa á leiðinni út í fjós að mjólka. Allan þann tíma sem við feng- um með þér var ævintýraþráin hjá þér sterk, og í seinni tíð fór hún að smitast yfir á tækni líka, en árið 2009 náðir þú þér í Apple-veiruna, veiru sem leiddi til margra skemmtilegra sím- tala á viku þar sem tæknin og aðrir hlutir voru rædd. Þessi tími styrkti eitt stærsta áhuga- málið þitt, ljósmyndun, en þú gast tekið myndir og rúllað yfir þær aftur og aftur. Þú varst snöggur að næla þér í stóra iMac-tölvu, og svo fylgdu nýir iPad-ar hver á eftir öðrum, sem gerðu áhugamálið þitt einfald- ara. Tækninni fylgdu meiri og betri tengsl við fólkið þitt hvort sem það var erlendis eða hér heima. Þú hafðir mjög gaman af því að ferðast og það var skemmtilegt að fá að taka aðeins þátt í því með þér. Það kom fyrir í ævintýrunum að þú værir ekk- ert að stressa þig á hlutunum og skemmtileg minning þegar þú dróst óvænt upp vasahníf í flugi á leiðinni til Austurríkis, varst reyndar snöggur að stinga hon- um aftur í vasann þegar þú fatt- aðir hverju þú hélst á, glottandi yfir þessu. En svona varst þú, einstakur á þinn hátt. Þegar við horfum til baka þá er einn stærsti lærdómurinn sem við tökum frá þér hvernig maður getur með einlægum áhuga á fólki haft góð áhrif á þá sem standa manni næst. Þú varst alveg einstakur og það kom svo vel í ljós eftir að þú veiktist. Alltaf þegar við komum í heimsókn þá fundum við hlýjuna frá þér. Þér tókst að tengjast við langafabörnin þín og báðu þau reglulega um að fá að tala við þig í síma. Elsku afi, þótt þú sért farinn frá okkur muntu alltaf lifa með okkur! Takk fyrir allt. Agnar Berg, Inga Lóa og fjölskylda, Pétur Rósberg og Elvar Logi. Við minnumst Agnars móður- bróður okkar, eða Agga frænda, með þakklæti fyrir allar góðu samverustundirnar. Aggi hafði góða og hlýja nærveru og alltaf var stutt í húmorinn, eins og hjá þeim „Fagrabæjarsystkinum“ öllum. Hann hafði einlægan áhuga á því sem við tókum okk- ur fyrir hendur og var sérstak- lega félagslyndur. Ófáir hafa setið í eldhúsinu á Öxará í gegn- um tíðina og rætt um alla heima og geima við húsbóndann. Allir gestir voru þar hjartanlega vel- komnir. Drífa var svo heppin að mega dvelja í sveit hjá Agga og Ellý á Öxará, eins og mörg ungmenni í gegnum tíðina. Aggi gaf sér allt- af tíma fyrir okkur og var þol- inmóður við ungu kynslóðina. Nemendur við Stórutjarnaskóla nutu góðs af því í áraraðir í smíðakennslu hjá Agga. Því starfi unni hann. Sigga fékk að njóta leiðsagnar hans heima á Öxará við trogsmíði og þá var vandvirknin í fyrirrúmi, halla- málið við höndina og allt upp á millimetrann. Ekki gafst mikill tími til ferðalaga meðfram bústörfum en seinustu árin, þegar yngri kynslóðir höfðu tekið við búi, naut Aggi þess að ferðast um ókunnar slóðir og heimsækja vini og ættingja. Þá hafði hann einstaklega gaman af því að sýna myndir frá þessum ferða- lögum sínum og segja frá því sem þar hafði á daga hans drifið. Þá sást líka vel hve gott auga Aggi hafði fyrir ljósmyndun. Drífu og fjölskyldu heimsótti hann tvisvar og naut sín vel þar inni á milli Alpafjalla. Þegar við svo komum í heimsókn til Ís- lands var Aggi alltaf tilbúinn til þess að aðstoða; hvort sem var að lána fararskjóta eða sækja svanga veiðimenn frá Ljósa- vatni í hádegismat. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar, elsku Aggi, um leið og við vottum fjölskyldunni samúð okkar. Drífa og Sigríður (Sigga). Elsku elsku Aggi. Það hryggði mig mikið þegar ég fékk símtalið þar sem mér var greint frá fráfalli þínu. Þú hafðir vissulega glímt við erfið veikindi og ert hvíldinni mögulega feg- inn. Ég vona og er viss um að þú ert nú á betri stað, laus við veik- indin og spjallar og grínast sem aldrei fyrr. Það eru nú komin 32 ár frá því að ég dvaldi fyrst á Öxará, sumarið 1989 var ég 6 ára gamall og kom þar í heim- sókn með foreldrum mínum. Ætlunin var að halda áfram för okkar síðar þann sama dag en eftir að hafa fengið að skoða fjósið og spjalla við þig og Ellý þá tók ég það ekki í mál og sótti fast að fá að verða eftir. Það var ekki að spyrja að því að þið hjónin tókuð vel í þá beiðni og var það upphafið á vináttu sem entist út ævina. Þú reyndist mér gríðarlega vel og áttir ásamt Ellý stærstan þátt í að móta mig að manni að undanskildum for- eldrum mínum og fyrir það er ég og verð ævinlega þakklátur. Það reyndist mér mikið heillaskref að fá að dvelja á Öxará á sumrin og læra þar ótalmargt. Ég fékk tækifæri til að þroskast, gera mistök, fá leiðsögn og aldrei nokkurn tíma fékk ég að heyra styggðaryrði frá ykkur hjónum. Mér þykir enn mjög vænt um þig, Ellý og Öxará og mun sá tími sem ég átti þar og þið hjón- in ávallt skipa mjög stóran sess í hjarta mér. Elsku Aggi vinur minn, ég kveð þig nú með sökn- uð í hjarta og með mjög hlýjar minningar um allar okkar stundir. Ellý, Þresti, Þóri og öðrum ástvinum votta ég mína innilegustu samúð. Þinn vinur, Gylfi. Góður maður er genginn, ég minnist Agnars Þorsteinssonar með hlýju. Það var 1. desember 1959 sem ég hitti Agnar fyrst. Þeir komu þrír saman vinirnir á ball í Sól- garð en ég átti þá heima þar. Ekki man ég hvernig þeir komu en 30 km eru milli Sólgarðs og Akureyrar. Vinirnir, Agnar, Bárður Halldórsson og Pétur Brynjólfsson, komu oftar á böll í Sólgarði næsta árið. Stundum held ég að Agnar hafi lagt til bíl- inn, hann var sá eini þeirra sem átti bíl enda elstur, en oft voru sætaferðir sem þeir hafa sjálf- sagt nýtt sér eða þeir tóku leigu- bíl. Unga fólkið á þessum tíma skemmti sér á þennan hátt, hitt- ist á böllum, dansaði, spjallaði og hlustaði; á harmónikuleikar- ana Hauk og Kalla, Póló og Erlu, Hljómsveit Pálma Stef- áns, Ingimar Eydal og fleiri. Í minningunni var ró yfir Agnari, hann var ekki líkt og vinirnir, eins og þeytispjald á dansgólf- inu og að gantast við stelpurnar, hann var á hliðarlínunni, fylgd- ist með og rabbaði við þá sem þarna voru. Ég veit ekki hvenær vinskap- ur þeirra þriggja hófst, Bárður kom frá Húsavík til að læra bólstrun á Akureyri og Pétur frá Bíldudal að læra skipasmíði. Agnar og Pétur hafa líklega kynnst í smíðunum, Bárður leigði herbergi hjá foreldrum Agnars og mér þykir svo líklegt að svipuð lífssýn þeirra og áhugamál hafi stuðlað að frekari samvistum. Við Pétur urðum par árið 1961 en þeir þrír lögðu þó áfram rækt við vináttuna og stundum vorum við fjögur saman „úti á lífinu“. Alltaf var líf og fjör hjá vinunum þremur, mikið hlegið og sögur sagðar enda voru þeir allir húmoristar og gleðimenn. Bárður kynntist svo Hönnu sinni og Agnar kynntist Elínu Ingu. Vinirnir þrír stofnuðu heimili, einn á Akureyri, annar á Húsavík og Agnar gerðist bóndi í Ljósavatnsskarði. Bárður sett- ist svo að í Kópavogi og við Pét- ur fluttum vestur yfir Trölla- skaga. Samfundum fækkaði. Síðustu ár Péturs sýndi Agn- ar honum mikla ræktarsemi, vináttan sem stofnað var til á ungdómsárum var sönn og traust þegar á reyndi. Agnar heimsótti Pétur reglulega, frá því sjúkdómurinn MND lét á sér kræla. Ég var Agnari mjög þakklát fyrir að koma og rifja upp gamla tíma og rifja upp sög- urnar sem þeir höfðu áður fleygt á milli sín, það var til- breyting fyrir Pétur sem varð ofurseldur þeim örlögum að komast ekkert og geta ekkert gert. En ég er hrædd um að ég hafi aldrei þakkað Agnari eins og vert var. Þannig er það, mað- ur heldur alltaf að það verði tími seinna. Vináttan þeirra minnir mig á verðmætasta steininn en það var þó líkt og steinninn lægi í ryki vegarins um árabil. Ég varð í það minnsta ekki vör við mikil samskipti á árunum sem við Pétur bjuggum fyrir vestan en það virðist ekki hafa spillt neinu. Báðir gömlu vinirnir, Agnar og Bárður, tóku upp sam- skipti við Pétur þegar á reyndi, með símtölum og heimsóknum. Krabbamein lagði þó Bárð að velli á mjög skömmum tíma, hann fór á undan Pétri. Ég vissi að Agnar fylgdist líka með líðan Bárðar. Og nú er Agnar einnig farinn, elstur en kvaddi síðast- ur. Að lokum vil ég þakka fyrir tryggð Agnars, umhyggju og sanna vináttu. Sigfríður Angantýsdóttir. Agnar Þorsteinsson Útför í kirkju Stuðningur og sálgæsla þegar á reynir utforikirkju.is Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 ✝ Jóhann Helga- son fæddist á Þórustöðum í Öngulsstaðahreppi 26. janúar 1926. Hann lést á dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 3. októ- ber 2021. For- eldrar hans voru Helgi Eiríksson bóndi á Þórustöð- um, f. 12. júlí 1884, d. 2. feb. 1964 og Hólm- fríður Pálsdóttir húsfreyja á Þórustöðum, f. 18. apríl 1889, d. 9. mars 1974. Systkini Jóhanns eru: Páll Helgason, f. 1914, d. 1994, Þuríður Helgadóttir, f. 1915, d. 1979, Ármann Helgason, f. 1917, d. 2006, Líney Helga- eiga fjóra syni og fimm barna- börn. 3) Árni, f. 1960, d. 2014. 4) Hólmfríður, f. 1962, eigin- maður Unnar Vilhjálmsson, f. 1961, þau eiga fjórar dætur og sex barnabörn. 5) Sigríður, f. 1963, eiginmaður Sigurður Sigurðsson, f. 1963, þau eiga fjóra syni og fjögur barna- börn. 6) Eiríkur S., f. 1968, eiginkona Friðrika Tómas- dóttir, f. 1969, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 7) Jón- ína Þuríður, f. 1969, eigin- maður Guðmundur Örn Sverr- isson, f. 1969 en þau eiga tvö börn. Alls eru afkomendur Jó- hanns og Sigríðar 49. Eftir almenn sveitastörf á Þórustöðum fór Jóhann til náms við Samvinnuskólann sem þá var í Reykjavík og að loknu prófi þar réðst hann til Kaupfélags Héraðsbúa á Egils- stöðum. Síðar lá leiðin til Kaupfélags Eyfirðinga á Akur- eyri en fljótlega var hann ráð- inn gjaldkeri og síðar skrif- stofustjóri Búnaðarbankans á Akureyri. Starfsferlinum lauk Jóhann sem skrifstofustjóri hjá embætti skattstjórans á Akureyri. Jóhann var virkur í fé- lagsmálum, söng með karla- kórnum Geysi á Akureyri, lék knattspyrnu með KA auk þess að vera keppnismaður í skák og bridge. Hann var um tíma formaður UMSE, Ungmenna- sambands Eyjafjarðar, og gjaldkeri Knattspyrnufélags Akureyrar. Útför Jóhanns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 14. október 2021, klukkan 13. At- höfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar út- sendingar. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat. dóttir, f. 1919, d. 1990, Halldór Helgason, f. 1923, d. 1976, Sigríður Helgadóttir, f. 1931, d. 2009 og Sigrún Helgadótt- ir, f. 1936, sem lif- ir bróður sinn. Jóhann giftist 22. desember 1957 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Sig- ríði Árnadóttur, f. 14. maí 1930, frá Finnsstöðum í Eiða- þinghá. Börn þeirra eru: 1) Stefán, f. 1955, eiginkona Kar- ólína Margrét Másdóttir, f. 1956, þau eiga fjóra syni og fimm barnabörn. 2) Helgi, f. 1959, eiginkona Kristín Sól- veig Eiríksdóttir, f. 1964, þau Með þessum orðum langar mig að kveðja Jóhann ömmu- bróður minn. Þegar ég var barn kom ég ansi oft í heimsókn í Hrafnagilsstrætið til ömmu- systkina minna, þeirra Líneyjar, Ármanns og Palla. Á neðri hæð- inni bjuggu þá Jóhann og Sigríð- ur og fór ég líka til þeirra og þótti mér páfagaukurinn þeirra sér- staklega spennandi. Á tímabili var samt smá bras þar sem ég var agalega hrædd við Jóhann og hljóp alltaf upp þegar hann kom heim og fékkst bara til að vera niðri hjá Sigríði og páfagaukn- um, ekki hef ég né nokkur annar hugmynd af hverju þessi hræðsla stafaði því Jóhann var þvílíkur barnakall sem allir hændust að. Sem betur fer hvarf svo þessi hræðsla og alltaf var jafn ljúft að koma til þeirra hvort heldur sem var í Hrafnagilsstrætið eða Grundargerðið. Jóhann var áhugasamur um hvað við vorum að brasa í leik og í starfi. Hann spurði mig líka alltaf sömu spurningarinnar þegar ég kom til Akureyrar og fékk alltaf sama svarið sem honum var alltaf jafn skemmt yfir. Hvenær komstu? Ég kom norður áðan, og hvenær ferðu? Ég fer norður í kvöld. Já, það skilja það alls ekki allir að maður getur alveg komið og farið norður í sömu ferðinni en þetta var okkar. Í sumar heimsótti ég Jóhann á Hlíð og átti góða og dýrmæta stund með honum og fyrir það er ég þakklát. Elsku Sigríður og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra frá okkur Kristínu Björgu, góðar minningar um góðan frænda lifa áfram. Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir (Lulla). Jóhann Helgason Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.